Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 DV
.6 Qeygarðshornið
* ■*'
Þegar kínverskir ráðamenn þurfa
að svara fyrir ástand mannréttinda-
mála í sínu landi segja þeir gjaman
að allar athugasemdir þar um séu
frekleg íhlutun i innanríkismál og
komi útlendingum ekkert við. Kín-
verskir ráðamenn tala alltaf eins og
þeir séu Kína og það sem þeir hugsi,
það hugsi Kínveijar. Austflrskir
sveitarstjómarmenn era famir að
hljóma alveg eins: reykvískar silki-
húfur séu að skipta sér af hlutum
sem þeim komi ekki við, segja þeir
þegar einhver vogar sér að hafa skoð-
un á því hvort virkjað skuli norðan
Vatnajökuls, það virðist einkamál
Landsvirkjunar og Austfirðinga
(þ.e.a.s. austfirskra sveitarstjómar-
manna). Um leið tala þeir ævinlega
tyrir munn allra Austfirðinga. Aðrar
skoðanir era ekki tU, ekki löggUtar,
ekki marktækar, ekki austfirskar:
VIÐ hér höfum þessa skoöun og ef þú
fylgir okkur ekki í því ertu svikari.
Hvað gera þeir við sjálft höfúð-
skáld austurlands, Hákon Aðalsteins-
son, sem orti fagurt ljóð eftir gjöming
náttúravemdarsinna um siðustu
helgi, er hann líka bara reykvískur
vælukjói?
* * *
Jafn kínverskar virðast hugmynd-
ir austfirskra sveitarstjómarmanna
vera um hlutverk fjölmiðla í lýðræð-
issamfélagi: þeir vUja ráða því hvort
myndir séu sýndai- í fréttum af því
svæði sem tU stendur að leggja undir
vatn. Sjáifir hafa þeir látið þá skipun
út ganga yfir umdæmi sitt að svæðið
sé ljótt og einskisvert, og þeir virðast
líta svo á að hvers kyns myndatökur
af svæðinu, sem gætu haft þær afleið-
ingar að einhver kynni að hrifast af
því, séu áróður. Og svo lágt hafa þess-
ir sveitarstjómarmenn lagst að þeir
hafa gert sjálfan Ómar Ragnarsson að
einhvers konar höfuöfjanda austur-
lands.
Ómar Ragnarsson!
* * *
Ómar Ragnarsson sem búinn er að
vera áratugum saman á þönum við
að sýna þjóðinni landið sitt, kynna ís-
lendingum það mannlíf sem þrifst í
landinu, byggja brýr mUli landshluta,
mUli fólks, rifja upp sögur, fara með
vísur, hlæja með spaugfuglunum og
velta vöngum með sérvitringunum,
efla skilning og samheldni, stuðla að
því að okkur þyki vænt um landið
okkar, og unnum því sem fagurt er.
Ómar Ragnarsson sem stundum hef-
ur verið eina réttlæting Rikissjón-
varpsins, svo iðinn sem hann hefúr
verið við að færa heim í stofúmar
leyndardóma íslands. Ómar Ragnars-
son er höfuðfjandi austurlands, og
gott ef ekki þjóðaróvinur og útlægur
gerr. Og sök hans er sú að hafa sýnt
fólki myndir af Eyjabakkasvæðinu.
Fyrir skemmstu var þessi þjóðníð-
ingur eftirlæti allra, ekki síst á aust-
urlandi. Hann var þjóðmæringur. Sá
sem allir kölluðu á þegar halda þurfti
hagyrðingamót eða gleðjast með öðr-
um hætti. Honum má verða það
nokkur sárabót að sú heift sem bein-
ist að honum nú er vakin af því dá-
læti sem menn hafa á honum þar
eystra.
* * *
Þótt þessir sveitarstjómarmenn
hafi þannig orðið sér til skammar í
aðfórinni að Ómari Ragnarssyni, að
ekki sé talað um aulabrandarana um
biskupinn sem benda til þess að aust-
firskur húmor lifi enn einhvers stað-
ar annars staðar en í sveitarstjórn-
um, þá er samt hægt að skilja hvers
vegna þessi örvæntarheift hefúr hel-
tekið menn. Þeir segja að þeir hafi
verið sviknir um virkjun í þrjátíu ár.
Það má rétt vera. Það má líka rétt
vera að það sé ókeypis skoðun að
vera andvígur virkjun fyrir austan
og sérlega ömurlegt fyrir austfirska
virkjunarsinna að horfa upp á þing-
menn Reykjaness tala eins og þeir
séu umhverfissinnar á austurlandi.
Dæmi um slíka tækifærismennsku
væri einmitt
máiflutningur
Sivjar Frið-
leifsdóttur
sem var and-
víg virkjunum
fyrir austan á
meðan það
var ókeypis
skoðun. Marg-
ir þeir sem tala nú gegn virkjunum
eystra meina sjálfsagt jafnmikið af
því og hún gerði. Allt þetta magnar
reiði austfirskra sveitarstjórnar-
manna og veldur þeirri múgsefiun
sem nú virðist dynja á því góða fólki
sem býr fyrir austan.
Ekkert af því breytir því samt að
allt þetta kemur okkur líka við sem
búum hér fyrir sunnan. Því miður.
Auðvitað er öllum fullljóst að það búa
fleiri en heiðagæsir og hreindýr á
Guðmundur Andri Thorsson
austurlandi, að þar býr fólk, og það
verður að geta lifað þar góðu lífi.
Æskilegt væri ef sveitarstjómar-
menn fyrir austan hættu að tala við
náttúravemdarsinna eins og fífl. Þvi
að þeim hefur hreinlega ekki tekist
að sannfæra meirihluta þjóðarinnar
um að svartnætti og landauðn blasi
við ef ekki verði reist risaálver á
Reyðarftrði og þeir gera það ekki
með gífuryrðum
og gaspri og á
.meðan við erum
ekki sannfærð
um það hljótum
við að benda
þeim á að heiða-
gæsimar búa
þama líka.
Og nú er að
koma á daginn að álver af þessari
stærðargráðu kalli á frekari virkjan-
ir. Fróðlegt yrði að vita hvort og
hvaða áhrif Kárahnjúkavirkjun hef-
ur á Dettifoss, og hvort Landsvirkjun
og austfirskir sveitarstjómarmenn
ætla sér að setja krana á hann til að
skrúfa frá honum fyrir þýska túrista.
Fróðlegt væri líka ef það kæmi fram
hvort austfirskir sveitarstjórnar-
menn líti svo á að okkur hinum komi
Dettifoss ekkert við.
Fyrir skemmstu var þessi þjóö-
níðingur eftirlœti allra, ekki slst á
austurlandi. Hann var þjóðmær-
ingur. Sá sem allir kölluðu á þeg-
ar halda þurfti hagyrðingamót
eða gleðjast með öðrum hœtti.
dagur í lífi
Rall er ekki búið fyrr en það er búið
Rúnar Jónsson rallökumaður sigraði í Alþjóðlega rallinu um síðustu helgi, ásamt föður sínum, Jóni Ragnarssyni. Dagurinn var
viðburðaríkur og varaði marga kílómetra, marga klukkutíma.
Klukkan sló 05.50, kominn timi
til að fara á fætur. Þriðji og jafnframt
síðasti dagur Alþjóðlega rallsins var
runninn upp. Ég skellti mér í rall-
fatnaðinn, á sama hátt og daginn
áður, á meðan Guðrún Ýr eiginkona
mín klæddi sig og vakti krakkana.
Morgunmaturinn fékk sinn tíma,
ekki veitti af, því það var erfiður dag-
ur fram undan.Við hjónin ásamt
tveimur eldri bömum okkar lögðum
af stað kl. 06.30 niður í Laugardal
þaðan sem rallinu var startað þenn-
an þriðja dag.
Lukkukoss og hjátrú
Lukkukossinn frá Guðrúnu var yf-
irstaðinn.Við feðgar lagðir af stað í
rallið sem leið lá austur á Þingvöll og
þaðan upp á leið sem liggur um Tröll-
háls-Uxahryggi. Á leið þangað fórum
við yfir hvemig við ætluðum að haga
akstrinum á þessum sex sérleiðum
sem eftir vora þennan dag. Allar þær
aðferðir sem tengjast hjátrú vora yf-
irstaðnar og við voram tilbúnir að
ræsa inn á fyrstu leið 5,4,3,2,1 og af
stað.Við vorum lagðir af stað inn á
leið sem var blaut og sleip á köflum
svo að einbeitingin varð að vera
100% í lagi.Rigningin glumdi á bíln-
um og Jón faðir minn var byrjaður
að lesa í mig leiðarlýsinguna á fúllu.
Við gerðum það sem við ætluðum
okkur á þessari leið og bættum vel
við það forskot sem yið höfðum eftir
tvo fyrstu daga rallsins - nú gátum
við leyft okkur að læðast yfir Kalda-
Rúnar Jónsson
dalinn, sem var lengsta leið keppn-
innar, og keyrt svo þaðan niður
Tröllhálsinn svona nokkuð létt, síðan
þaðan niður á Þingvöll þar sem við
gátum metið stöðuna eftir þrjár erfið-
ar leiðir.
Þegar þangað var komið sáum við
að forskotið var komið úr 1 mín. og
33 sek. í 3 min. og 35, svo að nú var
bara að klára keppnina öragglega.
Áður en lengra var haldið fékk
Subara Imprezabifreið okkar góða yf-
irhalningu hjá viðgerðarliðinu fyrir
lokaátökin. Ég hitti loksins Guðrúnu
frá því snemma um morguninn, og
var það eins og að fá vítamínsprautu
að hitta hana og krakkana. Nú var
maður farinn að sjá endamarkið i
hillingum þar sem kampavínið
mundi flæða og blómin yfir okkur
æða!
Kleifarvatn, ísólfsskáli,
Djúpavatnsleið
En STOPP!
Það vora enn þá eftir 3 leiðir og
við vitum að rall er ekki BÚIÐ fyrr
en það er búið. Ég setti mig í gírinn
og við ókum af stað frá Þingvöllum
og yfir að Kleifarvatni. Áður en við
lögðum af stað inn á Kleifarvatnsleið
þurftum við að bíða í 10 erfiðar mín-
útur en þær liðu og við keyrðum af
stað; þetta var ein léttasta leið keppn-
innar að aka, en spennan magnaðist
fyrir okkur þar sem enn styttist í
endamarkið. Frá Kleifarvatni héld-
um við beint yfir á ísólfsskálaleið
áleiðis til Grindavíkur. Þessa leið
kláraðum við með sóma(samlokum)
þótt erfið væri fyrir okkur og bflinn.
Nú var aðeins ein leið eftir, 34 km
um ísólfsskála og í gegnum Djúpa-
vatnsleið.
Á þessari leið eigum við ekki góð-
ar minningar þar sem við höfðum
tvisvar sinnum áður fallið úr leik á
sama stað þar. Það fóra því blendnar
tilfinningar um mann á meðan mað-
ur beið eftir að verða ræstur inn á
þessa síðustu leið. Við fórum mjög
rólega af stað og ákváðum að gefa eft-
ir ca mínútu af forskoti okkar þar
sem leiðin reynir mikið á bílinn.
Fannst okkur engin spuming um að
hlífa bilnum og tryggja okkur öragg-
lega sigurinn í þessu ralli. Kílómetr-
amir gengu og þegar endamark leið-
arinnar nálgaðist var maður farinn
að rifla upp sigurvímuna, vitandi að
allt okkar viðgerðarlið og fjölskyldan
beið okkar. Flaggið féll er við keyrð-
um yfir endamarkið - við höfðum
unnið stærstu keppni ársins.
Kvöldrall
Og það fyrsta sem ég sá var Guð-
rún. Betri sjón var ekki hægt að
hugsa sér á þessari stundu. Eingöngu
var eftir að birta lokaúrslit og lögð-
um við leið okkar niður í Laugardal
þar sem úrslit keppniimar vora birt.
Þegar allt var frágengið var farið með
allan bílaflotann niður á hafnarbakk-
ann í Reykjavík og úrslit tilkynnt op-
inberlega. Þar uppskar maður það
sem maður hafði látið sig dreyma um
fyrr um daginn, þ.e.a.s kampavínið
og blómin, en þaðan var farið í
Perluna til verðlaunaafhendingar.
Þegar öllu var lokið í Perlunni
kom að því að maður komst heim í
heita sturtu - nokkuð sem maður
beið eftir með mikilli tilhlökkun. Nú
var komin ró yfir mína fjölskyldu,
Guðrún, ég og bömin þijú komin
heim og hægt var að slaka á fyrir
lokahóf rallsins sem fram fór um
kvöldið.
Kvöldið byrjaði með þvi að við fór-
um í grillveislu í mín foreldrahús,
sem móðir min stóð fyrir, og allt okk-
ar keppnislið, ásamt fleirum, var
saman komið til þess að fagna þess-
um glæsilega áfanga. Eftir svona erf-
iða keppni era allir orðnir lang-
þreyttir, en sem betur fer fundum við
aukakraft til þess að sletta ærlega úr
klaufunum, enda ástæða til. Síðasta
sérleiðin lá um Kaffi Reykjavík og
þaðan á Skuggabar, undir öraggri
leiðsögn Fjölnis Þorgeirssonar, þar
sem við kláraðum kvöldið og skiluð-
um við hjónin okkur heim 24 tímum
eftir að við höfðum lagt af stað morg-
uninn áður.