Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 Fréttir Skelfing gripur um sig i fíkniefnaheiminum: Fíkniefnasalar með mann hjá Samskipum - starfsmaöurinn fangelsaöur og leystur frá störfum hjá skipafélaginu Fyrrum vinnustaður Guðmundar Ragnarssonar hjá Samskipum í Holtagörðum. DV-mynd ÞÖK Guðmundur Ragnarsson, starfs- maður í gámalosunardeild og í vöruhúsi Samskipa við Holtagarða í Reykjavík, er einn íjórmenning- anna sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald í stóra flkniefnamál- inu. Guðmundur hafði starfað í gámalosunardeild Samskipa í tæp tvö ár þegar bundinn var endi á störf hans þar, með handtöku og gæsluvarðhaldi, um siðustu helgi. „Guðmundur var góður starfs- maður og bauð af sér góðan þokka. Aldrei hefði mig grunað að hann gæti lent í einhverju þessu líku. Þetta var reiðarslag," sagði Ingi- bergur Finnbogason, verkstjóri og yfirmaður Guðmundar í vöruhúsi Samskipa. „Nú er Guðmundur hætt- ur störfum hér og ég lít svo á að hann komi mér ekki frekar við. Ég tjái mig ekki frekar um þetta,“ sagði Ingibergur Kristmundsson. Ljóst þykir að Sverrir Þór Gunn- arsson, sem nú situr í gæsluvarð- haldi ásamt Guðmundi og tveimur öðrum, hafi notað Guðmund til að hirða fikniefnasendingar úr gámum sem komu til landsins á vegum Samskipa. Hæg voru heimatökin, Guðmundur vel þokkaður á vinnu- stað og hafði traust yfirmanna sinna. Það að Guðmundir skuli ekki hafa tekist að ná þeim sjö kílóum af hassi sem hald var lagt á í tyrk- neska leiguskipinu í fyrri viku sýn- ir einfaldlega að lögreglan hafi ver- ið fyrri til og að öllum líkindum haft vitneskju um hvar hassið var að fmna. Samkvæmt heimildum DV bein- ist rannsókn lögreglunnar einnig að íslendingum búsettum í Kaup- mannahöfn þar sem að minnsta kosti einn hefur starfað við gáma- fermingu í íslensk skip. Sá er tengdur öðrum umsvifamiklum flknieftiasala sem flutti til Kaup- mannahafnar fyrir nokkru og hef- ur haldið áfram fyrri iðju þar. Sá mun nú hafa látið sig hverfa úr íbúð sinni ytra og fer huldu höfði vegna þess titrings sem stóri fíkni- efnafundurinn hefur valdið hér á landi. Vegna umfangs málsins er gengið að því sem vísu að fleiri handtökur fylgi í kjölfar þeirra sem þegar hafa verið gerðar eða, eins og einn heimildarmanna DV orðaði það: „Þetta er farið að valda verulegum titringi í flkniefna- heiminum." -EIR Framkvæmdastjóri hjá Samskipum: Erum ekki lögga „Það var ekkert sem gaf til kynna að umræddur maður tengd- ist flkniefnum á einn eða annan hátt þegar hann var ráðinn hingað í gámalosunardeildina," sagði Kristinn Geirsson, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Samskipa, um handtöku Guðmundar Ragnars- sonar og meint samstarf hans við flkniefnasmyglara. „Við reynum að sjálfsögðu að gæta þess að hlut- ir eins og þessi gerist ekki en við erum ekki lögga. Hér eru toll- gæslumenn að störfum og þaö er hlutverk þeirra að gæta þess að allt sé í lagi,“ sagði Kristinn Geirs- son sem mun leggja til að starfs- hættir varðandi ráðningu starfs- manna í gámadeildir skipafélags- ins verði endurskoðaðir. -EIR Interpol í málið Rannsoknaraðilar í stóra fíkni- efnamálinu hafa samkvæmt heim- ildum DV farið þess á leit við Inter- pol að hún grennslist fyrir um til- tekinn íslending sem búsettur hefur verið í Kaupmannahöfn að undan- fómu og gæti tengst stóra fíkniefna- málinu. Umræddur einstaklingur var fyrirferðarmikill í íslenskum flkniefnaheimi meðan hann var enn búsettur hér á landi. Móðir hans er skráður eigandi einnar þeirra BMW-bifreiða sem lagt var hald á þegar íjórmenningarnir sem nú sitja í gæsluvarðhaldi voru hand- teknir. „Ég hvorki játa því né neita að ósk um afskipti Interpol hafi komið fram við rannsókn þessa máls,“ sagði Sigurgeir Sigmundsson sem fer með málefni Interpol hjá ríkis- lögreglustjóra. -EIR Fíkniefnalögreglan: Ekki uppljóstrari erlendis - fíkniefnasalar sagðir á leiö úr landi Ásgeir Karlsson í flknefnadeild lögreglunnar vísar því á bug að það hafi verið uppljóstrari erlendis sem leiddi til þess að hald var lagt á mikið af fikniefnum í síðustu viku. Hann segir getgátur um slíkt í fjöl- miðlum varhugaverðar og geta haft alvarleg áhrif fyrir einstaka menn og rannsókn málsins í heild. Ásgeir segir að allt eins megi bú- ast við fleiri handtökum á næstu dögum vegna málsins og segir sögu- sagnir sem bornar voru undir hann um að landflótti væri nú brostinn á í röðum fikniefnasala ekki koma sér á óvart. Hann segir lögreglunni vel ljós þessi möguleiki og að hún hafi því gert viöeigandi ráðstafanir. Þá lýsti Ásgeir furðu sinni á birt- ingu nafna meintra gæsluvarð- haldsfanga í dagblaði í gær og sagði vel hugsanlegt að þar væri um að ræða menn sem gengju enn lausir og vildi hvorki játa því né neita aö um rétt nöfn væri að ræða. -GAR Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, Eyjólfur Sveinsson, stjórnarfor- maður HB, og Lennart Meri, forseti Eistlands. skoða frystihús HB á Akra- nesi. DV-mynd DVÓ Forsetar á Akranesi - fengu meöal annars ÍA-búning aö gjöf DV, Akranesi: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Lennart Meri, forseti Eist- lands, komu í opinbera heimsókn til Akraness í gær. Þeir heimsóttu íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum þar sem á móti þeim tóku bæjarstjór- inn á Akranesi, bæjarfulltrúar og sýslumaðurinn á Akranesi. Við at- höfn í íþróttamiðstöðinni afhenti Ragnheiður Runólfsdóttir, varafor- maður ÍA, þeim ÍA-treyju, Sturlaugur Sturlaugsson, formaður ÍA, flutti ávarp og Gísli Gislason bauð forset- ana velkomna. Vel fór á með forsetunum og fylgd- arliði þeirra. Forseti Islands sagði aö Teitur Þórðarson Skagamaður væri að gera góða hluti í Eistlandi fyrir land og þjóð en hann hefur meðal annars þjálfað eistneska landsliðið og félagslið í Eistlandi. Þeir heimsóttu síðan íþróttahúsið við Vesturgötu þar sem knattspyrnuleikur fór fram. Þá skoðuðu þeir frystihús Haraldar Böðvarssonar í fylgd Eyjólfs Sveins- sonar, stjórnarformanns HB, og Stur- laugs Sturlaugssonar, aðstoðarfor- stjóra HB, og snæddu afurðir frá fyr- irtækinu íslenskt-franskt eldhús og voru mjög hrifnir af þvi. Að þvi búnu skoðuðu þeir Grundaskóla á Akra- nesi og að endingu Byggðasafnið á Görðum og þótti heimsóknin takast mjög vel. -DVÓ Stuttar fréttir :dv Valdimar stefnir Valdimar Jóhannesson, sem skipaði efsta sæti á lista Frjáls- lynda flokksins í Reykjanes- kjördæmi, ætl- ar að stefna Gunnari Inga Gunnarssyni, lækni og vara- formanni flokksins, vegna meiðandi ummæla Gunnars Inga um sig, biðjist Gunnar Ingi ekki afsökunar. Loðnan bíður Banni við loðnuveiðum lauk í gær og lögöu tvö skip af stað til leitar þegar i stað. Flestar útgerð- ir bíða þó átekta fram yfir mán- aðamót að sögn Dags. Hanes dæmdur Donald Hanes hefur hlotið þriggja og hálfs árs skilorðsbund- inn fangelsisdóm í Arizona fyrir að nema á brott barnabarn konu sinnar og flytja til íslands. Opinber hátíðarstefna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur skipað starfshóp sem tryggja á eftir fóngum að viða- mikil hátíðar- höld um næstu áramót og á næsta ári fari fram „með skipulegum og örugg- um hætti". Dagur greindi frá. Vilja ríkisafskipti Sveitarstjóm Hríseyjarhrepps mótmælti í gær harðlega ákvörð- un stjómar Snæfells að loka pökkunarstöð fyrirtækisins í Hrísey. Þess er krafist að ríkis- stjórnin tryggi afkomu og búsetu í eynni. Dagur greindi frá. Land Rover á fjöll B&L, umboðsaðili Land Rover- bíla á íslandi, stendur fyrir ævin- týraferð Land Rovereigenda á flöll. Ferðin hefst við Grjótháls 1 á laugardag, 18. september kl. 8.30 en var ekki um síðustu helgi eins og missagt hefur veriö. Ekið verð- ur Kaldadal að Langjökli. Ný kynslóð í frétt DV í gær um að lögregl- an standi frammi fyrir nýrri 'kyn- slóð' eiturlyfjasmyglai’a, settlegra vel klæddra manna á glæsivögn- um sem líta út sem hátt settir starfsmenn virtra fyrirtækja. Nefnd voru af handahófi nokkur virt fyrirtæki í þessu samhengi án þess að ætlunin væri að tengja þau eða starfsmenn þeirra ólög- legu athæfi á nokkum hátt. Hafi einhver skilið frétt blaðsins þannig er beðist velvirðingar. Skipta milljarði Fjölskyldur Þórðar Júlíussonar og Jóns B. Jónassonar á ísafirði skipta á milli sín um milljarði króna sem kemur í þeirra hlut við sölu á meirihluta útgerðarfyr- irtækisins Gunnvarar á ísafirði til íslandsbanka og Fjárfestingar- banka atvinnulífsins. Tak hús þitt og gakk íþróttafélag Reykjavíkur hefur verið dæmt til að fara af lóð Kaþ- ólska biskupsdæmisins við Tún- götu meö íþróttahús sitt. Kaþ- ólska biskupsdæmið hyggst reisa nýtt íþróttahús á lóðinni fyrir Landakotsskóla. Minna en 2,2 milljarðar Geir H. Haarde fjármálaráð- herra telur tekjuskerðingu sveit- arfélaga vegna ýmissa skatta- lagabreytinga mun minni en forsvarsmenn sveitarfélaga hafa haldið fram. Þeir telja hana vera um 2,2 milljarða á ári. Morgunblaðið greindi frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.