Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Side 32
Vinningstölurlaugardagirm: 31. 9 14 X. Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5af 5 1 3.555.800 2. 4 af S*«f 2 164.740 3. 4 af 5 55 10.330 4. 3 af 5 1.968 670 EgFRETTASKOTIÐ iSÍMINNSEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö f hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 1 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1999 Slapp naumlega úr lífsháska á ferðalagi: 7 ára í stjórnlausum bíl niður fjallshlíð - skelfilegt augnablik, segir móðir drengsins Litlu mátti muna að stórslys yrði síðastliðinn fostudag þegar sjö ára gamall drengur rann niður Qaíishlíð á stjórnlausum bíl sem hann var einn í. Tildrög slyssins voru þau að fjölskylda drengsins, sem var á ferð- lagi, hafði áð við svokallað Krubbs- fjall rétt hjá Húsavík og var bilnum lagt á veginum sem liggur eftir fjall- inu. Drengurinn fór hins vegar aft- f ur inn í bOinn og rak sig þá I hand- bremsuna með þeim afleiðingum að bíllinn rann stjórnlaust af stað. Rann harm fram af brún fjallsins og niður hlíðina með drenginn einan innanborðs. Mesta mildi var að bUl- inn, sem talinn er gjörónýtur, stöðv- aðist á stórum steini í fjallshlíðinni sem er mörg hundruð metra há. Foreldrum drengsins tókst sjálfum að bjarga drengnum út úr bílnum og aftur upp á veg en kallað var á lögreglu og sjúkralið til að flytja drenginn til Húsavikar. Að sögn Pálínu Fanneyjar Skúla- dóttur, móður drengsins og org- anista á Húsavík, er það nánast kraftaverk hversu vel drengurinn slapp. „Það var alveg skelfilegt augna- blik að horfa á eftir drengnum renna af stað í bílnum og við vorum eiginlega alveg lömuð. Hann var bara á stuttbuxum og því illa vEirinn gegn hnjaski. Þess vegna er ótrúlegt og eiginlega algert kraftaverk hversu vel hann slapp. Það þurfti einungis að sauma tvö spor í ennið á honum. Hann virðist hafa jafhað sig ótrúlega fljótt því hann hefur ekki fengið neinar martraðir og fór fljótt út að leika sér. Það er frekar að við foreldramir höfúm verið í sjokki." -GLM Samtök atvinnulífsins: Almenn sátt um Finn Miklar lfkur eru nú á að Finnur Geirsson, forstjóri Nóa-Síríusar, verði fyrsti formaður Samtaka at- vinnulífsins. DV greindi á fimmtu- dag frá áhuga formannahópsins svokallaða á Finni sem formanns- efni. Nú segja heimildir blaðsins að tillaga um Finn sem næsta for- mann verði lögð fyrir hópinn í vikunni og að þar ríki irni hann al- menn sátt. DV ræddi við þrjá stjórnarmenn í formannahópnum, þá Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, Ólaf Ólafsson, forstjóra Sam- skipa, og Ólaf B. Ólafsson, formann VSÍ. En enginn þeirra treysti sér til að staðfesta tiílögu um Finn. Hin nýju samtök verða stofnuð 15. september. Þá renna saman VSÍ ásamt aðildarfélögiun, Vinnu- málasambandið og Samtök viðskiptabanka. Aðildarfé- lög VSÍ, sem eru mörg og hafa mismunandi og oft andstæðra hagsmuna að gæta, eru: Samtök iðnaðarins, Landssamband ís- lenskra útvegsmanna, Samtök fiskvinnslustöðva, Landssamband íslenskra rafverktaka, Samtök ferðaþjónustu og nýstofn- uð Samtök verslunar og þjónustu, auk beinna að- ila. í samtal við DV vildi Finnur Geirsson ekki gefa upp hvort hann væri til- búinn að taka starfið að sér. -GLM/EIS Finnur Geirsson. Á Akureyri voru hátt í 140 ökumenn kæröir: * Ein nauðgunarkæra - en engin líkamsárás Þó svo að hátt í hálfur annar tug- ur þúsunda gesta hafi heimsótt jafn- marga íbúa bæjarins urðu nánast engin umferðarslys á Akureyri um helgina. Hins vegar voru um 130-140 teknir fyrir of hraðan akst- ur. „Það eru heldur engar kærur um líkamsárásir, alla vega er eng- inn illa farinn, þótt einhver hafi kannski marist á vör,“ sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn. 1 aJr Alvarlegasta tilfelli helgarinnar, svo vitað sé, er þegar ung stúlka kærði pilt fyrir nauðgun. Hún var sögð hafa átt sér stað á tjaldstæðinu á svæði KA. Ágreiningur var hjá málsaðilum um hvort ungi maðurinn svaf hjá stúlkunni með vilja hennar eða ekki. Fjórar aðrar stúlkur nutu aðstoðar á neyðarmót- töku Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri. Ekki liggur fyrir hvort þær leggja fram kærur. „Það var auðvitað mikil ölvun í bænum þótt minnsti hópurinn sé til einhverra vandræða," sagði Ólafur. Hann sagði jafnframt að í raun vissi enginn nákvæmlega hve marg- ir voru í bænum um helgina þótt hægt væri að styðjast við ákveðnar visbendingcir og tölur. Á svæði skáta voru um 3 þúsund manns í fjölskyldutjaldbúðum. Á svæði KA var sviþaður fjöldi og mikið af ung- lingum með tjaldbúðir og dansleiki. Á svæði Þórs voru á annað þús- und manns. Öll gistiheimili bæjar- ins, hótelrými og orlofsíbúðir voru fúll og sumir tjölduðu jafnvel í görð- um ættingja og kunningja ef ekki var pláss á heimilunum. -Ótt Þær skemmtu sér vel á Akureyri um helgina, Hanna Rósa, Árný Rós og Kiddý. Stemningin á Akureyri var rómuð, enda veðrið mjög gott, sérstaklega á föstudag og laugardag, sólskin og norðlensk blíða. DV-mynd Hari Mick Jagger: A Hornströndum Rollingurinn Mick Jagger sigldi ásamt fóruneyti sínu frá ísafirði að- faranótt mánudags og skoðaði sig um í Vigur þá um nóttina. í gær ferðaðist hann til Hornvíkur og skoðaði sig um þar. Jagger mun að öllum líkindum ferðast um Norður- land í dag og ættu glöggir Norðlend- ingar því að hafa augun opin. Rokk- goðið mun trúlega fara af landinu á morgun. Sjá nánar á bls. 2. -GLM VORU ALLIR STEINI LOSTNIR VESTRA? Veðrið á morgun: Hiti á bilinu 10 til 20 stig á landinu öllu Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og víða bjart veður verður vestan til, en skýjað með köflum austanlands. Þokubakkar verða við sjóinn framan af degi, eink- um norðan og austan til. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig. Veðrið í dag er á bls. 45. iúrMtar lliðfesliipr '€ m Siniðjuv M:í n r¥«I Ss Æ, egur 5 200 Kóp. Sími: 535 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.