Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 33 fí rd N !h (d E-i Myndasögur CHEETAH! NáSu I Magani! -r- :^6' ft PANC! Veiðivon Krossá á Skarðsströnd: Veiddi maríulaxinn sinn alveg sjálfur Gunnar Gunnarsson, fimm ára, lyftir maríulaxinum sínum hátt upp nokkrum mínútum eftir að hann landaði honum al- veg sjálfur í Krossá á Skarðsströnd. DV-mynd Gunnar Það er ekki nóg með að laxinn vanti heldur er farið að vanta vatn í veiðiárnar þessa dagana og það mikið. Ekki hefur rignt á stórum hluta landsins í margar vikur. „Það var orðið lítið vatn í Laxá í Dölum, eiginlega hrylli- lega lítið, og Haukadalsá, sem alltaf heldur sér, var orðin vatns- lítil. Það þarf stórrigningar í Döl- unum ef ekki á illa að fara fyrir veiðiánum," sagði veiðimaður sem var við veiðiskap á Barða- ströndinni og veiddi vel af bleikju. Bleikjan virðist heldur hafa verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið og veiðist mikið af henni víða um land. Þær stærstu sem við höfum heyrt af voru 6 pund. „Þetta var skemmtilegt, hann veiddi fiskinn alveg sjálfur og landaði honum,“ sagði Gunnar Gunnarsson, faðir Gunnars, sem aðeins er 5 ára og veiddi maríu- laxinn sinn í Krossá á Skarðs- strönd fyrir fáum dögum. „Við vorum að veiða þama, fjölskyldan, og við fengum fjóra laxa. Strákurinn var að veiða rétt fyrir neðan sjálfur, með sína stöng og maðk. Allt í einu kom hann labbandi með fiskinn og þá var löndunin afstaðin. Það er skemmti- legt þegar þeir gera þetta bara sjálf- ir,“ sagði faðir hans, Gunnar. Veiðivon Gunnar Bender Krossá á Skarðsströnd hefur gefið á milli 30 og 40 laxa og veiðimenn hafa séð laxa í ánni á nokkmm stöð- um. Gengur vel í Miðá í Dölum Síðasta holl sem hætti veiðum í Miðá í Dölum veiddi 6 laxa og um 100 bleikjur en þar hafa veiðst um 40 laxar og mikið af bleikju. Stærstu bleikjurnar eru kringum 4 pundin og hafa laxinn og bleikjan dreift sér um alla á. Þetta er eins og tveggja ára lax sem veiðist þessa dagana í Miðá, þó er heldur meira af eins árs laxinum. Hoppaði á laxinum Það hefur ýmislegt herjað á lax- veiðiámar í sumar: minni lax en allir áttu von á og núna hefur ekki rignt lengi, lengi við margar veiði- ámar. Við fréttum af einum sem lenti í þurri veiðiá fyrir fáum dögum. Hann reyndi og reyndi en fiskurinn var tregur og hélt sig í djúpu hylj- unum þar sem allir höfðu barið og barið vikum saman. Veiðimaðurinn ætlaði að færa sig neðar í ána og reyna þar, kastar flugunni á undan sér en enginn fiskur tekur. Þar sem áin var ekki vatnsmikil var vinur- inn hara á strigaskónum. Kemur hann þar að sem áin þrengist og ákveður að stökkva yfir, enda stór steinn til að stökkva á. Tekur vinurinn undir sig stökk yfir á steininn sem fer á fleygiferð og vinurinn hendist út í hylinn og á kaf. Hann hafði lent á laxi sem tók strikið um leið og stokkið var á hann. Þessi lax hefur ekki sést siðan. EXPRESS HAGLASKOTIN —HÆFA BETUR 9 Sjörnubrotin plasthylki 9 Plastbolla forhlöð 4) 16-24mm sökkull 9 VECTAN-hágæða púður 9 36, 42 og 46 gr. hleðsla • 3% ANTIMONY-högl 9 Stærðir 1, 3, 4, 5 ^ Hraði: 1375 fet/sek. 9 ClP-gæðastaðall Mávahlíð 41, Rvík, sími 562 8383 OG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND ^ORTVÖRU IGERÐIN HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.