Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 29. JULI 1999 Utlönd Wesley Clark hættir sem yfirmaöur herafla NATO: Gerir lítið úr ágrein- ingi við Hvíta húsið Bandarlski hershöfðinginn Wesley Clark tilkynnti í gær að hann mundi láta af embætti æðsta yfirmanns herafla Atlantshafs- bandalagsins (NATO), þremur mán- uðum áður en fyrirhugað var. Hann gerði þó lítið úr fréttum um að hann væri á förum vegna þess hvernig hann stjórnaði lofthernaði banda- lagsins gegn Júgóslavíu. Ágreiningur kom upp milli ráða- manna í Hvíta húsinu í Washington og Clarks um hvernig stríðið var rekið og olli það nokkurri spennu innan bandaríska landvarnaráðu- neytisins. Á fundi með fréttamönnum í Lit- háen, þar sem hann fylgdist með heræfingum, sagði Clark að brottfór hans tengdist á engan hátt frammi- stöðu hans í starfi. „Þetta er að mestu leyti eðlileg breyting á starfsliði. Þegar skyldu- störfum hermanns er Iokið er þeim lokið. Hvort heldur sem hann er óbreyttur eða hershöfðingi," sagði Clárk. Clark hefur gegnt starfi yfir- manns herafla NATO frá árinu 1997. Á fundinum meö fréttamönnum sagðist hann hafa verið mjög ánægður með starfið og að hann ætlaði að sinna því af kostgæfni fram á síðasta dag. Hann tekur pok- ann sinn í apríl. Bandaríska blaðið Washington Post sagði að brottfbr Clarks fylgdi í kjölfar margra mánaða spennu milli hershófðingjans og ráðamanna í landvarnaráðuneytinu vegna stríð- rekstrarins í Júgóslavíu. Háttsettir embættismenn í stjórn Bills Clintons forseta báru þó mikið lof á Clark og sögðu brotthvarf hans í engu endur- spegla óánægju með störf hans á meðan á lofthernaðinum stóð. - ~ ~^^il \ w F ^H ; 1 Cih4 tJB ^rifl A H^j Wesley Clark yfirhershöfðingi er á förum frá NATO, þremur mánuðum á undan áætlun. „Það er ekki verið að reka neinn," sagði Joe Lockhart, tals- maður Hvita hússins, og bætti við að Clinton hefði verið ánægður með störf Clarks. Eftirmaður Clarks hjá NATO verður Joseph Ralston hershöfðingi sem hefur verið varaformaður bandaríska herráðsins frá árinu 1996. Hann hlaut margar viðurkenn- ingar fyrir framgöngu sína í Ví- etnamstriðinu, þar sem hann fór í 147 árásarferðir sem fiugmaður. Þá tókst honum að halda virðingu sinni innan hersins þegar gert var opinbert fyrir tveimur árum að hann hefði átt I ástarsambandi á ní- unda áratugnum, þegar hann og eig- inkona hans höfðu skilið að borði og sæng. Ekki er búist við öðru en að Ral- ston hljóti náð fyrir augum banda- ríska þingsins og fái starfið. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn veitir Rúss- landi lán Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hef- ur samþykkt að veita Moskvu 4,5 milljarða króna lán í því skyni að aðstoða borgina við að greiða nið- ur skuldir sínar og koma i veg fyrir vanskil. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hefur greitt Rússlandi marga milljarða á undanförnum sjör árum, síðast 4,8 milljarða í júlí í fyrra. Sjóðurinn hefur beð- ið um upplýsingar um það hvað orðið hafi um um fyrri lán til landsins. Tölur frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum sýna að Rússland skuldaði sjóðnum í kringum 17 milljarða í lok júní. Sjálfsmorðs- tilraun á Spáni Spænskur maður liggur á sjúkrahúsi eftir tvær sjálfsmorðs- tilraunir á miðvikudag. Maður- inn stökk fram af svölum á þriðju hæð, í því skyni að svipta sig lífi, en lifði fallið af. Hann staulaðist þá inn í íbúð sína þar sem hann reyndi að skera sig á háls en þá vildi ekki betur til en svo að lög- reglan braust inn og flutti mann- inn á sjúkrahús. Lundúnalögreglan þurfti að elta nakinn mann upp í Ijósastaur í miðborginni til að fjarlægja hann. Maðurinn og skoðanabræður og -systur fækkuðu föt- um til að leggja áherslu á kröfur um að fá að vera nakin á almannafæri. Kosið um framtíð Austur-Tímor: Kofi Annan frest- ar kosningunum Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur frestað kosningum í Austur-Tímor til 30. ágúst, þar sem hann telur að tryggja þurfi að kjörskrár landsins séu rétt- ar. Kosningarnar varða framtið landsins þar eð kosið er um það hvort landið skuli fá sjálfstæði eða víðtæka sjálfstjórn innan Indónesíu. Kofi tjáði öryggisráðinu á miðviku- dag að starfsmenn Sameinðu þjóð- anna þyrftu lengri tíma til þess að ganga úr skugga um það að farið yrði eftir lögum og reglum við framkvæmd kosninganna. Annan hefur einnig lýst yfir áhyggjum vegna kosningaréttar þeirra flóttamanna sem flúið hafa landið en um 60.000 manns eða um 15% kjósenda hafa verið hraktir frá heimilum sínum af her Indónesíu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. \ OSTUR I SALATIÐ Kitlaðu bragðlaukana! ferskt, nýsprottið salat með grœnmeti og osti er endurnœrandi sumarmáltíð sem þú setur saman á augabmgði. Taktu lífinu létt í sumar — og njóttu þess í botnl Ostur í allt sumar ÍSLENSKIR JHt ostar, y- www.ostur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.