Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 29. JULI1999 Fréttir Stuttar fréttir Orkubú Vestfjarða lætur til skarar skríöa á Þingeyri: Rafmagnsleysi ofan í atvinnuleysi „Þeir fóru hér um eins og eldur í sinu og lokuðu fyrir rafmagnið hjá þeim sem skulduðu reikninga," seg- ir Kristjana Vagnsdóttir, um starfs- menn Orkubús Vestfjarða sem heimsóttu íbúa á Þingeyri í vikunni með fyrrgreindum hætti. „Ég veit ekki hvað þeir lokuðu hjá mörgum en mér tókst að fá raf- magn aftur þegar ég lofaði þeim elli- styrknum mínum sem ég fæ um mánaðamótin - en hvað á ég þá að Kristján aldsson bússtjóri. borða?" spurði Kristjana, sem er á sjötugsaldri og starfaði í frysti- húsinu hjá Rauð- síðu á meðan það gekk. Síðan hefur hún, eins og fjöl- margir aðrir íbú- ar á Þingeyri, verið atvinnu- laus og fyrir bragðið ekki fengið laun: „Hvar eig- um við að fá peninga til að borga fyrir rafmagnið? Rafmagnið er dýrt hér og ég skuldaði 14 þúsund krón- ur fyrir tvo mánuði. Ekki getum við unnið við að tína peninga upp af götunni því það er enginn sem dreif- ir þeim," sagði Kristjana. Kristján Haraldsson, orkubús- stjóri á Vestfjörðum, segir að lokað hafi verið fyrir rafmagnið hjá tíu aðilum á Þingeyri en í gær hefðu að- eins þrír átt eftir að semja um sínar skuldir og því væri enn lokað hjá þeim: „Flestir sem við lokuðum hjá eru það sem ég myndi kalla góðkunn- ingja okkar og aðeins einn eða tveir fyrrum starfsmenn Rauðsíðu. Þeir aðilar fá sérmeðferð hjá okkur því við höfum fullan skilning á vanda- málum þess fólks," sagði Kristján Haraldsson. -Em Akureyri: Hryggbrotn- aði eflir fall pfan af íþrótta- skemmunni Tvítugur piltur úr Eyjafjarð- arsveit slasaðist mjög illa er hann féll niður af þaki íþrótta- skemmunnar við Árstíg á Ak- ureyri á þriðjudagsmorgun. Pilturinn var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og síðan með sjúkraflugi skömmu síðar til Reykjavíkur. Hann var hafður i öndunarvél í gær. Pilturinn, sem var ekki í ör- yggislínu eða neinni festingu, féll um fjóra metra. Hann var með meðvitund þegar að var komið við íþróttaskemmuna. Hann hlaut hryggbrot og rif- bein gekk inn í lunga, auk þess sem hann fékk áverka á háls, hönd og víðar. Þegar slysið átti sér stað var verið að vinna við skiptingu á þakklæðningu á íþróttahúsinu. Pilturinn hafði verið í stuttan tíma uppi þegar hann féll nið- ur. Vinnueftirlit ríkisins vinn- ur að gerð eftirlitsskýrslu sem verður fljótlega lokið, með við- eigandi framlagningu á krófum um endurbætur til SJS-verk- taka, sem sjá um verkið í íþróttahúsinu. -Ótt Sól á Austurlandi, dag eftir dag, viku eftir viku. Sumir bðlva þessu góða veðri. DV-mynd Helgi Garöarsson Sumir bölva góðviðrinu Hér hefur verið sólskin og logn og hin besta veðrátta, 15 til 25 stiga hiti, dag eftir dag og viku eftir viku. Því er ekki að leyna að sumu fólki líður illa í sumarhitunum á Austur- landi, ekki bara eldra fólkinu, sem ég umgengst mest, heldur líka þeim sem yngri eru. Veðrið er búið að vera svona í nánast allt sumar. Sumir eru vissulega þakklátir fyrir þetta veðurfar en aðrir bölva því. Ég hitti ungan mann á göngu minni um þorpið. Hann var að fara að sinna heyi fyrir pabba sinn inni í Eskifirði. Hann sagði að faðir sinn, sem er orðirm roskinn maður, minntist ekki annarrar eins tíðar og í sumar. Hjá þeim sem eru að heyja fyrir skepnur sínar þornar heyið fljótt og vel og er flutt í hlöðu. Hingað hefur komið fólk frá út- löndum í sumar, hvítt eins og næp- ur á hörund, miðað við Eskfirðing- ana sem lifa I sífelldri sól. Á götun- um hjá okkur gengur fólk um svo fáklætt að sumum þykir nóg um. -Regína Trúnaðarlæknir lífeyrissjóðs tók ekki mark á þremur sérfræðingum: Framsýn á að greiða verkakonu 1,3 milljónir - tóku ranga ákvörðun þegar gigtveikri konu var neitað um örorku Lífeyrissjóðurinn Framsýn hefur verið dæmdur til að greiða óvinnu- færri verkakonu samtals 1,3 millj- ónir króna í örorkubætur og máls- kostnað, þar sem trúnaöarlæknir sjóðsins hafði hafnað umsókn kon- unnar, þrátt fyrir umsögn lækna Tryggingastofnunar ríkisins og þriggja annarra lækna um að kon- an væri ófær um að sækja vinnu vegna slæmrar gigtar. Trúnaðar- læknir lifeyrissjóðsins tók, sam- kvæmt dómnum, ranga ákvörðun um að hafna umsókn konunnar árið 1996. Konan flutti til Reykjavíkur frá Austfjörðum árið 1988 en þar hafði hún unnið sem fiskverkakona. Fyrsta árið í Reykjavík stundaði hún skúringar fyrir ýmsá aðila eni ársbyrjun 1989 var hún við skúring- ar í mötuneyti Pósts og síma - allt þar til á síðari hluta árs 1995. Árin 1992-93 fékk konan vöðvabólgu, var illa haldin af gigt og leitaði lækninga. Tryggingayfirlæknir úr- skurðaði hana svo 65 prósent ör- yrkja í mars 1995 og frá 16. ágúst 1996 til dagsins í dag hefur hún samkvæmt TR verið 75 prósenta ör- yrki. Konan sótti því um örorkulífeyri frá Lifeyrissjóði Framsýnar sem féllst ekki á beiðnina. Skýringin var sú að örorka konunnar væri minni en 40 prósent að mati trúnað- arlæknis sjóðsins. Samkvæmt regl- um hans skal orkutap vera metið 50 prósent eða meira til að greiddur sé örorkulífeyrir úr sjóðnum. Konan hefur frá árinu 1995 tO dagsins í dag aðeins haft lítilfjörlegar tekjur, samkvæmt gögnum málsins. Þegar lífeyrissjóðurinn Framsýn tók til varna í málinu kom fram að afgreiðsla sjóðsins á umsókn kon- unnar hafi verið í einu og öllu við samþykktir sjóðsins. í áliti Júlíusar Valssonar trúnaðarlæknis komi skýrt fram að ekki væru klínisk merki um líkamlega kvilla og ekki væri að merkja að konan væri hald- in vefjagigt. Auk þess væri ekki að sjá að hún hefði orðið fyrir orku- tapi á undanförnum árum. • Dómurinn, með tveimur sérfróð- um læknum og héraðsdómara, var þessu ekki sammála og dæmdi að konan hefði haft mjög skerta vinnu- færni. Tekið var tU þess að athygl- isvert væri að trúnaðarlæknir Framsýnar væri hvorki sammála þremur „meðhöndlandi" læknum konunnar og læknum TR. „Það er því ljóst aö einungis Júlíus Vals- son, núverandi trúnaðarlæknir Framsýnar, hefur talið orkuskerð- ingu konunnar vegna veikinda litla, eða minna en 40 prósent." Lífeyrissjóðurinn er dæmdur til að greiða konunni 900 þúsund krón- ur, 200 þúsund krónur í málskostn- að, sem rennur í ríkissjóð og 200 þúsund krónur í gjafsóknarkostn- að. -Ótt Ráðning stendur Félagsmálaráðuneytið hefur úr- skurðað að ákvörðun fram- kvæmdanefndar Akureyrarbæjar, um ráðningu í stöður fjögurra slökkviliðsmanna, skuli standa óhögguð. Þórir til RKÍ Þórir Guðmundsson hefur tek- ið við störfum kynningarfull- trúa Rauða kross íslands. Þðrir er þjóð- kunnur frétta- maður en und- anfarin þrjú og hálft ár hefur hann verið sendifulltrúi Alþjóða Rauða krossins víða um heim. Nótin teygðist Loðnunót norska nótaskipsins Österbris teygðist nokkuð milli mælinga sem varðskipsmenn á Óðni framkvæmdu 18. júlí og þeirrar sem varðskipsmenn á Ægi framkvæmdu 25. júlí. Eftir báðar þessar mælingar var skipið fært til hafhar á Akureyri vegna ólöglegra veiða í fiskveiðilögsög- unni. Dagur sagði frá. Hærri laun Kjaranefnd hefur ákveðið að hækka laun um það bil fimmtán embættismanna skattkerfisins, þar á meðal níu skattstjóra, um 11 til 14%. Gagnrýna ráðherra Þingflokkur Samfylkingarinnar sendi í dag frá sér ályktun þar sem auglýst er eftir aðgerðum ríkisstjórnar- innar gegn vanda sjávar- byggðanna í landinu. Sjávar- útvegsráðherra er gagnrýndur fyrir að hafa ekki enn skipað nefhd til að vinna að endurskoð- un laganna um srjórn fiskveiða. Húsnæöisekla Alls eru 253 einstaklingar, 40 pör og 40 fjölskyldur, á biðlista eftir íbúðum eða herbergjum á Stúdentagörðum Háskóla íslands. Mikil áfengissala Helgarsalan hófst af krafti í verslun ÁTVR á Akureyri í gær. Einar Benediktsson aðstoðar- verslunarstjóri segir Degi að hann hafi pantað áfengi fyrir um 40 milfjónir króna og ef allt gangi út, verði það um sexfóld sala mið- aö við meðalviku. Riðuveiki Fyrsta tilvik riðuveiki á þessu ári greindist í byrjun júlímánaðar á bæ á Vatnsnesi í Austur-Húna- vatnssýslu. Mbl. sagði frá. Kveoja frá skattinum í dag munu skattaumdæmi landsins senda öllum landsmönn- um álagningarseðla og munu álagningarskrár liggja fyrir á morgun. Endúrgreiðslur vegna of- borgaðs skatts verða lagðar inn á bankareikning fólks á morgun en ávísanir fara þá í póst. Variega í frestun Guðmundur Bjarnason, vara- formaður sam- bands íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitar- félögin þurfi að gæta varúðar við að fresta framkvæmdum til að draga úr þenslu, eins og forsætisráðherra hefur hvatt til. Samsölukaup Mjólkursamsalan hefur keypt mjólkursamlag Sölufélags Austur- Húnvetninga á Blönduósi. Með kaupunum bætast 55 mjólkur- framleiðendur við þá 845 sem leggja inn mjólk til Mjólkursam- sölunnar, frá og með 1. septem- ber. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.