Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 pú finnur allt um enska boltann £V fct"Sk ftffl MUl ffl fótboltavef á iviviv. wisirm is • Fíréfffr af feffc/um og feffcmönnum yffr feffcf og úrslit Utlönd Ástandið í Dagestan versnar: Fýrsta prófraun Vladímírs Pútíns Vladímir Pútín, nýskipaður forsætisráðherra Rússlands, mun í dag funda með sambandsráði efri deildar Dúmunnar, þar sem sæti eiga m.a. leiðtogar ríkja í Norður-Kákasus, um uppreisnina í Norður-Kákasusríkinu Dagestan en þar hafa íslamskir skæruliðar lýst yfir heilögu stríði íyrir sjálf- stæði. Hann hittir einnig forystu- menn í innanríkis- og vamar- málaráðuneytunum tO viðræðna um sama mál. Þetta verða fyrstu fundir Pútíns um hið vandasama mál síðan hann var óvænt skipaður á mánudag. í gær funduðu Pútín og Jeltsín í Kreml og sagði þá Pútín að taka myndi um tvær vikur að greiða úr vandanum í Dagestan, sem er versta öryggiskreppa Rússlands síðan í Tsjetsjeníustríðinu 1994 til '96. Rússneskar liðssveitir hafa gert loftárásir á búðir uppreisnar- manna í bæjum og þorpum og fólksflótti af svæðinu er nokkur. Töf ralæknirinn Angel Quispe sést hér fieygja kókalaufum í hrúgu til að reyna að spá fyrir um framtíðina í gær. Hann sá engar ógnvænlegar afleiðingar af síðasta sólmyrkva árþúsundsins sem á sér stað í hluta Evrópu í dag. Nyrup tilbúinn að semja við Færeyingana Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, er tilbúinn til samningaviðræðna við fær- eysku landstjómina um sjálfstjóm. Hann kunngerði það á þriðjudag, við lok opinberrar heimsóknar sinnar til Færeyja. „Við viljum vera tilbúnir til samningavið- ræðna og við munum ekki standa i vegin- um fyrir fær- eyskri sjálf- stjóm,“ sagði Poul Nyrup þegar hann og eiginkona hans, Lone Dybkjær, höfði drukkið morgunkaffi hjá An- finni Kallsberg, lögmanni Færeyja. Dönsku forsætisráðherrahjónin ferðuðust víða um eyjarnar í heim- sókn sinni, fóm í fjallaferðir og siglingar. Að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende vora þau mjög ánægð með heimsóknina. Her Pakistans í viðbragðsstöðu Pakistönsk stjómvöld sögðu í morgun að herafli landsins væri í viðbragðsstöðu eftir að Indverjar skutu niður pakistanska eftirlits- flugvél með sextán mönnum í gær. Indverskir embættismenn sögðust í morgun ekki sjá nein merki um aukna spennu við landamæri ríkjanna. Deilt er um hvoram megin landamæranna eftirlitsflugvélin var. Stuttar fréttir Kirkjan gegn Milosevic Allir biskupar hinnar áhrifa- miklu serbnesku rétttrúnaðar- kirkju hafa í yf- irlýsingu mælst til þess við Milosevic Júgóslavíufor- seta að hann segi af sér og láti nýja bráða- birgðastjóm sjá um að skipuleggja lýðræðislegar kosningar. Kyrkt vegna mynda Hin nítján ára gamla tyrknesk- danska stúlka, sem kyrkt var af eiginmanni sínum eftir 14 daga hjónaband, lést vegna afbrýðisemikasts eiginmannsins út af sumarleyfismyndum af stúlkunni. Þar sást hún í fylgd annarra karlmanna og í óviður- kvæmilegum fótum, að mati strangtrúaðs eiginmannsins. Löt norsk ungmenni I könnun sem norska íþrótta- sambandið hefur látið gera á íþróttaiðkun þarlendra ung- menna kemur fram að 40 prósent ungra Norðmanna stunda litla sem enga líkamsrækt og íþróttir eigi undir högg að sækja sem af- þreying ungs fólks. Thatcher óþolandi John Major, fyrram forsætis- ráðherra Bretlands, segh' í vænt- anlegu sjónvarpsviðtali aö gagn- rýni forvera hans á stefnu hans, Margrétar Thatcher, hafi verið alveg óþolandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.