Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 18
26 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 Sport Kynntist mörgum Vigfus Vig- fússon úr Sindra í Hornafírði er 16 ára og stórefnilegur knattspyrnu- maður. „Þetta er búið að vera fint og maður hef- ur lært býsna mikið. Héma em ágætis þjálfarar og stemningin góð. Það er líka mjög skemmtilegt að kynnast öllum krökkunum, og kannski stendur það upp úr. Ég hefði ekki viljað eyða þessari helgi öðravisi, það er nógur timi til að fara á útihátíðimar." Frábær aö- staða Ásdís Reynisdótt- ir úr Neista á Djúpavogi skemmti sér vel um helg- ina. „Þetta hef- ur verið frá- bært. Að- stæðumar era mjög góð- ar, þjálfaram- ir góðir og skólinn fmn. Ég held að ég hafi mjög gott af þessu og læri talsvert. Krakkamir héma era frábærir og maður er búinn að kynnast rosalega mörgum. Til dæmis era margir Austflrðingar sem maður kannaðist við og hafði oft keppt á móti, en nú þekkir maður þá alla,“ sagði Ás- dis. Gaman að spila Kristín Inga Þrastar- dóttir, KS, var meðal yngri þátt- takenda i skólanum. „Þetta er að vera mjög gaman. Ég held að ég hafi lært þónokkuð. Æfingamar eru mjög skemmtilegar en skemmti- legast er þegar við fáum að spila,“ sagði Kristin. Skemmtileg' ar æfingar Katrín Sig- mundsdóttir, 13 ára er líka úr KS. „Þetta er rosalega skemmtilegt, æfingamar em góðar og krakkamir og þjálfaramir skemmtilegir. En mér fmnst fyr- irlestramir ekkert sérstaklega skemmtilegir.“ Vill koma aftur Snorri Guðjónsson, 16 ára er í Hugin á Seyöisfirði „Ég er búinn að læra svona svolítið. Þetta er búið að vera fínt, góðir leiðbein- endur og fínir krakkar, góður fé- lagsskapur. Það er auðvitað langskemmtilegast þegar við fáum að spila en hitt er nauðsyn- legt með. Ég mæli meö þvi að þessum skóla verði haldið áfram og ef ég ætti tækifæri á mundi ég koma aftur að ári.“ DV Hæfir leiðbeinendur Heiðar Bimir frá ísafirði starfaði sem leiðbeinandi í knattspymuskólanum: „Þetta er búið að vera mjög gaman og ég held að það hafi heppnast vel. Þetta em fínir krakkar héma sem taka vel leiðsögn og það er gaman að vinna með þehn. Gummi Torfa hefur haldið mjög vel utan um þetta og við leiðbeinendumir höfum líka lært okkar lexíu. Ég er reyndar búinn að sinna þjálfun frá 17 ára aldri og ákvað þá að hella mér út í þetta og maður er alltaf að læra. Mér finnst þessi hugmynd að knattspymuskóla góð, kannski líka sérstaklega að nýta þessa helgi í það, og ég held að þessi skóli sé kominn til að vera,“ sagði Heiðar sem er aðeins tvítugur að aldri en samt orðinn mjög hæfur þjálfari. Frábært framtak Ámi Þorgilsson frá Hvolsvelli er formaður HSK og kom sem foreldri á mótið en endaði sem þúsundþjalasmiður og hjálparhella stjómenda og leiðbeinenda Knattspymuskólans. „Þetta er frábært framtak hjá knatt- spymudeild Tindastóls. Svona skóli hefði átt að vera kominn á laggim- ar fyrir löngu, en kannski hefur ekkert félag haft þor að ráðast í þetta, enda liggur hér að baki geysileg vinna. Ég hef fylgst hér vel með og það er enginn vafi á að hér hefur tekist mjög vel til, enda engir aukvisar á ferð. Guðmundur Torfason skólastjóri, Bjarni Stefán Konráðsson, Bjami Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, Siggi Donna og margir fleiri starfa hér og em mjög hæfir leiðbeinendur. Hér er mikill metnað- ur að hafa alla hluti sem besta og fagmennskan er í fyrirrúmi. Aðstaðan héma er líka frábær og vonandi verður framhald á þessu.“ Þrjár eldhressar stelpur úr Hvöt á Blönduósi. Frá vinstri: Signý S. Berndsen, Sylvía Lind Þorvaldsdóttir og Viktoría Jóhannsdóttir. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og félagsskapurinn mjög góður,“ sagði Signý og Sylvía tók undir. „Við hefðum samt alveg þegið að fá að vera lengur úti á kvöldin og sofa aðeins lengur á morgnana," og Viktoría bætti við. „Þetta er þrælsniðugt að gefa krökkunum kost á að koma sama og spila fótbolta. Það er meira vit í þessu en að vera veltandi einhvers staðar á útihátíð, blindfullur úti í móum.“ - fyrir unglingana til að skemmta sér án áfengis um verslunarmannahelgina DV, Sauöárkróki: Knattspymuskóh íslands, fyrir krakka á aldrinum 13-16 ára, var haldinn í fyrsta skipti á Sauðár- króki um verslunarmannahelgina. Það voru 186 nemendur sem sóttu skólann og var það talsvert meiri Qöldi en aðstandendur bjuggust við, en það var knattspymudeild Tinda- stóls sem átti frumkvæðið að skól- anum og naut við undirbúninginn velvilja Knattspymusambands ís- lands og fjölmargra annarra aðila. Bærinn fékk nýan lit Knattspymuskólinn setti mikinn og skemmtilegan svip á bæjarlífið á Sauðárkróki þessa daga og greinlegt var aö krakkamir vom til sóma, enda fengu þau mikið lof við skóla- slitin fyrir skemmtilega framkomu og hegðim i alla staði. „Verið alltaf velkomin til Sauðár- króks aftur,“ voru lokaorð ávarps Ómars Braga Stefánssonar for- manns knattspymudeildar Tinda- stóls. Atli Eðvaldsson og Vanda Sigurgeirsdóttir komu við Skólinn var settur kl. 14 á fimmtudag og skólaslit fóm fram á sama tíma á mánudag. Skólastjóm var i ömggum höndum hins kunna knattspymumanns og þjálfara Guð- mundar Torfasonar og um tíu leið- beinendur kenndu við skólann. Þcir á meðal vora mjög reyndir þjálfarar eins og Bjarni Stefán Konráðsson, Bjami Sigurðsson markvörður, Sig- Umsjón íris B. Eysteinsdóttir Leikið fast Snorri Geir Snorrason frá Dalvík er 16 ára og skemmti sér vel á Sauð- árkróki. „Þetta er góður og skemmti- legur skóli. Æfmgamar era mjög góðar og ég held að maður hafi bara lært talsvert þessa helgi. Leiðbein- endumir eru frábærir og líka fínir krakkar. Viö eram sextán í mínum hóp og það er mikil keppi þegar við spUum enda leikið fast,“ sagði hinn efnilegi knattspymumaður. urður Halldórsson og Midsa frá Siglufirði. Þá komu margir góðir gestir í heimsókn, eins og KR-ing- arnir Atli Eðvaldsson, David Winnie og Andri Sigþórsson. Einnig mættu á svæðið Jón Gunnlaugsson, ritari KSÍ, Da Silva hinn brasilíski leikmaður á Ólafsfirði, Þorgrímur Þráinsson og Vanda Sigurgeirsdótt- ir, svo einhveijir séu nefndir. Háttvísi í fyrirrúmi Guðmundur Torfason skólasfjóri var ánægður með þá góðu einingu og samvinnu sem náðist til að gera eins vel og frekast var kostur. „Það er ekki einfalt mál að taka á móti tæplega 200 unglingum, en krakk- amir stóðu sig vel og lögðu sig fram bæði innan vallar og utan. Við lögð- um líka mikla áherslu á þau atriði sem era svo mikilvæg í lifmu, eins og t.d. stundvísi, góða umgengni og háttvísi, þannig að krakkamir vora líka að tileinka sér ýmislegt fleira en að spila fótbolta. Þama sá ég krakka sem hafa alla burði til að spila í efstu deild og með landsliði, haldi þau áfram á sömu braut,“ sagði Guðmundur. Skólinn var þcinnig byggður upp að dagskráin var stanslaus frá átta á morgnana til tíu á kvöldin. Æft var tvisvar á dag, klukkan tíu og fjögur. Fyrirlestar vora á morgnana og eftir hádegismat og kvöldmat. Þá vora diskótek og kvöldvökur tvö síðustu kvöldin og að sjálfsögðu horfði allur hópurinn saman á leik Manchester United og Arsenal á breiðtjaldi á Kaffr Krók. Myndir og texti Þórhallur Ásmundsson Njósnari á ferö? Ámi Þorgilsson frá Hvolsvelli kom með syni sínum á Sauðárkrók og var þar alla helgina. Ámi kom til stjómenda skólans og bauðst til þess að ganga í hvaða verk sem væri, ef hann gæti á nokkum hátt aðstoðað og var Áma fært sérstakt þakklæti við skólaslitin fyrir sitt framlag, enda var hann alltaf réttur maður á réttum stað. Ámi fór vítt um á milli valla til að byrja með og fylgdist þá íbygginn meö. Önnum kafnir krakkamir veittu eftirtekt þessum manni sem fylgdist svo grannt með æfmgunum, og fljótlega komst á kreik sá kvittur að þaima væri kominn njósnari frá einhverju frægu erlendu félagi þannig að auðvitað varð þetta til þess að krakkamir lögðu sig enn þá meira fram. En því miður var þama ekki njósnari heldur aðeins hinn hjálpsami Ámi sem stóð sig frábærleg vel við að aðstoða mótshaldara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.