Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 Fliigvölluirinn, Grjóta- þorpið og klámbúllur „Borgarstjórinn í Reykjavík virðist hafa tapað áttum,“ segir greinarhöf- undur m.a. - Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ásamt fyrrv. borg- arstjóra, Árna Sigfússyni. Síðustu vikur hefur það orðið deginum ljós- ara að það angrar ekki borgarstjórann hvort íbúunum líkar betur eða verr það sem látið er yfír þá ganga i hvers konar óþægindum. Sú ósvífni er með ólíkind- um sem á sér stað gagn- vart íbúum landsins sem eru að sligast und- ir erlendu skuldafargi að efna sífellt til meiri og þyngri skuldaþyrði af hálfu hins opinbera. Það er líka hreinn fjandskapur gegn íbú- unum á höfuðborgar- svæðinu og umhverf- inu, þær tiUögur sem uppi hafa verið í málefnum Reykjavíkurflug- vallar og ganga út á að sóa mikl- um fjármunum í að endurbyggja flugvöll í Vatnsmýrinni. Frá Reykjavík til Keflavíkur Það er að visu búið að fjarlægja fáránlegustu tillögurnar um að byggja sjóflugvöll við borgina en ein álíka vitlaus tillaga og óút- reiknanleg er enn þá á borðinu og sýnist borgarstjóri henni hlynntur þótt vitað sé um andstöðu borgar- búa vegna hættunnar, mikils há- vaðaáreitis og mengunar, auk þess sem áætlað er að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni víki eftir nokkur ár. Borgarstjóri hefur látið kvartan- ir þeirra sem mest verða fyrir óþægindum sem vind um eyru þjóta og er hávaði frá kennslu- og æfinga- flugi orðinn martröð fyrir fjölda fólks sem kvíðir góðu veðri því þá keyrir um þverbak. Keflavíkurflugvöll- ur er til og hann á að nýta. Fjármun- um er betur varið í tvöföldun Reykja- nesbrautar eða yfír- byggða jámbraut en til viðgerðar á Reykjavíkurflug- velli þvi í honum er engin framtíð en hann heftir gott og dýrt landrými frá skynsamlegri notkun. - Hvorki borgarstjóri né aðrir sem kosnir hafa verið af fólkinu em að vinna fyrir horgarbúa í þessu máli. Vaxandi vandamál f borginni Nú er líka klámbúllurekstur orðinn vaxandi vandamál í höfuð- borginni. Valdamenn Reykjavíkur hafa látið ýmsa embættismenn í borginni og þrönga hags- munahópa hafa sitt fram í vernd á þessum stöð- um, líkt og á sér stað í flugvallar- málinu. Drykkjukrár og íbúðahverfi eiga engan veginn samleið og það ætti þó borgar- stjóri að íhuga nú þegar því vin- sældir hans dvína óðum. Samfylking jafnaðarmanna ætti einnig að skoða þetta með glataðar vinsældir foringjaefnis og gera þá undantekningu að hugsa áður en teknar eru mikilvægar ákvarðan- ir. Það eitt að leyfa drykkjukrár og nektarbúllu inni í íbúðahverfi er ámælisvert, séu íbúamir á móti því. Og angri þær sem fyrir eru fólkið á að taka af þeim stöðum leyfið og loka þeim. Duglegir og tillitssamir einstaklingar finna betri leiðir til Qáröflunar en þær sem valda samborgurum þeirra vandræðum og sóða út borgina. Og á ég þá ekki einungis við götur og garða. íbúar Grjótaþorps hafa mátt þola það að hafa ekki svefnfrið í húsum sínum fyrir gestum hverfi- skráa og því til viðbótar óþrifnað- inum sem af þeim leiðir. Borgar- stjóri sem túlkar lögreglusam- þykkt Reykjavíkur um svefnfrið öðruvísi en almenningur hefur leitt beiðni íbúanna um úrbætur hjá sér og virðist engu líkara en hagsmunir kráareigenda vegi þyngra. Borgarstjóri tapar áttum Borgarstjórinn í Reykjavík virð- ist hafa tapað áttum. í flugvallar- málinu er hann röngum megin við hagsmuni borgarbúa í nútíð og framtíð og eins gagnvart drykkju- krám. Það sem er verra er þó að klámbúllur alls staðar í heiminum hafa verið undanfari vændis og fikniefna sem setja sífeilt ljótari svip á Reykjavík. „Listrænt klám“ er nýtt nafn á ógeðfelldum sýning- um þar sem karlar setja ekki síður ofan en konur. Óheppni landsmanna í vali ráðamanna hefur varað í nokkur ár. Af misskilningi setur þjóðin besta fólkið hjá, eða að klíkur brugga launráð og stjaka við vin- um fólksins, líkt og gert var við drengskaparmanninn Áma Sigfús- son sem var óhræddur við sann- leikann. Hann fór ekki í kringum hann eins og Helga Hjörvar, for- seta borgarstjómar, tókst svo vel í umboði horgarstjórans. Albert Jensen Kjallarinn Albert Jensen trésmiður „Borgarstjóri sem túlkar lög- reglusamþykkt Reykjavíkur um svefnfrið öðruvísi en almenning- ur hefur leitt beiðni íbúanna um úrbætur hjá sér og virðist engu líkara en hagsmunir kráareig- enda vegi þyngra.“ Lækningamáttur konfekts Hefurðu hugleitt hvílíka trölla- trú islensk alþýða hefur á lækning- armætti konfekts? Kannski hefur þú aldrei leitt hugann að því, en ég fullyrði að þessa trú megi sanna með vísindalegum rannsóknum. Með vísindalegu úrtaki mætti t.d. rannsaka hvað það er sem alþýðan ber í sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Það er óþarfi að gera kannanir á fleiri stöðum. Einn spít- ali nægir til að sanna þessa þjóðtrú á konfektmolum. Hugrenningatengsl um- búðahönnuða Lengi vel voru konfektmolar í umbúðum með fógrum myndum af íslensku landslagi eins og frá Þingvöllum eða Herðubreið. Þess- ar myndir eru dálítið villandi sem konfektauglýsingar en ágætar fyr- ir fjallalamb. Sjálfkrafa sér maður fyrir sér lömb í haga en að maður sjái súkkulaðimola hangandi á birkigreinum í lágvöxnu kjarri er af og frá. En svona eru hugrenn- ingatengsl umbúðahönnuða óút- reiknanleg og óskiljanleg manni með meðalgreind. Annars má hugsa sér að mynd- irnar eigi að vekja hjá innilokuð- um sjúklingum minningar um frískt Sallaloft. Það þykir allavega ekki lengur læknisráð að lofta svo rækilega út að sjúklingar fái kvef og lungna- bólgu að ég tali nú ekki um þá að- ferð að keyra alla í rúmum sínum út undir bert loft mn miðjan vetur til að ferskt fjalla- loftið eða suðaust- anrokið beint af Atlantshafinu gæti leikið um magnþrota sjúk- lingana. - Það er ailavega öruggara að láta þá horfa á fjallamyndir og er um leið í anda þeirrar áherslu sem lögð hefúr verið huglækningar hér á landi alla þessa öld. Ótrú á sérfræðingum Á meðan læknar og hjúkrunar- fræðingar, sjúkraliðar og starfs- stúlkur í Sókn og aðrir eru á þön- um um spítalann með borð og vagna, rúm og hjartalínurit, bekken og vökva, kemur alþýðan í reglulegum takti, eins og maurar í röð, tvisvar á dag, með konfekt- molana sína í tonnavís. Ég hef það á tilfinning- unni að læknar hafi ekki gert sér fulla grein fyrir því mikla magni sem borið er inn á spítalana. Það væri i sjálfu sér verðugt rannsóknar- efni og spennandi til- raun að gefa öllum þessum stéttum frí og semja þess í stað við sælgætisframleiðendur um að skaffa nóg af konfekti. Það gæti komið í ljós að þessum stéttum sé einfaldlega ofaukið. Flytja mætti út þessa þekkingu og stórgræða á öllu sam- an. Heilbrigðiskerfið er e.t.v. bara óþarft. Það má leysa það af hólmi eins og það leggur sig með því að skrifa upp á konfekt handa sjúklingum. Hugsið ykkur alla þessa lækna sem verja mörgum árum í nám að maður tali nú ekki um allar millj- ónimar sem nám þeirra kostar. Það hefur margsannast að íslend- ingar hafa megnustu ótrú á sér- fræðingum. Það kom til dæmis greinilega í ljós þegar Alþingi samþykkti lög um miðlægan gagnagrunn. Á þeim bæ var ekk- ert verið að hlusta á meirihluta lækna eða álit vísindamanna heima eða erlendis. Nei, alþingis- menn láta ekki segja sér fyrir verkum. Þeir eru eins og flestir ís- lendingar. Hafa ótrú á sérfræðingum og menntamönnum. Miðla frekar en presta Guðfræðingar hafa, svo dæmi sé tekið, fundið fyrir þessu í allt öðru samhengi. Fólk sem fær áhuga á trúmálum og tek- ur trúna fóstum tök- um, frelsast eins og það er kallað, tekur nánast ekkert mark á útleggingu guð- fræðinga á guð- spjöllunum eða annarri speki sem af þeirra munni drýpur. Þetta hef- ur verið rækilega sannað í tveim- ur könnunum þar sem spurt var um trúarviðhorf íslendinga. ís- lendingar taka miklu meira mark á fólki með miðilshæfileika en prestum með kandídatspróf. Og nýfrelsaðir leikmenn sem stofnað hafa ýmsa söfnuði telja sig vita allt miklu betur en guðfræð- ingar eftir margra ára pælingar og próftökur. Má ekki spara alla þessa guðfræðinga eins og lækn- ana? Má ekki bara loka Háskóla íslands? Þeir sem þurfa endilega að fóndra við einhver gagnslaus fræði geta bara flust til útlanda. Örn Bárður Jónsson „Þaö væri í sjálfu sér verðugt rannsóknarefni og spennandi til- raun að gefa öllum þessum stétt- um frí og semja þess í stað við sælgætisframleiðendur um að skaffa nóg af konfekti. Það gæti komið í Ijós að þessum stéttum sé einfaldlega ofaukið.“ Kjallarinn Örn Bárður Jónsson prestur og fræðslustjóri kirkjunnar 1 Með og á móti Aö versla með vörur í gegnum netverslun Kostirnir ótvíræðir „Með þvi að flakka aðeins um netverslun hef ég fundið vörur á ágætisverði og það finnst mér að gæti gagnast þeim sem eiga ekki vegna ymissa Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri á ísafiröi: heimangengt hluta, t.d. sjúk- dóma, og þeim sem búa í dreif- býli. Þar sem verðið á þeim vöruflokkum sem ég hef skoðað er sam- keppnisfært við annað ættu flestir að geta nýtt sér þetta. Kostirnir eru m.a. þeir að maður fær vöruna heim til sin. Þar af leiðandi er enginn munur á því að versla þarna og í sjón- varpsmarkaði, bara þægilegra. Þeir sem standa að þessu hafa sannfært mig um að þetta sé mjög tryggur viðskiptamáti hvað kreditkort varðar. Viðskipti af þessu tagi eru mjög þekkt í gegn- um Netið og milljónir manna nýta sér þennan kost á hverjum degi. Þau svik sem orðið hafa er mér sagt að hafl orðið þegar kortanúmer er sent í gegnum tölvupóst en kerfið sem um er að ræða hér á landi er mjög háþró- að öryggiskerfi og því ekki hægt svindla á númerum. Ég sé engan mun á þessu og því að stunda mín bankaviðskipti heiman frá mér á Netinu. Þetta á að geta orðið jafntryggt. Rafræn við- skipti skilja eft- ir sig fingraför „Það sem hefur verið megin- vandamálið við netverslun er að hún hefur ekki verið nógu örugg. Menn þurfa að nota kreditkort þegar verslað er á Netinu og neytendur hafa til skamms tíma verið afar neikvæðir í því að gefa upp pin-númer þar sem tölvuhakk- arar gætu kom- ist yfír númer- in en þetta mun eflaust breytast. Það er ljóst að þeg- ar búið er að leysa allt sem heitir öryggi á Net- inu þá mun þessi verslun aukast vegna þess að þetta er aukið að- gengi neytenda að því sem þeir vilja kaupa. Þetta mun springa út með miklum látum. En þarna eru neytendur að ástunda við- skipti þar sem þeir skilja eftir sig fmgraför, eins og maður kallar það. Þetta skapai' möguleika hjá seljandanum að fylgjast með því hvað neytendur kaupa og þar með getur þetta kaOað á að bein markaðssetning til einstakra við- skiptavina aukist. Þetta er auð- vitað spurning um að lög og regl- ur séu með þeim hætti að fyrir- tækjum sé bannað að nota slíkar upplýsingar til hreinnar mark- aðssetningar og það er krafa sem neytendasamtök um aUan heim gera. Þetta kemur inn á svið tölvulaganna og við verðum að vera með sambærilega löggjöf hér og á Evrópska efnahagssvæð- inu þannig að fyrirtæki geti ekki sent upplýsingar sín á miUi. Um leið og komin eru rafræn við- skipti er hægt að fylgjast með neyslu okkar og það er meginmál að stoppa að fyrirtæki geti verið að notfæra sér á grófan hátt upp- lýsingar sem geta verið afar við- kvæmar. -Sús Jóhannes Gunnars- son, framkvæmda- stjóri Neytenda- samtakanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.