Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 Guðni Ágústsson: Hrossatollar í ríkisstjórn >. „Þetta er spuming um mikilvæg viðskipti með hross og ég mun taka málið upp í ríkis- stjórn,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra í morgun um hugmyndir um tilslakanir í innflutningi á landbúnaðarvör- um frá Evrópu- sambandslöndun- um í skiptum fyr- ir samninga um tolla í hrossaútflutningi. „Það lágu fyrir ákveðin drög að samningi í þessum efnum áður en ég kom í ráðuneytið og það verður allt skoð- Wð upp á nýtt. Sjálfur er ég til í samninga ef það liðkar fyrir mikil- vægum viðskipttun með íslensk hross,“ sagði Guðni Ágústsson. -EIR Útgerð Ýmis: Þetta verður að takast „Þetta bara verður að takast," iq—^agði Ágúst Sigurðsson, útgerðar- stjóri Stálskipa hf. sem gera út Ými frá Hafnarfírði, í samtali við DV í morgun þegar hann var spurður hvaöa væntingar hann gerði til þess að hægt yrði að rétta togarann af. Ágúst sagði að dælingar úr skipinu hefðu ekki tekist sem skyldi í nótt og þær ætti að reyna á ný á fjöru klukkan 12.30 í dag en þá yrði búið að bæta við dælubúnaði. Þegar DV mætti í Hafnarfjarðarhöfn í morgun lá skipið í nánast sömu stöðu og það hafði gert í gærkvöld. Menn að störfum í höfninni sögðu að það sem hefði staðið þvi fyrir þrifum að tækist að koma skipinu á réttan kjöl væri að það er opið inn í skipið og það þýddi lítið að dæla úr skipi sem Ji'æri opið. Þó er búið að tæma vél- arrúmið. Kafarar sáu mjög illa til í nótt vegna þess að sjórinn er olíu- mengaður og krani sem nota átt til að koma skipinu á réttan kjöl gat ekkert híft. -Ótt Ekkert byggingar- leyfi Úrskurðamefnd skipulags- og byggingarmála hefúr fellt úr gildi leyfl borgaryflrvalda til að byggja verslunar- og íbúðarhús á Lauga- <ó.-egi 53b. Nefndin telur nýtingar- hlutfafl lóðarinnar of hátt og ný- bygginguna of nærri húsum í kring. 4' }■ i‘: Húseigandi við Laugarásvegi ákvað að fella þessi risavöxnu tré í gær þar sem þau voru farin að skapa hættu við húsið. Húsbóndinn taldi allt eins Ifklegt að þau fykju í næsta óveðri og þá gætu þau skapað stórhættu fyrir gangandi vegfarendur. DV-mynd s Svínabú í Melasveit þarf í umhverfismat: Engin lagastoð - segir forsvarsmaður búsins, Geir Gunnar Geirsson Skipulagsstjóri ríkisins hefur lagt til að svínabú, eða öflu held- ur uppeldisstöð fýrir slátursvín sem byijað er að reisa að Melum í Melasveit skuli fara í umhverf- ismat tfl að áætla hver áhrif starf- seminnar verði á náttúru um- hverfi og samfélag, eins og segir í úrskurðinum. Umhverfismat á landbúnaðarstarfsemi er nýmæli hér á landi. Engin lög hafa hing- að til kveðið á um umhverfismat vegna landbúnaðarstarfsemi hér á landi og Evróputilskipun um stórbúskap hefur ekki tekið gfldi hér á landi. Hlutafélag um nýja svínabúið keypti jörðina Mela í Melasveit fyrir nokkru á 26 mifljónir króna og ætlunin er að grísir frá tveim- ur svínabúum með samtals um 1120 gyltur verði aldir upp á nýja búinu eftir að hafa verið færðir frá gyltunum. Forsvarsmaður hlutafélagsins er Geir Gunnar Geirsson á Vallá á Kjalarnesi. Hann segir að þessi krafa um um- hverfismat án lagastoðar muni að öllum líkindum tefja fram- kvæmdir við nýja búið um eitt og hálft ár. Hann segir að í upphafi framkvæmdanna hafi verið haft samband við nágranna. Þeim hafi verið kynntar rækilega fyrirætl- anir og uppeldisstöðinni síðan valinn staður i samráði við ná- grannana. Eftir að framkvæmdir voru síðan hafnar bárust athuga- semdir frá einum afkomenda um- rædds nágrannabónda. sem bú- settur er í Bandaríkjunum um mengunarhættu frá búinu fyrir- hugaða. í framhaldinu hafi mál- inu verið vísað til umhverfis- ráðuneytisins sem aftur vísaði þvi til embættis Skipulagsstjóri ríkisins sem hefur lagt til fyrr- nefnt umhverfismat. Geir Gunnar Geirsson sagði við DV í morgun að þessi mikli málatilbúnaður hefði valdið tals- verðum óþægindum og veriflegt tjón og óþægindi væru fyrirsjáan- leg ef umhverfismatsmálinu verð- ur haldið til streitu af hálfu hins opinbera. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir DV í morgtm tókst ekki að ná sambandi við umhverfisráð- herra né ráðuneytisstjóra um- hverfisráðuneytisins vegna þessa máls. -SÁ Árekstur við sjúkrabifreið í gærkvöld varð árekstur við gatna- mót Miklubrautar, Bústaðavegar og Snorrabrautar er bíll á leið um Miklubrautina keyrði á sjúkrabíl sem fór á blikkandi Ijósum gegn rauðu yfir gatnamótin. Bíllinn lenti með miklu afli á sjúkrabifreiðinni sem kastaðist til við áreksturinn. Engin alvarleg slys urðu á fólki en einn meiddist lítillega og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Báðir bílarnir voru óökufærir og voru færðir á brott með krana. Veðrið á morgun: Vætusamt syðra en þurrt nyrðra Á morgun, fimmtudag, verður austanátt, 5-8 metrar á sekúndu, og rigning eða skúrir sunnan og vestan tfl. Hins vegar er búist við hægari suðaustlægri átt og að mestu þurru veðri norðaustan til. Hiti verðm- á bilinu 10 til 15 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. 10 12 O CK Mi úrboltar Mðrfestingar ■«» Wr^l 1% Ifil íjjÉj Smiðjuvegur 5 200 Kóp. Sfml: 535 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.