Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 23 DV Kennslu hætt í skólanum að _________Fréttir framhalds- Skógum - einn Sú ákvörðun var tekin í síðustu viku að hætta starfsemi framhalds- skólans í Skógmn undir Eyjafjöllum. Þar hefur undanfarin ár verið starf- ræktur framhaldsskóli með bóknáms- braut og hestabraut, nemendum við skólann hefur fækkað önn frá önn og nú í vor sóttu aðeins 18 um skólavist og þar af höfðu aðeins 11 staðfest um- sóknir sínar. í vor kom upp sú hugmynd að sam- eina skólann Lýðskólanum í Reykja- vík en um það náðust ekki samningar svo að af því varð ekki. í Skógum var stofnaður héraðsskóli 1949. Skóga- skóli var síðasti héraðsskólinn sem stofnsettur var en alls voru héraðs- skólarnir 8 talsins um allt land. Nú er aðeins kennt í einum þeirra, á Laug- um í Þingeyjarsýslu, þar sem rekin er framhaldsskóli. Við héraðsskólann í Skógum var framhaldsbraut frá 1974 og 1991 var hann gerður að framhalds- skóla. Það er því eftir miklar breyt- ingar og á 50 ára afmælisári Skóga- skóla sem formlegt skólahald leggst af í gamla héraðsskólanum í Skógum. Of fáir umsækendur um skólavist „Ástæðan er einfaldlega sú að í vor voru of fáir nemendur sem sóttu um til að hægt væri að halda áfram með skólann. Aðeins 18 sóttu um og af þeim voru 11 búnir að staðfesta að þeir kæmu. Ég vil þó taka það fram að öllum sem sóttu um í Skógum hefur verið tryggð skólavist annars staðar," sagði Drífa Hjartardóttir á Keldum, formaður skólanefndar. Hún sagði að ýmsir möguleikar væru til að nýta húsin í Skógum. „Það hefur verið rætt um að hús- næðið muni nýtast í þágu Byggða- safnsins í framtíðinni. Það verður lögð áhersla á að það verði menning- arstarfsemi í húsinu sem tengist safn- inu. Það mun geta nýst vel til kennslu i þjóðháttafræði, einnig mætti nýta húsið til hótelreksturs lengri tíma af árinu en nú er. Byggðasafnið í Skóg- um er einn vinsælasti viðkomustaður þeirra sem koma á Suðurland og það skiptir miklu máli fyrir byggðirnar sem að því standa, bæði menningar- lega og atvinnulega, í byggðasafniö koma árlega um 40.000 manns og mikilvægi þess fyrir byggðimar sem að því standa er ótvi- rætt,“ sagði Drífa. Reiðarslag fyrir sveitarfélagið „Við höfum verið vitandi um að þetta gæti gerst og ræddum það á fundi í vor. Ef af verður að engin starfsemi verði í skólanum er það reiðarslag fyrir sveitarfélagið. Þar hafa um 11 manns haft atvinnu sína, svo að þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur ef ekkert kemur í staðinn en við vonum að það gerist," sagði Mar- grét Einarsdóttir, oddviti A-Eyjafjalla- hrepps. Hún segir að menn ætli ekki að gef- ast upp þó á móti blási. „Það eru í gangi viðræður um að byggðasafnið yfirtaki húsnæði skólans og þar verði komið á fót þjóðháttakennslu og nám- skeiðum í samstarfi við háskólann, sem er mjög gott mál. Það verður að viðurkennast að þetta er búinn að vera mikill bamingur með Skóga- skóla og alveg með ólíkindum hvað þessu hefur lengi verið haldið gang- andi svo þetta á ekki að koma neinum á óvart,“ sagði Margrét. Virði ráðherra fyrir ákvörðunina „Ég held að ákvörðun ráðherra að samþykkja ekki þessa nýju braut hafi verið skynsamleg og rétt, þó að hug- myndin um að reyna að bjarga skóla- starfinu með sameiningu við lýðskól- ann í Reykjavík hafi verið góð, alveg þess verð að reyna hana en þá kom í ljós að það þurfti miklu meira tú. Þetta var ókynnt og það vora engir héraðsskóli þá eftir af átta sem stofnaðir voru Skógaskóli - sögu hans sem menntastofnunar virðist nú lokið. Guðmundur Sæmundsson skóla- meistari. nemendur sem fylgdu með. Það þurfti að kynna skólann upp á nýtt og tveir mánuðir til þess var allt of skammur tími til þess að það hefði tekist. Með þessari ákvörðun firrti ráðherra okk- ur þeim vandræðum að standa með allt niður um okkur í septemberbyrj- un. Ef þetta hefði dregist fram á haustið hefðum við verið búin að setja þá krakka sem sóttu um til okkar í al- ger vandræði. Það hefði verið erfitt að hringja í þessa krakka í lokin og tilkynna þeim að það yrði ekki skóli. Ég tel að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun og virði Drífa Hjartardóttir alþingismaður. Fréttaljós Njörður Helgason ráðherra fyrir að hafa gengið svona hreint til vérks í stað þess að láta þetta dankast," sagði Guðmundur Sæ- mundsson, skólameistari í Skógum. í vor komu upp hugmyndir um að sameina Framhaldsskólann í Skógum Lýðskólanum í Reykjavík en Guð- mundur sagði aö þær hefðu fallið í grýttan jarðveg hjá kennurum skól- ans. „Ég er ekki að segja að þessi hug- mynd hafi verið vond. Hún var ábyggilega góðra gjalda verð hjá skólanefndinni að reyna þetta en bara því miður þá komst málið ekki á það stig að það væri hægt að treysta á það. Þetta hefði þurft að koma fyrr og það hefði þurft að liggja fyrir að ákveðinn fjöldi nemenda vildi koma í þannig skóla sem hugmyndin snerist um,“ sagði Guðmrmdur. Eyfellingar á miklum tímamótum í kringum Skógaskóla hefur byggst upp sá byggðakjarni sem er í Skógum og fjölmargir hafa haft atvinnu sína af skólanum og starfsemi honum tengdri. Þá er það víst að ef engin starfsemi verður í skólanum verður sveitarfélagið af miklum tekjum og at- vinnulíf verður fábrotnara. í skólan- um hefur verið rekið vinsælt Eddu- hótel yfir sumartímann til margra ára og ef til vill verður hægt að hafa það opið lengur vor og haust. Þá er Byggðasafnið í Skógum eitt fjöl- sóttasta safn landsins og mikill vilji er fyrir því að koma á fót starfsemi í skólahúsinu sem gæti tengst því á ein- hvern hátt. Það er enn á viðræðustigi og hver niðurstaðan verður á eftir að koma í Ijós. Shower Shows Most elegant erotic club in Reykjavík BRAUTARHOLTI 20 SÍMI 552 8100 www.thorscafe.com Nýir dansarar frástærstu klúbbum Englands: Stringfellow's Venus Astro Big dreams in a small city

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.