Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 11 Kvikmyndir Bíóborgin — The Other Sister: Ástfangin og öðruvísi ★★ Th.e Other Sister er kvik- mynd um Cörlu (Juliette Lew- is) og Danny (Giovanni Ribisi), tvo þroskahefta einstaklinga, sem verða ástfangin og þurfa að berjast gegn fordómum til að fá að eigast. Kvik- mynd með slíka sögu getur orðið góð dramtísk kvikmynd ef vel tekst til með leikara í aðalhlutverkin en Garry Marshall, sem er ábyrgur fyr- ir einni vinsælustu rómantísku gamanmynd síðari ára, Pretty Woman, hefur haft allt annað í huga, sem sagt rómantíska gaman- mynd um tvo þroskahefta einstak- linga. Með þessari afstöðu til sög- unnar gerir hann mjög svo áhugag- verða sögu nánast óhæfa því lagt er á annars ágæta leikara, Lewis og Ribisi, að vera fyndnir um leið og það á aö koma fram að þau eru ekki eins og fólk er flest en geta samt séð um sig sjálf. Þeim tekst vel að koma til skila fötlun sinni og eru oft á tíð- um sannfærandi, sérstaklega Ribisi, en um leið og handritið gerir tilkall til að þau verði fyndin þá líta þau út eins og fávitar sem ekki geta séð um sig sjálf. Dæmi er þegar Carla spyr Danny hver hafi fundið upp kynlíf og hann svarar: „Ætli það hafi ekki verið Madonna." Fín og Juliette Lewis leikur hina þroska- heftu Cörlu. skemmtileg setning i farsa en ekki þegar tveir sjálfstæðir einstaklingar sem vita vel hvað þau eru að tala um og gera sér grein fyrir fötlun sinni eiga í hlut. Nokkur dæmi mætti taka fleiri þar sem gert er meira úr fötlun þeirra en tilefni er til svo brandararnir virki. Julietta Lewis og Giovanni Ribisi bjarga því sem bjargað verður en eru samt misgóð. Út á leik þeirra og persónur, sem ekki er annað hægt en að finna samkennd með, er The Other Sister kvikmynd sem vert er að sjá og væri örugglega mun betri hefði Garry Marshall gert sér grein fyrir því að hún er hálftíma of löng. Aðrar persónur eru foreldrar og systur Cörlu og þar ber fyrsta að telja Diane Keaton, sem leikur móð- Kvikmynda GAGNRÝNI ur Cörlu, sem er mjög annt um að staða hennar í þjóðfélaginu raskist ekki þótt þroskaheft dóttir komi heim eftir nokkurra ára dvöl i sér- skóla. Keaton, sú ágæta leikkona, á einn af sínum slæmu dögum og svo má einnig segja um Tom Skerrit, sém leikur föður hennar, fyrrum drykkjubolta, sem lýtur strangri stjórn eiginkonu sinnar. Garry Marshall. Handrit: Garry Marshall og Boh Brunner. Kvik- myndataka: Dante Spinotti. Tón- list: Rachel Portman. Aðalleikarar: Juliette Lewis, Diane Keaton, Giovanni Ribisi og Hector Elizondo. Hilmar Karlsson Stjörnubíó - Universal Soldier: The Return Var einhver aö bíöa? « Myndbandaleigurnar eru u ágætis geymslustaður fyrir svona myndir. Þar getur einhver rambað fram á hana af slysni og horft á, sér til lífsleiða. Hún kem- ur manni í mestu vandræði því hún hefur ekkert til síns ágætis, ekki einu sinni nægilega mikið klúður til að ná því að verða svo- lítið fyndin... jú bíðum við. Blá- Kvikmynda GAGNRÝNI endirinn er skemmtilega brattur, líkt og filman hefði klárast í myndavélinni og þeir ekki haft Jean-Claude Van Damme bregður sér í hlutverk heimshermannsins í annnað sinn. efni á fílma meira. Jean-Claude er einhver mis- heppnaði hasarleikari kvik- myndasögunnar en á örsjaldan smáspretti, t.d. var fyrri myndin alveg slarkfær ef ég man rétt og Timecop var ágætur hasar enda viðurkenni ég veikleika minn fyr- ir tímaferðalagsmyndum. En það var engin þörf á þessari endur- komu. Mig minnir að bíóið aug- lýsi að biöin sé á enda en spum- ingin er. Var einhver að bíða? Leikstjóri: Mic Rodgers. Handrit: John Fasano, William Malone. Kvikmyndtaka: Michael Benson. Tónlist: Don Davis. Aðalhlutverk: Jean-Claude Van Damme, Bill Goldberg, Michael Jai White, Heidi Schanz. Ásgrímur Sverrisson Saga-Bíó -Tanan and the Lost City Tarzan í fötum og án fata í upptalningu í byrjun Tarzan and the Lost City segir að myndin sé byggð á bókum Edgars Rice Burroughs svo ætla hefði mátt að gamall Tarzan-aðdáandi gæti þekkt hetjuna sína en sá Tarzan sem Casper Van Dien túlkar er meira í ætt við tísku- módel og þarf að reiða sig á tæknibrellur til að ná upp ein- hverjum dampi í arfalélegri sögu sem á lítið sameiginlegt með gömlu Tarzan-sögunum. Eins og við öll vitum ólst Tarzan upp hjá öpunum í frumskóginum. I byrjun myndarinnar er uppeldinu greinilega lokið og við hittum hetjuna okkar þar sem hún er á krá í Englandi að fagna til- vonandi brúðkaupi sínu og unnustunnar, Jane. Um nótt- ina heyrir hann hljóð sem minna hann á upprunann og áður en við vitum er hann stokkinn upp í 747 og floginn til Afríku þar sem hann í fyrstu er eins og fiskur á þurru landi en með hjálp töframanna, sem tæknideildin framleiðir töfrabrögð fyrir, af- klæðist hann fljótt borgaraleg- um klæðnaði og fer í mittis- skýluna og öskrar sig hásan á Tarzan og Jane. Casper Van Dien og Jane March í hlutverkum sínum. mili þess sem hann rembist við að bjarga kærustunni úr klónum á veiðimönnum sem hafa allt annað í hyggju en verndun sjaldgæfra dýra. Þrátt fyrir lélegan Tarzan- leikara og vitlausa sögu hefur tæknideildin unnið sitt verk vel og kvikmyndataka er oft á tíðum stórbrotin, sérstaklega þegar Tarzan er ekki í mynd. Kvikmynda GAGNRÝNI í heildina rennur myndin sæmilega í gegn og verður fyndin í þeirri tilraun sinni að verða alvarleg. Staðreynd- in er samt að þetta er ekki sá Tarzan sem allir krakkar þekkja og Casper Van Diem (Starship Troopers) hefur engan skilning á hlutverki sínu. Leikstjórl: Carl Schenkel. Hand- rit: Bayard Johnson og J. And- erson Black. Kvikmyndataka: Paul Gilpin. Tónlist: Christopher Franke. Aðalleikarar: Casper Van Dien, Jane March og Mich- ael Waddington. Hilmar Karlsson 300 viðbótansæti á sértilboði Bókaðu til London með Heimsferðum og tryggðu þer nTiIiTil afslátt fyrir manninn Londonferðir Heimsferða hafa fengið ótrúleg viðbrögð og afsláttarsætin 300 seldust strax upp. Nú bætum við 300 viðbótarsætum við þar sem þú getur tryggt þér ferðina til London á hreint frábæmm kjömm. Heimsferðir kynna nú fimmta árið í röð beint leiguflug sitt til London, þessarar vinsælustu höfuðborgar Evrópu. Aldrei fyrr höfum við boðið jafn hagstætt verð og nú kynnum við glæsilegt úrval hótela í hjarta borgarinnar. Gildir í ferðir frá mánudegi til fímmtudags ef bókað fyrir 20. ágúst. Glœsileg ný hótel í boði Charing Cross hótelið. Flugsæti til London Kr. 16.990.- Flugsœti fyrir fullorðinn með sköttum.Ferð frá mánudegi til fimmtudags, efbókað fyrir 20.ágúst. Flug og hótel í þrjár nætur Kr. 24.990.- Ferðfrá mánudegi til fimmtudags, efbókað fyrir 20.ágúst, Bayswater Inn. Fiug og hótel í 4 nætur, helgarferð Kr. 33.590.- Ferð fi'á fimmtudegi til mánudag, Bayswater Inn hótelið. lslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér örugga þjónustu í heimsborginni Flug alla fimmtudaga og mánudaga í október og nóvember HEIMSFERÐIR w Austurstræti 17,2. hæð, sími 562 4600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.