Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 17 Spár verðbréfafyrirtækja: Hvaða hlutabréf gefa mest? Fjárfestu i húsbréfa- Hlutabréfaeign almennings hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Bæöi er fólk að kaupa í einstökum fé- lögum og í hlutabréfasjóðum. í kjöifar- ið hefur áhugi á fróðleik og sérfræðiá- liti stóraukist. Upplýsingar fyrir al- menna fjárfesta verða sífellt betri og fjármálastofnanir leggja mikinn metn- að í greiningu sína. Eðli málsins sam- kvæmt er um spá að ræða og áhuga- vert getur verið að bera þær saman. Með slíkum samanbm'ði er hægt að gefa fólki vísbendingu um hvar pening- um þeirra er best borgið. Rétt er að benda fólki á að á heimasíðum verð- bréfafyrirtækja er að fmna þessar spár. En við hverju er að búast bæði hjá einstökum geirum og fyrirtækjum? Sjávarútvegur Afkoma sjávarútvegsins í heild sinni hefur verið léleg bæði á þessu ári og því síðasta. Hins vegar hafa skráð fyr- irtæki á Verðbréfaþingi jafnan staðið sig betur en önnur. Fyrirtæki sem stóla á uppsjávarfisk og mjöl eiga erfiða tima framundan en bolfiskvinnsla hefur gengið vel. Flest verðbréfafyrirtækin gera ekki ráð fyrir miklum hækkunum í sjávarútvegi á seinni hluta þessa árs. Það sem af er árinu hefur vísitala sjáv- arútvegs lækkað. Fjármálastarfsemi Fjármálastarfsemi er vábatasöm. Bankar og verðbréfafyrirtæki hafa hagnast vel, eigendur bréfa í þessum fyrirtækjum líka. F&M telja að bankar og fjármálastofnanir muni halda áfram að hækka í verði á þessu ári. FBA tel- ur að hagræða þurfl í rekstri og að áframhaldandi hagnaður þurfi í aukn- um mæli að koma fram i hagræðingu í rekstri. Fjármálafyrirtæki ættu því að vera góður kostur, sérstaklega til skemmri tima litið. Upplýsingatækni Vöxtur tölvu- og tæknifyrirtækja virðist engan endi ætla að taka. Frá áramótum hefur vísitala í þessum geira hækkað um 48,22% og því geta eigendur hlutabréfa brosað breitt. Flestir sérfræðingar telja hins vegar að verð bréfanna sé nokkuð hátt og gengi sumra þeirra gæti því lækkað á seinni hluta ársins. Hins vegar eru gríðarleg- ir vaxamöguleikar innan þessa geira og því líklegt að um góða langtíma Qár- festingu sé að ræða. Flutningastarfsemi Þar sem ágætar efnahagshorfúr eru áfram er líklegt að umsvif í þjóðfélag- inu komi til með að aukast áfram. Það kallar á meiri vöru- og fólksflutninga. Þess vegna búast flest öll verðbéfafyrir- tækin við því að afkoma Eimskips og Flugleiða verði sæmileg. Búst er við hægum vexti hjá Eimskip á þessu ári en mun minna tapi hjá Flugleiðum en i fyrra. Það er því tæpast hægt að mæla með bréfum i þessum fyritækjum nema fyrir fjárfesta með langtíma sjón- armið að leiðarljósi. Olíudreifing Olíufyrirtækin halda áfram sínu striki. Afkoma þeirra var þokkaleg á síðasta ári og þrátt fyrir minnkandi tekjur sýndu öll fyrirtækin aukna framlegð. Horfur á þessu ári eru góðar þrátt fýrir hækkandi olíuverð en þeim hækkunum er fleytt yfir á neytendur. F&M telur ekki líklegt að frekari hækkanir verði á þessu ári en FBA ger- ir ráð fyrir áframhaldandi hagræðingu í rekstri félaganna. Flestir virðast sam- mála um að ef bréfin eiga að hækka í verði þurfi að koma tO betra innra skipulag félaganna. Nóg að gera Bygginga- og verktakafyrirtæki hafa nóg að gera um þessar mundir. Meðan svo er bendir ekkert til annars en að af- koma þeirra verði góð á árinu og að það endurspeglist í gengishækkunum. Aðeins eru tvö fyrirtæki i þessum geira skráð, íslenskir aðalverktakar og Jarðboranir íslands. Afkoma þeirra er mjög háð hagsveiflunni en á meðan allt liggur upp á við í þeim efnum er óhætt að mæla með bréfum þessara fyrir- tækja. Verslun og iðnaður Innan þessa geira eru mjög ólík fyr- irtæki. Almennt eru sérfræðingar sam- mála um að horfur séu góðar til dæm- is hjá Sæplasti hf. og Marel og mæla með kaupum í þeim. Innan lyQaiðnað- ar eru veruleg sóknarfæri og svigrúm til hækkana. Hins vegar einkenna sveiflur þessa starfssemi en langtíma- horfur eru góðar. í verslun ber Baugur höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki. Frá skráningu hafa bréfin lækkað en afkoma á þessu ári ætti að vera góð. Almennt má segja að hlutabréfakaup séu langtímafjárfesting. Fyrir þá sem ekki hafa tíma og þekkingu til að fylg- ast vel með eru hlutabréfasjóðir betri og öruggari kostur. Aldrei er skynsam- legt að setja öll eggin í sömu körfuna og því borgar sig að dreifa áhættimni. Unnið upp úr spám verðbréfafyr- irtækjanna um milliuppgjör. -bmg Hlutabréf geta gefið góða ávöxtun en geta jafnframt verið áhættusöm Margir fjárfestingarráðgjafar hafa bent á að þrátt fyrir háa vexti hér á landi séu langtíma- vextir hér á landi lágir og hafi lækkað verulega undanfarin misseri. Almennt er talið að vext- ir á langtímamarkaði muni halda áfram að lækka vegna minnk- andi framboðs skuldabréfa og lækkandi vaxta í heiminum al- mennt. Hins vegar hafa húsbréf ekki lækkað jafnmikið og löng skuldabréf. Við þær aðstæður mæla margir sérfræðingar með því að fólk fjárfesti í fjárfest- ingarsjóðum sem samanstandi af húsbréfum. Nánast öll verðbréfa- fyrirtæki bjóða upp á slíka sjóði og áhugavert er að líta nánar á þennan kost. -bmg fjárfesting. Á einu ári hefur gengi margra fyrirtækja hækkað verulega og skilað eig- endum sín- um veruleg- um gengis- hagnaði. Á sama hátt hafa mörg fyr irtæki lækkað veru- lega og eig- endur þeirra hafa tapað verulegum fjármunum. Rétt er að minna á að fjárfesting í hlutabréfum er háð mik- illi óvissu og rétt að fara sér gætilega í þeim efn- um. Þess ber að geta að í þssum tölum hefur verið tekið tillit til arðgreiðslna og útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. -bmg Besta ávöxtun - frá 1. júlí 1998 til 1. júlí 1999 1 Hampiðjan hf. 206,08% 2 Skeljungur hf. 176,10% 3 Nýherji hf. 174,84% 4 Opin kerfi hf. 157,12% 5 Skagstrendingur hf. 146,91% 6 Þorbjörn hf. 120,85% 7 SR-mjöl hf. 94,96% 8 Tæknival hf. 87,35% 9 Marel hf. 75,40% 10 Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. 50,00% 11 Lyfjaverslun íslands hf. 44,01% 12 Þróunarfélag íslands hf. 39,20% 13 Flugleiðir hf. 29,90% 14 Jarðboranir hf. 29,56% 15 OLÍS hf. 28,10% Versta ávöxtun - frá 1. júli 1998 til 1. júlí 1999 1 Hraðfrystihús Þórshafnar hf. -43,55% 2 Tangi hf. -36,45% 3 Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. -35,14% 4 fslenskar sjávarafuröir hf. -34,69% 5 Síldarvinnslan hf. -32,68% 6 Haraldur Böðvarsson hf. -29,51% 7 Hraöfrystihús Eskifjarðar hf. -28,27% 8 Samvinnusjóöur fslands hf. -25,31% 9 Básafell hf. -20,93% 10 íslenskajárnblendifélagiö hf. -13,43% 11 Þormóöur rammi hf. -11,89% 12 Baugur hf. -0,10% 13 Landsbankinn hf. 2,72% 14 Eignarhaldsfélag Alþýðubankans hf. 3,98% 15 Pharmaco hf. 4,72% irrra Hægt að hagn ast verulega Nýjustu ISDN-símstöðvarnarfrá Siemens hafa svo sannarlega hitt í mark hérlendis. Því bera frábærar viðtökur viðskiptavina okkar órækt vitni. Fjölbreyttir möguleikar kerfanna, s.s. tölvutengingar, talhólf, sjálfvirk svörun, beint innval, þráðlausar lausnir og margt fleira, nýtast breiðum hópi notenda allt frá einstaklingum upp í stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við bjóðum afbragðsbúnað, fyrsta flokks þjónustu og hagstætt verð. Láttu í þér heyra. Fáðu verðtilboð. Það margborgar sig. SIEMENS m 1 » aoia - S0B öteö *w n* •* i *• * ■* ; SSB m ■* ' >mi A *... það gerðu þau: • Gula línan • Sjúkrahús Reykjavíkur • Ríkisútvarp-Sjónvarp • Félagsþjónustan í Reykjavík • Skeljungur* ÍSAL* íslenskir aðalverktakar • Flugmálastjórn • Ræsir hf • Domus Medica • Mjólkursamsalan • Hallgrímskirkja • Grímsneshreppur • Magnús Kjaran • Hótel Keflavík • Rafiðnaðarskólinn • Sameinaði lifeyrissjóðurinn • St Jósepsspitali • Taugagreining •Tölvu- og verkfræðiþjónustan • Dagvist barna • Rauði kross íslands • Plastprent • Ölgerð Egils Skallagríms • íslensk miðlun hf. o.fl. o.fl. SMITH & NORLAND V Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.