Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 2
2 Fréttir Flogaveikur Grindvlkingur hné niður og þríkjálkabrotnaði: Fær sig hvergi slysatryggðan 9. apríl slas- aði ég mig þegar ég var í vinnu að morgni. Ég var slæmur af flogaveikinni og var í rauninni á leiðinni heim. Þegar ég fékk kastið datt í ég, Hallfreður lenti á hökunni, Bjarnason. þrikjálkabrotnaði, tennur brotn- uðu og ég fékk slæman heilahrist- ing en nú fæ ég mig hvergi slysa- tryggðan,“ sagði Hallfreður Bjarnason, aðstoðarverkstjóri í frystihúsi i Grindavík, i samtali við DV. Hallfreður segir að hvorki floga- né sykursýkisjúklingar fái sig slysatryggða. „Þetta er mannréttindabrot," sagði hann. Tryggingastofnun ríkisins greiðir um 150 þúsund krónur af 300 þúsund króna tannviðgerða- kostnaði sem er fram undan hjá Halifreði. „Eftir slysið fór ég í öll trygg- ingafélögin og leitaði mér að slysatryggingu, ég gat fengið fullt af slysatrygggingum - þangað til ég sagðist vera flogaveikur. Þá stóð slíkt ekki til boða. Ég vil meina að þetta sé mannréttinda- brot. Maður greiðir það mikið til tryggingafélaganna á hverju ári að þetta er skrýtið,” sagði Hall- freður. Hann hefur áður kjálkabrotnað vegna flogakasts. í fyrra skiptið missti hann allar tennur í fram- gómi. -Ótt Tilurð álrisa: Hefur eng- in áhrif hér „Þetta kom ekki á óvart því við vissum af því að það væri ýmsar viðræður i gangi. í svona samningavið- ræðum er ekkert öruggt fyrr en búið er að skrifa undir eins og reynslan sýn- ir en þó virð- ast þessar viðræður vera komnar nokkuð langt. Við getum ekki séð að sameining þessara fyrirtækja muni hafa nein áhrif á okkur. Alusuisse er búið að fjárfesta mikið hér á landi og reksturinn hefur gengið mjög vel,“ segir Hrannar Péturs- son upplýsingafulltrúi ísals, við DV í morgun vegna frétta um hugsanlega sameiningu álfyrir- tækjanna Alusuisse, Alcan og Pechiney. Ekki náðist í Rannveigu Rist, forstjóra ísals. -bmg Hrannar Péturs- son. Ekki tókst að koma togaranum Ými á réttan kjöl í Hafnarfjarðarhöfn í nótt. Múgur og margmenni hefur safnast saman til að fylgjast með, enda ekki á hverjum degi sem togari sekkur í höfninni. Þessi var að horfa á skipið og féll niður þar sem hann hafði gott útsýni yfir aðgerðir. Hann slasaðist ekki mikiö. DV-mynd s Olafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhenti Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands, bókagjöf er hann var á ferð í Munchen fyrr í vikunni. Með þeim á myndinni eru Kurt Schier, prófessor í íslenskum fræðum við háskól- ann í Munchen, og Friedrich N. Schwarz, konsúll íslendinga í borginni. DV-mynd GTK Gylfi Ernst Gíslason hjá Flugskóla íslands: Harmar trúnaðarbrot Flugmálastjórnar Gylfi Ernst Gíslason hjá Flug- skóla íslands segir rangt hafa ver- ið farið með staðreyndir varðandi flugnám í frétt DV í gær. í frétt- inni var staðhæft að Geirfugl hefði einn flugskóla leyfi til kennslu at- vinnuflugs samkvæmt nýjum JAR-reglum. Hið rétta er að Flug- málastjórn hefur veitt Geirfugli og Flugskóla íslands hf. leyfi til kennslu einkaflugnáms sam- kvæmt nýjum reglum. Geirfugl hefur ekki leyfi til kennslu at- vinnuflugs. Flugskóli íslands hf. hefur leyfi til atvinnuflugs fyrir þá nemendur sem byrjaðir voru fyrir 1. júlí sl. Eins og fram kemur i fréttinni hef- ur Flugskóli íslands sótt um leyfi til kennslu atvinnuflugsnáms sam- kvæmt nýjum reglum og er vonast til að það leyfi fáist fyrir næstu mánaðamót. Flugskóli íslands var stofnaður 1998 og er í eigu ríkisins, auk flestra íslenskra flugfélaga. Áður var rekstur Flugskóla íslands á vegum Flugmálastjórnar. í maí sl. yfirtók Flugskóli íslands rekstur Flugtaks og Flugmenntar og Flug- skóli íslands er því með yfir 15 ára reynslu í flugkennslu. Allar umsóknir Flugmálastjórn- ar eru trúnaðarmál og harmar Flugskóli íslands hf. að fjallað sé opijiberlega um meðferð einstakra umsókna hjá Flugmálastjórn. Rétt er að taka fram að upplýs- ingar þær sem fréttin byggðist á eru í einu og öllu samkvæmt upp- lýsingum sem greiðlega voru veitt- ar af starfsmanni Flugmálastjórn- ar og Loftferðaeftirlits sem hefur umsjón með leyfisveitingum til handa flugskólum í landinu. -HKr. Umferðin úr Grafarvogi gekk vel í morgun, að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Umferðin var í meira lagi en búið er að breikka veginn þannig að tvær akrein- íllflfru nú *bóðar attir- Engaf kvartanir höfðu borist lögreglunni í morgun og engin slys orðið á leiðinni. DV-mynd S MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 Stuttar fréttir dv Ný skoðun Ágúst Einarsson, fyrrum al- þingismaður, segir við Dag að Davíð Oddsson hafi skipt um skoðun og noti nú gömul rök stjómarand- ' stöðunnar um nauðsyn laga til að tryggja dreifða eignaraðild að bönkum. Landlæknir skilur Ráðherrar skipa í rikari mæli en áður í vísindasiðanefnd. Ýmsir hafa lýst áhyggjum af því að færa jafh mikilvæga nefnd beint undir vald stjómmálamanna. Sigurður Guðmundsson landlæknir segist við Dag ekki sjá þetta koma gagnagrunnsmálinu við sem slíku, en þó skilja gagnrýni á þetta ráðslag. Sökk í Hvalfiröi Skelbátur sökk í Hvalfirði í gær, skammt frá mynni Hval- fjaröarganga. Þrennt var um borð í bátnum og var fólkinu bjargað í annan bát. Engum varð meint af volkinu. ■ Byggingarslys Davíð Oddsson, forsætisráð- herra og fyrrverandi borgarstjóri, kveðst við Morgunblaðið telja það slys að úthluta lóðum undir at- vinnustarfsemi í austurhluta Laugardalsins. Eðlilegt sé þó að fyrirtæki sækist eftir lóðum á góðum stað í borginni. Góður Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Lands- símans, segir við Dag að ef nýta eigi lóðir í Laugardalnum undir atvinnu- starfsemi sé Landssiminn góður kostur. Spenna í Heimdalli Dagtn- segir að hart sé deilt í Heimdalli vegna vals fulltrúa á þing Sambands ungra sjálfstæð- ismanna sem haldið verður í Vestmannaeyj um í lok mánað- arins. Fjarvinnsla vestra íslensk miðlun hyggst ráða allt að 36 manns til fjarvinnslu í ísafjaröarbæ. Störfln skiptast jafht milli Þingeyrar, Suðiu-eyr- ar og ísafjarðar, að sögn Dags. Vatnsberinn ákærður Stöð 2 reiknar með því að ákæra verð birt á hendur Þór- halli Ölver Gunnlaugssyni fyrir morðið á Agnari W. Agnars- syni. Hann hafi ekki játað á sig verknaðinn við yfirheyrslur en að hafa verið á morðstaðnum um líkt leyti og morðið var framið. Sprengja aftengd Sprengjudeild Landhelgis- gæslunnar aftengdi síðdegis í gær æfingasprengju frá Varnar- liðinu sem rekið hafði upp í fjöru við Ægisíðu 88 í Reykjavík. Morgunblaðið sagði frá. Flugstöð rafmagnslaus Rafmagn komst aftrn- á í Flug- stöð Leifs Eirikssonar klukkan 15.15 í gær eftir fjögurra tíma rafmagnsleysi. Skurðgrafa hafði slitið jarðstreng að stöðinni. Þægilegra ástand Böðvar Bragason, lögreglu- stjóri í Reykjavík, segir við Dag að lögreglan sé ánægð með þá reynslu sem fengist hefur með framleng- ingu á af- greiðslutíma veitingastaða i borginni. „Klukkan þrjú horfinn og öll starfsemi stað- anna mun jafnari en áður. -SÁ kostur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.