Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 26
34 MIÐVTKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 Afmæli Katrín Helga Ágústsdóttir Katrín Helga Ágústsdóttir, fram- haldsskólakennari og myndlistar- maöur, Hlaðbæ 9, Reykjavík er sex- tug í dag. Starfsferill Katrín fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk prófi frá Kenn- araskóla íslands í handmennta- kennslu árið 1959 og í myndmennt- un árið 1962. Katrín var kennari við Grunnskóla Reykjavíkur 1962-72 og vann jafnframt að textíl. Á árunum 1971-82 starfræti Katrín textílstofu ásamt eiginmanni sínum. Unnu þau að gerð myndverka þar sem myndefnið var sótt í íslenskt þjóðlíf. Unnið var að gerð módelfatnaðar, til dæmis kórbúninga fyrir Lang- holtskirkju, Árbæjarkirkju, kór Öl- dutúnsskóla í Hafnarfirði og fleiri kóra, auk annarra textilmuna. Helstu einkasýningar Katrínar: Bogasal Þjóðminjasafnins 1970,1973, 1975, Kjarvalsstaðir 1981. Sýningar á fatahönnun á árunum 1977-1981. - Batik; Kjarvalsstaðir 1984, 1986, 1987, Akureyri 1986, Jónshúsi í Kaupmannahöfn 1989, SPRON 1990, Gallerí Fold 1995, og víðar. - Vatns- litir; Hafnarborg Hafnarfirði 1991, Perlunni 1992. - Olía. Helstu samsýningar: Listahátíð í Reykjavík 1982, 1984, 1986, 1988, Kirkjulistasýning Kjarvalsstöðum 1983, Viðurkenning fyrir iðnhönnun frá SPRON 1982 auk þátttöku i sýn- ingarhópi Akvarell Island 1996 og 1998. Fjölskylda Maki Katrínar er Stefán Halldórs- son, f. 19.9. 1937, starfsmaður Lista- safns íslands. Foreldrar hans: Petr- ína S. Stefánsdóttir húsmóðir og Halldór Jónsson bóndi og verka- maður. Þau eru bæði látin. Börn Katrínar og Stefáns: Helga, f. 26.8. 1967, verkfræðingur, eigin- maður Ágúst Hrafnkelsson við- skiptafræðingur, börn þeirra Katrín Helga og Svavar Hrafn, þau búa í Reykjavík; Stefán Halldór, f. 23.6. 1973, kerfisfræðingur, sambýliskona Guðrún Marta Ásgrímsdóttir, bú- sett í Kópavogi. Bróðir Katrínar: Haukur, f. 3.11. 1937, guðfræðingur og kennari við Verkmenntaskóla Akureyrar. Eig- inkona hans er Hilda Torfadóttir, kennari við Síðuskóla á Akureyri, þeirra barn Ágúst Torfí, verkfræði- nemi. Foreldrar Katrínar: Ágúst Jóns- son, f. 1901, d. 1976, yfirvélstjóri, og Helga Vigfúsdóttir, f. 1913, d. 1969, húsmóðir. Þau bjuggu í Reykjavík. í tilefni dagsins taka þau hjónin á móti gestum í safnaðarheimili Ár- bæjarkirkju í dag kl. 19.30. Til hamingju með afmælið 11. ágúst 90 ára______________ Irene Gook, Austurbyggð 21, Akureyri. Sveinbjörg Erasmusdóttir, Garðvangi, Garði. 85 ára Guðrún Þorsteinsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. Oddur Kristjánsson, Steinum 1, Borgarnesi. 80 ára Hermann Sveinsson, Hvolsvegi 25, Hvolsvelli. Margrét A. Jónsdóttir, Langholtsvegi 2, Reykjavík. Sigurborg Skúladóttir Sigurborg Skúladóttir, fyrrv. verslunar- og skrifstofumaður, Krummahólum 8, Reykjavík, er átt- ræð í dag. Fjölskylda Sigurborg er fædd í Stykkishólmi og ólst þar upp. Hún gekk í Kvenna- skólann í Reykjavík. Sigurborg vann við verslunar- og skrifstofustörf í meira en hálfa öld og var lengst af hjá fyrirtæki Sig. Ágústssonar i Stykkishólmi. Sigurborg giftist 20.10. 1945 Víkingi Jóhannssyni, f. 28.7. 1921, d. 1985, tónlist- arskólastjóra. Foreldrar hans: Jóhann Þorvaldsson, útvegsbóndi á Eskifirði, og Halldóra Helgadóttir. Börn Sigurborgar og Víkings: Jóhann, f. 30.6. 1946, viðskiptafræðingur, maki Guðný Óladóttir; Guðrún, f. 5.12.1947, hjúkr- Sigurborg Skúladóttir. unarfræðingur, maki Viðar Vésteinsson, þau eiga þrjú börn; Skúli, f. 13.1. 1949, jarðfræðingur, maki Ingibjörg Kaldal, þau eiga þrjú börn; Hall- dór, f. 5.6. 1957, píanó- kennari; Ingvar, f. 22.7. 1960, grafískur hönnuð- ur. Systkini Sigurborgar: Ingibjörg, f. 25.9. 1902, d. 22.3. 1975; Sigurður, f. 12.11. 1905, d. 14.1. 1972; Málmfríðúr, f. 9.7. 1907, d. september 1975; Hólm- fríður, f. 23.12. 1908, d. 25.3. 1989; Margrét, f. 22.4. 1910; Ásta, f. 1.7. 1912; Lovísa, f. 2.6. 1918, d. 19.4.1938. Foreldrar Sigurborgar: Skúli Skúlason, f. 1875, d. 1950, skipstjóri, og Guðrún Jónsdóttir, f. 1879, d. 1966, húsmóðir, þau bjuggu í Stykk- ishólmi. Afmælisbarnið verður að heiman á afmælisdaginn. Hringiðan Hátíðin Halló Suður- land var kynnt af Fók- usi og Mono nú fyrir helgina. Það var gert til þess að þeir sem misstu af Sálinni hans Jóns míns á Halló Ak- ureyri fengju tækifæri að mæta á alvöru Sál- arball. Stebbi var á fullu í Leikhúskjallaran- um á föstudaginn. Bessi Bjarnason heilsar upp á þá Pálma Gestsson og Jóhann Sigurðar- son baksviðs að lokinni frumsýningu á Kabarettnum á laugardaginn. Pálmi og Jóhann leika þar aðalhlutverkin ásamt Bergþóri Pálssyni, Kristjönu Stefánsdóttur, Elínu Helgu Svein- björnsdóttur og Hrefnu Hallgríms- dóttur. Pétur Kristjánsson tók lagið með Sálinni hans Jóns míns á Hard Rock á laugardaginn. Þá fékk hljómsveitin staðnum ýmsa muni til vörslu. Meðal þeirra var hinn margfrægi 18 grýlna jakki Péturs. Blaðberar vantar í eftirtaldar götur: Fjólugötu Smáragötu Sóleyjargötu É^j Upplýsingar veitir afgreiðsla ÐV í síma 550 5777 Rúrik Haraldsson leikari og Finnur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra áttu tal saman í hléi á söngskemmtuninni S.O.S Kabarett sem frum- sýnd var í Loftkastalanum á laugardaginn. Magga Stína kall- aði fram einu sól- arglætuna í Reykjavík á laug- ardaginn. Það gerðist þegar hún söng undir hjá hljómsveit- inni Hr. Ingi R. fyrir framan Jap- is á Laugavegi á löngum laugar- degi. 75 ára Andrés Ásmundsson, Hverahlíð 23b, Hveragerði. Guðlaug Sveinsdóttir, Tjarnarlöndum 15, Egilsstöðum. 70 ára Guðbjörg Elentínusdóttir, Espigerði 4, Reykjavík. Ólína Gísladóttir, Kveldúlfsgötu 8, Borgarnesi. 60 ára Bergrún Jóhanna Ólafsdóttir, Hléskógum 2, Egilsstöðum. Birgir Aðalsteinsson, Furulundi 2e, Akureyiú. Fjóla Kristín Sigurðardóttir, Naustum 1, Akureyri. Haukur Vopni Vigfússon, Fagrahjalla 10, Vopnafirði. Róbert Kárason, Furulundi lc, Akureyri. Viðar A. Benediktsson, Löngubrekku 7, Kópavogi. 50 ára Anna Sigurðardóttir, Frostafold 14, Reykjavík. Fanney Þ. Kristinsdóttir, Hlíðarvegi 42, Njarðvík. Guðrún Elísabet Bjarnadóttir, Kópavogsbraut 73, Kópavogi. Haraldur Már Sigurðsson, Túngötu 9, Seyðisfírði. Karlotta B. Aðalsteinsdóttir, Þingholtsbraut 30, Kópavogi. Magnús Óskar Gunnarsson, Brávöllum 4, Egilsstöðum. Sæmundur Jóhannsson, Þverholti 26, Reykjavík. Þorlákur Aðalsteinsson, Baidursheimi, Akureyri. Hann og koná hans, Hjördís, sem varð fimm- tug 9. júní sl., taka á móti gestum á Hótel Eddu, Þelamörk, laugardaginn 14. ágúst frá kl. 20.30. 40 ára Anna Karen Hjaltadóttir, Skólavegi 60, Fáskrúðsfírði. Anton Ingimarsson, Skógargötu 2, Sauðárkróki. Axel Garðar Hjartarson, Hlíðarhjalla 61, Kópavogi. Bryndís Þóra Jónsdóttir, Marbakka 5, Neskaupstað. Gunnar Bachmann Sigurðsson, Þinghólsbraut 21, Kópavogi. íris Erlingsdóttir, Berjarima 61, Reykjavik. Katrín Sigtryggsdóttir, Efri-Engidal, ísaflrði. Ólafur Thoroddsen, Furubyggð 28, Mosfellsbæ. Sigríður Poulsen, Reykás 25, Reykjavík. Stefán Rafn Hafsteinsson, Móasíðu 9a, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.