Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 ★ enning n Umsjón AJalsteinn Ingólfsson Vindurinn leikur á flautu KK plús tríó Djasstríó, skipað þeim Óskari Guð- jónssyni, ten- ór- og sópran- saxófónleik- ara, Þórði Högnasyni kontrabassa- leikara og Ein- ari Val Schev- ing trommu- leikara, hefur verið á hring- ferð um landið í þessum mán- uði. ■ Trióið hefur spilað fimmtán sinn- um á ellefu dögum og á eina tónleika eftir þegar þetta er skrif- að. Það eru ekki margar efnisskrár ís- lenskra djassveita sem fá spilun af þessu tagi. Venjan er sú að efninu er laxerað í eitt skipti fyrir öll, kannski tvisvar eða hámark þrisvar, ef eitthvað sérstakt kemur til. Djass Ársæll Másson Þegar kom að Kaffileik- húsinu á fimmtudagskvöld var dagskráin vel keyrð, eins og fyrr segir, og jafnvel gætti þreytu í byrjun. En tónlist af því tagi sem trióið bauð upp á krefst töluverðrar samæf- ingar. Stefin voru alþekkt en spOa- mennskan að öðru leyti opin í alla enda. Taktur og hljómagangur og þess háttar hlutir voru notaðir eftir þörfum en ekki umfram það - hefðbundnir kórusar bí- boppsins fengu yfirleitt langt nef í sólóunum. There Is No Greater Love var eini stand- ardinn sem fluttur var en dæmi um önn- ur viðfangsefni voru Pósturinn Páll, For Once in My Life og O Sole Mio, sem var mjög vel heppnað. Óskar blés sterkt og grípandi og há- timbraður bassaleikur Þórð- ar kom þar vel út. Eftir hlé kvað nokkuð við annan tón en þá steig KK á svið með tríóinu. Kristján er mikill skemmtikraftur og ríf- andi góður rytmagítarleikari og hann flutti eigin blúsaða dagskrá við undirleik tríós- ins. í fyrstu var eins og tríó- ið væri úti á þekju í Grand Hotel en strax í öðru lagi fór þetta að smella betur saman. Addi amfetamín og fleiri blúsar voru frjálslega fluttir og úr varð hin ágætasta skemmtun það sem eftir lifði kvölds. Óskar Guðjónsson saxófón- leikari. Barnabókasafn Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Guðrún Ósk- arsdóttir semballeikari héldu tónleika í Skálholtskirkju á laugardaginn var. Á efnis- skránni voru eingöngu sam- tímaverk, og hófust tónleikarn- ir á frumflutningi tónsmíðar eftir Svein Lúðvík Björnsson sem ber heitið Kannski núna eöa ... Verkið er í þremur hlutum, hnitmiðað, stutt og áheyrilegt og Scunkvæmt efnisskránni má líkja þvi við „þrjár smámyndir þar sem rikir alger kyrrð, eng- in hreyfing, engin þróun.“ Nú kann einhver að halda að þannig tónlist sé út í loftið, eða bara eitthvað svoleiðis, og svona. En þvert á móti skynjar maður heildstæða hugsun og sterka formtilfinningu, tón- skáldinu er greinilega alvara og tónlistin er ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hún er. Skaðaði ekki að verkið var prýðilega flutt af þeim Kolbeini og Guðrúnu, flutningurinn var áhrifamikill, enda skríkti minnsti áheyrandinn af gleði og þurfti i lokin að fjarlægja hann. Næst lék Kolbeinn tónsmíð- ina Tempio di Fumo, Musteri reykjarins eftir rúmenska tón- skáldið Doina Rotaru. ! efnis- skránni sagði að tónskáldið leit- aöist í tónlistinni við að „sam- eina fomeskjulegan galdur flaututónsins og nútímalega tækni sem á sér oft, þrátt fyrir allt rætur í aldagamalli flautu- tækni ýmissa menningarsamfélaga". Mögu- leikar flautunnar voru svo sannarlega nýttir til hins ýtrasta, og þegar það dugði ekki til var sungið inn í hljóðfærið. Á tímabili var eins og vindurinn sjálfur væri að leika á flautuna, því maður heyrði ofurveika tóna sem virtust koma úr órafjarlægð. Er hægt að kalla svona effekt flautugnauð? Kolbeinn flutti þennan magnaða seið á meistaralegan hátt, og sýndi að hann hefur yfirburðatækni og getur allt. Var þetta án efa besta atriði efnisskrárinnar. Kolbeinn Bjarnason flautuleikari - „getur allt“ Tónleikar Jónas Sen Haldið fyrir eyrun! Á tónleikunum mátti heyra sónötu fyrir sembal (1987) eftir Leif Þórarinsson. Það mun vera hugleiðing um mynd eftir Gunnar Öm Gunnarsson, Feróalag inn í œvintýri, en þar heldur risi á höll í lófa sér. Þrátt fyrir að innblásturinn sé sóttur í æv- intýri er sónatan þó merki- lega litlaus og gleðisnauð, stemningin drangaleg og hvergi ljós í myrkr- inu, ekki einu sinni í endann. Guðrún Ósk- arsdóttir lék sónötuna af tæknilegu öryggi og voru töluverð tilþrif í túlkun hennar, en það dugði ekki til að tón- listin kæmist nokkm sinni á flug. Ekki batnaði ástandið í næsta at- riði efnisskrárinnar. Kolbeinn flutti þá tón- verk eftir Toshi Ichi- yanagi sem ber heitið Kaze no Iroai. Nú veit ég ekki hvað Kaze no Iroai þýðir, en það gæti allt eins verið „Mjög leiðinleg tónlist". Þetta er svona tónsmíð þar sem lag- línan hoppar upp og niður erfið tónbil, hrynjandin er óskiljanleg og mann langar mest til að halda fyrir eymn. Ef tónskáldið hefur ætlað sér að ögra áheyrandanum, þá tókst honum það. En til hvers? Að lokum frumfluttu þau Guðrún og Kolbeinn tónsmíð eftir Hans-Henrik Nordström sem heitir Draumur. Þetta er fallegt verk, ekki endilega draumkennt, heldur þvert á móti með rökréttri framvindu. Rödd flaut- unnar er tjáningarrík og semballinn svarar henni af sannfæringu og einlægni. Samleik- urinn er listilega ofinn og er oft sem hljóð- færin tvö renni saman í eina heild. Nordström er greinilega laus við þá óþolandi tilhneigingu sumra nútímatónskálda að hrúga alltof mörgum nótum á lítið rými, svona eins og verið sé að skjóta flugu með fallbyssu. í Draumi Nordströms er hvergi of- aukið, hver nóta hefur djúpa merkingu. Þau Guðrún og Kolbeinn léku tónsmíðina af mik- illi innlifun og var þetta góður endir á tón- leikunum. Miðamerískur djass Af Irakere og Eddie Palmieri Hér á landi kvarta rithöfundar iðulega yfir áhugaleysi útgefenda, fjölmiðla og stofnana um barnabókmenntir. Ef til vill er skamm- góður vermir að annars staðar í heiminum skuli þessar bókmenntir vera hafðar í háveg- um, en engu að síður vill menningarsíðan vekja athygli á sérstöku safhi sem er einmitt helgað bamaefni af ýmsu tagi. Hér er átt við de Gmmmond safnið við há- skólann í Suður Miss- issippi, sem stofnað var árið 1966 af fyrrverandi bókaverði frá Louisiana, Lenu Young de Gmmm- ond. Á þrjátíu ára tímabili hefur þetta safn þanist út og er nú komið fyrir í tæp- lega 300 fermetra sérdeild við háskólabókasafnið. Þama getur fólk endurlif- að æsku sína með því að fletta barnabókum af ýmsu tagi, myndabók- um, sprettibókum, kvæðabókum, kennslu- bókum, biblíusögum, þjóðsögum og mynd- skreyttum ævintýmm; 55.000 bækur eru fyr- irliggjandi. Elsta bókin em Dæmisögur Esóps frá 1530. Auk þess eru þama um 250 tímarit sem gefin hafa verið út fyrir böm. Er þetta stærsta safn sinnar tegundar í Banda- ríkjunum. í safninu er sérstök myndskreytingardeild, þar sem er að flnna myndefni eftir marga helstu bamabóka-“illústratöra“ á Vestur- löndum á 19 og 20stu öld, til dæmis Kate Greenaway (sjá mynd), Ezra Jack Keats og H.A. Rey, allt frá frumskissum og til endan- legra skreytinga. Safnið heldur einnig til haga alls kyns efni leikfóngum sem gerð hafa verið í tengslum við vinsælar barnabækur, tuskudýmm, dúkkum og spilum. Dee Jones, forstöðumað- ur safnsins, segir að böm komi aðallega í heimsókn til að kynnast þeirri vinnu sem liggi að baki barnabókum sem þau þekkja, fullorðnir séu hins vegar á höttum eftir æskuminningum sem tengist ákveðnum bamabókum. Ekki bara andlitsmálun Óneitanlega er það jákvæð þróun að ýms- ir staöir úti á landi skuli leggja sig fram við að bjóða ferðalöngum upp á aðra afþreyngu en rokktónlist og andlits- málun um verslunar- mannahelgina. Meðan Halló Akureyri stendur yfir fyrir norðan, verður vönduð tónlist flutt og bókmenntir kynntar í Deiglunni í Listagilinu. Frá fóstudegi til sunnu- dags munu hátt í þrjátíu manns flytja þar ljóð og fremja tónlist og meðal flytjenda eru Þor- stein Gylfason (á mynd), Þráinn Karlsson, Jón Laxdal Halldórsson, Siv Ragnhildardótt- ur, Michael Jón Clarke, Tjamarkvartettinn og fleiri. Þess á milli verða leiknar upptökur af ljóðalestri látinna stórskálda og „skúffu- skáld" fá að viðra eigin skáldskap. Að Lónkoti i Sléttuhlíð í Skagafirði verður boðið upp á tónlistarskemmtun í stærsta tjaldi landsins, þar er einnig að fmna úrval verka eftir Pál Guðmundsson frá Húsafelli; auk þess er teikningar við skagfirskar þjóð- sögur eftir Ragnar Lár aö fmna í Sölva-Bar á staðnum. Að ógleymdum myndum Sölva Helgason- ar (sjá mynd). Frá Lón- koti getur fólk einnig siglt út á fjörðinn og rennt fyrir fisk eða fengið að skoða eyjarnar undir leiðsögn. Ýmislegt uppbyggilegt er einnig að gerast í henni Reykjavík yfir verslunarmannahelgina. Til dæmis gæti barnafólk gert sér ferð upp í Árbæjarsafn bæði á sunnudag og mánudag. Sunnudagurinn er helgaður þarfasta þjóninum, hestar verða á safnsvæðinu, járnsmiður smíðar skeifur og póstlest fer um safnsvæðið. Á mánudag er efnt til sérstakrar bama-og fjölskyldudag- skrár í safninu, gömul leikfóng verða til sýn- is og farið verður í gamla leiki og nýja. Af þeim öölmörgu flytjendum sem sérhæfa sig i lafrieskum djassi er kúbverska hljómsveitin Irakere senni- lega einna merkilegust. Hún bræðir djass, fónk og bíbop saman við afró- kúbverska hrynjandi af einstöku list- fengi. Þetta er tíu til tólf manna hljómsveit og valinn maður í hverju rúmi. Það liggur við að hver og einn þeirra sé snillingur á sitt hljóðfæri og enginn meiri en foringinn sjálfur, píanóleikarinn Jesus „Cucho“ Valdes. Nafnið Irakere merkfr frumskógur en er nafn héraðsins sem flestir bestu ásláttar- leikarar Kúbu era frá. Hljómsveitin hefur alið af sér margt séníið á tuttugu og fimm ára ferli sínum og ber þar nöfn trompet- leikarans Arturo Sandovals og saxó- fónleikarans Pacquito D’Rivera hæst en þefr búa nú báðir í Bandaríkjun- um. Á hverju ári fer Irakere í fjölda tón- leikaferða um allan heim og árviss er ca tveggja vikna heimsókn þeirra í djassklúbbinn Ronnie Scott’s í London og þarf þá að panta miða með margra vikna fyrirvara. Hægt er að fá Geislaplötur Ingvi Þór Kormáksson tónleikaupptökur frá Ronnie Scott’s frá 1988 á tveimur diskum sem alla- vega fást í versluninni Tólf tónum. Ég hef ekki enn getað fundið upptökur frá 25 ára afmælinu 1998 en ágætan safndisk, IRAKERE: LA COLECCIÓN CUBÁNA (Nascente, 1998), ætti að vera hægt að fá að panta ef hann er ekki til staðar í hljómplötuverslunum. Hann fær bestu meðmæli, sem og tón- leikadiskarnir. í leiðinni má nefna einn disk í viðbót, IRAKERE: EN VIVO (Javelin, 1995) sem inniheldur talsvert af dálítið gamaldags, lauflétt- um og misjafnlega áhugaverðum en samt forvitnilegum upptökum. Salsadjasspíanóleikur Eddie Palmieri er á svipuðum nót- um og Irakere. Hann er frábær píanisti og útsetjari líkt og Chucho Vald- es. Á nýjasta diski sínum, EDDIE PAL- MIERI: EL RUMBERO DEL PIANO (RMM Records, 1999), heldur ~ Palmieri sig dálítið á hefðbundnum slóðum sem þýðir að tónhstin er ekki alveg eins djass- kennd og oft áður. Hann gefur þó ágæt sýnishorn af salsadjasspíanóleik af besta tagi. Lögin eru frá Puerto Rico, Mexíkó, Kúbu og víðar að. Palmieri og hans menn eru ekki alveg eins villtir og fjölbreyttir og Irakere. Eftir sem áður er kraftur í músíkinni og góð sveifla í gangi og hljóðfæraleikur allur pottþéttur. Öll lögin hjá rúmbumeistaranum era sungin nema síðasta lagið sem er hreint djasslag. Hjá köppum Chuchos er söngurinn hins vegar aukaatriði þótt þeir eigi það til að gefa frá sér rokur af og til. Valdes og Palmieri eru vissulega einhverjir bestu latíndjas- spíanóleikarar heims en fleiri era í úrvalsliðinu: Michael Camilo, Gonza- lo Rubalcaba, Hilton Ruiz, Danilo Per- ez, Mike Orta, svo aðeins nokkrir séu nefndir. - í lokin má svo minnast á ágætan (og ódýran) safndisk í viðbót með kúbverskri tónlist, CUBA (Hall- mark, 1998). Á honum er að finna bæði þjóðlega músík og dægurlög.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.