Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Side 32
36 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 T>V að kjaraátökum „Samningagerðin mun verða mjög erflð, enda liefui- ríkis- j stjórnin nuddað því inn í vit al- f mennings að nóg J sé til af pening- um. Ríkisstjórn- in hefur því j sjálf lagt drög J aö mjög hörðum ;; kjaraátökum." Össur Skarphéðinsson al- þingismaður, um væntan- lega kjarasamninga, í Degi. Vil ráðherra- krónur „Ég vil miklu frekar ráð- herrakrónur. Við höfum ekk- ert að gera með 30% hækkun á ekki neitt.“ Signý Jóhannesdóttir, form. Verkalýðsfélagsins Vöku, spurð um ráðherraprósent- una, í Degi. Sendiboði skotinn „Þetta er svo sem alveg það sem ég bjóst við, að sendiboð- inn yröi skotinn." Matthías Garðarsson, fram- kvæmdastj. Heilbrigðiseftir- lits Suðurlands, í Degi. Réttlætingar- skýrslur „Hvers vegna virðast allar skýrslur sem pantaðar eru af opinberum aðilum um kjör aldraðra vera eins konar rétt- læting á hve vel er að þessu fólki búið?“ Árni Brynjólfsson, aðgerða- hópi aldraðra, í Morgun- blaðinu. Eru allir í sumarleyfi? „Eru allir rann- sóknarblaða- mennirnir ís- lensku í sumar- leyfum? Hannes Hólm- [ steinn Gissurar- son prófessor, í Morgunblaðinu. Enginn á móti „Fólk veigrar sér við því að vera á móti nektardansstöð- um því enginn vill vera stimplaður afturhaldssamur nöldrari." Hildur Fjóla Antonsdóttir, félagi í Bríeti, félagi ungra feminista, i Morgunblaðinu. - m m S’ + j / \ 1 f l f Steindór Guðmundsson, forstjóri Keflavíkurverktaka: Dreymir um að eiga „mini''-þjóðskjalasafn DV, Suðurnesjum „Ég hef alltaf verið móttækilegur fyrir breytingum og ver- ið óhræddur við þær og líst mjög vel á starfið sem ég þekkti nokkuð til frá fyrri störfum mínurn," segir Steindór Guð- mundsson, nýráðinn forstjóri Keflavíkurverktaka. Hann tek- ur við sameinuðu fyrirtæki þar sem verið er að sameina sex fyrirtæki í eitt hlutafélag, þ.e. Byggingaverktaka Keflavíkur, Jám- og pípulagningaverktaka Keflavíkur, Rafmagnsverk- taka Keflavikur, Málaraverktaka Keflavíkur og Húsun sf., auk Keflavíkurverktaka hf. „Það er verið að sameina fyrirtæki og sveitarfélög i land- inu og ná fram hagræðingu og við teljum okkur verða sterk- ari saman. Öll þessi fyrirtæki eiga sér djúpar rætur hér á Suðumesjum og koma til með að styrkja sig enn frekar við sameininguna. Fyrstu verkefnin mín em að móta stefhu þessa nýja íyrirtækis í samráði við stjóm þess.“ Steindór er menntaður byggingaverkfræðingur. „Ég lauk fyrst prófi í tæknifræði frá Tækniskóla íslands og útskrifað- ist síðan sem verkfræðingur í Edinborg í Skotlandi og starf- aði að loknu námi hjá borgarverkfræðingi Reykjavíkurborg- ar í eitt ár.“ Um sex ára skeið vann Steindór hjá ístaki og síðan sem ráðgjafarverkfræðingur og var í fyrirsvari fyrir mörgum stórbyggingum sem reistar vora hér á landi síðustu tuttugu ár, eins og Jámblendiverksmiðjunni á Grandartanga, Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og byggingu Seðlabankans, svo eitt- hvað sé nefnt. Maður dagsins Steindór tók síðan árið 1992 við starfi forstjóra Fram- kvæmdasýslu ríkisins. „Það var mjög lærdómsríkt og ánægjulegt og hlutverk mitt var að undirbúa ýmsar opinber- ar framkvæmdir. Það er skemmtilegt að minnast þess að þegar Hæstaréttarhúsið var byggt kom árangurinn í ljós þar sem ákveðið hafði verið fyrir fram hver stærð og kostnaður hússins skyldi vera og það stóðst allt nákvæmlega." Steindór Guðmundsson. DV-mynd Arnheiður Steindór ekur daglega milli Seltjamarness og Suðumesja og telur það lítið mál. „Ég hugsa í bílnum og legg á ráöin með sjálfum mér og undirbý daginn. Við fjölskyldan eram nýflutt á Seltjamames úr Þingholtunum og ég bý þó í Reykjaneskjördæmi, þó svo að örlögin hafi ekki enn þá kom- ið mér fyrir á einhverju suðumesi stutt frá vinnustaðnum." í frístundum stundar Steindór skógrækt við sumarbústað fjölskyldunnar í Grimsnesi. „Það er mikil guðsblessun að geta farið í skítagallann og í sveitina. Það gerði mér gott að vera ungur sendur í sveit og til sjós sem unglingur og ég uni mér vel fjarri borginni. Ég er í skógrækt þegar veður er gott en iðka annars ættfræði og sögu. Það er mjög seðjandi fyrir sálina að stunda ættfræðigrúsk og mig dreymir um að eiga svona „mini“-þjóðskjalasafn. Eiginkona Steindórs er Bjamdís Harðardóttir snyrtifræð- ingur og eiga þau þijú böm, Evu Hrönn og Fríðu Dóra, sem báðar era flugfreyjur, og Snorra Val iðnnema. -A.G. Dóra Kristín Halldórsdóttir við eina af myndum sínum. Pastelmyndir á Stokkseyri Nú stendur yfir sýning á pastelmyndum eftir Dóru Kristínu Halldórsdóttur á veitingastaðnum Við fjöruborðið á Stokkseyri. Dóra Kristín nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1971-1974 og 1980-1982. Myndir henn- ar eru unnar út frá innri upplifun og eru frásagnir af andlegri leit og þroska. Má sjá ýmis andleg tákn og verur í myndunum. Sýn- ingin stendur til 15. ágúst og er opin á opn- unartíma veitingastaðar- ins. Sýningar Myndgátan Er á suðupunkti Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Barlst er af hörku um hvert stig í úrvalsdeildinni. Þrír leikir í úr- valsdeildinni Spennan er að magnast í úrvals- deildinni í fótbolta og hver einasti leikur skiptir máli í toppbarátt- unni sem og botnbaráttunni. I kvöld verða leiknir þrír leikir í deildinni, í Keflavik leika heima- menn gegn Fram, í Kópavogi leik- ur Breiðablik gegn Grindavík og á Laugardalsvelli taka Víkingar á móti ÍA. Allir leik- imir hefjast kl. 20. í kvöld eru einng fimm leikir í 2. deild og aðr- ir fimm leikir í þriðju deild, þá er einn leikur i 1. deild kvenna. í dag hefst í Leirunni á Suður- nesjum Landsmót eldri kylfinga í golfi. Mót þetta verður fjölmenn- ara og sterkara með hverju árinu, en þátttökurétt eiga allir sem orðn- ir eru 55 ára og eldri. Mótið tekur þrjá daga og því lýkur á laugardag- inn. Til mikils er að vinna því í golfinu er haldið úti öldungalands- liði sem keppir erlendis. Iþróttir Bridge ísland tapaði illilega á þessu spili í leik liðsins gegn Svíum í áttundu umferð Norðurlandamóts yngri spil- ara. Sá leikur tapaðist iililega, 4-25, og lagði grunninn að sigri Svía í keppninni. Sami samningur var spil- aður á báðum borðmn í leiknum. Svíinn Peter Strömberg var sagnhafi í lokaða salnum og fékk út spaða. Hann þurfti því lítið að hafa fyrir vinningnum. Hann svínaði drottn- ingunni, tók ásinn í litnum og henti tígli og hjarta heima. Síðan var spaði trompaður heim og hjarta spilað á drottningu. Tólfta slaginn fékk Strömberg á hjartatrompun í blind- um. Sagnir gengu þannig í opnum sal, vestur gjafari og NS á hættu: * ÁD7 «* D8 * D1097)13 * 93 ♦ G63 «* KG96 ♦ G862 ♦ 75 * - «* Á753 •f Á5 * ÁKD10862 Vestur norður austur suður Jansson Páll Meland. Frímann 4 4r pass pass 6 * p/h Frímann Stefánsson taldi sig með nokkrum rétti eiga of sterk spil til að segja 5 lauf og lét því vaða beint í slemmuna. Vörnin byrjaði betur í opnum sal því vestur spilaði út lauf- Qarka. Ljóst var því að jafnvel þó hjartakóngur lægi hjá vestri myndi vörnin sennilega ná því að spila trompi í annan gang til að koma í veg fyrir hjarta- trompun í blindum. Þrátt fýrir góða byrjun varnarinnar era þó vinnings- möguleikar fyrir hendi. Ef legan í tígli er hagstæð og austur á hjarta- kónginn er hægt að ná endaspilun á austur. Legan í tígli þarf því að vera þannig að vestur sé með tígulgosann og austur með kónginn. Sá auka- möguleiki er einnig fyrir hendi að vestur haldi á blönkum kóng í tígli. Sagnhafi tekur þá trompin af and- stæðingunum, leggur niður tígulás og spiiar tígli á níuna í blindum. Austur getur tekið slag á gosann þegar hann vill en neyðist síðan til að spila sagn- hafa í hag. Þessi vinningsleið fannst ekki við borðið og Svíar græddu 17 impa. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.