Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 íBenning '***■- Barist um bókarskræður Fátt varpar skýrara Ijósi á sam- skipti íslendinga og Dana eftir sjálfstæði en handritamálið svo- kallaða sem var í senn milliríkja- mál og danskt innanríkismál. Stór- vaxin bók Sigrúnar Davíðsdóttur er því framlag bæði til íslenskrar og danskrar sagnfræði. Er engin furða að hún hefúr vakið nokkra og verðskuldaða athygli í Dan- mörku. Sigrún rekur málið tfá upphafi til enda af nákvæmni og skyggnist bak við tjöldin. Hefur hún notið góðs af einkaskjölum ýmissa sem málinu tengdust og rætt við aðra sem enn voru á lífi þegar rannsókn hennar hófst. Hefur hún þar unnið mikla frumvinnu sem gerir bókina mikilvæga. Hér er á ferð stjórn- sýslusaga, aðalpersónurnar eru ráðherrar og sendiherrar en al- menn umræða um málið í samfé- laginu fær minna vægi. Handrita- málinu er lýst sem diplómatísku máli sem leystist á diplómatískan hátt. Aðal þessarar bókar er frásagn- argáfa höfundar. Sigrún segir skemmtilega ffá og tekst að gera málið áhugavert fyrir almenna les- endur. Bókin er skýr og leitast er við að greina ástæður þess hvemig fór og afstöðu manna á hverjum tíma. Þar er vitaskuld galli að Sig- rún heldur sig á hinu pólitíska sviði en dregur félagslega og menn- ingarlega þætti síður inn. Um djúpa sagnfræðilega greiningu er ekki að ræða og bókin er fremur eins og vönduð blaðamannabók af því tagi sem sjaldan eru gefnar út á íslandi. Sagan hlýtur að teljast áhuga- verð fyrir íslenska lesendur. Sjálfum þótti mér 6. kaflinn forvitnilegastin1 en þar segir frá atburðum ársins 1954 þegar Sigurður Nordal gerði tilraun til að leysa málið. Það tókst ekki, og fremur hljótt hefur verið um þennan þátt málsins hingað til. Næsti kafli, um þóf áranna 1954-1960, er einnig afar fróð- legur og finnst mér bókin þar rísa einna hæst. Sigrún hefur hæfileika til að gæða þá sem við málið komu lífi, bæði danska og ís- lenska stjómmálamenn og menningarvita. Sigrún Davíðsdóttir: Segir skemmtilega frá og gerir handritamálið aðgengilegt fyrir almenna lesendur. DV-mynd SG Bókmenntir Ármann Jakobsson Afleiðingin er að þessi saga nær að vera per- sónusaga líka og áhugaverðari fyrir vikið. Viðleitni Jorgens Jorgensen til að leysa málið árið 1961 er kunnari þeim sem málið þekkja. í þeim kafla saknaði ég rækilegri umljöllunar um hin hörðu almennu viðbrögð í Dan- mörku. Sigrún kýs að einblína á hið opinbera samningaferli og seg- ir skemmtilega frá þvi. Á hinn bóginn er auðvitað athyglisvert að velta því fyrir sér hvers vegna þessu gömlu og snjáðu handrit urðu þvílíkt hitamál meðal alþýðu manna sem þekkti næsta lítið til efnis þeirra. Því miður virðist sem höndum hafi verið kastað til ritsins á köfl- um sem sést best á því að nafn höfundarins er stafsett rangt á þrjá mismunandi vegu á kápu. í textanum eru líka margar villur og engin leið að telja allar upp hér. Strax í upphafi 1. kafla, á bls. 15, er sagt að Friðrik 3. hafi verið lífs 1681 en hann lést 1670. Þá er tvisvar (bls. 349 og 394) sagt að Christrup, lögfræðingur Áma- nefhdar, hafi látist 1964 þó að einnig komi fram að hann hafl rekið mál fyrir rétti 1965-66 og annars staðar kemur fram að hann dó 1969. Sagt er á bls. 210 að Alþýðubandalagið hafi verið „et venstre parti dannet af socialde- mokratiske udbrydere" og hvergi er minnst á Sósí- alistaflokkinn. Á bls. 385 er sagt að vinstristjórnin hafi tekið við 1957 en það gerðist 1956 eins og fram kemur ann- ars staðar í ritinu. Þá er sagt á bls. 334 að K.B. Andersen hafl verið utanríkisráðherra árið 1964 en ekki kennslumálaráðherra eins og réttilega segir á öðrrnn stað. Þessar villur og fleiri eru til vitn- is um hroðvirkni og skort á ritstjómarvinnu og er skaði að frágangur á metnaðarfullu verki skuli ekki vera betri en þetta. Hvað um það; betur er af stað farið en heima setið. Sigrún Davíðsdóttir hefur skrif- að skemmtilega bók sem verðskuldar athygli íslendinga. Ljóðvissa Berglind Gunnarsdóttir hefur sent frá sér sína íjóröu Ijóðabók, Ljóðvissu, eftir níu ára hlé. Ljóðvissa skiptist í þrjá kafla. í þeim fyrsta eru ljóð almenns eðlis, meðal annars ferða- ljóð og þrjú ljóð um dauðann. Annar kaflinn ber heitið „12 ljóð um svartbjarta ást“ og geymir ástarljóð, meðal þeirra eftirfarandi ljóð sem heitir „Draumur": Ég vaknaói ífaömlagi og sá fagurt andlit þitt hjá mér, svofagurt áóur en þú fjar- lœgöist. Þaö var eins og guóaandlit eða andlit karlmanns, engu líkt, og þaó seiddi mig aö sér. Ég lá kyrr og horföi á þig, kyssti þig ogfann þig búa í öllum líkama mínum. Þannig leió stund og ég sagói ekkert en hamingjan teiknaöi orö á varir mér. Síóan leystist upp mynd þín og vakanflœddi óstöövandi um rifurnar inn í draum minn Þriðji kaflinn heitir „Ljóð um langan dag“ og er elegía eftir foður höfundarins. Berglind sagði i stuttu spjalli að ljóðin væru ekki frá allra síðustu ámm, flest væru frá því fyrir 1995. Bæði yrði of mikil breidd i ljóðabók þegar hún væri safn Ijóða frá löngum tíma, þá yrði erfiðara að fá æskilegan heildarsvip á hana, og svo væri gott að fá fjarlægð á ljóðin. Kápumynd Ljóðvissu er eftir Sigurveigu Knútsdóttur en Margrét Lóa gerði myndir með ljóðunum. Bókin er unnin í bókiðna- deild Iðnskólans í Reykjavík. Englunum vel tekið í Danmörku „Málfarsleg sprengja, sjónræn gáfa, stór- kostlegur leikur," segir í umsögn Jyllands Posten um uppfærslu CaféTeatrets í Kaup- mannahöfn á Englum alheimsins eftir sögu Einars Más Guðmundssonar sem DV birti umsögn um í fyrradag. „Henrik Prip kemst eins nálægt því og hægt er að verða íslensk- ur engill," segir Information, „túlkun hans hefur að minnsta kosti fágætt vænghaf og einræðan, fögur og þjáningafull, svífur niður til okkar eins og gjöf og skilur okkur eftir hljóð og hugfang- Sigrún Davíösdóttir: Hándskriftsagens saga i politisk belysning. Odense Universitetsforlag 1999. Tíunda leikár Möguleikhússins: Völuspá og Langafi prakkari Möguleikhúsió, barnaleikhúsiö vió Hlemm, er aö hefja tíunda leikár sitt. Fyrsta sýningin í nafni þess var 17. júní 1990 og sagöi Pétur Eggerz leikhússtjóri aö frá þvífyrsta heföi aö- standendur þess dreymt um að halda gang- andi hugmyndinni um leikhóp sem legöi áherslu á barnaefni. Metaösókn var að leik- húsinu síóasta leikár; þá voru áhorfendur um 18.000 talsins og munaöi mest um leikritiö um Snuóru og Tuöru, systurnar uppátektarsömu úr sögum Ióunnar Steinsdóttur, sem sýnt var 120 sinnum. Aðaltíðindi leikársins fram undan hjá Möguleikhúsinu eru að það verður með sýn- ingu á Listahátíð næsta vor sem einnig er unnin í samvinnu við Reykjavík menningar- borg. Þetta er eddukvæðið Völuspá í nýstár- legri leikgerð Þórarins Eldjárn. Völuspá er dramatískt kvæði, segir frá því þegar Óðinn kemur til völvunnar og vill að hún segi honum frá fortíð og framtíð ver- aldarinnar. Hún fer að vilja hans, en eins og títt er um spá- konur segir hún fleira en hann langar til að heyra. Völuspá er makalaus gersemi sem birtir sýn inn í magn- þrungna heimsmynd norrænnar goðafræði. Kvæðið hefur til þessa ekki verið flokkað sem barnaefni en í sýningunni verð- ur frásögn þess gerð aðgengileg og lifandi um leið og ungum áhorfendum verður veitt sýn inn í fornan goðsagnaheim. Er ein- staklega vel til fundið að kynna hann íslenskum börnrnn á þenn- an hátt. Sýningin er flutt af ein- um leikara, Pétri Eggerz, og tón- listarmanni. Leikstjóri er Peter Holst, sem kemur sérstaklega frá Danmörku til að stýra sýning- unni. Reykjavík menningarborg tók sýninguna á Völuspá undir sinn vernd- arvæng en síðar leitaði Listahátíð eftir því að fá hana inn á sína dagskrá og leikhúsið fær styrk frá þessum aðilum - sem aö vísu fjármagnar ekki sýninguna að fullu. „Það er alveg nýtt fyrir okkur að fá að vita með svona löngum fyrirvara að við fáum peninga í verkefni," segir Pétur, „yfirleitt er fyrirvar- inn ansi stuttur.“ Ekki gleyma jólunum Fyrsta frumsýning leikársins er Langafi prakkari, leikgerð Péturs Eggerz af sögum Sigrúnar Eldjárn. Langafi hennar Önnu er alveg ofsalega skemmtilegur. Hann passar hana alltaf á daginn þegar pabbi hennar og mamma eru í vinnunni. Þá gera þau ýmis- Systkinin Sigrún og Þórarinn Eldjárn koma mjög við sögu Möguleikhúss- ins í vetur. Hér eru þau að taka við verðlaunum Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir barnabækur sínar vorið 1998. Þess má geta að sonur Þórarins, Krist- ján Eldjárn, samdi og leikur tónlistina í Hafrúnu sem var frumsýnd á síð- asta leikári. DV-mynd Hilmar Þór legt skemmtilegt saman. Þau skoða mannlíf- ið, baka drullukökur, veiða langömmur og fleira skemmtilegt. Leikarar eru Bjami Ingv- arsson og Hrefna Hallgrímsdóttir, ung leik- kona sem er nýlega komin heim eftir leik- nám í Bandaríkjunum. Leikstjóri er Pétur Eggerz. I lok nóvember verður frumsýnt nýtt verk sem heitir Jónas týnir jólunum. Þetta er fjörug jólasýning, ætluð 2ja til 9 ára bömum, og segir frá Jónasi sem situr við tölvuna sína á aðfangadag, eins og hann gerir raunar alla daga ársins. Hann er svo upptekinn af því sem hann er að fást við að hann má ekki vera að því að halda jól. Himinþöll jólaengill er send af stað frá jólastjörnunni til að kanna hvort nokkur sé að gleyma að halda jólin. Þegar hún kemur til Jónasar þarf hún að ná athygli hans og hjálpa honum að finna jól- in í hjarta sér. Það reynist erfiðara en virðist í fyrstu. Höfundur er Pétur Eggerz og leikstjóri Bjarni Ingv- arsson. Leikárið hjá Möguleik- húsinu hefst á leikferð um Austurland með barna- leikritið Snuðm og Tuðm. Þrjár aðrar sýningar verða teknar upp frá fyrra leikári; Einar Áskell hinn ofurvinsæli lætur sjá sig í takmarkaðan tíma í októ- ber. Boðið verður upp á sýningar á einleiknum Hafrúnu með Völu Þórs- dóttur fyrir skóla, og jóla- leikritið Hvar er Stekkja- staur? verður á ferðinni i desember. Einnig verður boðið upp á tónleika fyrir börn sem verða kynntir nánar síðar. Allir gagnrýnendur hæla leikmyndinni, hinum þrönga og vota hreinsunar“eldi“, þar sem persónan ýmist gengur á vatni eða hverfúr ofan í það, og allir eiga góð orð handa bókinni sjálfri og höfundi hennar. „Það sem gerði söguna öðm- vísi var að hún hvorki aumkaði Pál né upp- hóf hann heldur stillti sér upp við hlið hans og horfði frá hans ljóðræna, hreina og víða sjónarhorni," segir Politiken. Og Berlingske Tidende talar um hvemig örlög söguhetjunn- ar, Páls, endurspegli örlög íslands, það sé engin tilviljun að hann fæðist árið sem ís- land gengur í Nato, inn i nýja, ameríska heimsmynd; hina vitskertu menningu. Við endurtökum að sýningar á Englum al- heimsins halda áfram til 16. október. Sími leikhússins er 33125814. Norskir dagar á Seyðisfirði Dagana 19 - 24. september verða Norskir dagar á Seyðisfirði og hefst dagskráin á sunnudaginn í Skaftfelli, menningarmiðstöð. Þá verður meðal annars ferðakynning, tengsl íslenska og norska þjóðdansins rifjuð upp og kenndur norskur þjóðdans af félögum úr þjóðdansaflokknum Fiðrildunum á Egilsstöð- um. Sýning á fágætum norrænum bókum frá því fyrir og eftir síðustu aldamót verður opn- uð í Bókasafni Seyöisfjarðar. Vísnasöngvarinn Geirr Lystrup og fiðlu- leikarinn Hege Rimestad koma alla leið frá Noregi til að skemmta bæði bömum og fullorðnum fimmtudaginn 23. sept. Verslanir munu hampa norskum vörúm og Hótel Seyðisfjörður verð- ur með norskar veitingar á matseðlinum. Norskum dögum og þá um leið listahátíðinni Á seyði lýkur síðan formlega með dagskrá í Skaftfefli fóstudaginn 24. sept., kl. 16.30. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.