Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 4
4
'éttir
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999
Hræðilegar afleiðingar af campylobactersýkingu hjá ungum manni:
Varð ósjálfbjarga
- segir Ingi Skúlason sem fékk liðabólgu í kjölfarið
„Þetta er reynsla sem ég vona að
enginn þurfi að ganga í gegnum,"
sagði Ingi Skúlason, 22ja ára Reyk-
víkingur, sem smitaðist af
campylobacter í júní sl. Hann varð
alvarlega veikur af liðabólgu í kjöl-
farið og er núna fyrst kominn á góð-
an bataveg. En þrekið er eðlilega lít-
ið enn, eftir allt það sem hann hefur
orðið að ganga í gegnum.
Það var 22. júni sem Ingi fór á
veitingastað og borðaði kjúkling.
Daginn eftir eftir fór hann á annan
veitingastað og fékk sér aftur
kjúkling. Á laugardag veiktist hann
hastarlega, fékk mikla kviðverki og
önnur einkenni matareitrunar.
Hann lá heima, þar til miðvikudag-
inn 30. júní, að honum snarversnaði.
Hann varð fyrir miklu vökvatapi og
var lagður inn á Landspítala. Þar
fékk hann vökva í æð og sýklalyf.
Ingi var í sólarhring á spítalanum en
var síðan sendur heim mun hressari.
Stokkbólginn ökkli
„Á laugardaginn þar eftir fékk
ég mikinn verk í annan ökklann
sem stokkbólgnaði“ sagði Ingi þeg-
ar DV ræddi við hann.“Ég fór á
slysadeilldina og fékk þann úr-
skurð þar, að um væri að ræða
liðabólgu sem er eins og liðagigt.
Ég var settur á lyf og fór skánandi.
Eftir u.þ.b. viku versnaði mér
aftur. Lyfjaskammturinn var auk-
inn en það breytti engu, mér hélt
áfram að versna. Aðfararnótt
sunnudagsins fékk ég bólgu í hnéð,
úlnlið og í fingurliði hægri handar.
Ég fékk einnig háan hita. Þá var ég
lagður inn á Borgarspítalann. Nið-
urstaða rannsókna var: liðabólga,
afleiðing af campylobactersýking-
unni. Ég var settur á ný lyf og
sendur heim.“
Þessi nýju lyf hjálpuðu Inga lít-
ið. Ástandið hélst svipað, en þau
höfðu slæmar aukaverkanir.
Þriðjudaginn næsta var Ingi enn
lagður inn á Borgarspítalann. Þá
var hann tekinn af lyfjunum og
settur á verkjalyf. Hann fékk tíma
hjá gigtarsérfræðingi og fór til
hans á fimmtudag. Daginn eftir
lagði sérfræðingurinn Inga inn á
gigtardeild Landspitalans. Þá hafði
sjúkdómurinn enn breiðst út og
var kominn í liði í handleggjum,
höndum og fótleggjum.
Boin afieiðing
„Ég var orðinn ósjálfbjarga,"
sagði Ingi.
Hann fór þegar í liðaaðgerðir þar
sem liðvökvanum var dælt burtu og
lyfi sprautað beint í liðina. Ingi lá á
spítalanum yfir helgina, en fór heim
á mánudegi. Nú var hann kominn á
gigtarlyf. Hann þurfti þó fljótlega að
fara tfl sérfræðingsins aftur, því
bólgan var komin í fleiri liði sem
þurftu sömu meðferðar við og áður
er lýst.
„Þessi liðabólga er bein afleiðing
af campylobactersýkingunni," sagði
Ingi. „Þessi sjúkdómur er kallaður
„fylgigigt" sem ákveðnar sýkingar
geta sett af stað. Gen sem auka lík-
urnar á að þetta gerist, er einungis
að finna í sumu fólki. Það geta orð-
ið langvarandi skemmdir á liðum af
þessum sökum. Mér leist ekki á
þetta fyrst en ég hef góðar vonir um
að verða jafngóður."
Ingi er einn þeirra fjölmörgu sem
hafa gefið sig fram við Neytenda-
samtökin vegna fyrirhugaðs próf-
máls vegna campylobactersýkinga.
Hann hefur orðið fyrir mcU'gvíslegu
tjóni af völdum sýkingarinnar, m.a.
sjö vikna vinnutapi. En nú er hann
farinn að vinna aftur eftir þessi
hastarlegu veikindi og jafnframt
farinn að stunda nám í kvöldskóla.
-JSS
I innsta kjarna er galdur
Listaháskóli íslands var settur í
fyrsta sinn á Kjarvalsstöðum í gær.
Nemendur í listum settu sterkan
svip á athöfnina, þvi athöfnin hófst
með hefðbundnum lúðrablæstri í
nútímalegum stíl. Seinna söng kór
Tónlistarskólans í Reykjavík frum-
samda tónlist eftir aðra nemendur
og nemendur í Leiklistarskóla ís-
lands fluttu sína eigin útgáfu af
hinu forna kvæði Þrymskviðu. Ef til
vill þurftu nemar í tónlist og leiklist
sérstaklega að sanna getu sína því
þeir fá ekki inngöngu í Listaháskól-
ann alveg strax; hann hefst ein-
göngu á myndlistar- og hönnunar-
sviði í haust og tekur þá yfir starf-
semi Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands.
Björn Bjamason menntamálaráð-
herra sagði í ávarpi sínu að miklar
vonir væra bundnar við þennan
skóla sem hefur lengi verið í undir-
búningi. Þó hefur hraðinn verið
mikill undanfarið ár eða frá því að
skipulagsskrá skólans var sam-
Sáttfýsi
Maður sem kunnugur er innviðum
Sjálfstæðisflokksins segir ráðningu
Ingva Hrafns Óskars-
sonar, formanns
Heimdallar og tengda-
sonar Þorsteins
Pálssonar, í starf að-
stoðarmanns dóms-
málaráðherra sé fag-
ur vitnisburður um
sáttfýsi Sólveigar
Pétursdóttur
dómsmálaráðherra.
Drengurinn hafi nefnilega verið harð-
ur stuðningsmaður Geirs H. Haarde
gegn Sólveigu í slagnum um varafor-
mannssætið í flokknum á síðasta
landsfundi Sjálfstæðisflokksins...
Skólaliðar:
Alls óskyld
dæmi
Kaldur vetur
Sinfónían, sem rekur vefinn
www.sinfonia.is, hefur verið að
senda tryggum aðdá-
endum tölvupóst fyr-
ir tónleikavertíðina.
Þar er skemmtilega
að orði komist og
ekki laust við kald-
hæðni þar sem vís-
að er til hinna
vistlegu salar-
kynna hljómsveit-
arinnar: Sinfónían er
nú að ranka við sér eftir sumarlanga
hvild, dusta rykið af kjólfótunum og
koma sér I startholumar fyrir kald-
an vetur á sviði Háskólabiós. Sinfón-
íupósturinn er sömuleiðis að rakna
úr rotinu og hefur nú göngu sína
þriðja árið í röð. Sala áskriftarraða
hófst fyrir nokkru og nú fer hver að
verða síðastur að fá sér sæti í bíóinu.
Gríðarmikil ásókn er í tónleikarað-
irnar og það er ljóst að Skitamórall
er ekki lengur vinsælasta hljómsveit
landsins. Þröstiu- Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar-
innar, má vel við una...
Hlutverkaskipti
Hæstaréttarlögmönnunum Sigurði
G. Guðjónssyni og Sigurði H. Guð-
jónssyni er stundum
ruglað saman, enda
báðir ágætlega orð-
heppnir og hnyttnir.
Fyrir fáum árum
fékk Sigurður H. á
sig meiðyröamál frá
hinni nú látnu Hús-
næöisstofnun fyrir
að segja henni
hressilega til synd-
anna. Það var Sigurður G. sem sótti
það mál fyrir hönd Húsnæðisstofnun-
ar, en lögmaður Sigurður H. var Jak-
ob Möller sem lagði á það ríka
áherslu í vörn sinni að ekki mætti
hefta tjáningarfrelsi manna. Nú er í
uppsiglingu nýtt réttardrama því
Kjartan Gunnarsson hefur ákveðið
að fara í meiðyrðamál við Sigurð G.
I fyrir að segja ljótt um Landsbankann
I og sig sem bankaráðsformann. Leik-
i endur málsins eru flestir þeir sömu
jog í Húsnæðisstofnunarmálinú en
j bara í nýjum hlutverkum. Nú er það
Sigurður G. sem sótt er gegn fyrir
orðhákshátt og Jakob Möller er sækj-
andinn. Jakob verður nú eðli málsins
samkvæmt að leggja á það áherslu í
I sókn sinni gegn Sigurði G. að menn
; geti nú ekki leyft sér að segja hvað
sem er. Tjáningarfrelsinu verði að
vera takmörk sett...
Hrafn með skáldsögu
Nú er sem óðast að safnast fyrir i
uppistöðulóni jólabókanna áður en
sjálft jólabókaflócV'
j brestur á í desembe
Sandkorn hefu
j fregnað að von sé i
j nýrri skáldsögu frá
Hrafni Jökuls-
j syni, fyrrverandi
í ritstjóra Alþýðu-
blaðsins sáluga og
Mannlífs og nú-
verandi barrekanda á Grand
Smiðjustíg. Það er Forlagið sem gefur
: skáldsögu Hrafns út.
Umsjón Stefán Ásgrimsson
Netfang: sandkorn @ff. is
œBBSBBBBBffleESHBfflBSBBaBaBHBBBHBBBHBSSfflBIB
- segir Fræðslumiðstöð
„Þetta eru alls óskyld dæmi,“
sagði Ólafur Darri Andrésson hjá
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur um
fyrirvaralausan launafrádrátt hjá
skólaliðum og mildilegar rukkanir
á hendur kennurum sem fengu of-
greidd laun í á þriðja ár.
Ólafúr Darri sagði að fræðsluyf-
irvöld óskuðu eftir því að kennarar
endurgreiddu ofgreiðslumar á ár-
inu 1999. Hins vegar væri ekki um
neinar ofborganir að ræða tO skóla-
liða. Hluti þeirra væri með svokall-
aða launadreifingu sem kæmi
þannig út að viðkomandi væri í 92
prósent starfi í 12 mánuði. Með
þessu móti rofnaði ráðning ekki
yflr sumartímann, auk þess sem
þetta tryggði réttindavinnslu.
Á síðasta ári hefði hluti fólksins
lent of snemma inni í dreifingunni
og hefði því þegið laun fyrr en
samningurinn hefði gert ráð fyrir.
Nú hefði það fólk verið „sett á rétt-
an takt“ þannig að greiðslum seink-
aði en þær yrðu samkvæmt samn-
ingum.
„Ef þetta verður óþarflega iþyngj-
andi fyiir einhvern þá verður skoðað
með hvaða hætti er hægt að koma tfl
móts við viðkomandi." -JSS
Leiklistarnemar fóru á flug í bókstaflegum skilningi í flutningi sínum á Þrymskviðu.
DV-myndir Teitur
þykkt 21. september í
fyrra. Rektor skólans,
Hjálmar H. Ragncirsson
tónskáld, var ráðinn frá
og með 1. janúar í ár, og
hélt hann aðalávarp
setningarhátíðarinnar.
Hjálmar lagði í máli
sínu áherslu á að Lista-
háskólinn væri nýr
skóli, byggður upp á
sjálfstæðum forsendum
en ekki samruni lista-
skólanna sem fyrir eru.
Fimm deildir verða við
skóíann: tónlistardeild,
leiklistardeild, myndlist-
ardeild, hönnunardeild
og byggingarlistardeOd -
og ljúka nemar B.A.-
prófi, eða sambærOegri
fi/fiögurra'ára námi8^3 Hiálmar H- Ragnarsson tónskáld og rektor Listaháskóla íslands.
Setning Listaháskóla íslands var
hátiðleg athöfn, enda er uppbygging
hans „mikOvægasta og metnaðar-
fyUsta verkefnið á sviði menningar-
mála á landinu nú þegar ný öld er
aö ganga í garð,“ eins og rektor
hans sagði. Húsnæðismál skólans
eru þó enn óviss. Kennt verður í
skólahúsinu í Laugarnesi í vetur,
en ljóst var af máli rektors að hann
vOl gjaman komast í húsnæði nær
miöborginni. Hafnfirðingar hafa
boðið skólanum lóð á besta stað í
sínum bæ, en ekki hafa enn verið
teknar neinar
ákvarðanir.
„Stefna Lista-
háskóla íslands
miðast við að
sköpunarkraftur
þeirra sem þar
vinna nýtist tfl
fuUnustu," sagði
Hjálmar H.
Ragnarsson. „En
enginn verður
sjálfkrafa að
listamanni með
því einu að
ganga í skóla.
Þar er við stærri
krafta að glíma
en svo að ein-
hver stofnun fái
þá beislað. I
innsta kjama
listarinnar býr
nefnUega einhvers konar snilld eða
kannski frekar galdur. Skólinn get-
ur aftur á móti verið okkur griða-
staður þar sem við fáum frið til að
rækta þá eiginleika sem gera hvert
okkar sérstakt.“ -SA