Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 22
* 26 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 Æfðu fyrst með strákum Tvíburasysturnar Laufey og Björk Bjömsdætur kepptu með B-liði svo gaman í fótbolta. Það var einhver þjálfari sem bað okkur um að koma að æfa. Við þurftum að æfa með strákum fyrst og svo byrjuðu einhverjar stelpur og þá var stofnaður 5. flokkur, yngri,“ sögðu systumar. Stelpunum fmnst gaman aö búa á Akureyri. „Við höfum bara alltaf búið á Akureyri og við viljum ekki flytja neitt ann- að,“ sögðu þær. Alan Shearer er í miklu uppáhaldi hjá Laufeyju en Björk heldur upp á Michael Owen. Leiðrétting Guðni Guðmundsson og Stef- an M. Sverrisson vom titlaðir sem KR-ingar á íþróttasíðum DV í gær. Guðni og Stefan eru FH-ingar og því er beðist vel- virðingar á þessum mistökum. Urslit úr Hnátumóti KSÍ Á mótinu kepptu allir við alla og það lið sem fékk flest stig sigraði mótið. A-lið 1. sæti: Fjölnir 2. sæti: Breiðablik 3. sæti: Valur 4. sæti: HK 5. sæti: KA 6. sæti: Huginn Prúðasta liðið: Huginn Knattþrautir: Fjölnir B-lið 1. sæti: KA 2. sæti: Breiðablik 3. sæti: Haukar 4. sæti: Valur 5. sæti: Fjölnir Prúðasta liðið: Valur J Knattþrautir: Haukar Stúlkurnar úr KA sigruðu glæsilega á hnátumótinu um síðustu helgi í hópi B-liða. Stúlkurnar skemmtu sér vel og fluttu með sér öll lukkudýrin sín að norðan. Hnátumót Knattspyrnusambands íslands var haldiö um síðustu helgi: Meiri breidd - hjá stelpunum. Lið að norðan og austan í úrslitum Umsjón íris B. Eysteinsdóttir Hnátumót KSÍ var haldið að Hlíð- arenda um síðustu helgi. Mótið er úrslitakeppni í 5. flokki kvenna og sigurvegarar í hvorum flokki nefn- ast hnátumeistcirar. Á mótinu var einnig valið prúðasta lið hvors flokks og telst það mikill heiður að næla í þann titil. Aö þessu sinni kepptu sex lið í hópi A-liða en fimm í hópi B-liða. Það vakti athygli að liðin koma frá öllum landshlutum en ekki bara frá höfuðborgarsvæöinu. Mikil upp- bygging á sér stað úti á landi og það er mjög jákvæð þróun fyrir kvenna- fótboltann þar sem lengi hefur vant- að meiri breidd. „Mér finnast þetta mjög ferskar stelpur sem koma vítt og breytt af landinu eins og sést. Það er eitt lið af Austfjörðum, eitt að norðan og restin héðan af höfuðborgarsvæð- inu. Þetta eru mjög ferskar og finar stelpur aö austan, sérstaklega í yngri flokkunum, og það skilar sér vonandi upp i meistaraflokk. Það er engin spuming að það er framfor, það er langt um meiri þjálfun og langt um meiri tækni nú en áður. Það er lagður meiri metnaður í kvennaknattspymu hjá flestum lið- um,“ sagði Atli Þórsson, umsjónar- maður mótsins fyrir hönd KSÍ. Stelpumar sýndu góða takta um helgina og var virkilega gaman var að horfa á leikina. „Þetta em skemmtilegir leikir og mjög efnilegar og frískar stelpur í þessu. Þetta getur ekki verið betra," sagði Atli. Hnokkamót KSÍ var haldið sömu helgi á Laugarvatni og vilja margir að stúlkumar fái að keppa á Laug- arvatni rétt eins og strákamir. „Laugarvatn rúmar ekki báða flokkana sömu helgina, þannig að mér finnst allt í lagi að hafa þetta hér á höfuöborgarsvæðinu," sagði Atli. ~1| Fjölnis- stúlkur urðu 0 Hátumeist- arar í hópi A-liða. Eignast vini Breiðablik hafnaði í öðra sæti á hnátumótinu, bæði í hópi A og B-liða. Amdís Eva Jónsdóttir og Sandra Sif Magnúsdóttir kepptu báðar með A-liðinu. „Ég er búin að æfa síöan ég var 6 ára. Ég var ekki í neinum íþróttum og mig langaði til að vera með vinkonu minni en hún byrjaði að æfa aðeins á undan mér. Maður eignast vini og svo lærir maöur fótbolta og svoleiðis. Ég ætla að verða atvinnukona í fótbolta," sagði Amdís Eva. „Ég held við eigum góða möguleika á þessu móti. Það hefur gengið vel að vinna og spila. Ég hef skorað tvö mörk og spila á hægri kanti. Það er skemmtilegast að keppa og vera með en ég ætla líka að verða atvinnukona í fótbolta,“ sagði Sandra Sif fyrir síðasta keppnisdag. Auk þess að keppa í knattspymu kepptu liðin í ýmsum knattþrautum og er markmið þeirra að þróa tækni og getu stúlknanna. „Þær standa sig allar mjög vel, þetta er náttúrlega upp og ofan eins og alltaf en þær hafa áhuga og leggja sig fram. Það era margar mjög sprækar héma, greinilega mjög efnilegar. Ég var með þetta í fyrra líka og þetta er svipað núna en það era fleiri sem geta þetta nokkuð vel miðað við undanfarin ár. Ég sé það i þessum þrautum að liðin utan af landi era ekkert slak- ari en sunnanliðin þannig aö það er hið besta mál. Mér firmst kvennafót- boltinn á hægri uppleið. Það era að koma fleiri og fleiri góðar stelpur. Við fáum stærri hópa héma og yfir- leitt i félögunum era hópamir að stækka hjá þessum yngri og það þarf bara að fylgja þeim upp svo við fáum betri meistaraflokka og stærri deild,“ sagði Ólafur Þ. Guðbjöms- son, umsjónarmaður knattþrauta. Uppgangur - í kvennaknattspyrnu á Seyöisfirði Lið Hugins frá Seyðisfirði var valið prúðasta liðið í hópi A-liða á hnátumótinu um síðustu helgi. Mik- ill uppgangur er í fótbolta á Aust- fjörðum og er Huginn að byggja upp sterkt lið. Félagið styður vel við bakið á kvennafótbolta og framtíöin er björt þar í bæ. Stúlkunum fannst gaman að éM koma til Reykjavíkur að keppa * og sögðu að það væri alltaf mikið fjör hjá þeim. Þær gistu í KR-heimilinu og fóra f bíó á föstu- dagskvöldið og M | skemmtu sér vel. „Ég fædd- ist i Reykja- vík en flutti strax búið þar síðan. Ég er búin að æfa fótbolta síðan ég var sex ára en þeg- ar ég byrjaði vora ekkert svo marg- ir flokkar en núna er 7. flokkur og upp í meistaraflokk," sagði Hjálm- dís Ólöf Viljálmsdóttir fyrirliði. „Ég spila oftast á miðjunni. Viff spiluðum tvo leiki í dag og það gekk ekkert svo vel, 0-3 og 0-2 tap,“ \ sagði , Hjálmdís, bjartsýn þrátt fyr- ir töpin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.