Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 Maður, náttúra Og tækni eryfirskrift heimssýningarinnar EXPO 2000 sem haldin verður á næsta ári. Sýningin verður í Hannover, Þýskalandi og stendur frá 1. júní til 31. október. Þegar hafa 173 þjóðlönd skráð þátttöku sína auk 16 alþjóðlegra stórfyrirtækja. Hér gefst íslendingum gullið tækifæri til að kynna Þjóðverjum og öðrum erlendum sýningargestum, framtíðarsýn íslands við upphaf nýrrar aldar. íslenski skálinn á EXPO 2000 tekur mið af yfirskrift sýningarinnar. Þetta verður stálgrindarhús, klætt bláum plastdúk. Niður hliðar þess rennur vatn af þaki byggingarinnar. íslenskar fjölskyldumyndir, nöfn allra íslendinga frá upphafi, margmiðlunarkynning á landi og þjóð og kynning á fyrirtækjum er á meðal þess sem gestir munu njóta í heimsókn sinni í íslenska skálann. Við hringlaga tjörn í miðjum skálanum verður sýnd kvikmynd sem fjallar um íslenska náttúru og náttúruperlur íslands. Ráðuneyti utanríkismála, menntamála og fjármála ásamtfulltrúum Útflutnings- ráðs íslands, Ferðamálaráðs íslands, Þýsk-íslenska verslunarráðsins og atvinnulífsins vinna markvisst að því að gera þátttöku íslands í heimssýningunni sem veglegasta. Skrifstofa EXPO 2000: / Hólmaslóð 4 • 101 Reykjavík • Sími 561 0404 • Fax 561 0405 Menntamálaráðuneytið á heimssýningunni í Hannover, EXPO 2000 Ákveðið hefur verið að efna til menningarkynningar á sérstökum þjóðardegi íslands hinn 30. ágúst árið 2000 á heimssýningunni í Hannover, EXPO 2000. Til að kanna áhuga listamanna á því að koma fram á þessum degi er hér með óskað eftir umsóknum frá einstaklingum og hópum. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. og skal umsóknum skilað til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, merktum EXPO 2000. í umsókn þurfa að koma fram ítarlegar upplýsingar um verkefnið og þátttakendur, kostnaðaráætlun og þörf fyrir nauðsynlega aðstöðu. Ákvörðun um val á verkefnum og styrki til þeirra verður tekin fyrir 15. október nk. Nánari upplýsingar veitir lista- og safnadeild menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 8. ágúst 1999. www.mrn.stjr.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.