Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 21
I>V LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 21 Armand-Marcel tók fyrirtækið af föður sínum eftir að viðskiptabanki þess hafði hótað að loka á gamla manninn vegna óraunhæfra ákvarðana. kennslustundin í Ecole Lancóme í París var haldin 9. febrúar 1942, í miðri styrj- öldinni. Petitjean var svo áhugasamur um skólann að hann hafði hafnað boði um að gerast annaðhvort sendiherra fyrir Frakkland eða áróðursráðherra í ríkisstjóm Clemenceaus. Hann var að þjáifa her kvenna til að verða sendiherr- ar fyrir Lancöme og hafði þá kenningu að þær yrðu fáguðustu og áhrifaríkustu aðilamir tii að koma Lancöme-hug- myndafræðinni á framfæri um allan heim; þær myndu ná meiri árangri en hægt yrði með auglýsingum. Tuttugu stúlkur vora valdar á hveij- um tíma (aldrei fleiri) til að undirgang- ast listræna og vísindalega þjálfun við Ecole Lancóme. Þær lærðu liffærafræði, iífeðlisfræði, húðhirðutækni og sölu- tækni, teikningu, fyrirsætustörf, leik- húsfórðun (sem Charles Duilin, einn frægasti leikhúsmaður Frakka, kenndi), nudd og sjáifsnudd. Nudd var mjög i tísku á þessum tíma og álitið öflugasta ráðið gegn ótímabærri öldrun. Nudd- kennari Ecole Lancöme var Dr. Durey. Harrn hafði verið nemandi Leroys pró- fessors sem var nuddmeistari keisara- fjölskyldunnar í Japan. Viðskipti að loknu stríði Eftir seinni heimsstyrjöldina gekk Petitjean ekki vel að sigra heiminn með ilmvötnum sínum og gerðist óþolinmóð- ur. Hins vegar gekk hraðar að sigra húðhirðumarkaðinn. Vegna einarðrar afstöðu sinnar gegn því að vera með „varakrem" fyrir þau sem ekki var hægt að framleiða á stríðsárunum og áherslu á gæði, hvað sem þau kostuðu, hafði Petitjean skapaði „Nutrix-hungur" og þar með eftirspurn eftir Lancöme- húðvöram sem seldust fyrirhafnarlaust. Hann einbeitti sér því að ilmvötnun- um þar sem hann hafði ekki náð þeim árangri sem hann ætlaði sér og árið 1947 hleypti Lancöme Marrakech af stokkunum. Hönnunin á iimvatnsglas- inu og kassanum utan um það var sú glæsilegasta sem sést hafði í ilmheimin- ít 'ft LAN TENDR TRO COh B O R É V K Y Fyrsta auglýsingin frá Lancóme. Magie var ilmurinn sem Petitjean hafði lengi dreymt um að hanna. um. Hún var í höndum Georges Del- homme og selst enn í dag á gríðarlega háu verði á uppboðsmörkuðum heims- ins. Það var árið 1950 sem var hápunktur- inn í stjómsýslu Petitjeans hjá Lancöme. Hann sendi frá sér nýtt ilm- vatn, Magie, ilm sem hann hafði dreymt í áraraðir; iim sem var byggður á skóg- arangan og jasmin. Tveimur árum síðar kom Trésor sem var fágað og hafði aust- urlenskan tón, og sjáift glasið, rándýrt kristalsglas sem var skorið eins og dem- antur, vakti ekki litla athygli. Hamingjusamur fjölskyldumaður Á þessum fyrstu áram sjötta áratug- arins var Armand Petitjean sáttur mað- ur og lifði hamingjusömu fjölskyldulífi. Hann bjó í viiiu í Les Valiiéres, þar sem stórfenglegustu ginko-trén í Frakklandi uxu og rósagarðamir vora annálaðir fyrir fulikomnun. Eiginkona hans, Nelly, ræktaði orkídeur af mikilii ástríðu og hafði einstaka hæfileika til að hanna blómaskreytingar og voru búkettar hennar og borðskreytingar Petitjean til mikils yndisauka. Há- degisverðurinn á sunnudögum var heil íjölskyldustofnun þar sem fimmtán manns sátu við matar- borðið: þau hjónin, sjö böm þeirra og þeir gestir sem Petitjean vildi sýna sérstakan heiður. Hvunndags snæddi Petitjean á veitingahúsum, til dæmis hjá Max- ims eða Lucas Carton, eða hann borðaði með tækniliði sínu á Laperouse. Gamlárskvöldi eyddi hann á Plaza Athénée með öllum sem vora í sljómunarstöðum í fyr- irtæki hans. Konumar tóku fram síðu kjólana, kariarnir leigðu sér smóking og eftir mikil ræðuhöld og óviðjafnanlegan kvöldverð var dansað fram á morgun. Petitjean elskaði að dansa, sérstaklega vals og tangó. Petitjean var hamingjusamur maður, bæði í starfi og einkalífi. Hann átti arftaka, en það var ekki ________ snyrting sonur hans, Armand-Marcel, sem hafði ailtaf sagt að hann myndi aldrei vinna fyrir fóður sinn, „þann stórfenglega harðstjóra", heldur sonarsonurinn, Jean-Claude, sem fylgdi afa sínum hvert fótmál, lærði ilmvatnsgerð, tíu tungu- mál og var sigursæli íþróttamaður. Jean-Claude var alinn upp til að verða næsta Lancðme-ofurmennið. Nýr bíll, Kia Clarus, 2,0 GLX Gæfuhjólið snýst En ailt er í heiminum hverfult. Gæf- an sem svo lengi hafði brosað við Petitjean, yfirgaf hann mjög skyndilega. Eiginkona hans lést árið 1955. Petitjean var yfirkominn af harmi og virtist hafa tapað einhverjum hluta af sjálfum sér. Ári seinna ákvað Jean-Claude, sonar- sonurinn sem hann dýrkaði, að taka ekki við Lancóme heldur fara sinar eig- in leiðir. Petitjean fannst hann hafa byggt sína höll á sandi. Áhersla hans á toppgæði í vöraþróun leiddi til ýmissa vandamála. Hann hafði bundið aiiar vonir sínar við nýja línu, Océan, en var á undan sínum samtíma. Þótt slikt væri ekkert nýnæmi hjá Lancöme var Océan- línan of flókin. Hún var grundvölluð á ýmsum sjávarefnum og hafði að geyma of margar vörategundir með klassisk- um nöfnum, eins og Aphrodite, Triton, Nérée, Nepfrme og svo framvegis. Nýjar skilgreiningar hans á húðgerðum, sem aiit í einu vora orðnar fimm, urðu enn til að auka á vandann. Bæði kynningar- fulltrúar hans og dreifingaraðilar töp- uðu áttum - og viðskiptavinum. Þrátt fyrir það herti Petitjean aðeins á stjómartaumum sínum og hugsjón- um. Hann hafnaði hugmyndinni sem átti eftir að valda byltingu í snyrtivöra- heiminum, sem var varalitur í plast- hulstri. „Það myndi engin kona með sjáifsvirðingu stinga svona hryllingi í veskið sitt,“ hrópaði Petitjean upp yfir sig. Keppinautamir gripu gæsina og snyrtivörur í „skartgripaskrínum“ tóku fallið. Á þessum óvissutímum var hafist handa við að byggja nýjar höfuðstöðvar Lancöme ncérri Orly-flugvellinum í Par- ís. Snemma árs 1957 var hornsteinninn lagður og húsið byggt úr hinum kremlit- aða poitou-steini sem heldur litnum um ár og aldir. Petitjean lét aka sér að bygg- ingarsvæðinu á hverjum degi og stærði sig af því að það síðasta sem ferðalang- ar tækju með sér þegar þeir héldu frá Frakklandi væri nafn Lancöme, skráð gylltum stöfum við þjóðveginn að flug- veliinum. Hann sá hvorki fyrir nýju A6 hraðbrautina til Orly né aiþjóðlega flug- völlinn sem var síðar byggður i Roissy, fyrir norðan París. Petitjean glatar trausti bankans Árið 1961 var fjárhagsstaða fyrirtæk- isins orðin krítísk. Petitjean, sem hafði misst trúna á það að hann ætti arftaka, jós öllum sínum auðæfúm og hagnaði Lancóme-fyrirtækisins í bygginguna - á tímum sem snyrtivörumarkaðurinn var að breytast. Skuldimar söfhuðust upp og þar kom að hankastjórinn sem fyrir- tækið hafði viðskipti við hafði samband við soninn, Armand-Marcel Petitjean, og sagði: „Við berum ekki lengur traust tii fóður þíns og Lancöme er íjölskyldufyrir- tæki. Ef fjöl- skyldan axlar ekki sina ábyrgð lokum við á frekari fyrirgreiðslu. Þú hefur 48 stundir til að taka þínar ákvarðanir." Armand-Marcel var rithöfúndur sem hafði enga reynslu af fyrirtækjarekstri. En hann bretti upp ermarnar og tók við fyrirtækinu um það leyti sem nýju höf- uðstöðvamar vora tiibúnar. Ármand- Marcel barðist í þijú ár við að bjarga fyrirtækinu með því að reyna að aðlaga það breyttum markaði. Til þess átti hann stuðning allra starfsmanna fyrir- tækisins. En allt kom fyrir ekki. Að end- ingu varð fjölskyldan að horfast í augu við að kominn var tími til að selja fyrir- tækið. Ekki vantaði tilboðin en það var Frangois Daile sem hreppti hnossið vegna sterkrar fiárhagslegrar stööu og mikilla markaðsmöguleika þar sem hann hafði náð að dreifa L’Oréal um all- an heim. Hann gat hleypt nýju blóði í arfleifð Lancöme. Armand Petitjean lést 29. september 1970. -sús Verð kr. 1.390.000 100% lán. Ath. skipti á ódýrari bíl. Bílasalan bíll.is Malarhöfða 2 Sími: 577 3777 Fax: 577 3770 Netfang: bill@bill.is Heimasíða: uvwuv.bill.is Leðurklæddur, 5 g., allt rafdrifið. Judo frá 6ára Teakwondo frá 6 ára JiuJitsu frá 13ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.