Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 21
fl FIMMTUDAGUR 29. JULI 1999 - ' j^lt w 3^2JJJ 25* Nálægðin i heillar í síðustu viku fjattaði Tiíveran um landsbyggðarfólk sem hefurflust til Reykjavíkur. En þeirfinnast vissulega líka sem flytjast úr borg t bæ eða sveit. Viðmælendur Tilverunnar eru sammála um að ná- lægðin hafi mikla kosti. Hjördís Sigurðardóttir fluttíst til Bolungarvíkur: Ekki mikill munur á Bolungarvík og Kópavogi H jördís er uppalin á Suðurlandi en bjó í Kópavogi í nokkur ár. Hvern- ig kom það til að hún fluttist til Bolungarvíkur? „Ég hef alltaf verið mikil sveitakona í mér. Maðurinn minn er að vestan og var mikið til sjós þar áður. Þegar mér bauðst starf í Bolungarvík, þar sem menntun mín sem matvælafræðingur nýttist vel, ákváð- um við að flyrja því margt mælti með því. Núna getur fjölskyldan t.d. verið meira saman en áður." Hvernig líkar þér svo að búa í Bolungar- vík? „Hérna er mjög gott að búa og stórkost- lega fallegt umhverfi. Hérna fæst líka allt til alls. Eini ókosturinn er sá að ég er dálít- ið langt frá fjölskyldunni minni. Hérna er enginn eriíl og mjög gott að ala upp börn. Að öðru leyti flnn ég ekki mik- inn mun á Bolungarvík og Kópa- vogi." Þekktirðu einhvern í Bolung- arvík áður en þú fiuttist þangað? „Nei, ég þekkti engan á staðn- um þegar ég flutti. Maðurinn minn er frá Önundarfirði og skyldu þar. Við eigum samt enga ættingja hér. Við höfum kynnst fólkinu smám sam- an og eignast vini. Það tekur svolitinn tíma fyrir aðkomufólk að kynnast fólki sem er rótgróið á svona litlum stað." Hjördís segir að fjölskylda og vinir hafi tekið því mjög vel þegar þau fluttu til Bol- ungarvíkur: „Allir sem þekktu okkur voru sáttir við það. Þeir sem urðu hissa voru bara þeir sem þekktu okkur ekki vel." Hyernig var ykkur svo tekið? „Ég gethú ekki annað sagt en fólkið hafi tekiö mér og fjölskyldunni vel. Kannski var það dálítið tortryggið gagnvart okkur og hissa. Bolvíkingar eru ágætis fólk en þurfa að vera duglegri að i minna hver annan á jákvæðu hliðarnar á lífinu." 1 ** Sérðu fyrir þér að þú eigir eftir að ílengjast? „Líklegast ílengist ég hér, enda líður okkur vel hérna." -HG Bjarki Brynjarsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Vestmannaeyja. Bjarki Brynjarsson bjó í Þrándheimi: „Áhugavert að búa nærri frumatvinnuvegunum" B jarki Brynjarsson, framkvæmdasrjóri Þróunarfélags Vestmannaeyja, er frá Reykjavík. Hann fór utan til náms, til Þrándheims í Noregi, en fyrir þremur árum flutti hann og fjölskylda hans tÍL Vestmanna- eyja. Hvernig kom það til? „Eftir að ég hafði unnið i Noregi í nokkurn tima fannst konunni kominn timi til að flytja nær fjölskyldunni. Gamall kennari minn var síðan hvatamaður- inn að því að við fluttum til Eyja. Ég fékk vinnu hérna hjá Þróunarfélaginu og mér hefur líkað vel. Þetta er mjög fínt og áhugavert að prófa að búa svona nærri frumatvinnugreinun- um." Hver er munurinn á að búa hér, í Þránd- heimi eða Reykjavik? „Hann er náttúrlega sá að það er erfiðara að sækja endurmenntun, sem er mjög nauðsynleg fyrir mig. Hins vegar er Netið mjög hjálplegt í þeim efnum og fljót- lega verður hægt að fá þessa endurmenntun án þess að þurfa að vera á flandri mttli Reykjavík- ur og Vestmannaeyja. En ég lít þannig á málið að það sé betra að vera í fámenni að því leyti að maður þekkir svo marga. í stórborg um- gengst þú fullt af fólki sem þú þekkir ekki. Hérna er samheldinn og góður andi og ég hef kynnst fullt af fólki síðan ég flutti hingað. Síð- an er líka kosturinn við Eyjar, í samanburði við marga staði sem eru nálægt Reykjavík, að þjónustustigið er mjög hátt." Hvernig líður fjölskyldunni hérna? „Okkur líður mjög vel. Krakkarnir geta valsað um að vild og maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að eitthvað komi fyrir. Nálægðin við náttúruna er þeim mikils virði og krakkarnir geta leikið sér í fjör- unni og gengið nokkurn veginn sjálfala. Þetta er allt öðruvisi en í Þrándheimi og Reykjavík. Þar þarf að passa krakkana miklu betur svo að ekkert komi fyrir." -HG Aðalheiður Þyrí Haraldsdóttir flutti til Hafnar í Hornafirði: Náttúrufegurðin er forréttindi Aðalheiður segir ástæðuna fyrir því að hún hafi flutt til Hafnar í Hornafirði hafa ver- iö að henni og manninum hennar hafi báðum boðist vinna þar. „Við fengum nóg að gera og við vorum ekki heldur að fara frá neinu í Reykjavík. íbúðin sem við bjuggum i var í eigu foreldra minna en til stóð að selja hana þannig að við urðum að flytja. Ég fékk atvinnutilboð frá grunnskóla á Höfn og skólinn útvegaöi okkur hús- næði. Það réð úrslitum því það er mjög erfitt að fá leigu- húsnæði hér á Höfh, rétt eins og í Reykjavík. Það lá beint við að flytja hingað því að fjölskylda mannsins míns er frá Hornafirði og býr hér en ég bjó hér í tvö ár sem krakki. Samt er ég fædd og að mestu leyti alin upp í Reykja- vík." Hvernig líður fjölskyldunni á Höfn? „Okkur líður mjög vel hér. Hérna er miklu betra að vera með börn en í Reykja- vík og minna stress." Aðal- heiður á tvær dætur og segir afþreyingu fyrir þær miklu ódýrari og styttri vegalengdir í alla þjónustu. Skólinn á Höfn er einsetinn og Aðal- heiður segir það mikinn mun. „Auðvitað er minna vöru- úrval og hærra verð á mat- vöru en það er svo margt ann- að sem við höfum hérna. Það eru t.d. forréttindi að fá að búa hér með jöklana og alla þessa náttúrufegurð í kring- um sig. Smæðin er þægileg en þetta er samt ekki neitt krummaskuð. Það er líka gott veðurfar hér. Aðkomufólki er tekið mjög vel og bæjarbúar eru vingjarnlegir. Þetta er ekki eins og viða annars stað- ar úti á landi þar sem fólk hefur kannski búið í tuttugu ár en er samt ekki tekið inn í samfélagið. Núna höfum við byggt okkur hús hérna og bú- umst ekki við að flytja brott í náinni framtíð. Við höfum fest rætur." -HG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.