Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 JOV Betra að vera hæfur en óhæfur „Auðvitaö þykir mér heldur skárra að fleiri skuli telja mig ) nothæfan en f ómögulegan." | Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður, um úrslit skoð- anakannanar, í DV. Einfaldlega ljótt „Að sturta einu hlassi af fiski inn í bæjarfélagið eins og þetta og ljúga því að sjálfúm sér og öðrum að eitthvað hafi breyst í grundvallaratriðum varðandi byggð á staðnum er j einfaldlega ljótt.“ Stefán Jón Hafstein, um málefni Þingeyrar, í Degi. Ekki er allt sem sýnist „Það er ekki allt sem sýnist i þessum efnum. Þó samkeppnin sýnist mikil, nú sem stendur, gæti næsta sam- eining á þessu sviði hæglega gengið að henni dauðri.“ Jóhannes Gunnars- son, form. IMeytendasamtak- anna, um samkeppni á mat- vörumarkaðnum, í DV. Þessir menn þögðu „Þrátt fyrir að orðið væri ít- rekað gefið laust í pontu, þá þögðu þessir menn allan tím- ann eins og það væri búið að stinga upp í þá steini.“ Kristjana Vagnsdóttir, sem sat fyrir aftan þingmennina Einar Guðfinnsson og Einar Odd Kristjánsson, á átaka- fundi á Þingeyri, í DV. Ráðherrar eins og jólasveinar „Kosningarnar í vor voru þeim dýrar, ráð- herrarnir voru f eins og jóla- sveinar sem $ gefa gjafir. Síð- | an er þenslan slík á höfúð- J borgarsvæð- f inu að hún er að sporðreisa f þjóðfélagið." Kristján Möller alþingismað- ur, f Degi. Halldór og hjörðin „Halldór (Ásgrímsson) er fulltrúi einhvers óskilgreinds miðjuflokks og getur gert nán- ast hvað sem honum þóknast með auðsveipa hjörð að baki.“ Kristján Pétursson, fyrrv. deildarstjóri, í DV. Mosfellsbær, v/'ð Blíöubakka SORPA, móttök Grafarvorur, viö Bæjarflöt Við Ananaust \ i í 1 Artunshofði, viö Sævarhöföa Miöhraun 20, á mörkum Garöabæjar j og Hafnarfjaröar Breiðholt, 0^1 viö Jafnasel Kopavogur, viö Dalveg \ ----------------- Snorri Páll Einarsson, aðalféhirðir Akraneskaupstaðar: Hér er barnvænt umhverfi DV, Akranesi: „Mér líst mjög vel á nýja starfið mitt. Þetta er að vísu svolítið frá- brugðið því sem ég hef gert áður en er engu að síður skemmtileg áskor- un,“ segir Snorri Páll Einarsson, nýráðinn aðalféhirðir Akranes- kaupstaðar. Hvað kom til að þú sóttist eftir þessu starfi? „Rekstur sveitarfélaga var alveg óplægður akur fyrir mér og er þetta starf kjörin leið til að kynnast nýju um- __________________ hverfi þar sem ég hef hingað til starfað í einkageiranum. Það — sumars 1997 gerðist ég aðalbókari hjá Utrechtse Werkbedrijven, sem er félagsleg atvinnumiðlun fyrir Ut- recht-fylki, þar til við fluttumst heim til íslands á þessu ári. Þegar þú komst á Akranes hvem- ig kom bærinn þér fyrir sjónir? „Mér fannst hann stærri en ég hafði ímyndað mér og það kom mér virki- lega á óvart að hér er allt til alls. Það var líka augljóst að hér er bamvænt umhverfi." Snorri Páll er spurð- Maður dagsins er mér mikið kappsmál að vera í stöðugri þróun í starfi og víkka sjóndeildarhringinn. Snorri Páll segir starfið felast í að taka þátt í fjársýslu Akraneskaup- staðar: „Ég er einnig framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs Akraneskaup- staðar og sé því um rekstur hans.“ Snorri Páll útskrifaðist sem stúd- ent frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1988, varð framkvæmdastjóri hjá Vesturflugi hf. frá 1990-1992 og fjármálastjóri hjá Kolaportinu hf. frá 1992-1993. „Ég hóf síðan sjálf- stæðan rekstur bókhaldsþjónustu 1993 þar til við fjölskyldan flutt- umst til Hollands síðla árs 1994. Þar stundaði ég nám í hollensku við Utrecht-há- skóla 1995-1996 og nám : tónlistarfræðum 1996-1997 einnig við Ut- recht-háskóla. Síðla DV-mynd DVÓ ur hvort ekki hafi verið erfitt fyrir hann sem vanur er að búa I þéttbýli að flytjast til Akraness: „Síðastliðin fímm ár bjó ég í Hollandi og þar áður í Reykjavík. Holland er þrisvar sinnum minna en ísland og þar getur fólk ekki þverfótað fyrir öðru fólki, má segja að maður hafl verið farinn að þrá það að hafa pláss í kringum sig og njóta stór- brotinnar náttúm okkar. Það er líka ekkert mál að keyra á milli til að hitta fjölskyldu og vini eða fara í aðrar útréttingar í Reykjavík." Áhugamál Snorra Páls snúast meðal annars um tónlist: „Þegar tími gefst til reyni ég að fullnægja tónlistaráhuga mínum og sest við píanóið eða tek gítarinn í hönd og leik nokkur vel valin verk.“ Eiginkona Snorra Páls er Elín Lára Jónsdóttir bók- menntafræð- ingur og eiga þau þrjú börn, Telmu Huld Ragnarsdóttur, ellefu ára, Sig- urpál Viggó Snorrason, tveggja ára, og Hólmfríði Snorradóttur, eins ars. -DVÓ Geir Ólafsson skemmtir á Einari Ben í kvöld. Geir syngur og steppar Söhgvarinn Geir Ólafs- son ætlar að mæta meö hljómsveit sína, Furstana, á -' Einar Ben. í kvöld Geir Ólafsson, sem vakið hefur athygli á undanfómum missemm fyrir að fara aðr- ar leiðir í söng sínum, ætlar auk þess að syngja vel Skemmtanir þekkta slagara og steppa í einu laginu. Auk Geirs era í Furstunum Árni Schev- ing, bassi, Einar Scheving, trommur, Kjartan Valde- marsson, pianó, og Þorleif- ur Gíslason, saxófónn. Óróar á Ozio Fönkaður djasss verður leikinn á Kaffl Ozio í Lækj- argötu í kvöld. Það er hljómsveitin Óróar sem ætl- ar að leika en hana skipa Jóel Pálsson, Pétur Hall- grimsson, Guðni Franzson og Matthías Hemstock. Myndgátan Stendur undir nafni Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Sigurður Skag- fjörð Stein- grímsson er meðal söngv- ara sem koma fram á tónleik- unum í Fella- og Hólakirkju í kvöld. Minningar- tónleikar i kvöld verða haldnir tónleikar i Fella- og Hólakirkju og hefjast þeir klukkan 20.30. Tilefni tónleikanna er að þaim 18. þessa mánaðar hefði Jóhann Pétur Sveinsson lögfræðing- ur, sem lést árið 1994, orðið fertug- ur. Allur ágóði af tónleikunum rennur í minningarsjóð um Jóhann Pétur sem stofnaður var við fráfall hans og hefur m.a. það markmið að styrkja fatlaða til náms. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt og flytjendur margir. Má þar nefna Skagfirsku söngsveitina í Reykjavík og sönghópinn Veirurnar en með báðum þessum hópum starf- aði Jóhann ötullega um árabil. Þá koma fram 5 skagfirskir ein- söngvarar en þeir eru: Ásgeir Ei- ríksson bassi, Margrét S. Stefáns- dóttir sópran, “ Ólafur Sveins- lOlllClkdr son barítón,_______________ Óskar Pétursson tenór og Sigurður Skagfjörð Steingrimsson barítón. Píanóleikarar á tónleikunum verða Sigurður Marteinsson og Björgvin Þ. Valdimarsson og Guð- mundur Hafsteinsson leikur á trompet. Á afmælisdaginn, 18.sepember, verða sömu tónleikarnir endurtekn- ir í Miðgarði í Skagafirði með þeirri breytingu að í staö Skagfirsku söngsveitarinnar munu Álftagerðis- bræður taka þátt og hiunu þeir tón- leikar hefjast klukkan 21. Bridge Danska unglingalandsliðið græddi 12 impa á þessu spili í leik liðsins við Kina á HM yngri spilara á dögunum. Samningurinn var sá sami á báðum borðum, þrjú grönd. Sagnir gengu þannig í opnum sal með Danina í NS, austur gjafari og allir á hættu: 4 ÁKD53 * 9763 * KG4 * 9 4 G1062 «4 K10 ♦ Á10983 * 83 4 4 «4 ÁG5 * D62 * ÁG10642 Austur Suður Vestur Norður pass 1 * 1 ♦ 1 4 pass 2 * pass 2» pass P/h 2 grönd pass 3 grönd Vestur hóf vörnina á því að spila út tígultíu. Tígulgosinn á fyrsta slaginn í blindum og sagnhafi, Kasper Konow, spilar næst laufní- unni úr blindum. Ef austur hefði lagt á væri vonlaust að vinna spilið en laufnían fékk að eiga slaginn. í þessari stöðu er best að snúa sér að spaðalitnum og það gerði Konow með því að spila smáum spaða úr blindum. Austur átti slaginn á sjö- una og ákveður að spila hjarta til baka. Hjartatían á næsta slag og vestur fékk sömuleiðis að eiga slag á hjartakónginn. En þar með eru möguleikar vamarinnar búnir því þeir geta aðeins fengið einn slag til viðbótar á tigulásinn. Slagir sagn- hafa verða 4 á spaða, 1 á hjarta, tveir á tígul og tveir á lauf. í lokaða salnum er norður sagnhafi. Útspilið er tígulsjöan frá austri og gosinn á blindum á fyrsta slaginn. Laufnían á næsta slag en þá skilja leiðir í úr- spilinu. Sagnhafi spilar hjarta á ás- inn og síðan laufgosa. Vömin gat fríað tígulinn og sagnhafi getur ekki unnið spilið þegar laufin brotna 4-2. Innkoma vesturs var á hjartakóng. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.