Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 29
4 I>\>” MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 Tónleikaröðin Bláa kirkjan fer fram í Seyðisfjarðarkirkju. Bláa kirkjan í tónleikaröðinni Bláa kirkjan í kvöld kl. 20.30 í Seyöisfjarðar- kirkju munu Elfa Hlín Pétursdótt- ir, blokkflauta, og Kristín Lárus- dóttir, selló, flytja tónlist eftir Tel- emann, Corelli, Mancini, Montéclair, van Eyck, J.S. Bach, von Paradis og Mendelssohn. Muff Worden leikur undir í tveimur verkum á orgelið. Elfa Hlín er borinn og bamfædd- ur Reykvíkingur en fluttist á unga aldri til Seyðisfjarðar. í skjóli hárra fjafla steig hún sín fyrstu skref i tónlistinni og hefur búið að þeim æ síðan. Við Tónlistarskóla Seyðisfjarðar lærði hún hjá ýms- um kennurum sem aflir höfðu eitt- hvað gott til málanna að leggja. Sautján ára fluttist hún til höfuð- -----------------staðarins og Tónleikar næstu sjö _________________árm nam í hún eiginleika og furður blokk- flautunnar hjá Camiflu Söderberg í Tónlistarskólanum í Reykjavík. í dag stundar hún nám i sagnfræði í Háskóla íslands auk þess sem hún kennir ungum og upprennandi blokkflautunemendum í Tónlistar- skóla Hafharfjarðar. Kristín Lárusdóttir fæddist árið 1975 og lagði stund á seflóleik ffá unga aldri. Hún lauk burtfarar- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1997. Kennari hennar þar var Gunnar Kvaran. Auk þess að sækja einkatíma hefur hún kennt á sefló við ýmsa tónlist- arskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þjóðlegt efni er leikið á sýningum Ferðaleikhússins. Bjartar nætur Sýningar ferðaleikhússins á Light Nights á þessu sumri eru hafnar i Tjamarbíói og verða sýningamar á hverju fimmtudags- fostudags- og laugardagskvöldi til 28. ágúst. Sýn- ingin hefst kl. 21 og stendur yfir í um tvær klukkustundir. Efnisskráin er með svipuðu sniði og síðastliðið sumar, sautján atriði sem byggð em á íslensku efni. Draugar, forynjur og margs kyns kynjaverur koma við sögu. Þjóð- dans er sýndur og íslensk tónlist ________________leikin. Síðari hluti sýningar- innar fjallar að stórum hluta um víkinga. Þættir úr íslendinga- sögum og Ragnarök úr Völuspá em færð upp í leikgerð. Einnig hefur verið komið fýrir sýningartjaldi fyr- ir ofan leikmynd þar sem skyggnur em sýndar, samtengdar leikhljóð- um, tónlist og tali. Sýningin á að gefa erlendum gestum innsýn í þjóð- sögur og foma menningu íslendinga á skemmtilegan hátt. Light Nights er flutt að stærstum hluta á ensku en er engu að síður ætluð íslendingum til skemmtunar og ffóðleiks. Leikstjóri og aðalleik- ’ ari er Kristín G. Magnús. Leikhús Gaukur á Stöng: Maggi Eiríks og KK Skemmtanir Hinir góðkunnu tónlistarmenn Magnús Eiriksson og KK, Kristján Kristjánsson, verða með tónleika á Gauki á Stöng i kvöld. Maggi Eiríks og KK em meðal bestu og vinsæl- ustu tónlistarmanna i léttari geiran- um og eiga að baki marga viðburði sem fest hafa í minningunni. Magn- ús hefur allt ffá því snemma á átt- unda áratugnum verið meðal bestu lagahöfúnda landsins, auk þess sem hann hefur leikið í hljómsveitum eigin lög og annarra. Þá hefur hann löngum verið iðinn við blúsinn. KK, sem kom fram seinna, er einnig mikill Magnús Eiríksson og KK skemmta gestum á Gauknum í kvöld. blúsmaður. Hann kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistar- líf á níunda áratugn- um, þá margsjóaður eftir veru sína í Svíþjóð og fleiri löndum. Árið 1996 gáfu þeir K.K. og Magnús út plötuna Ómissandi fólk sem sló eftirminnilega i gegn og eru þeir þessa dag- ana með aðra skífu í smíðum. Vafalaust fá gestir á Gauknum í kvöld að heyra for- smekkinn af því hvað verður á nýju plötunni ásamt eldra efni. Breytileg átt Næsta sólarhringinn er gert ráð fyrir að verði breytileg átt, 3-5 m/s. Skýjað verður með köflum og stöku skúrir í dag, austan 5-8 m/s og rign- Veðrið í dag ing sunnan til en hæg suðlæg átt og skýjað með köflum um landið norð- anvert í nótt. Hiti verður 9 til 14 stig yfir daginn en lítið eitt svalara í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir breytilegri átt, 3-5 m/s. Skýjað verður með köflum og stöku skúrir í dag, austan 5-8 m/s og súld eða rign- ing í kvöld og nótt. Hiti verður 8 til 13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.59 Sólarupprás á morgun: 5.08 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.30 Árdegisflóð á morgun: 06.54 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 7 Bergsstaóir skýjaö 7 Bolungarvík skýjaö 7 Egilsstaöir 8 Kirkjubœjarkl. léttskýjaó 8 Keflavíkurflv. hálfskýjaö 7 Raufarhöfn mistur 5 Reykjavík skýjaö 9 Stórhöfói skýjaö 10 Bergen hálfskýjaö 11 Helsinki alskýjaö 15 Kaupmhöfn skýjaó 17 Ósló skýjaö 13 Stokkhólmur 15 Þórshöfn skýjað 8 Þrándheimur skýjaö 9 Algarve heiöskírt 20 Amsterdam skýjaö 16 Barcelona súld 22 Berlín skýjaö 17 Chicago Dublin skýjaö 12 Halifax léttskýjaö 14 Frankfurt rign. á síö.kls. 17 Hamborg skýjaö 15 Jan Mayen skýjaö 4 London skýjaö 13 Lúxemborg skýjaö 15 Mallorca heiöskírt 21 Montreal heiöskírt 14 Narssarssuaq alskýjaö 15 New York Orlando París skýjaö 16 Róm skýjaö 24 Vín skýjaö 17 Washington Winnipeg léttskýjaö 13 Víkurvegur lokaður við Vesturlandsveg Vegir um hálendið eru flestir orðnir færir, í flest- um tUfellum er þó átt við að þeir séu aðeins jeppa- færir. Víkurvegi i Grafarvogi hefur verið lokað við Vesturlandsveg og verður hann lokaður til 22. Færð á vegum ágúst. Við það lokast akstursleiðir í og úr Grafar- vogi um Víkurveg. Vegfarendum er bent á að aka inn Höfðabakka og Guflinbrú á meðan. Ólöf Sigurlína Ástand vega 12. maí síðastliðinn, kl. 8. Hún var við fæðingu 13 merkur og 52 sentímetr- ar. Foreldrar systkinanna eru Einar G. Þorsteinsson og Petra K. Kristinsdóttir og býr fjölskyldan í Mýr- dal- hiíí mi, Á myndinni eru systk- inin Þorsteinn Bjöm, sem er þriggja ára gamall, og Ólöf Sigurlína sem fædd- ist á Sjúkrahúsi Akraness Barn dagsins ^►Skafrenningur 0 Steinkast [21 Hálka Ófært B Vegavinna-aftgát 0 Öxulþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabílum Donald Sutherland viröir fyrir sér vélvætt skrímsli. Virus í Virus, sem Regnboginn sýnir, segir frá flutningaskipinu Sea Star sem missir farm sinn í miklu óveðri á Kyrrahafinu. Eftir að storminum slotar rekst skipið á stórt rússneskt rannsóknarskip sem er mannlaust. Skipstjórinn á Sjóstjömunni ákveður að taka skipið í tog, enda mikil björgunar- laun í boði fyrir að bjarga skipi af þessari stærð, og hluti áhafnar- innar er sendur um borð í rúss- neska skipið. Ekki stendur öllum á sama um þessa ákvörðun, enda kemur fljótt í ljós að skipið hafði verið yfirgefið og öll ummerki þar bera vott um heiftarleg átök og blóðbaö. í '////////. einum afkima skips- / Kvikmyndir ins finnst einn skip- verji, stúlka, sem er stjörf af hræðslu. Segir hún frá því að eitt- hvað utan úr geimnum hafi kom- ist um borð og tekið alla stjóm og byijað að framleiða vélmenni. í fyrstu er talið að þetta sé mgl í stúlkunni en brátt fara aö gerast undarlegir atburðir. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Ressurection Saga-Bíó:Tarzan and the Lost City Bíóborgin: The Other Sister Háskólabíó: Notting Hill Háskólabíó: Fucking Ámál Kringlubíó: Wild Wild West Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Virus Stjörnubfó: Universal Soldiers Krossgátan 1 2 | 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 Lárrétt: 1 íbúi, 5 berja, 8 hélt, 9 bar- dagi, 10 óvissa, 11 áhlaup, 13 hung- ur, 15 umkringi, 17 egg, 18 reið, 20 kona, 22 kveinstafir, 23 forfaðir. Lóðrétt: 1 hlána, 2 fljót, 3 skarð, 4 meninu, 5 hlóðir, 6 lélegri, 7 matar- veisla, 10 tré, 12 fingerði, 14 eirir, 16 tryllt, 19 kusk, 21 öðlast. Lausn á sfðustu krossgátu.: Lárétt: 1 lampi, 6 tá 7 ótal, 8 lón, 10 al, 11 rammi, 12 tæk, 13 nauð, 15 ítök, 17 gái, 19 miðann, 20 iðu, 21 ýsan. Lóðrétt: 1 lóa, 2 atlætið, 3 mark, 4 planka, 5 ilm, 6 tómu, 9 niðinn, 12 timi, 14 agns, 16 öðu, 18 ána. Gengið Almennt gengi LÍ11. 08. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,360 72,720 73,540 Pund 116,850 117,440 116,720 Kan. dollar 48,340 48,640 48,610 Dönsk kr. 10,4170 10,4740 10,4790 Norsk kr 9,3990 9,4500 9,3480 Sænsk kr. 8,8150 8,8630 8,8590 Fi. mark 13,0330 13,1113 13,1223 Fra. franki 11,8134 11,8843 11,8943 Belg. franki 1,9209 1,9325 1,9341 Sviss. franki 48,3600 48,6300 48,8000 Holl. gyllini 35,1637 35,3750 35,4046 Þýskt mark 39,6203 39,8583 39,8917 ít. líra 0,040020 0,04026 0,040300 Aust. sch. 5,6315 5,6653 5,6700 Port escudo 0,3865 0,3888 0,3892 Spá. peseti 0,4657 0,4685 0,4690 Jap. yen 0,630300 0,63410 0,635000 írskt pund 98,392 98,983 99,066 SDR 98,780000 99,37000 99,800000 ECU 77,4900 77,9600 78,0200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.