Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999
27
Sviðsljós
Dalen jarðvinnusög
Fraser vill enga
nema Afton
Elskhugi númer, eitt í
Hollywood, Brendan Fraser, sem
lék i Múmíunni, segir kvik-
myndaborgina fulla af fallegum
konum. Hann vill samt enga aðra
en Afton, konu sína. Þau kynnt-
ust í garðveislu þar sem hann
þekkti ekki sálu. Lítill hundur
kom til Frasers í veislunni og
þefaði af honum. Eigandinn kom
á hæla hundsins og Fraser vissi
um leið að þar var komin konan
sem hann vildi giftast. Nú er
Afton sem sé orðin eiginkona Fra-
sers. Hún hefur reynt fyrir sér í
kvikmyndabransanum en ekki
verið jafnheppin og eiginmaður-
inn sem fullyrt er að verði nýr
Harrison Ford eða Cary Grant.
Sinead
O'Connor á
von á barni
Hin umdeilda írska söngkona,
Sinead O’Connor, sem óháður
kaþólskur biskup vígði til prests í
óþökk kaþólsku kirkjunnar, er nú
sögð eiga von á barni, þó svo að
hún hafi unnið skirlífisheit um
leið og hún var vigð. Það er blaða-
maður og vinur söngkonunnar,
sem var viðstaddur prestsvígsl-
una í Lourdes í Frakklandi, sem
kveðst vera faðirinn. „Það er von
á barninu í byrjun næsta árs. Við
erum bæði mjög hamingjusöm,"
segir blaðamaðurinn er heitir
Michael Cox.
Will Smith
í milljóna-
klúbbinn
Leikaranum Will Smith hafa
verið boðnar 20 milljónir dollara
fyrir að leika Muhammed Ali í
nýrri kvikmynd. Þar með er
Smith kominn í flottan klúbb.
Hann verður nefnilega félagi í 20
milljóna strákaklúbbnum sem í
eru auk annarra Jim Carrey,
Adam Sandler og John Travolta.
Smith segist stoltur yfir því að Ali
skuli hafa viljað fá hann í
hlutverkið.
Hjásvæfa Nicholsons fullyrðir:
Heilasködduð
eftir nótt losta
Jack Nicholson gæti verið í vond-
um málum þessa dagana. Fyrrum
hjásvæfa leikarans held-
ur því nefnilega fram að
hún þjáist af heilaskaða
eftir að Nicholson sló
hana ítrekað í gólflð.
Konan, Catherine
Sheehan, 36 ára, sættist
reyndar á hálfa milljón
króna úr hendi Nichol-
sons í fyrra gegn því að
láta málið niður falla.
Nú hafa lögfræðingar
hins vegar fengið pata af
málinu og eru víst búnir
að sannfæra ungfrú Sheehan að hún
geti rúið leikarann inn að skinni.
í blaðinu News of the World lýsir
Sheehan atburðinum á þá leið að
kvöld eitt hafi hún ásamt vinkonu
sinni þegið heimboð Nicholsons.
Allt hafi verið í stakasta lagi og þre-
menningarnir skemmt sér vel eða
þar til Sheehan krafði Nicholson
um 60 þúsund krónur sem hann á
að hafa heitið henni að
launum. Nicholson
mun hafa orðið æfur og
segir Sheehan hann þá
hafa ráðist að sér og
slegið sig ítrekað í gólf-
ið. Eftir atburðinn hafi
hún síðan farið að
frnna fyrir minnisleysi
auk þess að vera með
stöðugan höfuðverk.
Lögfræðingar Sheeh-
an eru staðráðnir í að
hafa sem mest fé af
Nicholson en af því á hann nóg.
Hvað Nicholson sjálfan snertir þá
segir hann málið uppspuna og er
það mat sumra að lögfræðingunum
muni reynast það hægara sagt en
gert að sanna að meintar
heilaskemmdir séu af völdum
leikarans.
Jack Nicholson
Getur sagað niður á
1 metradýpi,
35 til 40 sm
, breiðan skurð.
, Ástand vélar gott.
Á sama stað Bo Bcat
120 mínigrafa,
1,4 tonn, árg. ‘89,
í mjög góðu standi.
Upplýsingar í símum 421 2564 / 892 0364.
/---------------------------\
DRATTARBEISU - DRÁTTARBBSLI
Subaru, Daewoo, Galloper, Toyota, Opel,
Mitsubishi, Volvo.
Sœnsk gœðavara á góðu verði.
Takmarkað magn.
V
Fjaðrabúðin Partur
Eldshöfða 10, Reykjavík,
símar 567 8757, 587 3720.
J
Nicole Kidman og Tom Cruise koma til forsýningar á síðustu kvikmynd
leikstjórans Stanleys Kubricks, Eyes Wide Shut, í Los Angeles í gær. Þau
Kidman og Cruise fara með aðalhlutverkin í myndinni. Símamynd Reuter
Þelr flska sem róa... Þelr ílska sem róa... Þelr liska sem róa... Þelr
wwwvisir is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
Ljósahlífar
á flestar tegundir bifreiða
Karl prins setur á
laggimar keðju
grænmetisstaða
Karl Bretaprins íhugar nú að
opna veitingastaði þar sem ein-
göngu verður boðið upp á lífrænt
ræktað grænmeti. Búist er við
harðri gagnrýni
úr herbúðum
þeirra sem fram-
leiða erfðabreytt
matvæli. Prins-
inn hefur áður
vakið reiði fyrr-
nefndra aðila
með gagnrýni á ei-fðabreyttan
mat. Karl og ráðgjafar hans hafa
haldið leyndum áætlununum.
Blaðið Sunday People upplýsir að
fyrsti staðurinn verði ef til vill
opnaður í Chelsea Harbour eða
Battersea í London. Fram-
kvæmdastjóri prinsins segir að
málið sé í athugun en neitar að
tjá sig frekar um það. Græn-
metisætur eru þegar farnar að
hlakka til að snæða hjá Karli.
*
-r
<
*