Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999
33
Myndasögur
£
>
ffi
T3
£
:0
w
-<D
u
TJ
£
<!
• rH
"(Ö
Ö)
O
£
w
<f-l
h£
•i—I
&
Ö)
•i—I
in
Veiðin hefur verið í lagi í Elliðaánum en þeir Jón Þ. Einarsson, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson og Haukur Leósson voru með fjóra laxa úr ánni fyrir fáum dög-
um. Áin nálgast óðfluga 200. laxinn. DV-mynd S
Norðurá:
Mikið af
fiski í ánni
Vatnavextir í veiðiánum hafa sett
veiðimenn aðeins út af laginu en
koma vonandi til góða næstu daga
þegar vatnið minnkar og fiskur kem-
ur í stórstrauminn sem var í gærdag.
En það getur verið ansi erfltt að veiða
þegar alltof mikið vatn er í ánum og
erfitt að flnna fiskinn. En það verður
ekki á allt kosið.
„Þetta var skemmtilegt þrátt fyrir
mikið vatn og flóð, það er nefnilega
mikið af flski víða í ánni. Ég veiddi
lax í Kríuhólmanum í drullumallinu,“
sagði Bjarni Júlíusson sem var að
koma úr „drullu“-hollinu í Norðurá í
Umsjón
GunnarBender
Borgarflrði. Veiðst hafa yfir 900 laxar
og veiðimenn segja mikið af flski víða
í ánni.
„Stöngin mín veiddi 13 laxa og mað-
ur getur verið hress með það, miðað
við aðstæður. Það gæti orðið og verð-
ur örugglega góð veiði þegar vatnið
dettur niður í ánni, það var byrjað að
minnka verulega þegar ég fór heim,“
sagði Bjarni enn fremur.
Norðurá var öll að koma til seinni
partinn í gær sögðu mér veiðimenn
sem voru að veiða í Ferjuhylnum.
Þeir veiddu lax um leið og áin komst
í sitt rétta form.
Og laxinn er byrjaður að veiðast í
Hrútafjarðará, einn af öðrum taka
þeir í ánni en einhverjir tugir fiska
hafa veiðst. Það er bara flugan sem er
boðin fiskum í Hrútafjarðará.
Stangarþjófnaðurinn:
Váleg tíðindi
„Þetta hefur ekki gerst áður, svo ég
viti, við íslenskar veiðiár að stangir
og hjól séu tekin af bílum og við veiði-
hús,“ sagði Þröstur Elliðason, leigu-
taki Ytri-Rangár, en eins og við
greindum fyrstir frá á Visir.is var
stöngum stolið við ána fyrir þremur
dögum en það hefur ekki gerst áður
við laxveiðiár svo vitað sé, eigur ann-
arra hafa verið látnar vera og svoleið-
is á það að vera.
En þessi tíðindi eru váleg fyrir
veiðimenn ef þeir þurfa að ganga frá
stöngum sínum á hverju kvöldi og
læsa þær inni. Það er nokkur sem
veiðimenn eru ekki vanir að gera en
Svanur Jónatansson með stærsta
laxinn úr Rangánum í sumar, 19
punda fisk á Laxablá númer 8.
DV-mynd Þ
verða að gera því að þetta eru dýrir
hlutir. Góð stöng getur kostað 60-70
þúsund og eitt vandað hjól yflr 100
þúsund kall. Og hvað ætla þjófarnir
aö gera við þessa hluti, veiða eða selja
þá úr landi? Eitthvað af þessu var
merkt þeim sem áttu.
ÞÍN FRÍSTUND
-OKKAR FAG
/
INTER
Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020
• www.intersport.is