Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 Fréttir Kemur sennilega I ljós I vikunni hvort mögulegt sé að „stækka“ í Klettsvík: Feikilegt mannvirki undirbúið fyrir Keikó - Hallur Hallsson útilokar ekki aö hægt veröi að setja upp girðingu fyrir veturinn „Þetta verður feikilegt mcinn- virki. Tillögumar eru á lokastigi. Ég reikna reyndar með að þetta skýrist nú í vikunni,“ sagði Hallur Hallsson, talsmaður Keikósamtak- anna, um svokallað „barrier-net“ sem nú er verið að ráðgera að strengja fyrir Klettsvíkina í Vest- mannaeyjinn til að stækka at- hafnasvæði háhymingsins Keikós. Ljóst er að kostnaður verður gíf- urlegur við að koma upp heldu netmannvirki í einni vindasöm- ustu og straumhörðustu vík Norð- ur-Atlantshafsins. Reyndar þarf að búa svo um hnútana að bátar um- sjónarmanna Keikós komist áfalla- laust inn og út um girðinguna í vérstu íslandsveðrum - þeir kom- ist eftir sem áður að kvínni með vaktskúmum þar sem öll aðstaða þeirra er. „Mér sýnist að þó að þetta sé erfitt og snúið bendi flest til að það sé hægt,“ sagði Hallur. Hann vildi ekki nefna neinar kostnaðartölur í þessu sambandi, það væri ekki tímabært, enda væri líka verið að bíða eftir tölinn firá þeim aöilum sem myndu taka verkið að sér. Hallur sagði að þótt tíminn væri knappur þangað til haustveður fara að skella á - gjaman með mis- kunnarlausum þimga eins og síðla í september á síðasta ári - vildi hann alls ekki útiloka þann mögu- leika að hægt yrði að setja upp net fyrir veturinn. „Barrier-netið“ þarf að geta haldið í verstu veðrum sem hægt er að hugsa sér í Norður-Atlantshafinu. Ekki er laust við að sumum hrjósi hugur við verkefninu því Keikósamtökin segja að ekkert megi fara úrskeiðis, t.d. með hliðsjón af því að háhyrningurinn lokist ekki inni iosni eitthvað upp. Þess vegna verður að vanda til verksins. DV-myndir GVA Erlendir verkfræðingar hafa, ásamt ráðgjöfúm og verkfræðingum Hampiðjunnar og fleiri tækniaöila, unnið að því undanfarið að kanna uppsetningu „barrier-netsins“. Aðspurður hvort til álita kæmi að flytja þetta flókna verkefhi annað sagði Hallur slíkt alls ekki hafa komið til greina. Hann sagði sjávar- hita, strauma og allar aörar aðstæð- ur í Vestmannaeyjum þær bestu sem hægt væri að hugsa sér við ís- landsstrendur. -Ótt Lögga í vanda Lögreglunni í Reykjavík er mikill vandi á höndum. Eftir hvem blaðamanna- fundinn á fætur öðram og röð fréttatilkynn- inga þar sem glæstur árangur i baráttunni gegn fikniefhaglæpon- um, ökuföntum og öðr- um föntum er tíimdað- ur er lögreglan í Reykjavík komin í strangt aðhald. Það kostar svo mikla yflr- vinnu aö halda uppi lögum og reglu og reglulegum blaða- mannafundum að framlög af fjárlögum duga ekki tiL Lögregl- an brýtur ekki gegn fjárlögum frekar en öðrum lögum og hún vill ekki verða tekin aftur á teppið vegna yflrvinnufyllirís og blaða- mannafunda. Því þarf að spara og senda yfir 30 lögreglumenn heim. Þeir bijóta þá ekki fjárlögin á meðan. Og fresta verður öllum blaðamanna- fundum fram á næsta ársþúsund. Þeir lögreglumenn sem eftir verða munu starfa undir þvílíku álagi að þjónusta vió borgarana mun sitja á hakanum. Enda á lögreglan ekki að sinna snatti i kringum gamlar konur eða anda- mömmur sem þurfa að komast með ungana sína yfir Fríkirkjuveginn. Þær eru löngu orðnar van- ar að bjarga sér sjálfar. Slíkt veikir líka ímynd- ina og styrkir um leið þá hugmynd stjómmála- manna að lögreglan hafi ekkert að gera. Því er nú einu sinni þannig farið að þvi meira sem lögregl- an gerir fyrir borgarana því minna virðist hún hafa að gera. Lögreglan á að forgangsraða verk- efnum. Ekki að eyða tíma í að rúnta um úthverf- in og skipta sér af því ef ökumenn nenna ekki að gefa stefhuljós. Það gefur borgurunum og stjóm- málamönnunum þá hugmynd að löggan hafi ekk- ert betra að gera. Það er nefnilega skorið niður á fleiri stöðum en hjá löggunni og lögga sem hefur ekkert að gera getnr ekki heimtað meiri peninga. Það skilur löggan og sendir menn heim. Löggan verður að hafa nóg að gera ef hún á að fá meiri pening. En hún má ekki sjást úti á götu því þá halda allir að hún hafi ekkert betra að gera. Stjómmálamenn geta að vanda treyst því að minni kjósenda er lélegt, ekki hótinu betra en hjá Dagfara. Hann man auðvitað ekkert eftir loforð- um frá í vor um stóraukna löggæslu gömlum kon- um, andamömmum og þjónustuþurfandi borgur- um til handa. Hann man ekkert eftir loforðum um að nú muni vargöldinni linna. Og hann man auðvitað ekkert eftir sömu uppákomu í fyrra, hittifyrra og árið þar á undan. Og hann treystir þvi auðvitað, eins og stjómmálamennimir, að góðvinir lögreglunnar muni standa undir nafiii, hafi fullan skilning á vandræðum vina sinna við Hverfisgötu og hafi vit á því að taka sér frí frá myrkraverkum út árið. Og hafa hemil á sér á næsta ári. Fjárlög næsta árs þola ekki athafna- semi fanta og glæpamanna, svo ekki sé minnst á blaðamannafundina. Dagfari Framkvæmdastjóri Nokkuð skiptar skoðanir voru inn- an Samfylkingarinnar um að hafa Rannveigu Guðmundsdóttur sem formann þingflokksins og telja flestir að Guðmundur Árni Stefánsson eigi nú meiri möguleika verði ákveðið að skipta um formann í vetur. Auk þess er enn óákveðið hver muni verða framkvæmdastjóri þingflokks Samfylk- ingarinnar en nafn Vil- hjálms H. Vilhjálmssonar heyrist einna hæst en hann hefur víðtækan stuöning í starfið og þykir vera tákn nýrra tíma í flokknum og vonast flest- ir að með ráðningu hans verði hægt að veita flokknum ferskari ásjónu... Bílaleiga í Rassgati Verslun á Netinu er í mikilli upp- sveiflu en er tiitölulega ung atvinnu- grein sem virðist vera mjög í tísku á ís- landi. Nokkrir aðilar í ferðaþjónustu á íslandi hafa þegar sett upp heimasíður þar sem þeir reyna að laða að erlenda ferðamenn til landsins. Fyrir nokkm var "kynnt á blaðamannafundi heimasíðan uiww.discover- iceland.is sem Helgi Jóhannesson og félagar hjá Samvinnuferðum-Landsýn standa fýrir. Þar em mjög fábrotnar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu og halda eflaust flestir sem ramha inn á síðuna að ferðaþjónusta á íslandi sé í raun ekki meiri en sýnt er á síöunni. Þegar kannaðir em hvaöa ferðamögu- leikar em á íslandi koma aðeins upp nöfn tveggja bílaleiga. Önnur þeirra, bílaleigan Abba, er auk þess sögð vera til húsa í Rassgati 2... Næsti formaður Þrátt fjTÍr að stutt sé síðan lands- fundur Framsóknarflokksins var haldinn em innstu koppar í búri í flokknum þegar farnir að velta fyrir sér framhoðsmálum flokksins á næsta fundi. Talið er að nú- verandi formaður, Halldór Ásgrimsson, muni jafnvel vera hættur þá sem for- maður og vilji núver- andi varaformann- inn, Finn Ingólfsson, sem arftaka sinn. Mjög skiptar skoðanir em um að Finnur verði næsti formaður flokksins en hann hafði hins vegar af- gerandi stuðning þingmanna þegar hann sigraði Siv Friðleifsdóttin- í varaformannsslag en eini stuðnings- maður Sivjar var Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrum þingmaður flokksins á Vestfjörðum. Nú finnst sumum framsóknarmönnum að Finn- ur sé kominn nógu langt í flokknum og vilja sjá Guðna Ágústsson sem næsta formann og benda á að hann hafi farið vel af stað sem landbúnað- arráðherra... Hver ritstýrir? í morgunþætti Bylgjunnar í gær var grein Jóninu Benediktsdóttur í Mogga til mnræðu og lesið úr henni af nokkrum tilfinningahita. Ritari heyrði ekki betur en að þar hefðu hlustendur verið upplýstir um það að þeir sem kæmu í viðtal hjá fyrirmynd- arblaðinu Séð og heyrt fengju ekki ein- ungis að lesa viðtölin við sig yfir heldur fengju þeir einnig að velja fyrirsagnir og millifyr- irsagnir. Og það sem meira er, þeir fengju að velja myndimar meö viðtal- inu. í fljótu bragði virðist því sem Pét- ur og Páll úti í bæ ritstýri Séö og heyrt. Velta menn því eðlilega fyrir sér hvort hinir geðþekku ritstjórar blaðsins, Kristján Þorvaldsson og Bjami Brynjólfsson deili bara út verkefnum og láti viðmælenduma um restina... Umsjón: Hjálmar Blöndal Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.