Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 JjV mennmg 1k Matarást í myndum - Tryggvi Ólafsson gerir myndir fyrir danskt verkalýðsfélag SID (Specialarbejderforbundet), gamla verkalýðsfélag Ankers Jörgensens, er stærsta félag sinnar tegundar i Danmörku, með 327.000 meðlimi innan sinna vébanda. Þessi samtök hafa mikinn metnað fyrb: hönd hins vinnandi manns, meðal annars þykir þeim sjálfsagt að stuðla að aðgengi hans að góðri myndlist og sjónmennt almennt. Virð- ist forysta þess því vera á svipaðri bylgju- lengd og Ragnar Jónsson í Smára sem gaf Alþýöusambandi íslands listaverkasafn sitt í sama tilgangi. SID er raunar ekki eitt danskra verkalýðs- félaga um þessa áherslu á sjónmenntir því danska Alþýðusambandið (LO) hefur keypt ógrynni af listaverkum sem meðal annars eru notuð til að skreyta skóla sem það rekur í Helsingör. Ólygnir segja að það sé eitt besta safn danskrar myndlistar á einum stað í þvísa landi. Einhvern veginn læðist að manni sú tilhugsun að metnaður þessara dönsku verkalýðsforkólfa og Ragnars í Smára hafi aldrei skilað sér yfir i íslenska verkalýðshreyflngu, hvað sem veldur. Eitt af því sem SID gerir fyrir félagsmenn sina er að efna til kynningar á helstu núlif- andi listamönnum Dana í víðlesnu mánaðar- riti sínu, Fagbladet. Um leið gera þau félags- mönnum kleift að eignast graflkverk eftir listamennina við vægu verði. Kaupir félagið 3 grafíkverk af hverjum listamanni og lætur þrykkja þau í 500 eintökum til að byrja með. í flestum tilfellum geta félagsmenn keypt þessi verk, árituð af listamanninum, á 4000 ísl. kr. stykkið eða 9000 ísl. kr. öll þrjú. Að þessu sinni kynnir félagið ellefu listamenn, einn í hverj- um mánuði. Meðal þeirra er „vores egen“ Tryggvi Ólafsson en í hópnum eru einnig þeir Henrik Have, Jens Birkemose, Bodil Kálund, Per Kirkeby, Arne Haugen Sörensen og Tom Kröjer, allt þekktir jaxlar í danskri Tryggvi Ólafsson: „hvorki tekist að verða danskur né fyllibytta". Ein af grafíkmyndum Tryggva fyrir SID. mjmdlist. Öll grafíkverkin eiga það sammerkt að snú- ast um mat eða, réttara sagt, mataruppskrift- ir hins vinsæla danska listakokks Sörens Ger- icke. í fyllingu timans munu þær birtast í kokkabók eftir Gericke sem Bröndum-útgáfan ætlar að gefa út. Kolkrabbi og krukka Þegar matur er annars vegar er Tryggvi Ólafsson náttúrlega á heimavelli. Enda lætur hann móðan mása um mat og myndlist í við- tali sem birtist í Fagbladet í tilefni af útkomu grafíkmyndanna. „Mér var uppálagt að fjalla um matarástina í þessum myndum,“ segir hann. „Og þá varð mér hugsað til barokklistarinnar, sérstaklega hollensku málaranna á borð við Frans Snyder og Jor- daen, sem máluðu þessar feiknalegu matarmyndir sem áttu að segja áhorfend- um að eigandi þeirra ætti ailt til alls. Þetta eru myndir þar sem fiskar, kjötstykki og grænmeti fljóta út um allan flötinn. En auðvit- að er ég ekki að gera svoleiðis myndir því ég hef þann hátt á að reyna að einfalda hlut- ina, segja meira með því að sýna minna.“ í einni myndanna koma fyrir íslensk svið og hefur Tryggvi greinilega gaman af því að ganga fram af dönsk- um viðmælanda sínum með lýsingum á sviðaáti. Camembert-ost á öðru þrykki segist hann hins veg- ar hafa fundið í Politiken. „Það er enginn munur á því að teikna ost upp úr blaði og að teikna hann heima í eld- húsinu hjá sér. Því ætti ég að kaupa 25 osta til að æfa mig að teikna?“ I sömu mynd er einnig að finna kolkrabba og krukku sem er eftirmynd af forn- grísku íláti. „Ég setti þetta saman sisona til að minna á það að matur er sígilt fyrirbæri, hann var, er og verður að eilífu mannsins megin.“ Loks er Tryggvi spurður sígildrar spum- ingar um langa útivist sína í Danmörku en þar hefur hann verið búsettur í samtals 37 ár. „Tvennt hefur mér aldrei tekist að verða í Kaupmannahöfn, Dani og fyllibytta... Það er ekki að ég hafí ekki viljað gerast danskur, ég er bara ekki héðan, svo einfalt er það. Þegar tyrknesku innflytjendurnir hér segjast alltaf munu verða tyrkneskir í sér, jafnvel þótt þeir búi í einbýlishúsi í Herlev, þá skil ég þá mætavel." Síðan gefur Tryggvi viðmælendum sínum bestu pönnukökur sem þeir hafa smakkað og sendir þá til sins heima, metta og ánægða. -AI Á köldum færeyskum klaka Færeyski kvikmyndaleikstjór- inn Katrín Óttarsdóttir hefur reynt sitt af hverju þótt aldurinn bagi hana ekki enn. Eftir nám við danska Filmskólann (þar sem hún útskrifaðist með Lars von Trier meðal annarra) sneri hún heim til Færeyja og tók þátt í að setja á fót færeyskt sjónvarp. En landar hennar vom ekkert sér- staklega hrifnir af tilraunum hennar til að koma heimaunnu leiknu efni á skjáinn svo að hún fór aftur til Danmerkur þar sem hún hefur unnið síðan og gert fjölda stuttmynda af ýmsu tagi. En kvikmyndirnar sem hún hef- ur gert fjalla um Færeyjar - mað- ur hleypur ekki frá menningar- legum farangri sínum, eins og hún sagði í viðtali við Politiken Si9ri Mitru þegar nýjasta myndin hennar 9aard- var fmmsýnd í Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Kvikmyndin Bye Bye Blue Bird hefur vak- ið deilur í Færeyjum. Sjálf segir Katrín að landar hennar skiptist í tvennt í skoðunum, sumir hati myndina og öðmm finnist hún æð- isleg. Klofningurinn er skiljanlegur því ann- ars vegar er kvikmyndin fjörug og skemmti- leg og sýnir vel hvað eyjamar átján eru und- urfallegar, hins vegar er hún hörð árás á skin- helgi, fordóma og óþol lítils samfélags í garð þeirra sem eru öðmvísi en fjöldinn og jafnvel þeirra sem gera ekki annað af sér en fara burt. „Þetta er eina landið í heiminum þar sem litið er á það sem fóðurlandssvik að fara til útlanda," segir önnur aðalpersónan bitur. Myndina mætti reyndar skilja sem svo að fær- eyskt samfélag sé hreinlega of lítið til að manneskjan geti þrifist þar almennilega og það er stór biti að kyngja. Gaini og Hildigunnur Eyðfinnsdóttir stumra yfir Kvikmyndir Silja Aðalsteinsdóttir Þyngri en tárum taki Sagan segir frá tveimur rúmlega tvítugum vinkonum sem koma í heimsókn á heimaslóð- ir eftir nokkurra ára dvöl erlendis og hafa báðar sínar ástæður til þess sem þær segja jafnvel ekki hvor annarri. Þær sárlangar til að vera aðrar en þær eru eins og Katrín sýn- ir með því að láta þær slá um sig með frönsku og ensku, ganga í geggjuðum fótum og mála sig nær óþekkjanlegar. Eitt óvæntasta atriði myndar- innar er þegar þær þvo af sér stríðsmálninguna eitt kvöldið og undan henni koma tvær fullkomlega eðlilegar ungar stúlkur! Að sjálfsögðu tekur um- hverfiö þeim í samræmi við þetta ögrandi útlit, allir nema sjómaðurinn Rúni sem ekur þeim þægur þang- að sem þær vilja fara, með viðkomu á ótrúlega mörg- um stöðum sem hann á dul- arfull „erindi" til. Stelpumar eru prýðilega leiknar af Hildigunni Eyð- finnsdóttur (dóttur Katrín- ar), gullfallegri leikkonu sem minnir á Ragnhildi Gísladóttur, Johanni Dals- og sigri Mitru Gaini. Rúna leik- ur færeyski skemmtikrafturinn Johan Dalsgaard frábærlega vel. Okkar eigin Hilmar Örn gerði músíkina við myndina og í Weekendavisen nefnir gagnrýn- andinn tvær bíómyndir sem honum finnst sérstaklega skyldar mynd Katrínar, nefnilega Á köldum klaka eftir Friðrik Þór Friðriksson og Thelmu og Louise þeirra Ridley Scotts og Callie Khouris. Katrínu gekk illa að fá inni í dönskum kvikmyndahúsum fyrir myndina sína, þrátt fyrir styrk frá Danska kvikmyndasjóðnum. Ef íslenskir kvikmyndahúsaeigendur sýna að þeir hafi minni fordóma gagnvart smáþjóða- myndum en þeir dönsku verða íslenskir kvik- myndahúsagestir ekki sviknir af myndinni sem endar með því að koma út á manni fleiri tárum en Flöskuskeytið hans Kevins Kostners. Milli hrauns og jökla Enn ein sumartónlistarhátiðin lítur dagsins ljós nú um helgina, þegar árlegir kammertónleikar verða haldnir að Kirkjubæjarklaustri. Listrænn stjómandi hátíðarinnar er að vanda Edda Erlends- dóttir píanóleikari og prófessor við Tón- listarskólann í Versölum sem á ættir að rekja til héraðsins (á mynd). t þetta sinn hefur hún fengið til liðs við sig sjö þekkta tónlistarmenn, íslenska og erlenda, Sól- rúnu Bragadóttur sópransöngkonu, Gerrit Schuil píanóleikara, Guöna Franzson klarinettuleikara, Sigrúnu og Sigurlaugu Eðvaldsdœtur fiðluleik- ara, Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara og belgíska sellóleikarann Luc Toot- en. Hátíðin stendur frá fostudagskvöldi til sunnu- dags og verður fjölbreytt alla dagana. Föstudags- kvöldið 13. ágúst verður fluttur kvartett í Es dúr op 79 fyrir klarinett og strengi eftir Mozart, 5 Jónasarlög fyrir sópran, pianó, fiðlu, klarinett og selló eftir Atla Heimi Sveinsson, Elegía fyrir selló og pí- anó eftir Fauré, 6 ljóð fyrir sópran og pí- anó eftir Poulenc og loks ítalska svítan fyrir fiðlu og píanó eftir Stravinskí. Á laugardegi hefjast tónleikar kl. 17 og verða þá flutt 5 ljóð úr Svartálfadansi fyr- ir sópran og píanó eftir Jón Ásgeirsson, 3 ljóð fyrir sópran og píanó eftir Duparc, sónata op. 167 fyrir klarínett og píanó eft- ir Saint-Saens, Chanson perpétuelle fyrir sópran, píanó og strengjakvartett eftir Chausson og kvartett fyrir píanó og strengi í c moO eftir Fauré. Lokatónleikamir hefjast kl. 15 á sunnu- dag. Þar verða á dagskrá 6 þýsk ljóð op. 103 fyrir sópran, klarinett og píanó eftir Spohr, íslensk sönglög í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar fyrir fiðlu og píanó og loks kvintett fyrir klarinett og strengi op. 115 eftir Brahms. Milli tónleika gefst fólki tækifæri til að skoða óviðjafnanlega náttúra staðarins, fara upp i Lakagíga, Núpsskóga eða til Skaftafells eða tritla niður eftir ánni og klifra upp á Systrastapa. Náin kynni Bókaforlagið Bjartur heldur upptekn- um hætti að gefa út markverðar bækur utan hins hefðbundna útgáfutímabils. Nú hefur það sent frá sér íslenska þýðingu á umdeildri skáldsögu ensk-pakistanska rit- höfundarins og kvikmyndaleikstjórans, Hanifs Kureishi, Intimacy eða Náin kynni eins og hún heitir á íslensku. Bíófiklar kannast öragglega við kvikmynd Kureis- his, My Beautiful Laundrette, sem gerði leikarann Daniel Day-Lewis að kvik- myndastjömu. Náin kynni varð breskum gagnrýnend- ,um tileftii til ítarlegra greinaskrifa um mörkin milli sjálfsævi- sögunnar og skáldsögunn- ar, enda virtist þessi saga Kureishis sprottin beint úr einkalifi hans. Eftir nokkurra ára sambúð ákvað hann skyndilega að yfirgefa konu sína og.tvo syni og taka saman við aðra konu. Tveimur áram seinna gaf hann út bók um höfund sem ákveður að yfirgefa konu sína og tvo syni og taka saman við aðra konu, og rekur um leið aðdraganda þessarar ákvörðunar á vægðarlausan hátt. Þurfti Kureishi að verjast ásökunum um gegndarlausa sjálfselsku og kvenhatur en uppskar einnig lof fyrir hreinskilni og fjönnikinn stíl bókarinnar. Sjálfur gerði hann hvað hann gat til að slá á vangaveltur um sjálfsævisögulegan þátt bókarinnar: „Það er augljóst að við lifum á tímum þar sem gamla fjölskyldumynstrið á undir högg að sækja. Og við leitum leiða til að aðlaga fjölskylduna að nýjum aðstæðum... Þetta er saga um ást og ekki síður um hvað ger- ist þegar menn hætta að elska.“ Það er Jón Karl Helgason (á mynd) sem þýðir bókina. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.