Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 19
I ij MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 Sviðsljós Svindlað á Kryddp íum Endurskoðendur og lög- menn kryddkrúttanna í Spice Girls leita nú dauða- leit að milljóna punda ágóða af plötusölu hljóm- sveitarinnar á heimsvísu en að þeirra sögn virðist plötufyrirtækið Virgin í besta falli hafa misskilið og miklað fyrir sér hversu stóran hlut það átti í hagnaði af afurðum stúlknanna. Kryddlögmennirnir krefjast ná- kvæmra sölu- og hagnaðar- talna fyrir Bretíand og Evr- ópu, Ameríku og Ástralíu og ætla jafnvel að senda endm'- skoðendur til Bandaríkjanna til að fara yfír reikninga. Krafa stúlknanna í Bret- landi einu gæti numið allt að 210 milljónum króna. Virgin-fyrirtækið hefur sagt mál þetta vera hið vandræðalegasta en vonandi verði þessi misskilningur leiðréttur fljótt óg öruggléga. Vilhjálmur prins í Tyrklandi: Magadans átti hug hans allan Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldo og unnusta hans, hin gullfal- iega Milene Domingues, snæddu hádegisverð á heimili forseta íþrótta- og ólympínefndarinnar í Hong Kong á dögunum. Hetjan var í þriggja daga heim- sókn í Hong Kong til að auglýsa úr. Vilhjálmur prins er óðum að komast til manns. Prinsinn fylgdist hugfanginn á magadanssýningu á veitingastað í tyrkneska sumarleyf- isbænum Datca um daginn. Prins- inn var þar í fylgd með nokkrum vinum sínum á svipuðu reki, bæöi piltum og stúlkum. Þannig er að prinsinn er í sumar- leyfi um borð í glæsisnekkju á Mið- jarðarhafmu með fóður sínum, Karli ríkisarfa, Camillu ástkonu hans, og Harry litla bróður. Þetta mun vera fyrsta sumarleyfið sem þau fara saman í sem ein fjölskylda, ef svo má kalla. Um borð í snekkjunni á Mið- jarðarhafinu er hin nítján ára gamla ljóska, Davina Duckworth- Chad, vinkona hins sautján ára gamla Vilhjálms. Fegnir herma að Karl faðir hafi verið yfir sig ánægð- ur með stúlkuna og boðið hana hjartanlega velkomna. Vinir prinsins halda því fram að Villi eigi sér þá ósk heitasta að vin- skapur þeirra Davinu verði að ósviknu sumarleyfisástarævintýri. Vilhjálmur prins er í sumarleyfi með Karli föður sínum, Harry litla bróður og Camillu, ástkonu pabba. Með i för er líka vinkona prinsins. Heppinn áskrifandi fær SONY heimabíó frá Japis sem er: 29" 100 riða sjónvarp 6 hátalarar og auk þess: Ct‘r<aj" 14" sambyggt sjónvarp og vídeó, ferðageislaspilara fyrir öll börn og unglinga á heimilinu sem eru yngri en 18 ára. Dregið 20. ágúst Vikulega verður dreginn út áskrifandi sem fær kr. 30.000 í vöruúttekt að eigin vali í Útilifi. Heildar verðmæti vinninga er 700.000 kr. ILIF 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.