Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 30
4 34 FIMMTUDAGUR 29. JULI 1999 Afmæli Páll Stephensen Hannesson Páll Stephensen Hann- esson, fv. hreppstjóri á Bíldudal, er níræður í dag. Starfsferill Páll fæddist á Bíldudal og ólst þar upp. Hann lauk barnaskólaprófi þar en byrjaði sjómennsku á skútum fbður síns um fermingaraldur. Hann lauk farmanna- og eim- vélaprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1934. Páll var háseti á gamla Ægi um skeið en síðar í millilandasigl- ingum hjá Eimskipafélagi íslands 1930-1939 sem háseti og stýrimaður, stundaði útgerð á Bíldudal 1940- 1943 og var jafnframt skipstjóri á línubátnum Uðafossi. Fór þá í land og hóf störf hjá Gísla Jónssyni, fv. alþingismanni. Páll gerðist siðar umboðs- maður Eimskipafélags- ins og Ríkiskipa og gegndi þeirri stöðu til 1984 þegar hann og Bára fiuttu til Reykjavikur. Auk þessara starfa var Páll hreppstjóri Suður- fjarðahrepps í 20 ár, sat í hreppsnefnd í mörg ár og var m.a. oddviti í átta ár. Hann sat í sýslu- nefnd fyrir V-Barð- strandasýslu í mörg ár og gegndi auk þess mörgum trúnaðarstörfum fyrir sitt sveitarfélag og Sjálfstæðisflokkinn. Fjölskylda Páll kvæntist Báru Kristjánsdótt- ur árið 1937, f. 27 12. 1910, d. 9. 8. 1989, húsmóður á Bíldudal. Hún Páll Stephensen Hannesson. var dóttir Kristjáns Sigurgeirsson- ar, f. 6. 7. 1875, d.15.7. 1944, sjó- manns, og Þuríðar Björnsdóttur, f. 8. 9.1869, d. 22. 3. 1949, húsmóður og formanns verkakvennafélagsins Vonarinnar á Húsavík. Barn Páls og Báru er Sigríður Stephensen Pálsdóttir bankaritari f. 4.7. 1938. Maki hennar var Pétur Valgarð Jóhannsson, f. 17.8. 1935, d. 25.2. 1980, útgerðarmaður og skip- stjóri á Bíldudal. Börn þeirra era Páll Ægir skip- stjóri, Kristín skrifstofustjóri, Hannes Sigurður flugmaður og Pét- ur tónlistarmaður. Systkini Páls eru: Kristín, f. 1.10. 1910, húsmóðir; Bjarni, f. 30. 5. 1912, d. 6.3. 1968, bóndi á Litlu Eyri við Bíldudal; Theodór, f. 16.11. 1913, d. 23.10. 1916; Agnar, f. 12.4. 1916, d. 12.10. 1916; Amdís f. 30.6. 1917, hús- móðir; Þórey f. 26. júní 1919, d. 14. 12. 1994, bankaritari; Jón f. 19.9. 1921, rafvirki; Erla f. 4.5. 1923, hús- móðir. Ætt Páll Stephensen var sonur Hann- esar B. Stephensens, kaupmanns á Bildudal, Bjarnasonar, b. á Reykhól- um, Þórðarsonar. Móðir Hannesar var Þórey Kristín Ólína Pálsdóttir. Móðir Páls var Sigríður Pálsdóttir, prests á Prestbakka í Hrútafirði, síðar alþm. og prófasts í Vatnsfirði, Ólafssonar og Arndísar Pétursdótt- ur Eggerz. Páll hefur búið á Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík frá þvi Bára andaðist, 1989, og vill hann koma sérstöku þakklæti til fyrrver- andi og núverandi starfsfólks fyrir frábæra umönnun og elskulegheit á liðnum árum. Páll dvelur í faðmi fjölskyldu sinnar á afmælisdaginn. Ingi Ragnar Helgason Ingi Ragnar Helgason, fyrrverandi forstjóri Branabótafélagsins og fyrr- verandi stjórnarformaður VÍS hf., Hagamel 10, Reykjavík, er sjótíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ingi fæddist í Vestmannaeyjum og fluttist til Reykjavíkur 1930. Eftir nám í barnaskóla Austurbæjar fór hann í Ingimarsskólann, lauk stúd- entsprófi frá MR 1945, lögfræðiprófi frá Hí 1953, öðlaðist hdl. réttindi 1956 og hrl. réttindi 1964. Ingi rak eigin málflutningsskrif- stofu 1953-1981. Hann var forstjóri Branabótafélags íslands frá 1981 til 1996 og Bí Líftryggingar GT frá 1985 til 1990. Hann var stjórnarformaður Vátryggingafélags íslands hf. frá 1989 til 1996 og stjórnarformaður Liftryggingafélags íslands hf. frá 1991 til 1996. Ingi var formaður Félags rót- tækra stúdenta 1945, ritari stúdenta- ráðs HÍ 1946, í miðstjórn Sósíalista- flokksins 1949-68 og framkvæmda- stjóri flokksins 1956-62. Hann var forseti Æskulýðsfylkingarinnar 1950-1953, borgarfulltrúi í Reykja- vík 1950-58, varaborgarfulltrúi 1958-62, 1 fyrstu stjórn Lánasjóðs stúdenta 1952, í kosningalaganefnd 1954, í yfirmatsnefnd um skatt á stóreignir 1957, átti sæti á Alþingi sem landskjörinn varaþingmaður í nóvember 1961 og í október, nóvem- ber og desember 1965. Ingi sat í bankastjórn Seðlabanka íslands 1957-60, í bankaráði 1961-68 og 1974-82 og var bankaráðsformaður 1979-80. Hann sat í stjórn Sements- verksmiðju ríkisins 1960-68, í yfir- kjörstjórn Reykjavíkur vegna borg- arsrjórnarkosninga 1970, 1974, 1978, 1982 og 1986 og formaður 1982. Ingi sat í viðræðunefhd um orkufrekan iðnað 1971-82, var fulltrúi ríkis- stjórnarinnar i stjórn ÍSAL hf. 1972-75 og 1979-81, formaður Iðn- lánasjóðs 1972-75 og 1979-83, í stjórn Sinfóníuhljómsveitar íslands 1978-82, stjórnarmaður í Norræna iðnþróunarsjóðnum 1979-85, for- maður olíunefndar 1979, í olíuvið- skiptanefnd 1980, í starfsskilyrða- nefnd atvinnuveganna 1980-1982. Hann sat í stjóra Sambands ís- lenskra tryggingafélaga frá 1982-92 og var formaður 1983 og 1990-92, for- maður Branamálastofnunar ríkis- ins 1982-86 og í stjórn frá 1991-94, stjórnarmaður í Lýsingu hf. frá 1986-97, formaður fulltrúaráðs Listasafns Sigurjóns Ólafssonar frá 1990, í stjórn Bifreiðaskoðunar ís- lands hf. frá 1988-97, í stjórn Við- lagatryggingar 1991-95, í fulltrúa- ráði Samtaka um tónlistarhús frá 1983, formaður Samtakanna frá 1993-96 og í stjórn þeirra frá 1996. Ingi sat í Tónlistarráði íslands frá 1993, var formaður stjórnar Afmæl- issjóðs MR frá 1996-99 og í sjóðs- stjórninni síðan, í vísindaráði Krabbameinsfélags islands 1988-91 og formaður 1990-91, i fram- kvæmdastjórn og gjaldkeri Krabba- meinsfélagsins frá 1991. Islands Fjölskylda Ingi er tvíkvæntur og var fyrri kona hans Ása Guðmundsdóttir, f. 24.8. 1927, d. 19.4. 1962, hann- yrðakona. Dóttirlngaog Ásu er Álfheiður, f. 1.5. 1951, líffræðingur og rit- stjóri í Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Sigurmar Kr. Alberts- son hrl. og er sonur þeirra Ingi Kristján, f. 12.2. 1991. Eiginkona Inga er Ragna Magnea Þorsteins, f. 5.12. 1938, ritari og fyrrv. fiugfreyja. Hún er dóttir Karls Andreas Þorsteins stórkaup- manns, f. 18.8. 1901, d. 21.1. 1987, og Steinunnar Jóhönnu Þorsteins hús- móður, f. 16.8. 1909. Börn Inga og Rögnu eru Eyrún, f. 1.11. 1968, nemi í Reykjavík, gift Birgi Ellert Birgissyni sem rekur verslunina Búsáhöld og gjafavörar; Ingi Ragnar, f. 25. 5. 1971, kvik- myndagerðarmaður í Reykjavík. Stjúpdóttir Inga er Steinunn Ás- mundsdðttir, f. 31.12. 1962, húsfrú í Reykjavík, býr með Stefáni Bjarna- syni sem rekur Stillingu hf. og eiga þau eina dóttur, Áslaugu Rögnu f. 19. 1. 1990. Dóttir Inga og Geirlaugar Sigurð- ardóttur er Ragnheiður, f. 21. 11. 1958, ritari í Reykjavík, og á hún Ingi Ragnar Helgason. einn son, Magnús Inga Haraldsson, f. 23.6. 1981. Systkini Inga eru Guð- mundur, f. 6.11.1911, d. 13. 2. 1999, húsgagnasmiður; Guðlaug, f. 9.11. 1913, d. 4. 2.1988; Sigdór, f. 18.1.1917, húsgagnasmiður; Hulda, f. 4.9. 1930, d. 1. 5. 1995, rit- ari; og Fjóla, f. 4.9. 1930, húsmóðir. Foreldrar Inga vora Helgi Guðmundsson, f. 8.10. 1881, d. 30.3. 1937, sjómað- ur í Vestmannaeyjum, og k.h., Einarina Eyrún Helgadóttir, f. 16.5.1891, d. 31.5. 1980, húsmóðir. Ætt Helgi var sonur Guðmundar, út- vegsb. á Þórkötlustöðum í Grinda- vík og sjómanns í Eyjum, Jónsson- ar, b. á Járngerðarstöðum, Gislason- ar. Móðir Guðmundar var Helga Þórðardóttir, b. á Járngerðarstöð- um, Einarssonar. Móðir Helgu var Gróa Jónsdóttir, ættföður Jámgerð- arstaðaættarinnar, Jónssonar. Móðir Helga var Guðlaug Einars- dóttir, b. í Stóra-Nýjabæ, Sæmunds- sonar og Guðlaugar Þórarinsdóttur. Eyrún var dóttir Helga, útvegsb. á Kvíavöllum, Jónssonar og Guð- laugar Jónsdóttur. Ragna og Ingi verða að heiman á afmælisdaginn. Hafsteinn Magnússon Hafsteinn Magnússon, starfsmaður í trésmiðju, Sumarhúsum, Sólheim- um, er fimmtugur í dag. Starfsferill Hafsteinn fæddist á Landspitalan- um í Reykjavik. Hann dvaldist í Skálatúni í Mosfellsbæ á áranum 1954 tU 1985. Það ár fluttist hann að Sólheimum. Starfar hann þar í tré- smiðju. Fjölskylda Systkini Hafsteins era Magnea, f. 1944; Snæbjörn, f. 1947; Magnús, f. 1952; Kristbjörg, f. 1955; Helga, f. 1963; Hildur, f. 1966. Foreldrar Hafsteins era Magnús Helgason bifreiðarstjóri, f. 30. 9. 1923, og Ása Snæbjörnsdóttir hús- móðir, f. 26. 10. 1926. Hafsteinn býður vinum og frænd- um í kaffi á afmælisdaginn kl. 16 í Sólheimahúsi. Áskrifendurfá20% aukaafslátt af smáauglýsingum DV öWí% '$*!& J0tA Smáauglýsingar I ¦£•¦ sa Álfheiður Magnúsdóttir Alfheiður Magnúsdóttir húsmóðir, Bogaslóð 22, Höfn í Hornafirði, er átt- ræð í dag. Starfsferill Álfheiður fæddist á Holtum á Mýrum og óls þar upp. Hún hlaut barna- skóla- og unglingafræðslu og var einn vetur í Hér- aðsskólanum á Laugar- vatni. Eftir það hefur Álf- heiður stundað húsmóð- urstörf. Alfheiður Magnús dóttir. Fjölskylda Álfheiður giftist árið 1940 Gísla Arasyni, f. 16.9.1917. Hann er sonur Ara Sigurðssonar og Sigríðar Gísla- dóttur, bænda á Borg á Mýram. Börn Álfheiðar og Gísla eru Guð- rún Sigríður, f. 8. 4.1941, bókasafns- fræðingur. Maki hennar er Eymar Ingvarsson og eiga þau tvö börn; Sigur- borg, f. 25. 6. 1943, kenn- ari. Maki hennar er Ingólfur Arnarson og eiga þau þrjú börn; Magnhildur, f. 7. 7. 1946, þroskaþjálfi. Maki henn- ar er Þórólfur Árnason og eiga þau eitt barn; Ingibjörg, f. 6. 9. 1951, þjónn. Maki er Björn Björnsson og eiga þau tvö börn; Erna, f. 28. 9. 1959, bankastarfsmaður. Maki Haukur Reynisson og eiga þau þrjú börn. Faðir Álfheiðar var Magnús Hall- sson bóndi, f. 24.9.1874, d. 1945. Móð- ir hennar var Guðrún Benedikts- dóttir, f. 20. 6.1879, d. 1963, húsmóð- ir á Holtum á Mýrum. Álfheiður verður að heiman á af- mælisdaginn. Hl hamingju með afmælið 29. júlí 85 ára________________ Jón Björn Benjamínsson, Kópavogsbraut la, Kópavogi. 75 ára_________________ Fríða Ása Guðmundsdóttir, Ölduslóð 21, Hafnarfirði. Guðrún Ingjaldsdóttir, Eylandi 4, Djúpavogi. Halldór Ágústsson, Eyri, ísafirði. Júlíus Óskar Halldórsson, Hrísrima 4, Reykjavík. Magnús Guðbrandsson, Tómasarhaga 53, Reykjavík. Ragnar Þór Jörundsson, Skipagerði 2, Hvolsvelli. Sigurlina Gunnlaugsdóttir, Kleppsvegi 144, Reykjavík. 7ÍTára l Bragi Jónsson, Hjálmholti 5, Reykjavík Elísabet Sveinsdóttir, Vogatungu 1, Kópavogi. Magnús Arnórsson, Silfurgötu 11, ísafirði. Magnús verður að heiman á afmælisdaginn. 60 ára________________ Herdís Hall, Einimel 26, Reykjayík. Jóhanna Sigurrós Árnadóttir, Grundargötu 52, Grandarfirði, Margrét Ólafsdóttir, Skólavegi 23, Vestmannaeyjum. 50 ára________________ Annie K. Steingrímsdóttir, Bergþórugötu 8, Reykjavík. Guðrún Guðmundsdóttir, Skálatúni Litluhlið, Mosfellsbæ. Jóhanna Pétursdóttir, Asparfelli 4, Reykjavík. Kolbrún Guðjónsdóttir, Fellsási 7, Mosfellsbæ. Logi Björgvinsson, Suðurgötu 80, Hafnarfirði. Magnús Jónsson, Heiðarbrún 2, Bolungarvík. Sigríður Stefánsdóttir, Suðurbyggð 4, Akureyri. Sigurður Tryggvason, Furubyggð 25, Mosfellsbæ. Þóra Gissurardóttir bóndi, Borgareyrum 2, Hvolsvelli. Hún og eiginmað- ,ur hennar, Þorsteinn > Markússon bóndi, bjóða til grillveislu að'Borgareyram laugardagskvöldið 31. júlí kl. 20. 40 ára Aðalbjörg Sigtryggsdóttir, Bergholti 13, Mosfellsbæ. Ásvaldur Friðriksson, Nóatúni 30, Reykjavík. Erla Líney Agnarsdóttir, Hvaleyrarbraut 23, Hamarfirði. Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Suðurvör 11, Grindavík. Hulda Hallgrímsdórtir, Fagrahjalla 32, Kópavogi. Kristin Auður Klíasdót lir, Fjarðargötu 16, Þingeyri. Óskar Arnórsson, Vesturgötu 17, Akranesi. Pétur Friðrik Sveinsson, Ásabraut 17, Sandgerði. Sigríður Sigmundsdóttir, Suðurhólum 2, Reykjavík. Sólrún Hauksdóttir, Merki, Egilsstöðum. I I I r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.