Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 29. JULI1999 Viðskipti i>v Þettd helst! ••- Mjög mikil hlutabréfaviðskipti í gær á VÞÍ, 331 m.kr. ... Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,39% og er nú 1.232,3 stig ... Mest viðskipti með Flugleiðir, 140 m. kr. ... Eimskip 58 m.kr. og 2,5% hækkun ... Skýrr lækkaði um 4,9% ... Gengi Baugs að nálgast útboðsgengi, er nú 9,92 Básafell: Guðmundur Kristjánsson kaupir 28% í Básafelli hf. - Olíufélagið selur sinn hlut Kristján Guðmundsson hf., sem stýrt er af Guðmundi Kristjánssyni, hefur keypt 28% hlut í Básafelli. Hlutinn kaupir hann af íshafi hf. og Keri hf. en þau eru bæði í meiri- hlutaeigu Olíufélagsins. „Við feng- um tilboð sem við vorum sáttir við og ákváðum að selja bréfin," segir Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, en mikill taprekstur hefur verið á Básafelli undanfarin ár. 01- íufélagið losnar þar með við Bása- fell hf. en talsverður vandræðagang- ur hefur verið í kringum fyrirtækið undanfarið. Aðspurður um framtíð Básafells segir Guðmundur: „Menn eru að skoða ýmsa möguleika en fyrst og fremst verður að snúa tapi yfir í hagnað. I sambandi við þá spurn- ingu hvort fyrirtækið verði rekið í núverandi mynd eða hvort eitthvað breytist er of snemmt að svara núna. Það er ljóst aö fyrirtækið þarf að skila hagnaði, annars verður ekkert fyrirtæki. Málin eru samt í skoðun og ekki er hægt að tala neitt um breytingar strax. Hluthafafundur verður haldinn bráðlega þar sem málin skýrast," segir Guðmundur en hann vildi ekki gefa upp kaup- verð bréfanna. Líklegt er að VÍS og Samvinnu- sjóðurinn muni selja í kjölfar Oliu- félagsins en félögin hafa verið mjög samhent í sambandi við reksturinn á Básafelli hf. Hinrik Mattíasson, stjórnarmaður í Básafelli, sagði að þetta hefði komið sér mjög á óvart en hann vonaði að þetta yrði fyrir- tækinu til góðs. Annað vildi hann ekkí segja um málið. „Nei, við höfðum ekki samráð við Svan Guðmundsson í sambandi við þessi viðskipti, ekki frekar en annað starfsfólk," segir Jóhann Magnússon, forstjóri Kers hf., eign- arhaldsfélag Olíufélagsins. „Aðdrag- andinn var mjög stuttur en við vor- um ánægðir með tilboðið. Oliufélag- ið hefur hagnast á sölunni," segir Jóhann en hann er núverandi stjórnarformaður Básafells. Svanur Guðmundsson, forstjóri Básafells hf., vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við DV en hann er nýtekinn við forstjórastólnum. Ekki er vitað hvort hann heldur áfram eða ekki. -EIS Bætt þjónusta hjá Tryggingastofnun Undirritaður hefur verið samn- ingur milli Tryggingastofnunar rík- isins og Nýherja um sölu og upp- setningu á nýju símkerfi fyrir stofn- unina. Markar samningurinn tíma- mót þar sem hann er byggður á rík- iskaupasamningi. Hjá stofnuninni vinna 160 starfs- menn og er meðalfjöldi inn- og út- hringinga á dag hátt í 1000. Gamla símkerfið' annaði ekki þessari miklu umferð og þurfti endurnýjun. Samningur þessi er byggður á ríkis- kaupasamningi milli Ríkiskaupa og Nýherja og mun Tryggingastofnun með tilkomu nýju símstöðvarinnar geta bætt til muna þjónustu við við- skiptavini. Samhliða uppsetningu nýju sím- stöðvarinnar veröur sett á laggirnar símaþjónustuver sem verður til húsa í nýrri þjónustumiðstöð á Laugavegi 114 sem áætlað er að opna í október. Þar munu sex þjón- usturáðgjafar svara fyrirspurnum er snerta lífeyristryggingar. -bmg I Æ^ :¦ m 1 1 ' - 1 ................................ ....... "• M i ;—> M mMI ^b ¦ ._.- £¦ Æ Spár um þróun evrunnar: Leiðin liggur upp á við Haraldur Leifsson, framkvæmdastjóri samskiptabúnarsviðs Nýherja, Sigríð- ur Ólafsdóttir hjá Tryggingastofnun og Þórarinn Kópsson hjá Nýherja. Ef spá 22 gjaldeyrissérfræðinga í Evrópu og Bandaríkjunum gengur eftir liggur leið evrunnar upp á við. ítarleg könnun á vegum Reuters var gerð á þriðjudaginn þar sem sérfræð- ingar voru látnir spá fyrir um gengi evru gagnvart dollar fram í tímann. Þrátt fyrir það mun gengið ekki ná upphafiegum styrk á þeim tíma. Að meðaltali spáðu sérfræðingar því að krossgengið yrði 1,065 eftir mánuð, 1,08 eftir þrjá mánuði, 1,10 eftir sex mánuði og 1,14 eftir heilt ár. Það er hins vegar töluvert lægra en fyrsta skráða gengið þann 4. janúar á þessu ári sem var 1,1906. Þrátt fyrir þessa spá er það mat sérfræðinga er ekki sé verið að spá þvi að evran nái sér verulega á strik gagnvart dollar. Til þess að evran nái því þurfa áhyggjuf manna af viðskiptahalla í Bandaríkjunum að aukast verulega eða hlutfallsstyrkur hagkerfa svæð- anna að breytast verulega. Talið er liklegt að draga muni saman með hagkerfunum en ekki verulega. Ekki er sjáanlegur slaki í Bandaríkjunum en evrópska hagerfið er hægt og ró- lega að ná sér á strik og styrkir evr- una gagnvart dollar. Hins vegar eru uppi efasemdaradd- ir um að þessi spá rætist. Ástæðan er sú að sumir gera ráð fyrir vaxta- hækkun seðlabanka í Bandaríkjun- um upp á allt að 1% en það er meira en markaðurinn í heild sinni gerir ráð fyrir. Slík ráðstöfun myndi styrkja dollar verulega i sessi gagn- vart evrunni og keyra gengi hennar niður fyrir 1. -bmg Eignir Flugleióa hækka Flugleiðir tilkynntu í gær um eignarhlut sinn í EQUANT-fjar- skiptafyrirtæk- inu. í ljós hefur komið að félagið á þar 0,1% sem jafngildir 1,4 milljörðum kr. en markaðsvirði fyrirtækisins er nú um 1400 millj- arðar króna. Hins vegar var bók fært verðmæti þess í reikningum Flugleiða aðeins 3 milljónir kr. Gengiö rýkur upp í kjölfar tilkynningar Flugleiða urðu mjög mikil viðskipti með bréf félagsins á Verðbréfaþingi ís- lands eða 140 milljónir króna. Gengið hækkaði einnig verulega i þessum viðskiptum, eða um 10%. Annars voru mjög lífleg hluta- bréfaviðskipti og náði Úrvalsvísi- talan sínu hæsta gildi frá upp- hafi,1.233,5, og hækkaði um 1,504% í gær. Lánsfjárþörf minnkar Lánsfjárþörf ríkissjóðs hefur minnkað mikið undanfarin ár og hefur ríkið verið að greiða skuldir niður sl. tvö ár. Á síðasta ári skil- aði ríkissjóður lánsfjárafgangi upp á 7,5% af tekjum. Fyrstu sex mán- uði þessa árs var lánsfjárafgangur ríkissjóðs um 5% af tekjum, tekju- afgangur 9,5% og aukning hluta- og kröfufjáreignar var 4,5% af tekj- um. Lífeyrissjóöir selja í DeCODE Töluverð viðskipti urðu með bréf DeCODE í síðustu viku vegna snöggs söluþrýst- ings og fór gengi þeirra niður í um 17,5, að sögn Mar- inós Fr. Sigur- jónssonar hjá Búnaðarbankan- um. Gengið náði aftur jafnvægi í lok síðustu viku, er nú í kring- uml8,5, og nú er talsverður áhugi fyrir bréfunum. Samkvæmt heim- ildum Viðskiptablaðsins námu viðskiptin tugum milljóna króna og munu seljendurnir hafa verið lífeyrissjóðir. Þetta kom fram á Viðskiptavefhum á Visi. Jenið skekur Sony Japanski raftækjarisinn Sony tilkynnti í gær að hagnaður fyrir- tækisins hefði minnkað verulega, eða um 55%. Ástæðan er fyrst og fremst sterkt jen og gríðarleg sam- keppni á mörkuðum fyrirtækis- ins. Þrátt fyrir þessa minnkun er þetta betra en sérfræðingar höfðu spáð. -bmg Þafl er mikilvægt að taka vel ígrundaOa ákvörflun* Nýjustu ISDN-símstöðvarnar frá Siemens hafa svo sannarlega hitt í mark hérlendis. Því bera frábærar viðtökur viðskiptavina okkar órækt vitni. Fjölbreyttir möguleikar kerfanna, s.s. tölvutengingar, talhólf, sjálfvirk svörun, beint innval, bráðlausar lausnir og margt fleira, nýtast breiðum hópi notenda allt frá einstaklingum upp í stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við bjóðum afbragðsbúnað, fyrsta flokks þjónustu og hagstætt verð. Láttu í þér heyra. Fáðu verðtilboð. Það margborgar sig. SIEMENS Hicom ) H5DN/ *... það gerdu þau: • Gula línan • Sjúkrahús Reykjavíkur • Ríkisútvarp-Sjónvarp • Félagsþjónustan í Reykjavík • Skeljungur* ÍSAL" íslenskir aðalverktakar • Rugmálastjórn • Ræsir hf • Domus Medica • Mjólkursamsalan • Hallgrímskirkja • Grímsneshreppur • Magnús Ki'aran • Hótel Keflavík* Rafiðnaðarskólinn •Sameinaði lífeyrissjóðurinn • St Jósepsspítali • Taugagreining •Tölvu- og verkfræðiþjónustan • Dagvist barna • Rauði kross íslands • Plastprent* Ölgerð Egils Skallagrims • íslensk miðlun hf. o.fl. o.fl. SMITH & NORLAND V Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.