Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. JULI 1999 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLRJR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIDJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Takmörkuð biðlund Útkoma Samfylkingarinnar í þingkosningunum í vor olli fylgismönnum hennar vonbrigðum. Fylkingin bauð fram sem kosningabandalag fjögurra flokka, enda ekki orðin formlegur stjórnmálaflokkur. Fyrir bandalaginu fór talsmaður en ekki formaður. Líklegt er að fyrirkomu- lagið hafi háð starfinu fyrir kosningarnar og með því haft áhrif á úrslitin. Þá skipti og verulegu máli að klofn- ingur varð á vinstri væng stjórnmálanna. Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð náði fótfestu vúistra megin við Samfylkinguna. Stöðunni eftir kosningarnar, ekki síst vegna skipu- lagsmála og forystuvanda Samfylkingarinnar, var lýst sem tilvistarkreppu. Þá þegar var kallað eftir flokks- stofnun og nýrri forystu sem fyrst en þeir sem ráðið hafa ferðinni hafa viljað fara hægar. Sighvatur Björg- vinsson hefur til dæmis sagt að menn hlaupi ekki til og stofni flokk án undirbúnings. Spor liðinna ára Og ára- tuga hræði. Undirbúningsstarf sé í gangi og formleg flokksstofnun verði á næsta ári. Skoðanakönnun sem Gallup birti í liðinni viku sýnir að kjósendur virðast ekki hafa sömu þolinmæði og bið- lund og forysta Samfylkingarinnar. í henni mældist fylgi Samfylkingarinnar rúmlega 18 prósent sem er nærri 8 prósentustigum minna en í kosningunum. Mið- að við könnunina hefur Samfylkingin tapað nær þriðj- ungi fylgis síns. Það má með sanni segja að pólitísk umræða sé í lág- marki yfir hásumarið. Flokkarnir fengu þó tækifæri til að kynna sig og stefnumál sín á stuttu sumarþingi í síð- asta mánuði. Ekki er að sjá að ^Samfylkingunni hafi tek- ist að nýta sér það tækifæri. Annað gildir um Vinstri- hreyfinguna - grænt framboð. Fylgi flokksins mældist rúmlega 14 prósent í könnuninni. Hann hefur því bætt verulega við sig frá kosningum eða sem nemur 5 pró- sentustigum. Á meðan Samfylkingin tapar þriðjungi fylg- is er fylgisaukning Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs um 40 prósent. Ágúst Einarsson, fyrrum þingmaður, hefur hvatt fé- laga sína til þess að hraða flokksstofnun. Á vefsíðu sinni segir hann fylgistap Samfylkingarinnar ekki koma á óvart. Það vanti skýra stefnumörkun eftir kosningar. Fólkið sem kaus Samfylkinguna hafi enn ekki séð hvern- ig hún ætli að mæta væntingum með nýjum flokki. For- ystan hafi kosið að vinna áfram í farvegum gömlu flokk- anna í stað þess að hraða stofnun flokks. í könnuninni hafi kjósendur sagt álit sitt á þessum vinnubrögðum. Hvað sem líður erfiðleikum þess að koma saman nýj- um flokki á grunni gamalla er það veikt að ætla sér að sitja allt næsta þing án formlegrar flokksstofnunar með tilheyrandi innra staríi og kjöri forystu. Það veikir Sam- fylkinguna sem forystuafl stjórnarandstöðunnar. Á því hagnast sljórnarmeirihlutinn en ekki síður helsti keppi- nautur Samfylkingarinnar um fylgi vinstrimanna, Vmstrihreyfmgin - grænt framboð. Forysta kosningabandalagsins ætlar sér tíma til næsta árs og skákar í því skjóli að langt sé til næstu kosninga. Því sé hægt að bíða til næsta árs. Þótt ekki megi gera of mikið úr einni könnun hlýtur fylgistapið þó að koma róti á hugi forystumanna. Biðlund kjósenda eru takmörk sett. Fyrrum þingmaður talar fyrir hönd margra flokks- systkina sinna þegar hann brýnir forystuna til stofnun- ar Samfylkingarfélaga í einstökum kjördæmum strax í haust sem leiði til stofnunar fiokks á landsvísu sem fyrst. Jónas Haraldsson „Einn fyrrv. bankastjóri Landsbankans er nú talinn bíða eftir bankastjórastóíi í Seðlabankanum. Sök bítur saklausan Kjallarínn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Það má með sanni segja að margur landinn hafi hlotið skrá- veifur vegna efna- hagsstjórnunar og ástands i þjóðmál- um. Langtímum saman geisaði óða- verðbólga sem brenndi sparifé fólks og hugtakið „græddur er geymdur eyrir" snerist upp í farsa. Fjármálastofnun- um var stjórnað pólitískt og þær réðu hvert auður- inn rann og hvar rauður loginn brann, „græddur var lánfenginn eyr- ir". Landbúnaður var ríkisrekinn og dýr rányrkja á kostnað almenn- ings sem hafði enga aðra leið til sparn- aðar og öryggis en að fjárfesta í steypu. Snjallir braskarar, sem þekktu Matador- spilið, högnuðust; almenningur kunni ekki leikreglurnar eða hafði ekki aðgöngumiða. Afleiðingarnar blöstu við, eng- inn sparnaður, fjárfestingarmistök í atvinnulífi og slæm afkoma eldri borgara og vanmáttugra. Hugtakið ábyrgð var meiningarlaust með öUu. Hvað er ábyrgð? Fyrir nokkrum árum bar svo til tíðinda að ráðherra sagði af sér. Undur og stórmerki. Þrír banka- stjórar Landsbankans (Lsb.) urðu svo að segja af sér vegna misnotk- unar á risnu. Sko til, er virkilega að rofa til? Landsbankinn fékk áður margra milljarða framlag úr ríkissjóði til að laga eiginfjárstöðu eftir að hafa tapað stór- fé; lánað hafði verið m.a. til atvinnugreina á tilraunastigi, eins og loðdýra- og fiskeldis, einnig til tækjaleigurin- ar Lindar. Ljóst var frá upphafi að loðdýraeldi væri mjög áhættusamt. Lax- eldi til útflutnings var fyrirsjáanlega ekki sam- keppnishæft vegna mun betri aðstöðu t.d. Norð- manna sem hafa lygna firði og hærri sjavar- hita. Erlendir bankar fara mjög nákvæmlega yfir rekstraráætlanir og áhættu áður en lánað „Landsbankinn fékk áður margra milljarða framlag úr ríkissjódi til að laga eiginfjárstödu eftir að hafa tapað stórfé; lánað hafði veríð m.a. til atvinnugreina á til- raunastigi eins og loðdýra- og fiskeldis, einnig til tækjaleigunn- arLindar." i er. Hvernig var fagmennsku Lsb. háttað og hver bar ábyrgð? Auðvit- aö varð almenningur að borga brúsann! Fúapyttur Lindarmálið svokallaða sýndi að ekki eru allar lindir aúðsupp- sprettur. Tækjaleigur eru nokkurs konar gorkúlufyrirbæri sem þrífst á vanþroskuðum atvinnu- og pen- ingamarkaði. Ekkert er við því að segja að einstaklingar reyni fyrir sér í slíku. En hvernig ratar slíkt fyrirtæki í eigu Lsb.? Á endanum tapaðist milljarður króna á ævin- týrinu. Viðskiptaráðherra telur að mannorð ábyrgðaraðila sé hreins- að með því að lógreglurannsókn leiddi ekki í ljós saknæmt athæfi. Ábyrgðarleysi og glæframennska með almannafé eru sem sagt ekki ámælisverð! Einn fv. bankastjóri Lsb. er nú talinn bíða eftir banka- stjórastóli í Seðlabankanum. Verði það hefur viðskiptaráðherra end- anlega reist sér minnisvarða fyrir eitt mesta hneyksli aldarinnar. Hringekjan Verðbólguhringekjan á síðustu áratugum var mesti arðræninginn en ræturnar eru margar. Ein sú stærsta er samanburðarfræði og kapphlaup launþega i kjaramál- um. Sólstöðusamningarnir 1977 líktust brunaútsölu á gjaldmiðli og sparnaði þjóðarinnar. Launþegum var beitt purkunarlaust í pólitísku skyni og fyrrverandi ráðherrar voru viðstaddir og kyntu undir; kauphækkun varð tugir prósenta. Allir nema glámskyggnir sáu glapræðið. Því verr reynast heimskra manna ráð sem þeir fieiri koma saman. Verðbólga var fljót að ónýta árangurinn og gott betur; þeir sem valdið höfðu snúningi hringekjunnar töpuðu en þeir vanmáttugri hrakku af henni og töpuðu mestu. Enn einu sinni bára saklausir skellinn. Samanburðarfræði og stílbrot Opinberir launþegar hafa að undanfórnu gengið á undan öðr- um með aðferðum sem era á mörkum eða utan laga; ekki er staðið við samninga heldur reynt að koma af stað nýjum samning- um með þvingunum. Það er hrein- asti barnaskapur að halda að ein- hverjir hópar hafi fríspil um kjarabætur; öllu slíku er haldið til haga ogLsamanburðarfræðin sér til þessjið aðrir hópar safna í sarp- inn og taka til sinna ráða með nýj- um aðferðum sem heilbrigðisstétt- ir og kennarar hafa skapað. Kenn- urúm verður ekki skotaskuld úr því að kenna öðrum. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Óvissa um framtíðartekjur „Efhahagslega sjálfstæðar þjóðir og einstaklingar geta ekki eytt um efhi fram.... Óvissa ríkir bæði um framtíðartekjur og þau kjör sem bjóðast við endur- fjármögnun skulda í framtiðinni. Skuldum fylgir því áhætta. Eyðsla þjóðar eða einstaklinga kann að byggjast á of bjartsýnu mati á framtíðartekjum. Það getur síðan kallað á erfiðan samdrátt í útgjöldum þegar veraleikinn blasir við. Hugsanlegt er að þetta eigi við heimilin hér á landi um þessar mundir en skuldir þeirra vora í lok sl. árs nærri 40% hærri en árlegar ráðstöfunartekjur." Már Guðmundsson, hagfr. Seðlabankans, í Við- skiptablaðinu 28. júlí. Klofin verkalýðshreyfíng? „Mikil gerjun er um þessar mundir innan sam- taka atvinnurekenda og launafólks. Vinnuveitendur hafa hins vegar þegar náð landi með breyttu skipu- lagi og víðtækari sameiningu en innan hreyfingar launafólks er mikil óvissa ríkjandi um framtíðina og alvarlegur ágreiningur um skipulagsmál. Sú staða gæti hæglega komið upp í næstu samningum að verkalýðshreyfmgin stæði klofin andspænis sam- einaðri fylkingu atvinnurekenda. ... Það eina sem á að skipta máli varðandi skipulag samtaka launa- fólks er einfaldlega hvaða form dugar best til að ná árangri í kjarabaráttunni." Elías Snæland Jónsson, í forystugrein Dags, 27. júlí. Skuldir heimila tákna bjarta framtíðarsýn „Þeir sem taka neyslulán gera það í trausti þess að síðari tíma tekjur þeirra dugi tU að greiða skuld- ina. Lántaka og sparnaöur era aðferðir til að jafna neyslu yfir ævina. íslendingar gera greinilega ráð fyrir því að mikil kaupmáttaraukning síðustu ára sé varanleg. Þess vegna treysta sumir sér til þess að búa í dýrara húsnæði og aka um á finni bílum en t.d. á áranum 1992-94, þegar blikur vora á lofti og at- vinnuleysi jókst. Aukning skulda heimilanna er því fyrst og fremst merki um bjarta framtíðarsýn en lýsa ekki neinu neyðarástandi." Margeir Pétursson, framkvstj. MP Verðbréfa hf., í Viðskiptabl. 28. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.