Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 20
4 24 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 Fréttir Baráttusaga Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 1995 HES varar viö campylobacter m.a. í bréfi til landbúnaðarráöherra. 13. júlí '99 Úttekt HES S Ásmundar-stöðum og slðturhúsi Reykjagarös. Vegna sýkinga og sóöaskapar í fuglasláturhúsi 27. júlí '99 Úttekt HES - enn óskað eftir aö sótt veröi um starfsleyfi fyrir búiö. 31. júlí '99 Eftirlit meö Reykjagaröi tekiö úr höndum HES 9. sept. '99 Heilbrigöisfulltrúar HES skrifa sveitarfélögum, heilsugæslustöövum o.fl. vegna campylobackter. 1998 1995 W 1999 Júlí 98 Bréfaskriftir mílli heilbrigöisyfirvalda á Suöurlandi, HES og Reykjagarös vegna sýkinga og sóðaskapar í fuglasláturhúsi. 14. júlí '99 Greinargerð og bréf HS sent til aöila á heilbrigöissviöi og eiganda. 27. júlí '99 Heilbrigðisnefnd ákveöur aö óska eftir opinberri rannsókn á starfsháttum HES 24. ágúst '99 Fyrsta yfirheyrslan yfir heilbrigöisfulltrúum HES 13. sept. '99 Heilbrigöisfulltrúar HES ganga á fund umhverfisráðherra og fara fram á aö settar veröi reglur til varnar campylobacter. Heilbrigöisfulltrúarnir á Suðurlandi biðja ráðherra um: Reglur gegn syktum vorum - berjast gegn campylobacter þrátt fyrir tilraunir til að gera þá óvirka „Það er ekki við hæfi að neytend- ur geti ekki gengið að því vísu að ýtrustu varúðarráðstafanir séu við- hafðar af yfirvöldum til þess að koma í veg fyrir aö þeir veikist." Svo segir m.a. i bréfi sem Heil- brigðiseftirlit Suðurlands hefur sent landbúnaðarráðherra og umhverfis- " ráðherra. Enn fremur segir að ekki sé viðunandi að látið sé óátalið að sýkt vara sé í verslunum. Er þeim tilmælum beint til ráðherranna að þeir beiti sér fyrir að settar verði reglur hér á landi um framleiðslu, vinnslu og sölu kjúklingakjöts. Reglur þessar verði þannig að neyt- endur geti treyst því að sýkt vara sé ekki í verslunum. Heilbrigðisfulltrúar Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands berjast enn ótrauðir gegn campylobacterfaraldr- inum þótt ýmis ljón hafi orðið á veg- inum. Þeir gengu á fund umhverfis- ráðherra í fyrradag til að ræða vandann. Þeir hafa sent orðsend- ingu til viðkomandi sveitarfélaga og heilsugæslustöðva. Þeir vilja sam- starf stjómvalda, heilbrigðisstétta, matvælaframleiðenda, bænda og neytenda. Þeir harma að aðilar sem málið varðar skuli með ýmsum ráð- um hafa reynt að beina kastljósum frá staðreyndum og aðalatriðum þess. Sögulegt hámark Campylobacterfaraldurinn náði sögulegu hámarki í júlí sl. Þann mánuð greindust á sýkladeild Land- spítalans 103 tilfelli. Það em tvöfalt Innlent fréttaljós Jóhanna Sigþórsdóttir fleiri tilvik en greindust í júlí í fyrra. Tölumar um tíðni sýkinga í súluritunum hér á síðunni segja að öðra leyti sina sögu. Haft skal í huga að samkvæmt þumalputtaregl- unni má gera ráð fyrir að aðeins einn af hverjum tíu sem sýkjast ->greinist með campylobacter. Fjöldi sýktra er m.ö.o. tíu sinnum meiri en tölumar á súluritunum gefa til kynna. Er gert ráð fyrir að kostnað- ur vegna campylobactersýkinga fari í 3-400 milljónir króna á þessu ári. Það vekur óneitarlega athygli í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað að undanfomu hve ólikar leið- 'ir menn vilja fara í baráttunni við þennan vágest. í þeim efnum hafa framkvæmdastjóri og heilbrigðis- fulltrúi Heilbrigðiseftirlitsins á Suð- urlandi verið 1 fararbroddi. Sofið á verðinum? Það var árið 1995 sem þeir vöktu fyrst athygli á campylopbacter og vömðu við sýkingum. Viðvaranir þeirra fengu, vægast sagt, lítinn hljómgrunn. Um svipað leyti var farið að selja ófrysta kjúklinga í matvömverslunum. Á næstu ámm margfaldaðist tíðni sýkinga eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Það var þó fyrst í mars sl. sem hinar ýmsu stofnanir heilbrigðisgeirans tóku höndum saman um að vinna gegn campylobacter. Síðan hafa landlæknisembættiö, Hollustuvemd ríkisins og embætti yfirdýralæknis unnið að rannsóknum á útbreiðslu og orsökum faraldursins. Ríkis- stjómin veitti styrk til þessa verk- efnis. Þrátt fyrir það fjölgaði sýking- um hröðum skrefum á næstu mán- uðum. RannsóknEuráð Islands veitti 15 milljónir króna til rannsóknar- verkefnis um faraldursfræði og fyr- irbyggjandi aðgeröir sem á aö ljúka á næstu þremur ámm. Að því munu koma fleiri aðilar en áður voru nefndir, ss. tilraunastöð Háskóla ís- lands í meinafræði á Keldum, Sýklafræðideild Landspítala og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Haraldur Briem sóttvamalæknir er ekki þeirrar skoðunar að heilbrigð- isyfirvöld hafi sofið á verðinum þeg- ar campylobactersýkingum fór að fjölga verulega. Hins vegar segir hann að deila megi um hvort nóg hafi verið að gert. Mörg bréf og greinargerðir Hitt er víst að heilbrigðiseftirlit- ið á Suðurlandi svaf ekki á verðin- um. Fulltrúar þess hafa á undan- fomum missemm margsinnis var- að við slæmri umgengni á Ás- mundarstaðabúinu og kjúklinga- sláturhúsinu á Hellu. Mörg bréf og greinargerðir hafa farið frá þeim til viðkomandi heilbrigðisyfir- valda, þ.e. Heilbrigðisnefndar Suð- urlands, héraðslæknis, héraðs- dýralæknis og eiganda Reykja- garðs, en án árangurs. Heilbrigðis- fulltrúamir settu fram athuga- semdir við Bjama Ásgeir Jónsson, framkvæmdastjóra Reykjagarðs, eftir að hafa skoðað kjúklingaslát- urhús fyrirtækisins á Hellu. Þar er slátrað frá Ásmundarstaðabúinu, sem framleiðir Holtakjúklinga, svo og frá Móum. Einnig fóru heil- brigðisfulltrúar í vettvangskönnun að Ásmundarstöðum. I kjölfar þeirrar ferðar, þann 13. júlí sL, rit- uðu þeir greinargerð þar sem lýst var afar slæmu ástandi i hreinlæt- ismálum á búinu. Á þeim tíma, þ.e. 1. janúar 1998 til 1. ágúst 1999, vora niðurstöður Hollustuvemdar ríkisins þær að 83 prósent sýna úr kjúklingum frá Reykjagarði hefðu reynst sýkt af campylobacter. Um 50 prósent sýna frá Móum og Ferskum kjúklingum hefðu reynst sýkt en ekkert frá ísfugli. f niðurstöðum sem heilbrigðisyfirvöld birtu nú í september reyndist hlutfallið svip- að. Því hefði mátt búast við að heil- brigðisyfirvöld brygðu hart við þegar skýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands kom fram. Enda settu heilbrigðisfulltrúarnir á Suður- landi fram þá kröfu að hætt yrði að dæla sýktum kjúklingum á mark- aðinn og varpa ábyrgðinni á herð- ar neytendum með því að segja þeim að maukelda matinn sinn til að fá ekki matareitrun. En nei, Heilbrigðisnefnd Suður- lands, sem heilbrigðisfulltrúarnir heyra undir, kærði þá til ríkislög- reglustjóra fyrir lagabrot í starfi! Bæði framkvæmdastjórinn og heil- brigðisfulltrúinn hafa því mátt sæta yfirheyrslum hjá lögreglunni á Hvolsvelli, svo og rannsóknar- viðtölum í umhverfisráðuneyt- inu,undanfamar vikur. í stað þess að setja lóð þeirra á vogarskálina í baráttunni gegn campylobacter hafa þeir verið meðhöndlaðir eins og sakborningar. Nú bíða þeir úr- skurðarins - ekki varðandi aðgerð- ir gegn sýkingum heldur um eigin sekt eða sakleysi. Eftirlit í molum Eftirlit með Ásmundarstöðum hefur nú verið tekið úr höndum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, samkvæmt ákvörðun Heilbrigðis- nefndar Suðurlands. Heilbrigðis- fulltrúarnir hafa þó komið all- nokkrum kærum áfram til Holl- ustuverndar. Til dæmis er beðið um athugun á því hvort alifuglar séu fluttir til slátrunar í sama bíl og síðan tekur kjötafurðir til baka i verslanir. Einnig er kvartað und- an því að sami aðili sjái um að taka til mat í mötuneyti og hafa umsjón með sláturgöllum og þrif- um. Hollustuvemd hefur ekki tek- ið á þessum málum. Vatnssýni, sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók í síðustu viku á vatnasviði Ás- mundarstaða, reyndist vera með campylobacter. Hlutverk formanns heilbrigðis- nefndarinnar er margslungið. Hann er sveitarstjóri á Hellu og þarf því að gæta hagsmuna sveit- arfélagsins I sömu andrá og hann áminnir eiganda kjúklingasláttu-- hússins sem aftur veitir Hellubú- um atvinnu. Hann er líka stjómar- formaður Sorpstöðvar Rangár- vallasýslu sem réð Gámaþjónust- una til þjónustu við Reykjagarð. Sú þjónusta breyttist ekki til hins betra fyrr en heilbrigðisfulltrúarn- ir á Suðurlandi höfðu gert athuga- semd við sóðaskapinn. Úttekt heil- brigðiseftirlitsins varð einnig til þess að átta tonnum af bílhræjum, járnadrasli og byggingarleifum var ekið á urðunarstað frá Ás- mundarstöðum. En betur má ef duga skal. Campylobacter mallar í ferskum kjúklingum í matvöraverslunum meðan heilbrigðisstofiianir kasta á milli sín tölum um sýkt sýni og heilbrigð. Ekki er geflð upp hvaða bú eru með sýkta vöru og hver heilbrigða. Fyrst á að ljúka skyndirannsókninni og ræða síð- an málin, að sögn Jóns Gíslasonar hjá Hollustuvemd. Þannig er neyt- andanum haldið í „rússneskri rúl- lettu“ þegar hann velur sér f mat- inn, eins og framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands orðaði það í DV um daginn. -JSS Fjöldi Campylobacter sýkinga - mánaöartölur áriö 1999 1 on 110 100 _ 80 - - - - - „ 61 I « Q,mmmm , I Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Campylobacter-sýkingar ? - fjöldi tilfella eftir árum 300 250 200 2 •o ÍT 150 100 50 0 00 00 co o lo 00 00 wm 'H.i |Q0| oo CD ]J3 00 1 " 1 * ‘90 ‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 Ár o CNJ 04 CD LO 00 (/) im '(B tmm s 3 C '03 E oo 3 4-* 2 lí ijq

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.