Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 20
'24 Til varnar regndropun Goretex-fjallarigningargalli. Ástralskur reiðregnfrakki. Svört kápa með silfurrefaskinni á kraga. Þessar ágætu fiíkur halda eigendum sínum þurrum þegar veðurguð- irnir skvetta tárum. Sverrir Guðjónsson söngvari á ástralskan reiðregnfrakka: Veikur fyrir síðum frökkum Íslendingurinn Sverrir Guðjóns- son söngvari keypti ástralska regnfrakkann sinn í London. „Mig langaði sérstaklega í svona flík," segir Sverrir en um tíu ár eru síðan söngvarinn festi kaup á frakk- anum góða. „Bæði er frakkinn vel síður og hann ber sig skemmtilega. Þetta eru frægir frakkar en í raun- inni eru þetta ástralskir reiðregn- frakkar." Söngvarinn segir að frakk- inn, sem er svargrænn, sé úr ein- hvers konar vaxbornu seglefhi. „Ég hef notað frakkann töluvert i gegnum árin og látið laga hann til. Það er stíll yfir þessum flíkum og ég gæti alveg hugsað mér að endurnýja kynnin. Frakkinn er orðinn svolítið sjúskaður en hann ber sig mjög vel og verður ekkert endilega lúinn." Sverrir gengur oft í síðum frökk- um, auk þess sem hann gengur í síð- um jökkum. „Mér finnst það mjög klæðilegt, a.m.k. fyrir menn sem eru yfir meðallagi á hæð." Sverrir er 1,85 m. „Þetta fer líka eftir likamsgerð, svo sem hvort fólk er háfætt. Ég er að minnsta kosti mjög veikur fyrir síðum jökkum og frökkum. Það er ekkert endilega auðvelt að finna síða jakka. Maður þarf að leita svolítið. Mér finnst gaman að fallegum fötum og þá helst þeim sem eru klæðileg og persónuleg og jafnfrarnt klassísk." Sverrir er mest fyrir dökk föt. „Svo finnst mér gaman að skipta yfir í ljóst." Hvað rigninguna varðar segir Sverrir að það sé svo með veðrið hér á landi að hann bara taki því. „Þótt Árni Johnsen þingmaður á rauðan og bláan goretex-regngalla: Kann ágætlega við rigninguna Alltaf má búast við rigningu á íslandi. Árni Johnsen, þing- maður og brekku- söngvakóngur á þjóðhátíð í Eyjum, er við öllu búinn þegar verslunar- mannahelgin gengur í garð. Rauður og blár goretex-regngalli Árna er „Það er merkilegt hvað þjóðhátíðar- gestir og íslendingar almennt klæöa sig vel fyrir útlhátíðir. Þeir eru klárlr í bátana hvað sem á gengur." DV-mynd Teitur klár í slaginn ef með þarf. Árni seg- ir að þetta sé fjallarigningargalli, hlýr og góður. Og hann andar. GaO- ann keypti Árni í Skátabúðinni. „Á síðustu áratugum hafa aðeins ein til tvær þjóðhátíðir verið veru- lega rigningarsamar. Auðvitað hef- ur stundum skvett úr eins og gerist víða á landinu en ágætis veður hef- ur verið á þorra þjóðhátíðanna." Hann segist kunna ágætlega við rigninguna. Árni hefur aldrei setið í goretex- gallanum þegar brekkusöngur hef- ur staðið yfir. „Það hefur aldrei rignt í brekkusöngnum." Heilladís- ir sjá um að hann haldist þurr á meðan. „Það er merkilegt hvað þjóðhátíð- argestir og íslendingar almennt klæða sig vel fyrir útihátíðir. Þeir eru klárir í bátana hvað sem á geng- ur." Fræg er sagán af tveimur félög- um í Eyjum sem gripu til þess ef vitlaust veður varð á þjóðhátíð að taka tjöldin sín, bjarga þeim og koma þeim í hús áður en þjóðhátið var búin. „Svo sátu þeir eina rign- ingarnóttina í tjaldi annars og voru að dásama það hvað það væri mik- ill munur að vera i tjaldinu sínu. Þeir voru það „hressir" að þeir átt- uðu sig ekíti á því að tjaldið var far- ið. Þeir sátu eins og ekkert var við borðið sitt með viðeigandi veigar - inni í tjaldgrindinni. Þetta lýsir því vel að menn láta það ekkert trufla sig þótt það rigni á þjóðhátið." Þetta er sönn saga. -SJ María Lovísa Ragnarsdóttir fatahönnuður: Smart útlit og notagildi MMaría Lovisa Ragnarsdóttir fata- hönnuður hannaði og saumaöi nýj- ustu regnkápuna sína. Hún er síð, svört og úr vatns- heldu efni. Silfurrefaskinn skreytir stóran kragann. María Lovísa hannaði og saumaði kápuna fyrir um hálfu ári. Við hönnunina lagði hún áherslu á að káp- an stæði sig í íslenskri veðr- áttu, roki og rigningu, og að hún væri jafnframt hlý. Refaskinnið á kraganum heldur hita á hönnuðinum í köldu veðri, auk þess sem kápan er fóðruð. „Við hönnunina legg ég áherslu á að stíll sé á flíkun- um. Ég reyni lika að hafa flíkurnar þannig að fólk geti Marfa Lovísa segir að Is- lendingar þurfi að eiga smart regnkápur og -jakka sem eru með hlýju fóðri. „Langsmartast værl að fötin væru í skemmtilegum lit- um." DV-mynd Teitur virkilega notað þær. Það þarf að sameina smart út- lit og notagildi." Áður en María Lovisa hannaði og saumaði regnkápuna svörtu hafði hún ekki átt regnkápu í mörg ár. „Það er svo skrýt- ið þar sem við búum á rigningarsvæði. Ég var yf- irleitt í úlpu í rigningu." Hún segir að íslendingar þurfi að eiga smart regnkápur og -jakka sem eru með hlýju fóðri. „Langsmartast væri að föt- in væru í skemmtilegum litum. Ég held bara að það hafi ekki verið til á mark- aðnum nógu fallegar flíkur í þessum dúr." Sjálf hefur hún verið að panta efni í regnfót frá út- löndum og hún ætlar að leggja áherslu á þau á næstunni. Þetta eiga að vera smart regnkápur með hlýju fóðri. „Efnið sem ég er búin að panta er grátt og svart en ég hef áhuga á að fá fieiri liti." -SJ I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.