Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 Fréttir Ekið yfir höfðalag fólksins í tjaldi - bílfbr upp á mæni - níðingsverk segir eigandinn, lögfræðingur í Reykjavík „Ég fór með sambýliskonu minni, bróður hennar og eiginkonu og börnum þeirra að Hítarvatni um helgina í veiðiferð. Klukkan um ell- efu á laugardagskvöldið brugðum við okkur niður að vatninu því veð- ur hafði lægt en mjög hvasst hafði verið og erfitt að stunda veiðar. Þeg- ar við komum til baka brá okkur í brún því það var búið að aka yfir tjaldið okkar," sagði Þórir Hallgrimsson, lögfræðingur í Reykjavik, við DV. Þórir sagðist líta þennan at- burð mjög al- varlegum aug- um þar sem bíl hefði hreinlega verið ekið yfir tjaldið þar sem höfðalagið var. Tjaldið var stutt frá veginum sem liggur að vatninu við merkt tjaldstæði. „Ef við hefðum legið þama sof- andi værum við bara dauð. Bílnum var ekið yfir koddana okkar. Þetta er grafalvarlegt mál og níðings- verk," sagði Þórir sem hafði sam- band við lögregluna í Borgarnesi. Þórir Hallgrímsson. Reynt var að reisa tjaldlð við eftir að ekið hafði verið yfir það. Súlurnar voru hins vegar brotnar þar sem höfðalag fólksins var. Ekki er óliklegt að bílstjórinn sem ók yfir tjaldið hafi verið ölvaður. „Það voru bílför upp á miðjan mæni á tjaldinu," sagði Þórir. „Þetta er með ólíkindum." Við hírð- umst í tjaldinu um nóttina í rign- ingunni þrátt fyrir að rjaldsúlurnar væru brotnar og tjaldið hálffallið. Hann sagði það hafa verið mikla guðs lukku að dóttir hans, 10 ára, hefði ekki verið með í fór því þá hefðu þau að líkindum verið geng- in til náða með barninu og legið á koddunum sem keyrt var yfir. Þórir sagði að þessi atburður yrði vonandi öðrum víti til varnað ar, ekki síst um verslunarmanna helgina. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Borgarnesi. -Ótt Ófyrirleitnir náungar við Sportleiguna hjá BSÍ: Rukka túrista fyrir að sofa í sýningartjöldum Ég mætti óvenjusnemma í gær- morgun og þá kom ég að þýsku pari sofandi í einu sýningartjaldanna á túninu hjá okkur," sagði Jón Halldór Baldvinsson, verslunarstjóri i Sport- leigunni gegnt Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík, en þar stendur fjöldi sýn- ingartjalda allan sólarhringinn. „Það er svo sem alvanalegt að fólk skríði inn í rjöldin okkar og sofi þar en þetta þýska par staðhæfði að það hefði borgað einhverjum mönnum leigu fyr- ir rjaldstæðið og tjaldið, 450 krónur á mann. Það hafa ekki verið menn á okkar vegum," sagði Jón Halldór sem er reyndar vanur því að þurfa að smala út úr rjöldunum á morgnana. Oft eru það þá menn sem hafa ekki komist lengra vegna ölvunar á leið sinni af öldurhúsum borgarinnar. Þá segir Jón Halldór að vinsælt sé að borða í rjöldunum þegar hvasst er. „Það er veitingasala hjá BSÍ allan sólarhringinn og þegar eitthvað er að veðri fyllast tjöldin okkar um miðjar nætur af hamborgaraætum með sósu. Jón Halldór við sýningartjaldið sem leigt var út að honum forspurðum. Umgengnin er þá ömurleg. Ferða- mönnum fé fyrir að sofa í sýningar- mennirnir eru miklu snyrtilegri," rjöldunum. Ef fólk þurfi endilega að sagði Jðn Halldór í Sportleigunni og sofa í þeim þá sé það ókeypis. -EIR varar fólk við að greiða ókunnugum Dagfarí kveður Nú munu vera um sautján ár síðan Dagfari hóf göngu sína hér í þessu blaði fjórum sinnum í viku, sumar vetur, vor og haust. Aldrei hefur skort efhi til að vinna úr, enda hafa þjóðfélagsþegnar af hvers konar tagi verið svo vinsamlegir að gefa Dagfara sífellt tilefhi til útlegginga og útskýr- inga á hegðan þeirra og orðum. Eink- um hafa stjórnmálamenn verið dug- legir að rétta fram höndina og stund- um hefur það þurft frekari túlkunar við sem frá þeim hefur komið og hef- ur Dagfari aðstoðað við þá túlkun til að almenningur gæti skilið hvað fyr- ir stjórnmálamönnunum vakir. Raunar hafa miklu fleiri komið hér við sögu enda litrík flóran í þjóðfélagi endalausra illdeilna, fiókinna mála- ferla, skapríkra viðmælenda og há- leitra hugsjóna. Dagfari hefur lagt út af þessum mannlegu samskiptum með því einu að segja frá þeim og ef einhverjum lesendum hefur fundist sá málatilbúnaður vera til þess fall- inn að afskræma viðmælendur, mál- flutning eða athafnir þeirra í þeim til- gangi að stílfæra framlög þeirra sem hlut eiga að máli þá er sá grunur á misskilningi byggður. Sannleikurinn er sá að alvaran í þjóðfélaginu er oftast miklu fyndnari heldur en það grín sem gert er að þeim sem taka sjálfa sig hátíðlega. Satíran verður aldrei eins skemmtileg og raun- veruleikinn og spéspegillinn sýnir aldrei annað en það sem stendur fyrir framan hann. Spegill skops og skens gerir það eitt að leyfa þeim ein- staklingi sem stendur fyrir framan spegilinn að sjá sjálfan sig í réttu ljósi og leyfa öðr- um að taka þátt í þeim gamanleik. Enda má fullyrða að Dagfari hafi verið sárameinlaus í skrifum sinum og sjaldan eða aldrei fengið ákúrur eða ákærur um meiðyrði eða æru- spjöll. Dagfari hefur einasta verið hluti af fréttadeild DV þar sem nauð- synlegt hefur verið talið að útskýra fréttaefni á annan og einfaldari hátt heldur en unnt er að gera í viðtölum og frásögnum af fréttunum sjálfum. Þetta hefur hjálpað mörgum mann- inum til að koma boðskap sínum á framfæri á skiljanlegan máta og enn fremur hefur það létt lesendum róð- urinn til að greina kjarnann frá hism- inu. Nú hefur verið horfið frá þessari fréttaskýringu blaðsins. Þar ræður aukin hagræðing og sparnaður, enda skilja lesendur blaðsins vonandi að grínaktug skrif verða að mæta af- gangi þegar alvaran blasir við. Það getur verið dýrt að vera fyndinn á kostnað þeirrar alvöru sem gefur til- efni til fyndninnar, sérstaklega þegar lesendur skilja ekki fyndnina í alvörunni. DV og Dagfari hafa átt samleið í sautján ár. Nú er þeirri sambúö lokið. Dagfari þakkar fyrir sig. Dagfari sandkorn Legið í Finni Mikið er spáð í það hver verði formaður nýrra samtaka atvinnu- rekenda. Enn er leitað logandi ljósi að mögulegum leiðtoga en ófáir hafa afþakkað boð um að setjast í hásætið. Samsæri og plott lifa góðu lífi bak við tjöldin. Sand- korn hefur fregn- að að nú sé legið í Finni Geirssyni, forstjóra Nóa-Sir- íusar, að taka starfið að sér og svars beðið með eftirvæntingu. í þessu sam- bandi er rétt að geta efasemda og þess viðhorfs sem mun vera ofar- lega í hugum margra atvinnurek- enda að stofnun nýju samtakanna sé ári of snemma á ferðinni. Betra hefði verið að keyra í gegnum kjarasamningaviðræður næsta árs með gömlu naglana í brúnni. Er þá óttast að óreyndari menn veiti harðjöxlum verkalýðsforyst- unnar ekki nægilegt viðnám... r I hverjum koppi Talið er að feðgarnir Ásgeir Guðbjartsson og Guðbjartur Ásgeirsson, skipstjóri á þýska togaranum Guðbjörgu, áður ÍS 46, ætli sér að stofna til útgerðar. Guðbjartur er sagð- ur vansæll undir útgerð hinna her- skáu Samherja- manna og gamli sægreifinn mun ekki par ánægður með þá niður- stöðu að senda hið stolta fiey Guðbjörgu úr landi. Það kemur því ekki á óvart að ekki kemur sá togari til ísa- fjarðar að feðgarnir mæti ekki til að skoða. Um helgina sást til þeirra um borð í „tappatogaran- um" Lómi BA... Álftafell Ekkert bólar enn á þeirri lög- reglurannsókn sem Svanur Guð- mundsson, forstjóri Básafells, boðaði að yrði vegna fundargerð- ar félagsins sem DV birti. Svanur er þó ekki iðjulaus því hann stendur í stórhreingerning- um hjá Básafelli og rekur þá sem hann telur að standi i vegi fyrir áformum um betri rekstur. Gárungar vestra segja að stutt sé í nafnbreytingu hjá félaginu sem verði nefnt eftir Svani og heiti þá Álftafell... Skammfylking? Það eru erfið eftirköstin af fæð- ingu Samfylkingarinnar og ekki sér fyrir endann á því ævintýri. Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum er gjörningurinn ekki væn- legur til langlifis þó Águst Einarsson og fieiri þungavigt- armenn þar á bæ blási í lúðra og boði stofnun stjórnmálafiokks hið fyrsta. Þrálát leiðtogavand- ræði standa Fylkingunni fyrir þrifum og" óljóst hver verður ofan á: Ingi- björg Sólrún, Jón Baldvin , sem margir kratar rennar enn hýru auga til, eða jafnvel einhver allt annar. Andstæðingar fagna því auðvitað þegar hver Samfylkingar- höndin virðist upp á móti annarri. í herbúðum andstæðinganna þykir mönnum réttnefni Fylkingarinnar og það sem skráð verði í annála vera Skammfylkingin... Umsjón: Haukur L Hauksson V.' . -....... - -,¦•¦¦ Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.