Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 Spurningin Eru nektardansmeyjar listamenn? Eiín Þórarinsdóttir kennari: Nei, það tel ég ekki. Mínerva Alfreðsdóttir íþrótta- kennari: Já, tvímælalaust. Agla Friðjónsdóttir, 13 ára: Nei, þær eru ógeðslegar. Þórdís Lilja Sigurðardóttir: Nei, eiginlega ekki. Mér finnst þær ógeöslegar. Baldvin Magnússon kaupmaður: Já, eigum við ekki að segja það. Halla Gunnarsdóttir landfræð- ingur: Nei, það finnst mér ekki. Lesendur Hvað varð um samein- ingu vinstri manna? Snorri Guðmimdsson skrifar: Það var ekki fjarri sannleik- anum sem hann sagði, hagfræð- ingurinn Guðmundur Ólafsson og frægt er orðið, um samein- ingu vinstri manna í A-flokkun- um, að fullyrðingar um verð- bólgu og tímasprengju væru svipaðar og ef hann segði að það væri tímasprengja að safna öllu vitlausasta fólki í efnahagsmál- um saman á einn lista. Sannleik- urinn er nefnilega sá að i sam- fylkingu vinstri manna úr A- flokkunum hafa þeir helst verið í forsvari sem flokka má undir tækifærissinna. Þetta fólk getur líka orðið hættulegt, líkt og hag- fræðingurinn orðaði það svo snilldarlega, í viðtali í Degi við blaðamanninn Kolbrúnu Borg- þórsdóttur, laugardaginn 3. þ.m. En hvað varð um sameiningu vinstri manna? Og hvaða hag höfðu vinstri menn á íslandi af því að sameinast undir slagorð- inu Samfylking? Sameiningin er samfylkingin er ekki orðin aö neinu, segir m.a. í bréfinu. Hefur hún þá engin ekki orðin að neinu. Hún er í málefni til að berjast fyrir á vettvangi stjórnmálanna? - Þingflokkur Samfylking- raun gufuð upp. Það mun eng- . inn kjósa Samfylkinguna aftur, sama undir hvaða nafni hún kemur fram á ný. Ekkert mun geta afstýrt niðurbroti vinstri manna á íslandi héðan af. Og hvers vegna? Vegna þess að hér er ekkert lengur til að berjast fyrir á vettvangi stjómmála. Allt hefur gengið okkur í haginn á síð- ustu áratugum. Þrátt fyrir tíma- bundinn aflabrest til sjávarins og tímabundnar, lægðir i efnahagsmál- um, gengisællingar og verðbólgu hafa landsmenn ekki þurft að bera fundar, þingflokksformaður kosinn. kvíðboga fyrir morgundeginum í áratugi. Einstaklingsbundnir erfið- leikar, sjúkdómar og ástvinamissir, allt þetta getur aldrei orðið grund- völlur stjómmálabaráttu. Að ekki sé talað um að heil stjómmálasam- tök geti lifað á neikvæðum áróðri og boðskap um að bylta þurfi þjóðfé- laginu. Hvað sem segja má um núverandi stjórnarmynstur, sem er vissulega ekki óbrigðult, þarf ekki nema með- alskynsemi til að sjá að það er vel í stakk búið til að halda í horfinu - ekki endilega góðæri sem endist og endist - heldur sæmilegum stöðug- leika í stíl Vesturlanda, þar sem al- menningur býr við hvað best kjör. Menn geta að sjálfsögðu hvatt til innbyrðis breytinga á nánast sér- hverju sem hugur stendur til, án þess að bylting komi til. Við þurfum ekki samfylkingu vinstri manna, við þörfnumst ekki vinstri fylking- ar. Hún tilheyrir fortíðinni, hér sem annars staðar. ágætt prufuverkefni Þingeyri - Kristján Gunnarsson hringdi: Það hefur löngum verið rætt manna á meðal að brýn þörf sé á að þétta íbúasvæði landsins, grisja dreifbýlið, eins og það hefur verið kallað. Auðvitað er dýrt að byggja allt landið eins og það er, og verð- ur sífellt dýrara því þótt tæknin hafi haldið innreið sína á flestum sviðum kostar að koma henni til byggðarlaganna og þar er sótt til hins opinbera í flestum greinum. í hörmungum snjóflóða yfir mannabyggðir kemur ávallt upp umræða um að þar skuli ekki byggt á ný. íbúar hafa líka flutt brott eftir slíkar hörmungar og sett sig niður á lífvænlegum stöðum á þéttbýlissvæðum sunnanlands. Ekki hefur borið á að þeir brott- fluttu úr dreifbýlinu eigi í erfið- leikum við að koma sér fyrir í at- vinnulegu tilliti eða félagslegu. Þeir una hag sínum raunar mun betur. Á Þingeyri gengur flest gegn íbú- unum. Atvinna fjarar út og banka- stofnanir og hið opinbera loka á frekari aðstoð, aldrei þessu vant. Margir spyrja sig því nú hvort Þingeyri sé ekki ágætt prufuverk- efni hins opinbera til að láta af að- stoð við byggðir í vonlausri stöðu. Allir vilja að íbúar Þingeyrar kom- ist sem fyrst út úr ógöngunum, og hvað er eðlilegra en að láta á það reyna með þeirri einni aðstoð að koma íbúunum í lífvænlegra at- vinnuumhverfi? Nætursölur víða um borgina: Vesturbærinn geldur Hafsteinn Sigurðsson skrifar: Mér þætti fróðlegt að vita af hverju vesturbæingar njóta ekki þeirra forréttinda, eins og flest önn- ur hverfi borgarinnar, að hafa næt- ursölu. Þetta er náttúrlega fáránlegt í ljósi þess hversu margir búa í þessum borgarhluta og hversu hátt hlutfall næturhrafna er. Næsta næt- ursala sem vesturbæingar, bæði norðan og sunnan Hringbrautar, og Selth'ningar geta brugðið sér í er hjá BSÍ. Ef litið er til úthverfanna kemur í Ijós að þar eru alls staðar nætursölur, að sjálfsögðu. Á þessum síðustu og þjónustu- miklu tímum kemur ekkert annað til greina en vera alltaf til staðar fyrir viðskiptavininn. Einhvern veginn sér þó enginn sér fært að þjónusta vesturbæinn. Fyrir BJHMROGM þjónusta allan sólarhringlnn . m H H rWHfV) H ')w j 'pj'i') Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Birkimel. En þrátt fyrir fordæmi annarra Select- stöðva út um alla borg, sem eru opn- ar allan sólar- hringinn, virðist hafa verið ákveðið að hafa þetta þá einu sem ekki er opin eftir kl. 11.30. Bónusvideo í Ána- naustum er þá einnig kandídat svanga göltrara. einnig leigja ágætis fyrir nætur- Þá væri hægt að sér mynd Margir horfðu til nýrrar Select-stöðvar við Birkimel en þrátt fyrir fordæmi annarra Select-stööva úti um alla borg, sem eru opnar allan sólarhringinn, varð mönn- um ekki að von sinni. - Næturhrafnar bíða þess því enn að einhver sinni þeim. nokkrum árum var nætursala til kl. 3 um helgar í Ánanaustum og var þar alltaf nóg að gera. Svo dó hún og engin kom í staðinn. Margir horfðu hýrum augum á nýja Select- stöð sem var opnuð fyrir tæpu ári á þegar svefninn er manni ekki efst í huga. Það er alveg á hreinu að yrði nætursala opnuð einhver staðar á svæðinu myndi hún ganga vel. Ég hvet því menn til að athuga þetta mál, þá aðallega aðstandendur Sel- ect og Bónusvideos. En þangað til verða vesturbæingar að gera sér rúmlega hálftíma gönguferð út á BSÍ eða biða morguns með gaul í görnunum. ÍR-húsið á Landakotslóðinni. Þrákelkni ÍR-inga Þórunn skrifar: Manni blöskrar þrákelkni ÍR- inga sem vilja halda í leigusamn- ing milli þeirra og Kaþólsku kirkjunnar á íslandi um þetta gamla og hrörlega hús á Landa- kotshæð. Auðvitað á Kaþólska kirkjan þama allan rétt. Að gera húsið að einhverjum minnisvarða eða að fara að friða húsið finnst mér fráleitt. Nóg er komið af þess- um gömlu hrörlegu kofum um alla borg. Og að krefjast 18 millj- óna króna fyrir húsið er enn ein bábyljan hjá ÍR-ingmn. ÍR-ingar eiga að láta af þessu þrátefli og segja einfaldlega við Kþólsku kirkjuna: gjörið svo vel, þetta er ykkar eign, við afhendum ykkur hana og þökkum ykkur gott sam- starf í gegnum tíðina. Landssíminn og samkeppnin Adolf hringdi: Nú er markaðurinn í símamál- um okkar að galopnast. Lands- síminn er að fá mikla samkeppni frá hinu nýja fyrirtæki íslands- síma og Reykjavíkurborgar. Þetta verður fróðleg og skemmtileg reynsla fyrir neytendur sem munu áreiðanlega halda sig við þann aðilann sem lægst býður af- notagjöldin. Óánægja með Lands- símann á þó áreiðanlega rætur að rekja til þess hvemig staðið var að einkavæðingunni í upphafi, með samgönguráðherra sem eins konar einvald með eina hlutabréf- ið í sínum höndum. Þetta hefur enn lítið breyst og raunveruleg einkavæðing Landssímans er ekki enn í sjónmáli. Nýráðningar til Landssímans og brottrekstur manna þaðan era heldur ekki til þess fallnar að bæta ímynd fyrir- tækisins. Þetta skýrist þó allt bet- ur við nánari samanburð á þess- um tveimur risum í íslenskum símamálum. Enginn réttur miðborgarbúa íbúi við Aðalstræti hringdi: „Fólkið á bara að flytja burt“, segir landslagsarkitekt einn um kvartanir íbúa Grjótaþorps yfir hávaða frá samkomustöðunum í nágrenninu svo og vegna Tívolís- ins á hafnarbakkanum. Um Tívolíið er þó það að segja að það hverfur á braut, er hér aðeins nokkrar vikur yfir sumarið, en skemmtistaður í Grjótaþorpinu er kominn til að vera með öllum sín- um hávaða og illri umgengni þeirra sem þangað sækja og er þeir yfirgefa svæðið. Það virðist svo sem íbúar miðborgarinnar og reyndar víðar í kringum það svæði eigi engan rétt. Flugvöllur- inn í Vatnsmýrinni er líka glöggt dæmi um yfirtroðslu borgai’- stjómar við okkur. Skríll við banda- ríska sendiráðið - löggæslu til skammar Löghlýðinn borgari sendi þess- ar línur: Enn einu sinni gátu öfgamenn hérlendir sýnt erlendu sendiráði lítilsvirðingu með sóðaskap og ruddalegri framkomu en lögregl- an tók við sér seint og um síðir og þá var skaðinn skeður. Lögreglan á að vernda erlend sendiráð og skríl sem sýnir erlendu sendiráði lítilsvirðingu á að handjáma á stundinni og láta hann dúsa minnst vikutíma inni. Að sleppa slíku fólki strax er fráleitt og landi og þjóð ekki til sóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.