Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 6
1 MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1999 Viðskipti DV Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 404 m.kr. ... Mest með hlutabréf, 185 m.kr. ... Húsbréf, 97 m.kr. ... Mest viðskipti með Eimskip, 44 m.kr., og gengið hækkar um 1,8% ... Samherji, 43 m.kr. ... FBA, 33 m.kr. en óbreytt gengi ... Skeljungur hækkar um 9,7% ... ÍS lækkar um 3,1% Hugbúnaðarfyrirtækið Teymi hf. Hagnaður tvöfaldast Góð afkoma var af rekstri Teymis hf. fyrstu sex mánuði þessa árs og nam hagnaðurinn 20,1 milljón eftir skatta, sem er um 75% aukning frá því sama tíma í fyrra og um 32% meiri hagnaður en allt árið í fyrra. Velta jókst um 51% meðan rekstrargjöld hækkuðu um 43% miðað við sama tíma í fyrra. Ávöxtun eig- infjár fyrstu sex mánuð- ina var 105% samanborið við 44% fyrstu sex mán- uði síðasta árs og innra virði eigin fjár hækkaði í 15,2 eða um 63% á síð- ustu tólf mánuðum. Þetta kom fram á stjómarfundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Elvar Þorkelsson fram- kvæmdastjóri segir að það hafi orðið talsverðar breytingar hjá Teymi síðustu 12 mánuði. „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á aukna og víðtækari þjónustu við viðskiptavini okkar og lagt mikla áherslur á sérlausnir. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á sölu- og þjónustu til að koma betur til Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Teymis. móts við þarfir viðskiptavina okk- ar. Við höfum nú boðið víðtæka þjónustu á gagnagrunnum hjá mörgum af stærri viðskiptavinum okkar í talsverðan tíma og bjóðum alla sérhæfðari gagngmnnsþjón- ustu, auk rekstrarþjónustu og rekstrareftirlits. Þetta er mun hag- kvæmara og ömggara fyrirkomulag fyrir viðskiptavini okkar þar sem skortur á sérfræðingum á þessu sviði er vemlegur og ekki fyrirsjá- anlegt að það breytist á næstu ámm,“ sagði El- var. Fjárfestum í mannskap Varðandi seinni helming ársins vill Elv- ar fara varlega í að spá en segir að áætlun fyr- irtæksins geri ráð fyrir um 20,3 milljónum í hagnað eftir skatta og mun það markmið nást. „Ákveðið hefur verið að fjárfesta enn frekar i mannskap og mun starfsmönnum Öölga verulega á næstu mánuðum enda erum við nýflutt í nýtt skrif- stofuhúsnæði á 5. hæð í Borgartúni 30 sem er sniðið að okkar starfs- semi. Þar höfum við vaxtarmöguleika okkar til næstu 3-4 ára. Að- staðan hefur breyst í alla staði til hins betra. Um er að ræða þrefalt stærra húsnæði en áður sem mun geta tekið við þeim vexti í fyrirtækinu sem fyrirsjánleg- ur er,“ segir Elvar að lokum. -bmg Vextir hækka en bréfin lækka Vextir í skiptasamningum í Bandaríkjunum eru mælikvarði á langtímavexti á millibanka- markaði. Álag þessara vaxta ofan á ríkisskuldabréf hefur verið að aukast mikið undanfar- ið. Þetta kom fram í greiningu FBA á erlendum mörkuðum í gær. Fjármálafyrirtæki fjármagna að miklu leyti neyslulán til neytenda í gegnum þennan millibankamarkað. Því má segja að þetta sé mæli- kvarði á lánsfjárkostnað neyt- enda í Bandaríkjunum og ljóst að hann er aö verða dýrari. Al- mennt er talið að einkaneysla hafi verið drifkraftur hagvaxtar í Bandaríkjunum undanfarin ár. Ef lánsfjárkostnaður eykst er líklegt að neysla dragist eitt- hvað saman og slævi þannig hagvöxt. Margir hagfræðingar telja enn fremur að aukning á álagi vaxta á millibankamark- aði ofan á ríkisskuldabréf sé undanfari verðlækkunar á hlutabréfamarkaði. Lífeyrissjóöurinn Framsýn: Mjög góð ávöxtun Raunávöxtun eigna Lífeyrissjóðs- ins Framsýnar var 11,28% fyrstu sex mánuði þessa árs. Þegar rekstrar- kostnaður hefur verið dreginn frá er hrein raunávöxtun 11,18%. Þetta er besta ávöxtun sem sjóðurinn hefur náð frá upphafi. Samkvæmt uppgjörinu voru ið- gjaldagreiðslur til sjóðsins 975 millj- ónir króna sem er 17% aukning frá síðasta árshlutauppgjöri. Lífeyrir hækkaði um 8% og var fyrstu sex mánuðina 629 milljónir. Lífeyrisbyrði sjóðsins er því 64,48%. Alls eiga um 120.000 sjóðfélagar aðild að sjóðnum. Fjöldi lífeyrisþega var 8.108 á fyrri hluta ársins. Hrein eign til greiðslu lífeyris 30. júní var 40,3 milljarðar en 36,9 milljarðar um áramótin og hækk- aði því um 3,4 milljarða. Þessa góðu afkomu rekja forsvars- menn sjóðsins til góðrar ávöxtunar á hlutabréfum í eigu sjóðsins en sjóð- urinn á 10,5 milljarða í hlutabréfum og hlutabréfasjóðum. Það samsvarar 25,9% af hreinni eign. Þar af var eign í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum 5,8 milljarðar eða 14,5% af hreinni eign. Meginhluti skuldabréfa í verðbréfa- safninu er bundinn í verðtryggðum ríkisbréfum, eða um 40% af hreinni eign. -bmg Hagnaður Skeljungs 211 milljónir Hagnaður af reglulegri starfsemi Skeljungs hf. var 200 milljónir króna en var 15 milljónir á sama tíma í fyrra. Aðrar tekjur og gjöld námu 11 milljónum króna. Rekstr- artekjur félagsins á fyrri helmingi ársins námu samtals 4.395 milljón- um króna en voru á sama tíma á síðasta ári 4.126 milljónir króna, sem er 6,5% aukning. Heildargjöld félagsins án skatta á fyrri helmingi ársins voru 4.105 milljónir króna en það er svipað og á sama tíma i fyrra. Hagnaður fyr- ir skatta nam 289 milljón- um króna fyrstu sex mán- uði ársins en var á sama tíma í fyrra 25 milljónir króna. Hrein fjármagnsgjöld fé- lagsins námu 2 milljónum króna á þessum tíma og höfðu lækkað úr 40 milljón- um króna á sama tíma á Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs. síðasta ári. Eigið fé Skeljungs hf. nam 3.264 milljónum króna 30. júni og hefur hækkað um 170 milljónir króna frá ára- mótum. Eiginfjárhlutfall er nú 43,7%. Vonast er til að af- koma ársins í heild verði viðunandi ef ekki verða verulegar breytingar á ytra umhverfí. -bmg Lægð á skuldabréfamarkaði Ávöxtunarkrafa á langtíma- skuldabréfum með ábyrgð ríkis- sjóðs hefur farið hækkandi síðustu daga. Að mati FBA hefur ástandið á skuldabréfamarkaði verið fremur viðkvæmt að undanfömu og hefur kaupáhugi verið í algjöru lág- marki. Eftirspum stofnanaijárfesta hefur verið mjög lítil og spákaup- menn fara sér hægt. í morgunkorni FBA í gær em tvær ástæður taldar liggja til grundvallar: Annars vegar kunna markaðsaðilar að hafa selt bréf í einhveijum mæli til að losa um fé og hins vegar eru flestir markaðsaðilar að spá verðhjöðnun milli mánaða sem kann að hafa valdið tímabundnum söluþunga á verðtryggðum skuldabréfum. Auðlind selur í Fóðurblöndunni Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hefur selt 5% hlut í Fóðurblönd- unni. Eignarhlutur Auðlindar í Fóðurblöndunni er kominn niður í 0,61% úr 5,61%. Auðlind átti 24,7 milljónir að nafnvirði í Fóður- blöndunni en á nú 2,7 milljónir. Auðlind er í vörslu Kaupþings hf. Bakkavör kaupir í Frakklandi Bakkavör hf. hefur keypt 80% hlutabréfa í franska fyrirtækinu Comptoir Du Caviar fyrir 133 m.kr. en átti átti fyrir 20% hlutafjár í fé- laginu. Comptoir Du Caviar er stærsti aðilinn á franska markaðn- um í framleiðslu og sölu á laxa- og styrjukaviar og selur auk þess ýms- ar aðrar tegundir kældra sjávaraf- urða. Rekstur Comptoir Du Caviar hefur gengið vel undanfarin ár og eiginijárstaða þess er traust. Fyrir- hugað er að sameina Comptoir Du Caviar rekstri Bakkavör France um næstu mánaðrmót. Alfyrirtæki sameinast? Svissneska fyrirtækið Alusuisse- Lonza, móðurfélag íslenska álfé- lagsins, tilkynnti í gær að það ætti í alvarlegum viðræðum við tvö önnur álfyrirtæki með sameiningu í huga. Þetta eru fyrirtækin Pechiney í Frakklandi og Alcan Aluminium í Kanada. Ef af samein- ingu félaganna verður mun sam- einað félag verða stærsta álfram- leiðslufyrirtæki í heiminum. Hagnaður Skýrr 44 milljónir Hagnaður Skýrr hf. fyrir skatta nam 44,4 milljónum, samanborið við 31,lmilljón árið áður og jókst um 43%. Reiknaður tekjuskattur nemur um 13,0 milljónum kr„ þannig að hagnaður tímabilsins er 31,4 milljón- ir kr„ samanborið við 31,1 milljón kr. árið áður. Eiginfjárhlutfall fé- lagsins er 33% og var arðsemi eigin ijár 25,9% á tímabilinu. -bmg TILBOÐSDAGAR 15% afsláttur af öllum AEG, Indesit, TEFAL og Husqvarna heimilistækjum ÆUtsCopco HANDVERKFÆRI BRÆÐURNIR CfÍORMSSON Lógmúla 8 • Sími 530 2800 ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR, ELDAVÉLAR, OFNAR, KÆLISKÁPAR, FRYSTIKISTUR, KAFFIVÉLAR, BRAUDRISTAR, STRAUJÁRN, HRADSUDUKÖNNUR, HLJÓMTÆKI, -------------^ SJÓNVÖRP, LEIKJATÖLVUR, LEIKIR, RAFMAGNSVERKFÆRI OG MARGT FLEIRA B_R_Æ Ð_ U R N j R MYNDBANDSTÆKI AEG MasCopco GAMEBOf OYAMAHA Jamo (i)inDesiT : ÖHusqyafna ONKVO Nikon nokia LOEWE., SHARRj . ____j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.