Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 11
JDV" FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ1999 enning Kynjaskógur orðanna íslenskt tríó heillar íslenska tríóið, þau Nína Margrét Grímsdótt- ir píanóleikari, Sigurbjörn Bemharðsson fiðlu- leikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleik- ari (á mynd), lék á tónleikum í Seattle og Vancouver, Kanada í maí sl. í tengslum við tón- listarhátíð sem nefnist Mostly Nordic. Þann 26. maí skrifaði tónlistargagnrýnandi dagblaðsins Seattle Post-Intelligencer, Philippa Kiraly, já- 1 tónleika tríósins í Nordic Heritage Museum: „íslenska tríóið, sem stoöiað var fyrir aðeins einu ári síðan, hefur nú þegar tileinkað sér þann tón, tækni og vönduð vinnu- brögð sem prýðir atvinnu- fólki í tónlistarheiminum í dag...flutningur íslenska tríósins á e-moll tríói Svein- bjöms Sveinbjömssonar var heillandi og dró skýrt fram ljóðrænt inntak verks- ins og fallegar laglín- ur...sannfærandi flutningur Sigurbjöms og Sigurðar Bjarka á dúói Jóns Nordals fýrir fiðlu og selló einkennd- ist af hámákvæmri tónstöðu og mildi.“ Loks nefnir gagnrýnandinn að lokaverkið, h-dúi- tríó eftir Brahms, hafl verið frábær endapunktur á tónleikunum. í fréttabréfi Íslensk-kanadíska klúbbsins í British Columbia er einnig farið fógrum orðum um frammistöðu tríósins, sagt að ! það hafai „heillað áheyrendur." Næsta vetur mun tríóið koma víða fram í Bandarikjunum og Kanada, m.a. í New York, Washington, Milwaukee og Winnipeg. Listahátíð í Lónkoti Á sumrin virðist megnið af íslensku menningarlifi færast úr borginni og út á landsbyggðina, sem er kannski ágæt þró- un. Á laugardaginn stendur Ólafur Jóns- son í Lónkoti í Skagafírði fyrir eins dags listahátið í miklu tjaldi sem hann hefur reist í túnfætinum hjá sér og hefst hún kl. 13.30. Þar flytur Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari klassísk pianóverk, rithöfundamir Thor Vil- hjálmsson, Einar Kárason og Einar Már Guð- mundsson lesa upp úr verkum sínum, Jóhann Már Jóhannsson (“Konnari") syngur við undir- leik og djasstríó Ólafs Stephensen slær botninn í dagskrána. Allt um kring em síðan höggmynd- ir eftir Pál Guðmundsson frá Húsafelli (á mynd), og verður hægt að berja þær augum það sem efth' lifir sumars. frostið leikur hljómlaus stef á slaghörpu vindsins stök fuglsrödd í fjörunni (15) I öðmm hluta er ástin í aðalhlutverki. Bæði ástin sem er eilíf og sigrar allt en einnig er ort um óhjákvæmilega fylgifiska ástarinnar; óttann og efann. Ljóðin í þessum hluta eru djúp og einlæg og uppfull af heit- um og innilegum ástríðum sem rata rakleið- is inn í hjarta lesandans. í næstsiðasta ljóði bókarinnar, Harka vetrar, er fjaflað um horfna eða deyjandi ást en þar er mannleg- um tilfmningum ofið saman við fyrirbæri náttúmnnar á einlægan og myndrænan hátt. Eflaust finna margir endurhljóm af orðuip skáldsins í eigin minningum en ljóðinu lýk- ur á þennan hátt: Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir á nöktum greinum trés sem skýldi skammlífu tali hanga slitur hálffrosinna orða sem aldrei vom sögð (25) Galdrar ástarinnar Þriðji hlutinn hefur að geyma almennar hugleiðingar skáldsins um lífið og tilveruna, dásemdir hennar og lífs- nautnir en einnig hættu og gildrur. í fyrsta og öðra ljóði þessa hluta er ljóðmælandi bjartsýnn og kátur og tekur til í lífi sinu af atorku og hugrekki: þetta er dag- urinn/til að viðra/slitna drauma/rofm heit segir í ljóðinu GóöviórUM). Og ljóðmælandinn tek- ur gömul orð og út- þvæld og feykir þeim/út í fjarskann/þar sem eng- inn/spyr/um efndir. í öðrum ljóðum tekur treginn völdin og óttinn við að hrasa og missa það góða sem lífið býður upp á en þessi hluti endar aftur á bjartsýnisnótum í ljóðinu Á grískri strönd. Þar upplifir ljóðmælandi sig í fuflkomnu samræmi við lífið og náttúrana sem réttir honum bik- ar/barmafullan/af söng (44). í fjórða hluta yrkir höf- undur stuttan ljóðabálk sem ber yfirskriftina Okkar á milli. Bálkinum er skipt upp í fjögur ljóö sem öll fjalla um það brothætta fyrirbæri, ást. Og þetta em heitar og magnaðar ástir en um leið ótrúlega eldfimar. Spennan magnast frá ljóði eitt til fjögur. í fyrsta ljóöinu segir: okkar á milli/þil/úr þunnum málmi/óróa/efa. í ljóði tvö eru galdrar ástar- innar og ástríðurnar við lýði en í ljóði 3 hef- ur eitthvaö mikið brostið og í lokalínum fjórða ljóðsins er efinn allsráðandi: okkar á milli/gróinn vígvöllur/liöins tíma/grafar- þögn/rofin/af óvœntumlskothvellv.lskæruliö- ar efans/á sveimi. Síðasti hlutinn er sérstaklega vel upp byggður. Myndmálið hittir beint í mark og tflfmningarnar sem hér birtast em tærar og ómengaðar. Reyndar má segja það sama um hvert einasta ljóð þessarar bókar en öll eru þau heilsteypt, vönduð og grípandi. Enn kemur Arthúr Björgvin á óvart! Okkar á milli Arthúr Björgvin Mál og menning 1999 Arthúr Björgvin Bollason er mörgum að góðu kunnur. Hann er höfundur fjölda útvarps- og sjónvarpsþátta og hefur auk þess samið bækur, bæði á ís- lensku og þýsku. Og nú hefur hann bætt enn einni fjöðrinni í hatt sinn með fyrstu ljóðabók sinni Okkar á milli. Bókrnni skiptir höfundur í 4 hluta. í fyrsta hluta era aðallega dregnar upp beinar myndir þar sem undmm náttúrunnar er stillt upp framar mannanna verkum. Þetta eru kyrrlátar, undurfagrar og oft rómantískar náttúrumyndir þar sem höfund- ur beitir persónugervingum af innsæi og hugnæmi. Það er ekki einungis hin óspillta nátt- úra íslands sem höfundur sér ástæðu til að kveða um óð held- ur fær borgin einnig sinn skammt, fegurð Vatnsmýrinnar að vetri og galdur Ægissíðunn- ar um nótt: himinninn strýkur rökkurmjúkum fiðluboga yfir titrandi ljósastrengi borgar Arthúr Björgvin Bollason. Mose Allison - „ern eftir aldri“. Það er mikið um að vera í djasslifi Lundúna- borgar þótt það sé miðsumar og sólin vermi okk- ur næstum úr hófi fram. Tuttugu til þrjátíu stiga hiti upp á hvem dag. Við rétt misstum af A1 Jar- reau sem var með tónleika í Barbican og uppselt var á tónleikaröð víbrafónsleikarans Rons Ayers i djassklúbbi Ronnie Scotts. En það er alltaf von í stórborginni og viti menn; Mose Allison var gestur PizzaExpress djassklúbbsins í heila viku og þangað var steðjað umsvifalaust. Við fórum nokkur saman í fólksbíl frá Oxford til að hlýða á meistarann sem nú er sjötíu og tveggja ára gamall og ekki er að sjá að aldurinn hái honum. Merkilegt hvað tónlistariðkun virðist halda mönnum ungleg- um. ______________ Tónlist Allisons er eins konar blanda af delta-blús frá Mississippi og sérkenni- legri píanósveiflu sem minnir dálitið á Theloni- us Monk. Hann syngur lika þótt ekki myndu all- ir kalla útkomuna söng því að í raun er karlinn afar raddlítill. Samt hefur söngstíll hans, laga- og textasmíðar haft heilmikil áhrif. Sá kunni ljúf- lingur breskra tónlistarunnenda, Georgie Fame, er einn þeirra og hefur aldrei leynt aðdáun sinni Við blúsjaðarinn á tónleikum hjá Mose Allison inum J.J. Soul. Ingvi Þór Kormáksson á Allison fremur en aðdáun- inni á Hoagy Carmichael og ötuflega kynnt tónlist beggja í gegnum tíðina. Um hvorug- an þeirra gömlu er hægt að segja að raddfegurð hafi ein- kennt þá en G.F. bætir nú úr því sjálfur. Þess má geta að ahnar aðdáandi kallsins, Van Morrison, gerði ásamt Fame og bandaríska píanist- anum Ben Sidran ekki alls fyrir löngu geislaplötuna „Tell Me Something“ þar sem eingöngu vora flutt lög eftir Mose. Sidran heldur því reyndar fram að hann (Mose) sé William Faulkner djassins. Tregafull ballaða í moll Söngvar Mose Allisons byggjast yfirleitt á stuttum blúskenndum laglinum með óvæntum hljómainnskotum og textamir eru fullir af kimni og lífsspeki og ekki er laust við sjálfhæðni þegar hann syngur um ýmsar uppákomur sem hljóta að vera teknar úr eigin lífi. „Því meira sem maður eignast því rneira er hætt við að maður tapi“, „Ég var alveg sáttur við að heimsendir yrði. Þetta var hvort ____________ eð er orðið hálffúlt." „Hugurinn er farinn í frí en munnurinn vinnur sleitulaust". - Núorðið virðist líf hans einkennast meira en áður af æðruleysi og hann segist bara „smæla framan i heiminn" líkt og Megas á sínum tíma. Inn á milli frumsömdu laganna mátti heyra nokkrar perlur; „Since I Fell for You“, „Ain’t Got Nothing but the Blues“og „Seventh Son“ eftir Willie Dixon sem ég hélt að væri eftir Allison, Mose Allison ásamt þriðja mesta aðdá- anda sínum í Bretaveldi (á eftir Georgie Fame og Van Morrison), tónlistarmann- DV-mynd IÞK svo lengi hefur hann haft það á efnisskrá sinni. Og svolítið sem kom á óvart: „You’re My Sunshine” flutt sem tregafufl ballaða í moll og átti lítið sam- eiginlegt með hressi- lega rútubilasöngnum sem allir þekkja. Af hans eigin lögum má nefna minnisstæða út- gáfu af „The Foolkifl- er“, „Ever Since the World Ended” og „Getting’There”. Suðurríkjahrynjandi Með Aflison léku þetta laugardagskvöld (11. júli) heimamennimir Roy Babbington á kontra- bassa, hinn frábæri gítarleikari, Jim Mullen, og trommarinn Mark Taylor, smekklegur og vel heima í New Orleans og Suðurríkja-hrynjand- inni sem mörg lögin era gegnsýrð af. Píanóleik- ur Allisons er svo alveg sérkapituli. Þótt lög hans séu öll á blúsjaðrinum, ef ekki hreinrækt- uð blúslög, er hann merkilega fjarri blúsnum í sólóum sínum. Heyra má nótnarunur sem nálg- ast að vera atónal og spilaborgir breyttra hljóma sem risa og hníga eins og ölduföll. Hann spjallaði ekkert við áheyrendur á mifli laga enda segja textamir liklega aflt sem segja þarf en kynnti þau lög sem ekki vom eftir hann sjálfan. Svo var þetta búið og ekið aftur til Öxnafurðu eftir að þriðji mesti aðdáandi meist- arans á Bretlandseyjum, tónlistarmaðurinn J.J. Soul, sem hérlendis bjó um árabil, hafði átt stutt samtal við kappann og skilað kveðju frá Islend- ingum. Antíkaríur í Kristskirkju Og áfram með tónlistar- viðburði. Ung sópransöng- kona, Sigurlaug S. Knud- sen (á mynd), heldur ein- söngstónleika í Krists- kirkju, Landakoti laugar- daginn 17. júlí kl. 16. Und- irleik annast Úlrik Óla- son, orgelleikari og söng- stjóri kirkjunnar. Efnis- skrá söngkonunnar er bæði metnaðarfull og óvenjuleg, a.m.k. hér á landi, því hún hyggst einvörðungu syngja óratóríur og óperaaríur eft- ir Vivaldi, svo og þekktar italalskai' antíkarím' þar sem reynir veralega á sveigjanleika raddar- innar. Era þetta jafnframt síðustu tónleikar Sig- urlaugar hér á landi í bili, því í næsta mánuði heldur hún til framhaldsnáms við Northem Col- lege of Music í Manchester. Miles á dagskrá Nú er í tísku að spila jass með sögulegum for- merkjum. Nokkrir ágætir hljóðfæraleikar- ar hafa verið að setja saman og spila „Bru- beck-dagskrá“ og/eða „Coltrane-dagskrá” og nú er röðin komin að Miles kallinum Davis (á mynd). í kvöld kl. 21 munu þeir Matthías Hem- stock, Kjartan Valdemarsson, Siguröur Flosa- son, Jóel Pálsson og Tómas R. Einarsson halda tónleika í Kafffleikhúsinu þar sem á efnisskrá verða einvörðungu lög hljóðrituð af Miles Davis á áranum 1951-54, en upp úr því tímabili varð til einn frægasti kvintett jassögunnar. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.