Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. JULI1999 Spurningin Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? ÓUna Kristin Sigurgeirsdóttir nemi: Ég verð að vinna um helgina en ég fer á Halló Akureyri á sunnudaginn. Benedikt Hjaltason nemi: Ég verð fermdur um helgina. Maria Klara Hjaltadóttir, 11 ára: Ég fer í fermingarveislu. Inga Jóna Valgarðsdóttir, vinnur í Örva: Ég fer í Þórsmörk. Auðunn Gestsson blaðsölumað- ur: Ég ætla að vera heima og horfa á fótbolta. Agla Sif Harðardóttir verkamað- ur: Ég ætla á Halló Akureyri. Lesendur Oryggisbelti umfram allt - og framrúður bragöast afar illa Jón Gröndal, kennari og umferð- aröryggisfulltrúi, skrifar: Sumir björgunarmenn hafa búið til orðatiltæki yfir það sem gerist þegar fólk notar ekki öryggisbelti og lendir í árekstri. Þeir tala um að „éta framrúðuna". Það hljómar illa en það lítur enn verr út. Fólk sem ekki notar öryggisbelti í árekstri lendir oftast með andlitið í framrúð- unni. Það er ófagurt, og það er mjög sárt ... ef þú lifir nógu lengi til þess að finna fyrir því. Þegar þú ferðast í bíl, þá fer líkami þinn með sama hraða og bíllinn. Þegar þú bremsar þá fmnur þú að þú þarft að spyrna við fótum og halda þér með hönd- um. Þetta gerist vegna þess að þeg- ar bremsurnar hægja á bílnum þá heldur líkaminn afram á sama hraða og áður en bremsað var. Það sama gerist þegar bíllinn lendir á einhverri fyrirstöðu. Bíll- inn stoppar skyndilega, en þú held- ur áfram á sama hraða. Vegna þess að bíllinn stoppar skyndilega í stað þess að hægja á smám saman, er ekki nokkur leið að þú getir haldið þér með höndum og fótum. Þó að þú getir borið fyrir þig hendurnar, þá er eins víst að þeir kraftar sem verka á þig brjóti á þér hendurnar eins og fúaspýtur. Ef þú ert í örygg- isbelti þá stoppar þú með bílnum. Ef ekki þá lendir þú á mælaborðinu og framrúðunni - með andlitið á und- Ef þú ert í öryggisbelti þá stoppar þú með bílnum, ef ekki þá lendir þú á mælaborðinu og framrúðunni. an- á sama hraða og bíllinn var áður en áreksturinn varð. En það eru öryggisloftpúðar í bOnum mínum, eru þeir ekki betri en beltin? Loftpúðarnir eru hannað- ir til þess að vera til viðbótar við öryggisbeltin, en ekki til þess að koma í stað þeirra. Þeim er ætlað að hjálpa beltunum til við að vernda þig, en koma alls ekki í stað öryggisbelta. Loftpúðar eiga að virka vel þegar þú situr upprétt- ur/upprétt í sætinu eins og þú ert þegar þú ert í öryggisbeltinu. Ef þú ert ekki í öryggisbelti í árekstri þá kastast þú áfram í áttina að mæla- borðinu og framrúðunni. Ef bíllinn er búinn loftpúðum, þá lendir þú í árekstri við loftpúða sem er að blása út. Loftpúðinn þarf að blása mjög hratt út til þess að geta varið þig. Hraðinn á púða sem er að byrja að blása út, getur nálgast 300 km hraða og við erum ekki að tala um mjúkan dúnkodda heldur belg úr sterku efni sem getur varið þig ef hann er rétt notaður, þ.e. af fólki í öryggisbelti. £ Skaöræðisvegur við Látrabjarg: A að slátra ferða- mennskunni líka? Guðmundur Sigurðsson skrifar: Varla verður annað sagt en veg- urinn við Látrabjarg sé algjört skaðræði og aðeins fær fíflum og ofurhugum. Oft hefur þessi vegur verið slæmur en aldrei sem nú. Þessi vegur frá Patreksfjarðarbotni að bjarginu mun vera rúmir 45 kílómetrar. Það er búið að malbika í áttina að flugvellinum en það er líka allt og sumt, annað hefur ver- ið trassað. Ferðamenn sem eru þarna skipta tugum þúsunda á ári. Fæstir þeirra treysta sér til að að koma aftur eft- ir að hafa kynnst þessu vanrækta vegakerfi. Safnið á Hnjóti er líka eitt af því sem margir hafa gaman af að skoða en það er sama sagan, þangað er mjög erfitt að gera sér ferð. Nú eru atvinnuvegir á Vestfjörð- um um það bil að hruni komnir. Hafa menn það í huga að annast um slátrun á enn einum atvinnu- veginum í landinu, ferðamennsk- unni? En ferðamennska gæti sem best verið bærileg tekjulind fyrir hluta af fólkinu þarna vestra eins og víðast annars staðar. Ég verð hins vegar að geta þess, svo að öllu sé til skila haldið, að aðrir vegir á Vestfjörðum eru, akkúrat þessa stundina, í ágætu lagi. En það er sannarlega ekki van- inn, því miður. Laugardalur við Suðurlandsbraut? Pétur Ólafsson skrifar: Bíó- og leiktækjasalir Jóns Ólafs- sonar, sem borgin ætlar að úthluta í landi í Laugardalnum, standa við Suðurlandsbraut en ekki í Laugar- dalnum. Eitthvað á þessa leið ver borgarstjóri úthlutun sína á landi til áðurnefnds Jóns Ólafssonar. Með sömu rökum stendur Laug- ardalshöll við Suðurlandsbraut, Laugardalsvöllur við Reykjaveg og Laugardalslaug við Sundlaugaveg. Sem sé, ekkert af þessum mann- virkjum er þá í Laugardalnum aö mati borgarstjóra. Borgarstjóri virðist stundum álíta að nóg sé að pakka inn í snotrar umbúðir orða- fiaumi sem er í raun afflutningur á staðreyndum, til þess að allir trúi. Bík þjónusta Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínuin sem birt verda á lesendasíðu -----------------------------_------ f,'MmJÉBBJ^^^S E^UfiSfl cMPv^wii " -¦:,, . . . -_ - ¦ 1» \ , 7 . Í 1 „Miðum nýtingu Laugardalsins við þá starfsemi sem þar er þegar fyrir hendi og þróum enn frekar," segir Pétur m.a. í bréfi sínu. Hættum nú þessu rugli með Laugar- dalinn. Hættum að velta fyrir okk- ur að sjálfstæðis- menn voru með tillögur árið 1962 um að úthluta lóðum í dalnum, eða einhverjar áætlanir síðar. Það varð aldrei neitt úr því. Miðum nýtingu Laugardalsins við þá starfsemi sem þar er þegar fyrir hendi og þróum enn frekar. Jón og leiktækjasalir hans eiga enga samleið með Laugardalnum. Auk þess að of- framboð er af bíó- sölum í borginni í dag. Borgin verð- ur að finna þeim annan stað, ásamt því að úthluta Landssímanum annarri lóð sem sómi væri að. Kennarafélögin lítt marktæk Á.G.K. hringdi: Nú er því slegið upp sem stór- fréttum að lausn sé fundin á kennaradeilunni hér í Reykjavík. Vitaskuld er engin lausn fundin fyrr en allir kennarar hafa viður- kennt með undirskrift að tilboði um 170 miiljónir króna frá borg- inni verði tekið. Það hefur verið margítrekað af kennurum að þeir hafi sjálfir sagt upp störfum en ekki samtök þeirra. Það er því langt í það að við getum fagnað sigri fyrr en þeir u.þ.b. 200 kenn- arar sem sagt hafa upp undirriti á ný heit um að ganga að þessu tilboði. Kennarafélögin eru lítt marktæk í þessu sambandi. Það er því engin trúverðug lausn í sjónmáli þrátt fyrir hvatningu einstaka kennara til að taka til- boði borgarinnar. Klámkóngar komast langt Svanhildur hringdi: Ég fagna aukinni umræðu og beinskeyttri um starfsemi þess- ara staða sem flokkast víst undir skemmtistaði en eru ekkert ann- að en nektarbúllur. Mér fannst afar fróðleg úttekt DV um síðustu helgi um erlendu nektardans- stúlkurnar og klámkóngana eins og yfirskriftin á greininni var, þar sem birt var mynd af þeim öllum og rætt við þá . Þetta eru furöulegir fuglar og stinga um- mæli þeirra í stuf við álit alls þorra þjóðarinnar sem óskar þess heitt að svona starfsemi nái ekki aö þrífast hér á landi. Mér blöskr- aði líka að sjá þann orðróm stað- festan að sonur lögreglustjórans í Reykjavík skuli vera einn rekstr- araðila þessara nektarstaða. Hvað á maður eiginlega að halda? Þetta er afar ótrúverðugt en gæti hvergi gerst nema á íslandi. Kannski ekki að furða hve langt klámkóngarnir komast. Þingmenn Sam- fylkingarinnar Kristmann hringdi: Ég las stuttan pistil í DV sl. þriðjudag um þingmenn Samfylk- ingarinnar sem þegja enn þunnu hljóði. Nú í dag las ég þó viðtal við Sighvat Björgvinsson og Ágúst Einarsson sem eru komnir upp á kant í deilum um hvort skella eigi Samfylkingunni undir flokksmerki strax eða bíða betri tima. Ég held að sannleikurinn sé einfaldlega sá að þingmenn Sam- fylkingarinnar kæra sig kollótta um það efni. Þeir eru nú bærilega sáttir eftir að hafa náð kjöri inn á Alþingi með öllum þeim réttind- um og fríðindum sem þeir fá að- ild að sem þingmenn. Frekar held ég að ekki verði að frétta af þing- mönnum Samfylkingar fyrr en fyrir fiæstu kosningar. Kjúklingar frá Reykjagarði hinn besti matur Jón Gröndal skrifar: Nú síðustu daga síðan mál kjúklingabúsins Reykjagarði komust í fjöhniðla hefur manni blöskrað umfjöllunin. í ljósi þess að heilbrigðisfulltrúar eru alla daga allt árið að gera úttektir á stöðum og það er reglan en ekki undantekning að þeir finni eitt- hvað til að gera athugasemdir við þá er tortyggilegt það einsleita mál sem gert er úr málum kjúklingabúsins. Ég og fjölskylda mín höfum tvisvar keypt kjúklinga frá þeim og snætt með góðri lyst síðustu daga. Við mun- um halda áfram að kaupa kjúkling hollustunnar vegna og ég hvet landsmenn til að halda ró sinni og halda áfram að borða kjúklinga frá Reykjagarði jafnt sem öðrum. Bestu kjúklinga- kveðjur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.