Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999
13
Úr kvennabúri
á hóruhús
Bestu skáld og lista-
menn í Sovétríkjunum
og öðrum flokksræðis-
löndum nutu mikillar
samúðar og athygli
heima fyrir og erlend-
is. Þau fóru með það
hlutverk að segja
óþægilegan sannleika í
samfélögum sem voru
full af hræsni og vald-
hroka og sættu ritskoð-
un og ýmiss konar of-
sóknum - í mjög mis-
jöfnum mæli þó, eftir
löndum og timabilum.
Samt fannst mörg-
um kollegum þeirra á
Vesturlöndum að aust-
antjaldsskáldin væru
öfundsverð: lesendur leituðu af
kappi og gleði að dulinni merkingu
og lævísu háði í verkum þeirra, og
valdhafarnir tóku svo mikið mark á
þeim að þeir voru tilbúnir að refsa
þeim fyrir ljóð og sögur. En Vestur-
landabúum fannst það æ meira
þreytandi að sigla í tjáningarfrelsi
sínu jafnt og þétt burt frá athygli
fólks, vekja öngvan áhuga lengur.
Afdrif gagnrýninnar.
Skáldin létu sig að sjálfsögðu
dreyma um þann sæludag þegar öll-
um óæskilegum afskiptum af þeirra
starfi væri lokið og þau fengju frels-
ið dýra sem nóg var af á Vestur-
löndum. Síðan hrynur hið komm-
úníska flokksræði og þá kemur upp
nýr vandi. Frægasta
skáld Eistlands, Jan
Kaplinski, lýsti þeini
vanda á eftirminni-
legan hátt í sænskum
sjónvárpsþætti sem
RÚV sýndi á dögun-
um. Hann sagði sem
svo: Á Sovéttímunum
héldum við sem störf-
uðum að eistneskri
menningu uppi gagn-
rýnni hugsun, andófi
gegn hugmyndafræði
sem reynt var að
þröngva upp á okkur.
Nú er verið að
þröngva upp á okkur
annarri hugmynda-
fræði, hugmynda-
fræði íjármagnsins og nú bregður
svo við að öll gagnrýnin hugsun er
gufuð upp.
Ég hef, sagði skáldið, lýst þessu
svo, að við höfum verið í kvenna-
búri og flutt á hóruhús. Við vorum
undir Sovétstjóm eins og konur í
kvennabúri, okk-
ar var vandlega
gætt - en við
höfðum samt okk-
ar gildi og verð-
leika. Svo var
dyrum búrsins
lokið upp og við
vomm. frjáls en
vissum ekki hvað
við ættum við
frelsið að gera -
og lentum í hóru-
húsi þar sem hver selur sig þeim
sem kynni að kaupa ( áhorfanda
þáttarins skildist að kaupendur
væru reyndar af skornum skammti
því mun minni peningar færu til
menningarlífs nú en áður). Við höf-
um þurft að velja á milli nauðgun-
ar kvennabúrsins og vændis - og
það er ekki skemmtilegt val.
Vítahringur?
í þáttunum um menningarlíf í
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
„ Vandinn er sá að þetta „eðlilega
hlutverk“ bókmenntanna er ekki
til. Skáld og listamenn vilja frelsi
undan pólitísku valdi ogafskipta-
semi og þeir vilja einnig komast
bjá því að duttlungar markaðar-
ins ráði lífí þeirra og starfí. “
Hvernig standa málin þarna úti hjá ykkur?
Eystrasaltslöndunum hafa sum
skáld og listamenn sagt sem svo:
Áöur var til of mikils ætlast af t.d.
bókmenntum, þær áttu að taka að
sér alla umræðu sem gat ekki farið
fram á öðrum vettvangi. Nú hafa
þær sett ofan í vitund manna, en
það verður að hafa það því markað-
urinn mun sjá til þess að bók-
menntir gegni „eðlilegu hlutverki“.
Vandinn er sá að þetta „eðlilega
hlutverk" bókmenntanna er ekki
til. Skáld og listamenn vilja frelsi
undan pólitísku valdi og afskipta-
semi og þeir vilja einnig komast hjá
því að duttlungar markaðarins ráði
lífi þeirra og starfi. Þeir vilja
hvorki vera með öllu auralausir
(hinn sveltandi og misskildi snill-
ingur er ekki hátt skrifaður eins og
er) né heldur vilja þeir vera áhrifa-
lausir og sæta þögn og afskipta-
leysi. Þeir vilja vera þeir sjálfir,
gera það sem þeim sýnist og láta
taka mark á sér - eins og eðlilegt
'er. En þessar eftirsóknarverðu að-
stæður liggja ekki á lausu.
Ritskoðun er lika svo margvísleg
og lúmsk - og mönnum finnst
kannski illskárra að fá útgáfubann
frá pólitískum varðhundi heldur en
markaðssetjara sem segir: nei, vin-
ur - þetta selst ekki. í fyrra dæm-
inu ertu hetja og píslarvottur, í því
seinna barasta aumingi og lúser.
Eða eins og segir í gömlu ævin-
týri: farir þú til vinstri verðurðu
brenndur, farir þú til hægri verð-
urðu hengdur og haldir þú beint af
augum verður þér kastað fyrir
björg.
Árni Bergmann
Skörungsskapur
umhverfisráðherrans
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra lætur fólkið í landinu ekki
bíða lengi eftir þeim vinnubrögðum
sem hún ætlar að viðhafa. Eitt
fyrsta verk hennar var að segja
landinu stríð á hendur. Hún hikar
ekki við að taka þátt i eyðileggingu
um alla framtíð einstæðar nátt-
úruperlur á hálendi íslands og það
fyrir verra en ekki neitt. Álver í
botni fagurs fjarðar með öllum þeim
ljótleika og mengun sem fylgir. Allt
tal um að litil sem engin mengun
fylgi slíkri stóriðju er óábyrgur mál-
flutningur, kannski vísvitandi
ósannindi og er Hvalfjörðurinn
lýsandi dæmi um slíkt.
Úrelt vinnubrögð
Háttvirtur umhverfisráðherra,
Siv Friðleifsdóttir, lét verða sitt
fyrsta verk að hafna umhverfis-
mati norðan Vatnajökuls því
Landsvirkjun hafi þar virkjunar-
leyfi frá 1981. Sú stofnun er stein-
dauð gagnvart fegurð og við-
kvæmni íslenskrar náttúru. Engin
grið skulu landinu gefin og þar á
bæ er útlendingum sagt að ekkert
mál verði að sökkva Eyjabökkum
fyrir þá.
Blinda Landsvirkjunarmanna
snýst rnn þeirra
eigið atvinnuör-
yggi og því vilja
þeir ekki gefa
færi á að málið
sé hugsað og rætt
og hengja hatt
sinn á nær 20 ára
gamalt vilyrði
um virkjun. Fyr-
irtæki þetta hef-
ur, eftir þessu að
dæma, staðið í
stað í allan þenn-
an tíma. Engar
framfarir og vinnubrögð Lands-
virkjunar þvi löngu úrelt. Er nokk-
uð vit í að láta þvílíkt heimskunn-
ar bákn hafa slíkt vald?
Allir sem hugsa vita að göng
undir Hvalfjörð og brú yfir Gils-
fjörð eru allt annað mál í dag en
fyrir 20 árum og eins er með virkj-
anir. Það verða alltaf
til einstaklingar sem
láta sér umhverfið i
léttu rúmi liggja og sá
fyrirsláttur að fólks-
flótti sé yfirvofandi á
Reyðarfirði vegna
fækkandi atvinnu-
tækifæra er nánast
hlægilegur þegar horft
er til þess sem er að
gerast á Vestfjörðum
og víðar. Allur sá
vandræðagangur á rót
í aðgerðum stjóm-
valda.
Umhverfismat norð-
an Vatnajökuls verður
að eiga sér stað þótt
það tefji útlendinga í
að gera þá hluti hér sem þeim leyf-
ist ekki í heimalandinu. Umhverf-
ismat gerir kleift að sjá fyrir hluti
sem mönnum var síður mögulegt
fyrir 20 árum.
Hvar er hugvitið?
í Ameríku og víðar eru menn að
vakna við vondan draum i um-
hverfismálum og sækjast nú eftir
að fá að setja upp síðustu leifar úr-
eltrar atvinnustarfsemi í öðrum
löndum, þ.e. að færa mengunar-
vandræði og eyðilegginu lands frá
eigin dyrum. Það liggur við að
maður trúi ekki eigin
eyrum þegar hlustað
er á suma ráðherra,
íslenska, tala um að
bjarga öðrum löndum
frá mengun með því
að virkja hér allt
hvað af tekur og
menga. Og svo er tal-
að um að flytja út ís-
lenskt hugvit! Myndir
Ómars Ragnarsonar
þann 8 júlí, frá Eyja-
bökkum, ættu að ýta
við mönnum. Og þeg-
ar næstu kynslóðir
harma gæfuleysi
þjóðarinnar í vali
ráðamanna okkar
tíma, munu þær lofa
menn eins og Ómar.
Hvorki Reyðfirðingar eða aðrir
íslendingar kæra sig um útlend eða
innlend landspillingaröfl. Vanda-
málanna í dag er að leita í rangri
stjómun og röngum ákvarðanatök-
um af ýmsu tagi. Ferðaþjónusta og
lítil fyrirtæki henta um allt landið
og Vestfirðir gætu blómstrað væru
stjórnvöld ekki búin að þvergirða
fyrir þá atvinnustarfsemi sem þar
gefur best af sér. Það eru fleiri en
ég sem vonuðu að nýr umhverfis-
ráðherra myndi hugsa.
Albert Jensen
„Það verða alltaf til einstakiingar
sem láta sér umhverfíð í iéttu
rúmi liggja og sá fyrirsláttur að
fólksfíótti sé yfirvofandi á Reyð-
arfirði vegna fækkandi atvinnu-
tækifæra er nánast hlægilegur
þegar horft er til þess sem er að
gerast á Vestfjörðum og viðar.u
Kjallarinn
Albert Jensen
trésmiður
Með og
á móti
Rekstur leikskóla er
kostnaöarsamur fyrir
sveitarfélögin í landinu.
í Reykjavík gengur erfiðlega að
manna stöður leikskóiakennara
vegna lágra launa og biðlistar á leik-
skólana eru langir. Því kann að
vakna sú spurning hvort útboð á
rekstri leikskóla Reykjavíkurborgar
geti breytt stöðunni til batnaðar.
Skoða mögu-
leika með
opnum huga
„Markmið með þátttöku borg-
arinnar í leikskólarekstri er að
sjá til þess að leikskólapláss séu
næg og að sú þjónusta sem leik-
skólarnir veita
sé til fyrir-
myndar. Það
er ekki aðalat-
riði hvernig
því markmiði
er náð heldur
einfaldlega að
það sé gert.
Kostnaður
borgarinnar af
þessum mála-
flokki hefur
stóraukist á
undanförnum árum en samt
lengjast biðlistarnir jafnt og þétt
og æ verr gengur að manna
stöður leikskólakennara. Nú
þegar niðurgreiðir borgin rekst-
ur nokkurra einkarekinna leik-
skóla og hefur það sýnt sig í
gegnum tíðina að sá rekstur er
ódýrari á hvert bam og þar að
auki hafa þeir aðilar sem standa
að rekstri einkarekinna leik-
skóla staðið sig frábærlega í
sínu starfi. Reykjavíkurborg er
eftirilitsaðili með rekstrinum og
getur því vitnað um það. Því sé
ég ekkert því til fyrirstöðu að
þessi möguleiki, að bjóða út
rekstur leikskóla, sé skoðaður
með opnum huga.“
Guðlaugur Þór
Þórðarson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðis-
flokks.
Markaðurinn
leysir ekki
öll vandamál
„Ég er ekki þeirrar trúar að
MARKAÐURINN leysi öll
vandamál. í rauninni vil ég
halda markaðnum, lögmálum
hans og hefð-
bundum
mælistikum á
t.d. arðsemi
burtu frá starf-
semi eins og
umönnun og
kennslu ungra
barna. Það er
ekki þar með
sagt að það
eigi ekki að
gera kröfur
um hagkvæman og markvissan
rekstur á leikskólum borgarinn-
ar. Þau starfsmannavandamál
sem leikskólar í Reykjavík
standa frammi fyrir verða ekki
leyst með útboðum, meiri hag-
ræðingu, skilvirkni, kröfum um
aukin afköst o.s.frv. Það er ein-
faldlega ekki hægt að ganga
lengra eftir þeirri braut en gert
hefur verið. Það mun bitna á
faglegu starfi leikskólanna og á
líðan barnanna okkar. Starfs-
fólki á leikskólum hefur tekist
að reka stórkostlegt faglegt starf
við ótrúlega erfiðar aðstæður og
að óbreyttu ástandi hlýtur það
að gefast upp. Allir vita hver
vandinn er - en þó virðist ekki
vera hægt að taka á honum.
Stjórnvöld hafa ekki leyfi til að
koma sér undan honum með því
að bjóða út rekstur leikskóla og
ætla öðrum að finna leiðir til að
borga hærri laun. Það verða þau
að gera sjálf.“ -esig
Stefania Trausta-
dóttir, í stjórn Leik-
skólaráós Reykja-
víkur.