Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 23
4 FIMMTUDAGUR 29. JÚLI 1999 Richard Gere senn á tímamótum: Fínt að vera fimmtugur Stjörnurnar í draumafabrikktuini eldast líka. Stórsjarmörinn og Tíbet- vinurinn Richard Gere fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í ágústlok og tekur því með stökustu ró. Enda fyrir löngu orð- inn gráhærður. „Ég lít reyndar á 50 ára afmælið mitt sem nýtt upphaf," segir Gere í við- tali við bandaríska dag- blaðið Daily News. „Mér líst mjög vel á það. Ég sé ekkert neikvætt við að verða fimmtugur. Ég ætla að gera mér dagamun þann dag en hvað það verður veit ég ekki enn." ^Richard Gere þarf ekki að kvíða iðjuleysi þótt hann komist á sextugsaldurinn. Kvikmyndaframleiðendur standa 1 biðröðum við dyrnar hjá honum og keppast um að fá hann í myndir sín- ar. Ekki nóg með það, heldur er hann líka að verða faðir i fyrsta sinn. Eig- inkona Geres, leikkonan Carrie Lowell, á von á sér einhvern tíma um jólaleytið. Fjöldi frægra manna og kvenna hefur þegar haldið upp á fimmtugsaf- mælið sitt. Þar má nefna Ivönu Trump, fyrrum eiginkonu Donalds hins ríka, og leikkonuna Jessicu Lange. Enn aðrir fá tæki- færi til að fagna síð- ar á árinu. Þar á meðal eru þær Sigo- urney Weaver, Whoopi Goldberg og Sissy Spacek. Ekki má svo gleyma Jeff Bridges og Bee Ges bræðurna Maurice og Robin, svo einhverjir séu tíndir til. Fjölgar í Melrose Place Hjónakornin Josie Bissett og Rob Estes, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja betur sem Jane og Kyle í hinni vinsælu syrpu melrose Place, eignuðust sitt fyrsta barn á dögun- um. Sveinbarn var það og hefur ver- ið gefið nafnið Mason Tru Estes. Josie mun að mestu helga sig barninu á komandi mánuðum en Rob ætlar að draga bjórg í bú, þótt varla séu þau nú á vonarvöl. Síðasti þátturinn af Melrose Place hefur verið tekinn upp og því er Rob að leita sér að nýrri vinnu. Hann hefur nokkur járn í eldinum, svo sem nýja sjónvarpssyrpu. Sviðsljós Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Skógarsel 15, sími 544 5990 HÝSVHUW&* NANKANG GÆÐI, ÖRYGGI, ENDING VCDCD V Suðurlandsbraut 16, sími 588 9747. Borgartúni 36. sími 568 8220. Pierce Brosnan gefur sér tíma til að vera eitthvað annað en James Bond, of- umjósnari hennar hátignar Bretadrottningar. Hann leikur til dæmis aðalhlut- verkið í nýjum rómantískum trylli, The Thomas Crown Affair. Hér er hann ásamt mótleikkonunni Rene Russo skömmu fyrir frumsýningu. jjrval -ístuttumálisagt \ao Kona árþúsundsins Á síðasta ári þessa árþúsunds kanna DV, Bylgjan, Vísir.is og SS hverjir það eru að mati fslendinga sem skarað hafa fram úr og hvaða atburðir hafa sett hvað mestan svip á síðustu 1000 árin í sögu íslands. Nú stendur yfir val á KONU árþúsundsins og lýkur því laugardaginn 31. júlí. Eftirtaldar konur fengu flestar tilnefningar: Björk Guðmundsdóttir Bríet Bjarnhéðinsdóttir Þuríður Einarsdóttir Ólöf Loftsdóttir Vigdís Finnbogadóttir Þóra Melsteð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.