Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 16
M * 16 hagsýni FIMMTUDAGUR 29. JULI 199Í Verslunarmannahelgi: Árvökulir ná- grannar fæla þjófa frá Guömundur Gfgja hjá for- varnadeild lögreglunnar f Reykjavík. - segir Guðmundur Gígja „Innbrotum í heimahús um versl- unarmannahelgi hefur fækkað seinni árin. Ein af ástæðunum er aukinn áróður fyrir því að fólk reyni að koma í veg fyrir innbrot með fyrirbyggjandi aðferðum," seg- ir Guðmundur Gígja en hann er lög- reglufulltrúi í forvarnadeild. Lög- reglan hefur ákveðið að nota mestu ferðahelgi ársins til þess að minna fólk á að tryggja sig gegn innbrot- um með fyrirbyggjandi aðferðum. „Ástæðan fyrir því að við notum þessa helgi er að þetta er mesta ferðahelgin og veitir fólk þessu þá meiri athygli. Þrátt fyrir það gildir alltaf að ganga tryggilega frá húsi þegar farið er í ferðalög. Fólk á líka að geyma dýra hluti i bankahólfum þegar það fer í ferðalag. Þaö er lítið vit 1 því að vera með dýra hluti heima hjá sér ef fólk er ekki að nota þá dags daglega," segir Guðmundur. „Nágrannar geta hjálpað hverjir öðrum og litið hverjir eftir húsum annarra. Hér á landi hefur þó ekki verið skipuleg nágrannavarsla en við höfum reynt að koma einhverju slíku á fót en ekki tekist þrátt fyrir góða byrjun oft á tíðum. Nágrannar hafa oft komið í veg fyrir innbrot með því að stugga við innbrotsþjóf- um og hafa auga með húsum ná- granna sinna. Við höfum einnig upplýst nokkur innbrot með því að nágrannar hafa skrifað niður núm- er á grunsamlegum bílum og látið okkur hafa. Þá hefur verið um að ræða innbrotsþjófa og höfum við náð þýfi úr mörgum innbrotum vegna þess að fólk er á varðbergi. Að lokum væri fint að minna fólk i fjölbýlishúsum á að hleypa ekki inn fólki sem á ekki erindi í húsin. Margir innbrotsþjófar hafa komist inn þannig. Fólk á ekki að hleypa fólki inn nema það sé að koma og tala við það sjálft. Það á ekki að hleypa fólki inn til annars fólks þvi það fólk er fullfært um það sjálft ef það er á annað borð heima. Sumir hleypa fólki inn án þess að tala við það. Það getur boðið hættunni heim," segir Guðmundur Gígja hjá forvarnadeild lögreglunnar. Lög- reglan verður einnig með ómerkta bíla á ferðinni í sérstöku þjófaeftir- liti auk venjulegs eftirlits. -EIS ! Verslunarmannahelgin: Reynt að koma í veg fyrir innbrot - góð ráð fyrir húseigendur Nú fer í hönd mesta ferðahelgi árs- ins og um leið mesta innbrotahelgin. Mjög margir skilja við heimili sín óvarin og því auðvelt fyrir innbrots- þjófa að athafna sig. Lögreglan og aðr- ir hafa ávallt brýnt fyrir fólki að huga vel að því hvernig gengið er frá heim- ilinu þegar farið er í ferðalag og gild- ir einu hvort um er að ræða verslun- armannahelgi eða annan tíma. Mjög mikilvægt er að líti út fyrir að einhver sé heima. Innbrotsþjófar vakta hús og fylgjast vel með fólki sem er að pakka niður eða er líklegt Til umhugsunar áður en farið er að heiman um helgina • Mikilvægt er að það líti út eins og einhver sé heima. • Hafa bíl á bílastæöínu (kannski er nágranni aflögufær með bíl). • Hafa þvott á snúru. • Gott er aö hafa Ijós einhvers staðar í húsinu. •Sumir skilja eftir útvarp í gangi, hæfltéga hátt stillt. • Það má ekki vera póstur sem auglýsir fjarveru íbúa. Varist að póstur hlaðist upp á sýnilegum stað. • Menn verða að muna eftir símsvaranum, áðTiahn tilkynni ekki um fjarveru fólksins. ? Loöinn grasblettur bendir líka til þess að íbúar séu að heiman. •Heppilegt er að koma dýrmæturn hlutum, eins og frímerkja- eða myntsafni, og dýrum skartgripum fyrir á öruggum stað, t.d. í bankahólfi. 3era skrá yfir verðmætí og taka jafnvel myndir af þeim ef fölk verðurfyrir barðinu á innbrotsþjófum. Ganga vel frá hurðum og gluggum og skilja ekki varalykil eftir á vafasömum stað. jölbýlishúsum ejga íbúar að bindast fastmælum um að hleypa ekki ókunnugum inn í sameignina. til þess aö fara úr bænum. Ýmis góð ráð eru til að láta sem einhver sé heima. Eitt það mikilvægasta sem fólk gerir er að vinna saman þegar kemur að þjófavörnum, nágrannarnir eru yf- irleitt besta þjófavörnin. Allir fara í frí í lengri eða skemmri tíma og því eðlilegt að fólk sem býr við hliðina hvað á öðru hjálpi til við að vakta húsin. Alltaf eru einhverjir ná- grannar heima um verslunar- mannahelgi. Sjálfsagt er að ræða við þá og biðja þá að lita eftir húsinu. Hægt er að biðja þá um að hafa auga með hús- inu og láta þá athuga hvort einhverjar grunsamlegar mannaferðir eru í kringum húsið. Sumir eru í svo góðu sambandi við nágranna sína að þeir láta þá hafa lykill og láta þá lita eftir húsinu. Ná- grannar geta líka náð sam- bandi við íbúana ef eitthvað kemur upp á. Ættingjar geta einnig litið eftir húsnæði fólks. Þeir geta fjarlægt póst, slökkt og kveikt ljós og fylgst með að allt sé í lagi. Það getur skipt lögreglu miklu máli ef fólk fylgist með hvað er að gerast í kringum það og lætur lögregluna fá upplýsingar um bílnúmer, lýsingu á mönnum og bifreið- um sem eru á ferðinni í nágrenninu. Athugull nágranni getur með þessu styggt innbrotsþjóf. Það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna heldur en aldrei og lenda í því að brotist inn í nágrenninu. Hér í grafinu eru nokkur góð ráð sem geta komið sér vel þegar fólk er að fara í ferðalag. -EIS í Tæma. póstkassa til þess að inn- brotsþjófar átti sig ekki á að eigand- inn sé fjarverandi. I ..... .... Gott getur verið að skilja eftir Ijós til S.msvari ma ekki korna upp um folk » og segja að það se fjarverandi i ein- ' *' hvern tíma. I I Ekki þvott ásnúru-fólkíferðalagi geymir ekki þvott á snúrunni. Reyna að fá bíl í bílastæði við húsið þannig að einhver virðist vera heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.