Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 58
66 myndbðnd LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 UV Geimverur og aðrar eftirmyndir - Kvikmyndin The Faculty (1998, sjá umfjöllun) er gerö eftir handriti Kevins Williamsons sem þekktastur er fyrir að hafa skrifað Scream (1996) og framhald hennar (1997). Scream-myndirnar vöktu sérstaka athygli fyrir bersögla meðvitund um eðli hrollvekja og síðar fram- haldsmynda. Leiknum er viðhaldið í The Faculty en athyglinni er beint að afmörkuðum hópi mynda sem fjalla um geimverur er gera manns- líkama að sínum. Fer því víðsfjarri að um „stuld“ sé að ræða því hvað eftir annað er fjallaö með beinum hætti um „frummyndina" Invasion of the Body Snatchers (1956). Per- sónan Stokely bendir meira að segja á að framhaldssaga Jacks Finneys sem Body Snatchers er gerð eftir sé i raun stuldur á framhaldssögu Ro- berts A. Heinleins, The Puppet Masters (1951), sem var aftur á móti ekki kvikmynduð fyrr en árið 1994. The Faculty (1998). Geimverur sestar að í mannslíkömum. kommúnista. Sú túlkun er þó fjarri því að vera rétt þar sem myndin varar við hvers lags hugmynda- fræðilegri kúgun - kommúnískri eður ei. Kemur það skýrt fram í þeim tveimur eftirmyndum sem gerðar hafa verið. Afmennskun nútíma- mannsins Þótt vegur vísindamynda færi minnkandi eftir sjötta áratuginn varð minnið sem lýsir því hvemig nútíma-/framtíðarmaðurinn tapar mennsku sinni sífellt fyrirferðar- meira og áhrifaríkara. Við þekkjum það úr myndum á borð við 2001: A Space Odyssey (1968), THX-1138 (1971), Logan’s Run (1976) og Blade Runner (1982), auk tveggja eftir- gerða Invasion of the Body Snatchers (1956). Samnefnd útfærsla frá árinu 1978 í leikstjórn Philips Kaufmans flytur atburðarásina til San Francisco og gerir geimverum- ar að manngervingum nútíma- mannsins sem lifa í firrtum tengsl- um við samborgara sína. Það var síðan Abel Ferrcira sem leikstýrði þriðju myndinni Body Snatchers: The Invasion Continues (1993) en hún leggur fræbelgina að jöfnu við bandaríska herinn. Gagnrýnin á heilaþvott hefur því flust frá komm- únistum yfir á herinn. Undanfarið hefur enn einu sinni verið snúið upp á formúluna með unglingahrollvekjunum Disturbing Behaviour (1998) og The Faculty sem gera fyrirmyndarnemendur að heilaþvegnum einstaklingum í formi geimvera. Skilaboð mynd- anna eru skýr: Treystið á persónu- legar tilfinningar í stað forræði samfélagsins. -Bjöm Æ. Norðfjörð .„.jFVRRII VIKUR J TIT1M { llTrFr J Tr„ SÆT,i VIKA JÁ LISTAj TITILL J UTGEF' J TEG> 1 j j j 1 j j . i. 3 j j . ,).. Youve Got Mail j j j Wamer Myndir j Gaman 2 i NÝ j j ) 1 j j j Comipter J J j Myndform j J J Spenna 3 j j 5 j j 2 j j Istill knowwhatyoudid... Skífan Spenna 4 j j j 3 j j j 5 j j j ’j j Blast From The Past J J J Myndfoim J J J Gaman 5 j j 2 j j 3 Basketball { CIC Myndbönd j Gaman 6 j j j ) j t 6 j j j 3 j j j j Night At The Roxbury J j j CIC Myndbön j f j Gaman 7 4 j j 6 j j j j j Waterboy J SAM Myndbönd J J J j Skffan j J J Gaman 8 J i ) j 7 j j j j 3 Thin Red Line Drama 9 j j 8 i j 7 j j American History X j Myndform j Drama 10 NÝ j j j 1 j j j Mighty Joe Young J J j SAM Myndbönd j J J Spenna 11 j j 11 j j 2 j j Permanent midnight j SAM Myndbönd j Drama 12 j j j 10 j j j 6 j j j Stepmom J J J Skffan J > J Drama 13 j j 9 j j 4 j j Soldier j Wamer Myndir j Spenna 14 j j j j 12 j j j 9 j j j j j 1 MeetJoeBlack J 1 j CIC Myndbönd j J J Drama 15 j 15 j j 5 EverAfter J Skífan J Gaman 16 i j j j 17 j j j j 2 i j j. j Phonix J -r’:- *•.•". J” j Háskólabíó j j i Spenna 17 j j 13 j i 2 j j Babe: Pig in the city j CIC Myndbönd j Gaman 18 j j j 19 i j j j 2 j j Pecker 1 J j Myndfoim j J J Gatnan 19 j j 14 j j 8 j j Practical Magic j Wamer Myndir j Gaman 20 j j i 18 j j 11 j j i Enemy Of The State J J J SAM Myndbðnd J Spenna Invisible Invaders (1959). Óvelkomnir gestir í kvikmynd frá gullöll vísindamyndanna. Það er ekki að ástæðulausu að 6. áratugurinn er jafnan nefndur gullöld vísindamynda því á tímabilinu 1948-62 vorú • gerðar um 500 slíkar myndir. Margar þeirra byggðu á lyk- ilminni í visindaskáldskap sem lýsir hvernig persónur tapa mannlegum eiginleikum og verða að skynlausum skepnum (þ.e. geimverum). Mætti hér tína til myndir eins og Invaders From Mars (1953), Plan 9 From Outer Space (1956), I Married a Monster From Outer Space (1958), The Invisible Invaders (1959) og The Day Mars Invaded the Earth (1962) en sú mikilvæg- asta er án efa mynd Dons Sie- gels, Invasion of the Body Snatchers (1956). Hún fjallar um lækninn Miles (Kevin McCarthy) sem kemur í byrjun myndarinnar aftur heim til bæjar- ins Santa Mira eftir að hafa verið fjarverandi á ráðstefnu. Fjöldi sjúk- linga biður hans og allir halda því fram að nákomnir ættingjar þeirra séu ekki það sem þeir líta út fyrir að vera. Miles er vantrúaður í fyrstu en fær brátt óyggjandi sann- anir fyrir því að mannslíki vaxi upp úr risavöxnum fræbelgjum og taki yfir frummyndir sínar meðan þær sofa. Miles og unnusta hans, Becky (Dana Wynter), leggja á flótta og reyna að koma mönnum í skilning um hvað sé á seyði áður en eftir- myndirnar leggja heiminn undir sig. Margir hafa talið myndina vara við kommúnisma og litið svo á að fræbelgirnir tákni heilaþvegna Vikan 31. ágúst - 6. september The Faculty Æ, þessir kennarar ++ Líkt og fjölmargar aðrar unglingamyndir ijallar þessi um líf ung- menna í menntaskóla. Eins og gengur kemur nemendum misvel saman þótt þeir séu nú almennt sammála um að kennarar séu furðuleg fyrirbæri. Reyndar er það svo að kennaramir verða fúrðulegri með hverjum deginum og fljótlega hættir aðalhetjunum að standa á sama. Casey Conner (Elijah Wood) kemst á þá skoðun að þeir séu hreinlega geimverur og rökstyður það með vísindasöguminnum sem Stokely (Clea DuVall) skólasystir hans hefur frætt hann um. Ásamt öðrum utangarðsnemendum ákveða þau að komast til botns i þessu einkennilega máli. Þótt The Faculty sé sæmilegasta mynd gerir hún varla mikið fyrir feril Robert Rodriguez sem virðist heldur á niðurleið. Myndin sker sig lítt frá öðrum táningatrekkjurum nema hvað leikaramir era miklu skemmtilegri en allajafna í slíkum myndum. Reyndar em í myndinni tilburðir sem hefði mátt telja frumlega hefði Disturbing Behaviour (1998) ekki leikið þá nokkm fyrr. Þessar myndir faila einnig báðar í þá gryfju að upphefja eiturlyfjaneyslu sem baráttuúrræði gegn forræði samfélagsins - en ætli for- fólinum eiturlyfianeytendum verði ekki lítið ágengt gegn „kerfmu“? Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Robert Rodriguez. Aðalhlutverk: Elijah Wood, Clea DuVall, Josh Hartnett og Robert Patrick. Bandarísk, 1998. Lengd: 100 mín. Bönnuð innan 16. -bæn The Revenger s Comedies Hefndin er sæt ++ Henrý Bell og Karen Knightly hittast þegar þau bæði hýggjast fyrirfara sér með því að kasta sér í Thames-ána. f stað þess að ljúka verkinu kikja þau við á kaffíhúsi og segja hvort öðm sorgarsögur sínar. Bæði kenna þau einni manneskju öðm fremur um ófarir sínar, Henry Bell mann- inum sem rændi starfmu hans og Karen Knightly konunni sem rændi elsk- huga hennar. Þau ákveða að hefna sín og skiptast á fómarlömbum. Söguþráðurinn gefúr til kynna nokkuð svarta kómedíu en í rauninni er myndin í fremur hefðbundnum leikhúss/sjónvarpsmyndastil og alltof góðlát- legum tO að ná einhverjum almennilegum kvikindisskap. Myndin er nokkuð fyndin á köflum, ekkert átakanlega þó, og telst varla merkilegt stykki. Nokkr- ar skrýtnar og skondnar aukapersónur og fyrirtaks leikarar redda myndinni þannig að hún verður sæmOeg afþreying. Þar má nefna m.a. Liz Smith og Charlotte Coleman í hlutverkum undarlegs þjónustufólks, Rupert Graves í hlutverki bróður Karen Knightly og Martin Clunes í hlutverki óþolandi held- rimannsmdda. Stórleikararnir Sam NeOl, Helena Bonham Carter og Kristin Scott Thomas gera hins vegar lítið meira en fyrir þau er lagt. Útgefandl: Skífan. Leikstjóri: Malcolm Mowbray. Aðalhlutverk: Sam Neill, Helena Bonham Carter og Kristin Scott Thomas. Bresk/frönsk, 1997. Lengd: 92 min. Ekki við hæfi mjög ungra barna. -PJ Free Money m}, Tveir iúðar o| trylltur faðir 'i: ^ Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar menn geta ekki gert upp við sig hvemig mynd þeO: ætla að gera. Free Money er að upplagi grínmynd en tapar svo þræð- Oium stundum í einhverjum spennumyndatOburðum og óviðeigandi dramatik. Aðalsöguhetjur myndarinnar era tveir ógæfulegir ólukkufuglar sem neyðast tO að giftast tviburastelpum fyr- ir að hafa bamað þær. Faðir þeirra er ófrýnOegur skapofsamaður sem þræl- ar þeim út og stjómar heimOOiu með harðri hendi. TO að losna undan of- rOti hans ákveða þeir að ræna lest en flest fer úrskeiðis sem hugsast getur í þenri framkvæmd. Þessi mynd gerir út á nokkuð groddalega persónusköp- un, sérstaklega hvað foðurinn varðar, og kemst nokkuð áleiðis með hana, sem og ófyrirleitnu gríni með ógæfu náungans. Það vantar hins vegar svo- lítið upp á að myndin heppnist nógu vel, sérstaklega er langt á mOli góðra brandara í seinni hlutanum. Ágætir leOíarar lífga mynduia upp og fer Mar- lon Brando fyrir hópnum í hlutverki hins iOvíga foður. Thomas Haden Church er eninig mjög skemmtOegur í hlutverki annars aulans. Svo er einnig merkOega mikið af úrvalsleOíurum i litlum aukahlutverkum, svo sem Donald Sutherland, David Arquette og MartOi Sheen. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Yves Simoneau. Aðalhlutverk: Marlon Brando, Charles Sheen og Thomas Haden Church. Bandarísk, 1998. Lengd: 91 mín. Bönn- uð innan 12 ára. -PJ Líkamsþjófarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.