Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 29. JULI 1999 Utlönd Stuttar fréttir Viðræður milli Araf at og Barak Yasser Arafat og Barak, forsæt- isráðherra ísraels, töluðu báðir við Clinton Bandarikjaforseta á miðvikudag og skýrðu honum frá stöðu mála í friðarviðræöunum. Barak og Arafat hittust á þriðju- dag við Ezer-landamærin, milli Israels og Gazasvæðisins, og ræddust við. Barak segist ætla að virða Wye-samkomulagið en gaf Arafat 2 vikur til þess að íhuga það að fresta framkvæmd þess sem þýðir að land yrði afhent seinna en áætlað var. Senuþjófur í stjórnarráðinu í London: Leikkonu langar að verða borgarstjóri Breska kvikmyndaleikkonan fyrrverandi Glenda Jackson sagði af sér ráðherraembætti í gær til að hefja baráttu fyrir borgarsrjóra- embættinu í London. Þar með tókst henni að stela senunni frá Tony Blair forsætisráðherra og uppstokkun hans á ríkisstjórninni. Jackson hafði verið aðstoðar- samgönguráðherra frá því Blair komst til valda 1997. Hún mun berjast um stólinn við samflokks- mann sinn úr Verkamanna- flokknum, „Rauða Ken" Livingstone. Hann hefur þegar boðið sig fram en leiðtogar Verkamannaflokksins eru hon- um andvígir. „Ég hef beðist lausnar frá emb- ætti og hefur forsætisráðherrann fallist á beiðni mína. Ég lýsi því yfir að ég sækist eftir að verða frambjóðandi Verkamannaflokks- ins til embættis borgarstjóra Toriy Blair er ánægður með að Glenda Jackson ætll íframboð til borgarstjóraemb- ættis Lundúna. Lundúna," segir i yflrlýsingu sem leikkonan fyrrverandi sendi frá sér í gær. Jackson var einn nokkurra að- stoðarráðherra sem létu af störf- um í gær. Hærra settir ráðherrar sluppu óskaddaðir frá uppstokk- uninni, nema hvað Alun Michael, ráðherra málefna Wales, fór úr stjórninni. Frá því i maí hafði hann farið fyrir nýju fram- kvæmdavaldi sem komið var á í Wales eftir þjóðaratkvæða- greiðslu. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði að Blair fagnaði ákvörðun Glendu Jackson um að bjóða sig fram í borgarstjórakosningunum á næsta ári. Hann lét þó að því liggja að forætisráðherrann kynni að hvetja aðra til að bjóða sig fram gegn Livingstone sem margir líta á sem draug úr fortíð-. inni. SMÁAUGLÝSINGADEILD rrra verður opin urn verslunarmannahelgina sem hér segir: Fimmtudaginn 29. júlí kl. 9-22 Föstudaginn 30. júlí kl. 9-18 Mánudaginn 2. ágúst kl. 16-22 Lokað: Laugardag og sunnudag Athugið: Síðasta blað fyrir Verslunarmannahelgi kemur út föstudaginn 30. júlí smáauglýsingadeild þverholt111 sími550 5000 Hundruö syrgjenda komu saman í þorpinu Gacko í Kosovo í gær þar sem fjórtán serbncskir bændur voru jarðsettir. Bændurnir voru myrtir með köldu blóði fyrir skömmu. Morðin eru mesta voðaverkið sem framið hefur verið í héraðinu frá því friðargæslusveitir NATO komu þangað. Ætlirþúaðf á Gljúfraferðin sem breyttist í martröð Svissneska lögreglan leitar enn tveggja manna sem saknað er eftir gljúfraslysiö í Sviss þar sem að 19 ferðamenn létu lífið, þar af allt að 13 Ástralir. Áströlsku fórnarlömbin eru talin vera 10 karlmenn og 3 kvenmenn á aldrinum 19-31 árs. Þeir sem lifðu martröðina af hafa sagt að fórnarlömbin hafi horfið í 6 metra vatnsöldu. Svissnesk yfirvöld sögðu í gær að vitað hefði verið af flóðhættunni og maður hefði verið sendur að ánni til þess að vara hópinn við hættunni. Á blaðamannafundi sagði lögreglan að það tæki daga, jafnvel vikur að bera kennsl á líkin. Gljúfraferðir njóta mikilla vinsælda í Evrópu um þessar mundir og er börnum allt niður í 8 ára gömlum leyft að taka þátt að sögn fyrirtækja sem skipuleggja ferðirnar. Fundaö í Sarajevo Leiðtogar þjóða heims safhast nú saman í Sarajevo í Bosníu til að leggja grunninn að friði og hagsæld á Balkanskaga. Ekvador mikilvægt Barry McCaffrey, yfirmaður bandarísku fíkniefnalögreglunn- ar, sagði að lykil- atriði væri að stöðva flutning ólöglegra fíkni- efna um Ekvador ef koma ætti í veg fyrir að fikniefnabarónar kæmu varningi sínum til Bandaríkjanna. McCaf- frey var 1 Ekvador í gær. Bækur eyöilagöar Stjórnvöld í Kína lýstu því yfir í gær að þau hefðu eyðilagt háifa aðra mflljón bóka frá Falun Gong frá því þessi hálfgerði trúarhópur var bannaður. Stjórnvöld saka Falun Gong um að vilja steypa stjórn kommúnista. Talebanar í sókn Þúsundir stríðsmanna Tale- bana í Afganistan sækja nú fram gegn liðsmönnum Ahmads Shahs Masoods á þrennum vígstöðvum. Sigri Talebanar ná þeir öllu Afganistan undir sig. Indónesíu lofað fé Stjórnvöld í Indónesíu hafa fengið loforð um fjögur hundruð milharða króna erlend lán vegna umbótastefnu sinnar í efnahags- málum og fyrirhugaðra kosninga á Austur-Tímor. Viðvörun Greenspans Alan Greenspan, seðlabanka- stjóri í Bandaríkjunum, endurtók í gær þá hótun sína að grípa skjótt og ákveð- ið í taumana ef verðbólgan stefndi upp á við. Þá ítrekaði hann andstöðu sína til miklum skattalækkunum. Greenspans frá í kom óróa á hlutabréfamarkaði og lækkuðu bréf í verði. Verðbólguorð síðustu viku Fleiri látast úr hita Fórnarlömbum hitabylgjunnar í Miðvesturríkjum Bandaríkj- anna heldur áfram að fjölga og eru þau nú orðin 36. íbúar hafa verið hvattir til að fylgjast með nágrönnum sínum, einkum gömlu fólki og lasburða. Leitaö að kampavíni Fjársjóðsleitarmenn greindu frá því í gær að þeir ætluðu að leita að kampavíni Rússakeisara í Eystrasalti. Kampavínið var í tveimur skipum sem Þjóðverjar sökktu I heimsstyrjöldinni fyrri. Konungur lofaður Hassan heitinn, annar Marokkókóngur, var lofaður og prísaður á vett- vangi Samein- uðu þjóðanna í gær. Kofi Ann- an fram- kvæmdastjóri sagði að kon- ungurinn hefði verið „vitur maður, fágaður stjórnmálamaður og framúrskarandi diplómat." Annan lét þessi orð falla á fyrsta fundi Allsherjarþingsins frá því Hassan lést á föstudaginn var. Þjófurinn sofnaöi Spænskur innbrotsþjófur sem sofnaði í innbroti var dæmdur í 5 ára fangelsi á þriðjudag. Eigandi húss kom að þjófnum sofandi inni í eldhúsi með poka af stolnum mat sér við hlið. Dæmdur í Kína Maður var í fyrsta sinn dæmdur fyrir hugbúnaðarþjófnað í Kína á þriðjudag og hlaut fyrir 4 ára dóm. Hugbúnaöarþjófnaður kostaði landið 1,8 muljarða í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.