Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 9 Utlönd Fimm særðust í skotárás í félagsmiðstöð gyðinga: Hundar leita að tilræðismanninum Stökktu Benidorm l.sept., 2 vikur, Maður vopnaður Uzi-vélbyssu hóf skothríð í félagsmiðstöð gyð- inga í Los Angeles í gær og særði fimm manns. Fimm ára drengur liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Tilræðismaðurinn flúði af vett- vangi eftir skothríðina og þegar sið- ast fréttist hafði lögreglan ekki haft hendur í hári hans, þótt hundruð lögregluþjóna leituðu mannsins með aðstoð hunda og þyrlna. Lögreglan vildi ekkert leiða get- um að tilefni árásarinnar en Gray Davis, ríkisstjóri í Kaliforníu, sagði ástæðu til að ætla að um haturs- glæp hefði verið að ræða. Að sögn lögreglu gekk maðurinn inn í félagsmiðstöðina, þar sem um þrjú hundruð börn eru allajafnan við ýmsa iðju, innan dyra og utan, um ellefuleytið í gærmorgun að staðartíma. Hann byrjaði þegar að skjóta, án þess að mæla orð af vör- um, og virtist bara skjóta á hvað sem fyrir varð. Skömmu eftir árásina tilkynnti kona nokkur að maður sem passaði við lýsinguna á tilræðismanninum hefði rænt bíl hennar. Stolni bíllinn fannst í gærkvöld fyrir utan hótel nokkra kílómetra frá félagsmiðstöð- inni. Lögreglan umkringdi hótelið en hún varaði þó við því að skotmað- urinn og bílþjófurinn þyrftu ekki endilega að vera einn og sami mað- urinn. Skotárásir af þessu tagi hafa verið tíðar vestanhafs að undanfornu. Joel litli Cohen er kominn í traust fang föður síns eftir að hafa upplifað skotárás í félagsmiðstöð gyðinga í Los Angeles þar sem hann var ásamt miklum fjölda annarra barna að starfi og leik. fra 39.955. Heimsferðir bjóða nú þetta ótrúlega tilboð til Benidorm þann 1. september, þessa vinsælasta áfangastaðar Islendinga. Þú bókar núna og tryggir þér sæti í ferðina og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í fríinu. Á Benidorm er sumarið í hámarki og hér nýtur þú frísins við frábærar aðstæður og um leið getur þú valið um spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Verð kr. 39.955 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 2 vikur, l.sept., skattar innifaldir. Verð kr. 49.990 M.v. 2 í herbergi/íbúð, 2 vikur, l.sept., skattar innifaldir. 16 sœti laus HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð, sími 562 4600 Þelr flska sem róa... Þelr ílska sem róa... Þelr Ilska sem róa... Þelr www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR Opið hús í Hrauneyjafossstöð laugardag og sunnudag, 14. og 15. ágúst, kl. 12 -18 Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri, og Edvard G. Guðnason, deildarstjóri, ræða við gesti um virkjanir og umhverfismál. Björn Sverrisson, yfirvélfræðingur, og hans fólk sýnir stöðina. Hefur þú komið inn á hálendi íslands? Hrauneyjafossstöð stendur á fallegum stað í jaðri hálendisins og er annað stærsta orkuver landsins. Nú er komið bundið slitlag alla leið frá Reykjavík í Hrauneyjar og þangað er einungis um tveggja tíma akstur. Við mælum með fjölskylduferð um helgina þar sem mætti skoða sig um í Þjórsárdal, t.d. Stöng, Sögualdarbæinn eða Hjálparfoss og aka áfram að Hrauneyjafossstöð framhjá framkvæmdasvæðinu við Sultartanga. Þá er R kjörið að heimsækja fjölskylduhátíðina Töðugjöld við Hellu. Ratar þú? Ekið er eftir þjóðvegi nr. 1 í gegnum Selfoss og beygt til norðurs upp veg nr. 30 í átt að Flúðum. Þá er farið veg nr. 32, Árnes, upp í Þjórsárdal og áfram inn á hálendið Sprengisandsleið. Landsvirkjun -v*. ' íá—

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.