Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 23 Fréttir Skrifað undir samninga um stórframkvæmdir í Vogum: Byrjum að sjálf- sögðu á föstudegi - segir Stefán Stefánsson hjá Nesafli Fimmtudaginn 2. september var undirritaður samningur um nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Það var verktakinn Nesafl í Njarðvík sem hreppti hnossið og hljóðar samningurinn upp á 80-150 milljónir. Að sögn Stefáns Stefánsson- ar, framkvæmdastjóra Nesafls, þá er ákveðinn botn og þak í samningnum. Sagði hann að það kæmi síðan í ljós hvort verkefnið yrði stærra. „Við byrjum að sjálfsögðu á fóstudegi," sagði Stefán, „enda er það heilla- merki. Verkið hófst síðan föstudaginn 10. september sl. en ráðgert er að verkinu verði lokið á tveim árum. Verkið verður unnið í samvinnu við Armannsfeil og Úifarsfell. Nesafl er með mörg jám í eldinum og segir Stefán að nú sé í gangi m.a. vinna við breiðbandsvæðingu í Reykjanesbæ. Þá annast Nesafl mal- bikunarframkvæmdir í Reykjanesbæ og Gerðahreppi. Vélaleiga S. Helga- sonar, sem er dótturfyrritæki Nesafls, vinnur einnig mikið fyrir Hitaveitu Suðumesja. Stefán segir að auk áður- nefndra framkvæmda reki fyrirtækið fjórar jarðefnisnámur, Stapafells- námu, Rauðamelsnámur, Seyðishóla- námur og Lambafellsnámur í Þrengsl- unum. Ekki má gleyma merkilegum fram- kvæmdum Verkafls, systurfyrirtækis Nesafls, en það er bygging fjölnota íþróttahúss í Reykjanesbæ og það fyr- irtæki er líka með vinnu við orkuver- ið á Svartsengi. Mikill kraftur hefur verið í fram- kvæmdum á suðvesturhorni landsins undanfarin misseri og þar virðist ekk- ert lát vera á. Segir Stefán að það stefni því í nokkuð góða verkefna- stöðu næsta eitt og hálft ár. Ríflega Stjórnendur KASK og Kaupáss hf. Frá vinstri eru Sigurður Teitsson, fram- kvæmdastjóri 11-11 búðanna, Þorsteinn Pálsson, forstjóri Kaupáss, Örn Bergsson, stjórnarformaður KASK, Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri KÁ, og Pálmi Guðmundsson, kaupfélagsstjóri KASK. DV-mynd Júlía KASK til liös viö Kaupásmenn: Austfirðingar fá 11- 11 og KÁ-verslanir KASK, Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga svf., og Kaupás hf. hafa und- irritað samstarfssamning um rekst- ur verslana KASK á Höfn og Djúpa- vogi. Samkvæmt samningnum mun KASK leigja Kaupási núverandi verslanir félagsins og eignast um leið hlutafé í Kaupási hf., en það fé- lag stefnir á hlutabréfamarkað fljót- lega. Verslanir KASK á Höfn og Djúpavogi verða frá og með næstu áramótum hluti af rekstri Kaupáss hf. sem rekur verslanir Nóatúns, KÁ og 11-11, auk lágvöruverösversl- unarinnar Kostakaupa. Á Höfn verður aðalverslun félags- ins við Hafnarbraut, KÁ-verslun, en verslanimar á Vesturbraut og á Djúpavogi verða merktar keðjunni 11-11. Þegar KASK hefur byggt nýtt verslunarhús í miðbæ Hafnar seinni hluta næsta árs verður opn- uð þar ný og glæsileg KÁ-verslun. Gert er ráð fyrir því að verslunar- kjaminn verði um 2000 fermetrar að stærð. KASK mun einnig leigja út aðstöðu fyrir minni verslanir, skrif- stofúr og aðra þjónustu. Pálmi Guð- mundsson kaupfélagsstjóri segir að með þessum samningi sé verslunar- starfsemi KASK orðin hluti af annarri stærstu verslunarkeðju landsins sem hefur afl og getu til að takast á við þá samkeppni sem er fram undan í verslun í landinu. JúUa Imsland sextíu starfsmenn vinna nú hjá Nesafli og býst Stefán við að þurfa að fjölga þeim eitthvað. -HKr. Frá undirskrift verksamnings vegna nýframkvæmda í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Talið frá vinstri: Stefán Eggertsson, VSÓ ráðgjöf, Jóhanna Reynis- dóttir, sveitarstjóri í Vogum, og Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri Nesafls. DV-mynd Arnheiður. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöld sem á voru lögð: Staðgreiðsla og tryggingagjald til og með 8. tb. 1999, með eindaga 15. september 1999, og virðisaukaskattur til og með 3. tb. 1999, með eindaga 5. ágúst 1999, og aðrar gjaldfallnar álagningar og ógreiddar hækkanir, er falhð hafa í gjalddaga fyrir 16. ágúst sl., á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, aðstöðugjaldi, þróunarsjóðsgjaldi, kirkjugarðsgjaldi, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tíma- bila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaidi af skipshöfnum ásamt skráningar- gjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutnings- gjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi og jarðarafgjaldi. Giöidum sem á voru lögð 1999 með gialddaga til og með 15. ágúst 1999 og álögðum opinberum gjöldum fyrri ára sem í eindaga em fallin, sem eru: tekjuskattur, útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fasteignagjöld, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofúhúsnæði, búnaðargjald, iðgjald til lífeyrissjóðs bænda, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur bamabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Ennfremur kröfur sem innheimtar eru á grundvelli samnings milli Norðurlandanna um aðstoð í skattamálum, sbr. lög nr. 46/1990, sbr. auglýsingu nr. 16/1990 og auglýsingar nr. 623/1997 og nr. 635/1997. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim U'ma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér vemlegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og súmpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og YÍrðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 16. september 1999. Tollstjórinn í Reykjavtk Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvfk Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á HUsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum 16 PIZZA l«|eö 4 áieggS- teguNdOl^ á íooa 3LL sw- 755 67 67 ooHHH beH3Ve Tilboðið gildir frá miðvikud. 15. til sunnud. 19. sept.1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.