Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999
15
Verðkönnun í stórmörkuðum:
Mikill verðmunur
- Bónus lægstur en Nýkaup hæst
Samkeppnin á matvörumarkaðnum
er afar hörð og sviptingar þar talsverð-
ar. Hagsýni kannaði verð á matarkörfu
með 15 vörum í sjö stórmörkuðum á
höfuðborgarsvæðinu. Verslanirnar
eru: Bónus, Fjarðarkaup, Hagkaup,
Nettó, Nýkaup, Nóatún og 10-11.
Verð var kannað samtímis í öllum
verslunummi og nákvæmlega sömu
vörur keyptar.
Vörumar sem eru: 1 kg af rauðri
papriku, 1 pakki af Homeblest
súkkulaðikexi, 1/2 litri af Egils appel-
síni í flösku, 1 lítri af Brazzi appel-
sínusafa, 1 lítri af súrmjólk, 567 g
Cheerios, 1 kg af tómötum, 1 kg af app-
elsínum, 1 pakki af Frón mjólkurkexi,
2 kg af Komax hveiti, einn pakki af
Ritzkexi, sveppaostur í öskju (250 g), 1
staukur Pringles kartöfluflögur með
salti og Dansukker púðursykur (500 g).
Skýrt skal tekið fram að hér er ein-
ungis um verðkönnun að ræða og því
ekkert tillit tekið til mismunandi gæða
og þjónustu verslananna.
Einnig skal taka fram að Frón mjólk-
urkexfékkstekkií
Bónusi og var því
tekið meðaltals-
verð úr hinum
verslunum og
sveppaosturinn
sem beðið var um
fékkst ekki í Nettó
og þvi var einnig
tekið meðaltals-
verð í því tilfelli.
Mikill verð-
munur
Að þessu sinni
reyndist matar-
karfan ódýrust í Bónusi. Þar kostar
karfan 2480 krónur. Næstódýrust
reyndist karfan í Nettó þar sem hún
kostar 2713 krónur. Þar á eftir koma
þijár verslanir á svipuðu róli. Það eru
Fjarðarkaup í Hafnarfirði með körfuna
á 2805 krónur, Hagkaup með körfuna á
2821 krónu og 10-11 með körfuna á 2855
krónur.
Dýrustu búðimar í könnuninni eru
siðan Nóatún sem selur sömu körfú á
3079 krónur og Nýkaup sem selur körf-
una á 3134 krónur. '
Munurinn á ódýrustu og dýrustu
körfunni er rúmlega fjórðungur, eða
26%. Þó virðast hafa dregið saman með
ódýrustu og dýrustu búðunum því sem
dæmi má nefna að í svipaðri könnun,
sem gerð var síðasta haust, var verð-
munurinn á ódýmstu og dýrastu körf-
unni 47%.
Einstakar vörur
Þegar einstakar vörur eru skoðað-
ar kemur í sumum tilfellum ótrúlega
mikill verðmunur í ljós.
Head’n’Shoulder sjampó kostar t.d.
199 krónur í Bónusi þar sem það er
ódýrast en 279 krónur í Nýkaupi og
Nóatúni. Verðmunurinn er 40%
Egils appelsín í 1/2 lítra flösku kost-
ar síðan 70 krónur í Fjarðarkaupum
þar sem það er ódýrast en 98 krónur í
Nýkaup og Nóatúni. Verðmunurinn
þar er einnig 40%
Appelsínur era ódýrastar í Bónus á
97 krónur en dýrastar í Nýkaupi og
Hvað kostar matarkarfan?
3500
3000
2500
2000
1500
1000
500
0
; . .. ■' •v-- •■■■■■ ■ :: vyv "V'- . ITrai
Verðmunur á einstökum vörum
-hæsta og lægsta verö
HS sjampó Egils appelsín
199 kr. 2 a
no
Nýkaup - Nóatún
Appelsínur
Nýkaup - Nóatún F^aröarkaup
Pringles snakk
jX 97 kr. 2
iM &
Nýkaup - Nóatún
Súrmjólk
Nýkaup
Cheerios
Bónus
10-11, Nýkaup og Nóatún Bónus, Nettó
Brazzi appelsínusafi
Nýkaup - Nóatún Bónus
Dansukker púðursykur
Nýkaup - Nóatún
* WÁn
Bónus Nýkaup - Nóatún Bónus
1 kg rauð papríka
Nýkaup - Nóatún
575 kr.
Bónus
EEE2
Nóatúni á 198 krónur. Verðmunurinn
er hvorki meira né minna en 104%.
Pringles kartöfluflögur eru
ódýrastar í Bónusi á 159 krónur en
dýrastar í Nýkaup á 234 krónur.
Verðmunurinn er 47%
Minnstur var verðmunurinn á ein-
um lítra af súrmjólk í könnuninni.
Súrmjólkm er ódýrast í Nettó og
Bónusi á 92 krónur en dýrast í 10-11,
Nýkaupi og Nóatúni á 99 krónur.
Munurinn er 7,6%.
Talsverður munur var á Cheerios
morgunkomi. Ódýrast er það í Bón-
usi á 297 krónur en dýrast í Nýkaupi
og Nóatúni á 347 krónur. Verðmun-
urinn er 16.8%
Brazzi appelsínusafi er einnig
ódýrastur í Bónusi á 82 krónur en
dýrastur í Nýkaupi og Nóatúni á 103
krónur. Munurinn er 25.6%
Dansukker púðursykur kostar 61
krónu í Bónusi en 78 krónur í Nýkaupi
og Nóatúni. Munurinn er 27,8%.
Eitt kiló af rauðri papriku er lika
ódýrast í Bónusi á 575 krónur en dýrast
í Nýkaupi og Nóatúni á 698 krónur.
Verðmunurinn er 21%.
Af þessum tölum má sjá að betra er
að fylgjast vel með verðlaginu í mat-
vöraverslunum ef halda á matarreikn-
ingnum í skefjum. -GLM
Matarreikningarnir lækkaðir
Matarinnkaup era stór útgjaldaliður
á flestum heimöum sem margir reyna
sifellt að lækka. Ef hagsýnin er höfð að
leiðarljósi er auðveldlega hægt að
lækka matarreikningana umtalsvert.
Hér á eftir fylgja ýmis einfóld ráð sem
hafa ber í huga á heimilinu.
Engu hent
Auðveldlega má komast hjá því að
henda mat sem I raun er ekki orðinn
skemmdm- heldur e.t.v. bara farinn að
láta aðeins á sjá ef þessum einfóldu
spamaðarráðum er fylgt:
a) Lítið er varið í gúrkur þegar þær
eru famar að linast eftir nokkra daga í
ísskápnum. Auðveldlega má komast hjá
því með því að skera annan endann af
gúrkunni og stinga henni í vatn. Þá
verður hún aftur stinn og ásjáleg innan
stundar.
b) Oft er hag-
stæðara að
kaupa ost í
stórum pakkn-
ingum en ekki
er víst að hægt
sé að klára ost-
inn á stuttum
tíma. Þá er ráð
að frysta ost-
inn. Hann er þá
skorinn í hæfi-
lega bita, vafinn
í álþynnu og sett-
ur í plastpoka.
Osturinn þarf að vera frekar feitur til
að haldast ferskur í frystinum og þá
geymist hann auðveldlega í 3-4 mán-
uði.
c) Það er
skömm að sjá
nálega heila
sítrónu þorna
upp þegar ein
einasta sneið
hefur verið
skorin af henni.
Réttara er að
pressa safann
úr henni og búa
til sítrónu-
ísmola. Þegar
þig vantar næst
sítrónusafa
seilist þú eftir
sítrónuismola í frystinn. Gott er að
nota ísmolaform úr plasti.
d) Annað spamaðarráð sem kemur í
veg fyrir að henda þurfi heilum sítrón-
um er að stinga grófri nál í sítrónuna
og kreista úr henni svolítið af safanum.
Gatið lokast fljótlega aftur og sítrónan
heldur afganginum af safanum í sér.
e) Oft verða eftir smásopar í rjóma-
fernunum sem venjulega er hent. Betra
er að hella þeim í ísmolamót og frysta.
Þá er þægúegt og ódýrt að grípa til
þeirra ef þig vantar smá ijómaslettu í
sósur eða súpur.
f) Flysjuð epli og perur verða fljótt
brún. Ekki er ástæða til að henda þeim
þrátt fyrir það. Gamalt húsráð er að
nota edik, en C-vítamíntöflur virka þó
enn betur. Tíu litlar C-vítamíntöflur
era leystar upp í volgu vatni og þvi síð-
an hellt í skál með köldu vatni. Flysjað-
ir ávextimir era síðan settir í vatnið.
Hentar líka ávöxtum sem á að frysta.
-GLM
Ef hagsýnin er höfð að leiðarljósi er vel
hægt að lækka matarreikninga fjöl-
skyldunnar umtalsvert.
Leigjum borð, stóla,
ofna o.fl.
Tjaldaleigan
Skemmtilegt hf.
Dalbrekku 22 - sími 544 5990 ,
Foxafeni 8
Dömupeysur
tvœr fyrir eina
Herrabolir
tveir fyrir einn
Opið.
Mán - Fi
Fö
Lau
Su
10-18
10-19
10-18
12-17
NÝJAR VÖRUR
DAGLEGA
Á FRÁBÆRU
VERÐI
BOSCH
Handverkfæri
fagmannsins!
VERÐ-
ÆKKU
//a'i
Hleðsluborvél
GSR 12 VE-2
ATH! 47 Nm
andslípivél GVS 350 AE
Stmgsog GST100
Slipirokkur
GWS14-125C
Þjonustumiðstöð i hjanta borganinnap
— BRÆÐURNIR
Fræsari
GOF900A
m
\ í
Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820
BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
*^*
Hefill
GHO 31-82 FD
Lofthoggborvel
GBH 2-24 DSR
Velsog
GKS 54
Soluaðilar: Velaverkstæðið Vikingur, Egilsstoðum.Velar og þjonusta,
Akureyri. Véismiðja Hornafjarðar, Hornafirði. Hegri, Sauðárkróki.