Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 29. JULI 1999 Ríkisstjómin hefur lagt drög að kjaraátökum „Samningagerðin mun verða mjög erfið, enda hefur ríkis- stjórnin nuddað því inn í vit al- mennings að nóg sé til af pening- um. Ríkisstjórn- in hefur því sjálf lagt drög að mjög hörðum kjaraátökum." Össur Skarphéðinsson al- þingismaður, um væntan- lega kjarasamninga, í Degi. Vil ráðherra- krónur „Ég vil miklu frekar ráð- herrakrónur. Við höfum ekk- ert að gera með 30% hækkun á ekki neitt." Signý Jóhannesdóttir, f orm. Verkalýðsfélagsins Vöku, spurð um ráðherraprósent- una, í Degi. Sendiboði skotinn „Þetta er svo sem alveg það sem ég bjóst við, að sendiboð- inn yrði skotinn." Matthías Garðarsson, fram- kvæmdastj. Heilbrigðiseftir- lits Suðurlands, í Degi. Réttlætingar- skýrslur „Hvers vegna virðast allar skýrslur sem pantaðar eru af opinberum aðilum um kjör aldraðra vera eins konar rétt- læting á hve vel er að þessu fólkibúið?" Árni Brynjólfsson, aðgerða- hópi aldraðra, í Morgun- blaðinu. Eru allir í sumarleyfi? „Eru allir rann- sóknarblaða- mennirnir ís- lensku í sumar- leyfum? Hannes Hólm- steinn Gissurar- son prófessor, í Morgunblaðinu. Enginn á móti „Fólk veigrar sér viö þvi að vera á móti nektardansstöð- um því enginn vill vera stimplaður afturhaldssamur nöldrari." Hildur Fjóla Antonsdóttir. félagi í Bríeti, félagi ungra feminista, í Morgunblaðinu. * # ^i#"^ i ) E23- SB2-I L_^E:v<:tNLTt2 S ^s"TT=7r-siczre> CTS VŒEXJSlt=/tNÍOT Err-U Steindór Guðmundsson, forstjóri Keflavíkurverktaka: Dreymir um að eiga mini"-þjóðskjalasafn rr DV, Suðurnesjum „Ég hef alltaf verið móttækilegur fyrir breytingum og ver- ið óhræddur við þær og líst mjög vel á starfið sem ég þekkti nokkuð til frá fyrri störfum mínum," segir Steindór Guð- mundsson, nýráðinn forstjóri Keflavíkurverktaka. Hann tek- ur við sameinuðu fyrirtæki þar sem verið er að sameina sex fyrirtæki í eitt hlutafélag, þ.e. Byggingaverktaka Keflavíkur, Járn- og pípulagningaverktaka Keflavíkur, Rafmagnsverk- taka Keflavíkur, Málaraverktaka Keflavíkur og Húsun sf., auk Keflavikurverktaka hf. „Það er verið að sameina fyrirtæki og sveitarfélög i land- inu og ná fram hagræðingu og við teljum okkur verða sterk- ari saman. Öll þessi fyrirtæki eiga sér djúpar rætur hér á Suðurnesjum og koma til með að styrkja sig enn frekar við sameininguna. Fyrstu verkefnin mín eru að móta stefnu þessa nýja fyrirtækis í samráði við srjórn þess." Steindór er menntaður byggingaverkfræðingur. „Ég lauk fyrst prófi í tæknifræði frá Tækniskóla íslands og útskrifað- ist síðan sem verkfræðingur í Edinborg í Skotlandi og starf- aði að loknu námi hjá borgarverkfræðingi Reykjavíkurborg- ar í eitt ár." Um sex ára skeið vann Steindór hjá ístaki og síðan sem ráðgjafarverkfræðingur og var í fyrirsvari fyrir mörgum stórbyggingum sem reistar voru hér á landi siðustu tuttugu ár, eins og Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og byggingu Seðlabankans, svo eitt- hvað sé nefht. Steindór Guömundsson. DV-mynd Arnheiður Maður dagsins Steindór tók síðan árið 1992 við starfi forsrjóra Fram- kvæmdasýslu ríkisins. „Það var mjög lærdómsríkt og ánægjulegt og hlutverk mitt var að undirbúa ýmsar opinber- ar framkvæmdir. Það er skemmtilegt að minnast þess að þegar Hæstaréttarhúsið var byggt kom árangurinn í ljós þar sem ákveðið hafði verið fyrir fram hver stærð og kostnaður hússins skyldi vera og það stóðst allt nákvæmlega." Steindór ekur daglega milli Seltjarnarness og Suðurnesja og telur það lítið mál. „Ég hugsa i bílnum og legg á ráðin með sjálfum mér og undirbý daginn. Við fjölskyldan erum nýflutt á Seltjarnarnes úr Þingholtunum og ég bý þó í Reykjaneskjördæmi, þó svo að örlögin hafi ekki enn þá kom- ið mér fyrir á einhverju suðurnesi stutt frá vinnustaðnum." í frístundum stundar Steindór skógrækt við sumarbústað fjölskyldunnar í Grimsnesi. „Það er mikil guðsblessun að geta farið í skítagallann og í sveitina. Það gerði mér gott að vera ungur sendur í sveit og til sjós sem unglingur og ég uni mér vel fjarri borginni. Ég er í skógrækt þegar veður er gott en iðka annars ættfræði og sögu. Það er mjóg seðjandi fyrir sálina að stunda ættfræðigrusk og mig dreymir um að eiga svona „mini"-þjóðskjalasafn. Eiginkona Steindórs er Bjarndís Harðardóttir snyrtifræð- ingur og eiga þau þrjú börn, Evu Hrönn og Fríðu Dóru, sem báðar eru flugfreyjur, og Snorra Val iðnnema. -A.G. Dóra Kristín Halldórsdóttir við eina af myndum sínum. Pastelmyndir á Stokkseyri Nú stendur yfir sýning á pastelmyndum eftir Dóru Kristínu Halldórsdóttur á veitingastaðnum ________ Við fjöruborðið á Stokkseyri. Dóra Kristín nam við ar eru unnar út frá innri upplifun og eru frásagnir af andlegri leit og þroska. Má ________________sjá ýmis andleg Cvnín«ar ^1™ og verur * Oyillllgdr myndunum. Sýn- ingin stendur til Myndlista- og handíðaskóla Islands á árunum 1971-1974 og 1980-1982. Myndir henn- 15. ágúst og er opin á opn- unartíma veitingastaðar- ins. Myndgátaii Lausn á gátu nr. 2463: © Wij £k^_ -EyþoR- V* GSFA Hef/M/ EfrrnÝACt Tm F* 1 "' > < Er á suðupunkti Eyf.oR-A_ Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Barist er af hörku um hvert stlg í úrvalsdeildinni. Þrír leikir í úr- valsdeildinni Spennan er að magnast í úrvals- deildinni í fótbolta og hver einasti leikur skiptir máli i toppbarátt- unni sem og botnbaráttunni. I kvöld verða leiknir þrir leikir í deildinni, í Keflavík leika heima- menn gegn Fram, í Kópavogi leik- ur Breiðablik gegn Grindavík og á Laugardalsvelli ~---------- taka Víkingar á IþrÓttÍr móti ÍA. Allir leik- ________ irnir hefjast kl. 20. í kvöld eru einng fimm leikir í 2. deild og aðr- ir fimm leikir í þriöju deild, þá er einn leikur í 1. deild kvenna. í dag hefst í Leirunni á Suður- nesjum Landsmót eldri kylfinga 1 golfi. Mót þetta verður fiölmenn- ara og sterkara með hverju árinu, en þátttökurétt eiga allir sem orðn- ir eru 55 ára og eldri. Mótið tekur þrjá daga og því lýkur á laugardag- inn. Til mikils er að vinna því í golfinu er haldið úti öldungalands- liði sem keppir erlendis. Brídge ísland tapaði illilega á þessu spili í leik liðsins gegn Svíum í áttundu umferð Norðurlandamóts yngri spil- ara. Sá leikur tapaðist illilega, 4-25, og lagði grunninn að sigri Svía í keppninni. Sami samningur var spil- aður á báðum borðum 1 leiknum. Svíinn Peter Strömberg var sagnhafi í lokaða salnum og fékk út spaða. Hann þurfti því lítið að hafa fyrir vinningnum. Hann svínaði drottn- ingunni, tók ásinn í litnum og henti tígli og hjarta heima. Síðan var spaði trompaður heim og hjarta spilað á drottningu. Tólfta slaginn fékk Strömberg á hjartatrompun i blind- um. Sagnir gengu þannig í opnum sal, vestur gjafari og NS á hættu: 4 ÁD7 » D8 1 ? D1097^3 * 93 4 K1098542 » 1042 ? K * G4 N * G63 » KG96 * G862 * 75 4 - »Á753 ? Á5 * ÁKD10862 Vestur norður austur suður Jansson Páll Meland. Frlmann 4 4r pass pass 6 * p/h Frímann Stefánsson taldi sig með nokkrum rétti eiga of sterk spil til að segja 5 lauf og lét því vaða beint í slemmuna. Vörnin byrjaði betur í opnum sal því vestur spilaði út lauf- fjarka. Ljóst var þvi að jafnvel þó hjartakóngur lægi hjá vestri myndi vörnin sennilega ná því að spila trompi i annan gang til að koma í veg fyrir hjarta- trompun í blindum. Þrátt fyrir góða byrjun varnarinnar eru þó vinnings- möguleikar fyrir hendi. Ef legan i tígli er hagstaéð og austur á hjarta- kónginn er hægt að ná endaspilun á austur. Legan í tígli þarf því að vera þannig að vestur sé með tígulgosann og austur með kónginn. Sá auka- möguleiki er einnig fyrir hendi að vestur haldi á blönkum kóng í tígli. Sagnhafi tekur þá trompin af and- stæðingunum, leggur niður tígulás og spilar tígli á níuna i blindum. Austur getur tekið slag á gosann þegar hann vill en neyðist síðan til að spila sagn- hafa í hag. Þessi vinningsleið fannst ekki við borðið og Svíar græddu 17 impa. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.