Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjórí: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON AöstoöarrItstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fjandmenn fallast í faðma Jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Grikklandi hafa breytt gagnkvæmum viðhorfum þjóðanna. Grikkir sendu hjálp- arsveitir til Tyrklands og síðan sendu Tyrkir hjálpar- sveitir til Grikklands. Tyrki hefur boðið slösuðum Grikkja nýra sitt og annað boð farið í hina áttina. Grikkir og Tyrkir eru aldagamlir fjandmenn, enda ráða Tyrkir hinum forna Miklagarði og miklu landi í Anatólíu, sem áður tilheyrði honum. Snemma á þessari öld var hatrið svo mikið, að fram fóru gagnkvæmar þjóðahreinsanir beggja vegna landamæranna. Kýpurdeilan hefur verið óleyst áratugum saman og oft verið ófriðlegt í sundunum milli eyja Grikkja og megin- lands Tyrkja. Nató hefur löngum haft áhyggjur af þess- um aðildarrfkjum sínum. Og Grikkir hafa brugðið fæti fyrir inngöngu Tyrkja í Evrópusambandið. ísinn var brotinn fyrir nokkrum árum, þegar gríska leikkonan Melina Mercouri heimsótti Miklagarð sem menntaráðherra Grikkja í tilefni alþjóðaþings ritstjóra. Fram að þeim tíma höfðu ráðamenn rikjanna ekki stund- að gagnkvæmar kurteisisheimsóknir. Með nýjum valdamönnum fraus ástandið á nýjan leik, þótt ekki syði upp úr. En jarðskjálftarnir hafa sýnt, að undir frostinu var jarðvegurinn reiðubúinn til sáningar. Hafnar eru gagnkvæmar birtingar greina ritstjóra og dálkahöfunda um samskipti þjóðanna tveggja. Komið hefur í ljós, að hjá almenningi er jafn auðvelt að rækta ást og hatur. Er ráðamenn á ýmsum sviðum fara af annarri sveifinni og leggjast á hina, fylgir fólkið með. Sameiginlegt skipbrot á borð við hörmungar jarð- skjálfta kemur svo friðarferli á fljúgandi skrið. Allt er þetta brothætt. Til valda geta komizt stjóm- málamenn á borð við Milosevic í Serbíu, sem nærist á því að magna þjóðernisofstæki og nágrannahatur kjós- enda. Við sjáum af því dæmi, hversu auðvelt er að trylla heila þjóð til brjálæðislegra ódæðisverka. Grikkir og Tyrkir hafa verið heppnari en Serbar, þótt ýmis ljón hafi verið á vegi þeirra. Grikkir hafa stutt óhæfuverk Serba gegn Albönum í Kosovo, en Tyrkir hafa stutt varnir Albana. Þá hafa Tyrkir stundað grimmdar- legar ofsóknir gegn minnihlutahópi Kúrda. Hvorug þjóðin getur talizt til engla, nema síðin- sé. Samt hefur verið jarðvegur fyrir hina skyndilegu þíðu milli þjóðanna, þegar þær eru farnar að hjálpast að í erfiðleikum sinum, rétt eins og Norðurlandaþjóðir mundu gera. Hið góða blundar undir vetrarfrosti. Mikilvægt er, að önnur ríki Atlantshafsbandalagsins stuðli að þessu með því að sýna, að friður borgi sig frekar en ófriður. Það hefur um skeið og verður enn um sinn höfuðverkefni bandalagsins að tryggja evrópskan frið um allan Balkanskaga og alla Anatólíu. Með betri samskiptum verður síðan hægt að gera pólitísk hrossakaup um stöðu Kúrda í Tyrklandi annars vegar og aðild Tyrkja að Evrópusambandinu hins vegar. Slík hrossakaup mundu marka þau tímamót, að loksins yrði varanlegur friður um gervalla Evrópu. Ýmis Evrópuríki, einkum Spánverjar, hafa mikla og góða og nýlega reynslu af sáttum við minnihlutahópa í landinu. Slíka reynslu ættu Tyrkir að geta notfært sér í samskiptum við Kúrda og fengið þar með hinn eftirsótta aðgöngumiða að forríku Evrópusambandi. Ekkert er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Jarðskjálftamir í Tyrklandi og Grikklandi hafa opnað leið til evrópsks friðar og vestrænnar farsældar. Jónas Kristjánsson Viðtal DV við fjölskylduráö- gjafann Stefán Jóhannson 4. sept- ember sl. hefur orðið fleirum en mér tilefni til að setja orð á blað. Kristín Halldórsdóttir, fyrrver- andi alþingiskona, skrifaði góða grein í sama blað fimmtudaginn 9. september sl., sem ég vil þakka henni. Afstaða, hugmyndir og kyn- bundið viðhorf fjölskylduráð- gjafans um stöðu, lífshamingju og réttindi þeirra kvenna og karla sem hann ráðleggur, er hins vegar ærið tilefni til að fleiri leggi orð í belg. Það er brýnt að við sem vilj- um að konur og karlar fái notið sín í samfélaginu óháð kynferði sínu, tökum svona viðhorf alvar- lega og andmælum. Samspil fjölskyldu- og atvinnu- lífs er málefni sem ekki er hægt að aðskilja frá jafnrétti kynja. Leið fjölskylduráðgjafans til „hetra lífs“ er að konur hafni sínum réttind- um og fari heim og gæti bús og barna. Leið okkar sem viljum virka samfélagsþátttöku beggja kynja er að við bregðumst við breyttum aðstæðum og aðlögum samfélagið þeirri staðreynd að Er það draumsýn sem ekki getur orðið að veruleika að fæðingarorlof sé tólf mánuðir með sveigjanleika sem tekur tillit til þarfa foreldra, barna og atvinnurekanda, spyr greinarhöfundur. Myndin tengist ekki greininni. Fjölskyldan og jafnréttið - andstæöingar eða vinir? konur jafnt sem karl- ar eru á vinnumark- aði og að enn fæðast blessuð börnin. Álag á barnafjölskyldur, ekki síst hina útivinnandi móður, er mikið og of mörg börn eru of lengi án samvista við for- eldra sína. Skilnaðar- tíðnin er há. Það er hins vegar hægt að draga úr þessu álagi og samhliða tryggja hagsmuni allra í fjöl- skyldunni. Hér er verk að vinna í byrjun þessa árs vann Skrifstofa jafn- réttismála samantekt um stöðu barnafjöl- skyldna hér á landi þar sem nokkrir þætt- ir fjölskyldumála voru bornir saman við Norðurlönd. Þessi samantekt lá frammi á ráðstefnu Jafnréttis- ráðs um þetta málefni. Tilgangur ráðsins var að vekja athygli á því að hér væri verk að vinna. Á íslandi er fæðingarorlof mun styttra en á hinum Norðunlöndunum og greiðslur lægri, eng- inn sveigjanleiki er fyrir foreldra ungra bama sem eru á vinnumarkaði, rétt- ur til fjarveru frá vinnu vegna veik- inda bama ekki sam- anburðarhæfur, svo nokkur dæmi séu tekin. Tómstundir barna okkar eru í engum tengslum við grunnskólann, biðlistar á leikskóla enn staðreynd þó vissulega megi sjá breytingar til hins betra á leik- og grunnskólastiginu í mörgum sveitarfé- lögum. Á íslandi er vinnutíminn langur og atvinnuþátttaka „Leið fjölskylduráðgjafans til „betra iífsu er að konur hafni sín- um réttindum og fari heim og gæti bús og barna. Leið okkar sem viljum virka samfélagsþátt- töku beggja kynja er að við bregðumst við breyttum aðstæð- um ogaðlögum samfélagið þeirri staðreynd að konur jafnt sem karlar eru á vinnumarkaði og að enn fæðast blessuð börnin Kjallarinn Elsa S. Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs kvenna með því hæsta sem gerist í heiminum. Draumsýn sem getur orðið að veruleika Er það draumsýn sem ekki get- im orðið að veruleika: að fæðingar- orlof sé tólf mánuðir með sveigjan- leika sem tekur tillit til þarfa for- eldra, barna og atvinnurekanda, að næg leikskólarými séu fyrir börn frá eins árs aldri, að í grunn- skólanum sé boðið upp á heitar máltíðir í hádeginu ekki aðeins fyrir starfsfólk skólans heldur einnig nemendur, að þeir auka- tímar sem við viljum geta boðið börnunum okkar færist að veru- legu leyti inn í skólana a.m.k. fyr- ir þau yngstu og að allir, konan, karlinn og bömin komi heim að afloknum vinnudegi eigi síðar en kl. 17? Þá taki við samveru- stund en ekki helsti álagstími fjölskyldunnar. í mínum huga er þetta draum- sýn sem vel getur orðið að veruleika. Það sýna nágranna- lönd okkar. En það sem meira er, ég sannfærist æ meir að að- gerðir af þessu tagi eru for- senda þess að við höldum áfram að ná fram auknu jafn- rétti kvenna og karla. Verkefn- ið er skýrt. Við þurfum að skapa þjóðfélag þar sem konum og körlum er gert kleift að axla fjölskylduábyrgð sína samhliða atvinnuþátttöku. Elsa S. Þorkelsdóttir Skoðanir annarra Sjónvarp í 33 ár „I haust eru liðin 33 ár frá því útsendingar hófust í íslenska sjónvarpinu. Hvað hefur áunnist? Lenging útsendingartímans. Fleiri framhaldsþættir. Tvær gamlar bíómyndir á laugardagskvöldum í stað einn- ar áður ... Það er sorgleg staðreynd, að á þeim 33 árum sem um ræðir hefur kunnáttu í gerð sjón- varpsefnis lítið fleygt fram. Þetta er vissulega gömul og þreytt tugga að tönnlast á, en staðreynd er, að sú kynslóð sem hóf starfrækslu sjónvarps á íslandi og hefur starfað við það síðan er ekki að skila neinni kunnáttu áfram til þeirrar kynslóðar sem nú er að taka við.“ Hávar Sigurjónsson í Mbl. 15. sept. Fólk og fyrirtæki „Fyrirtækjarekstur snýst um fólk. Fæstir ná góð- um árangri til lengri tíma nema í samvinnu við fólk. Umtal skiptir einnig máli... Það er varhugavert við- horf að telja umtal og ímynd ekki skipta máli. Það er ekki nægilegt að vera duglegur, atorkusamur og frekur. Það skiptir engu síður máli í viðskiptum að eiga þokkalegt samstarf við annað fólk, hvort sem í hlut eiga starfsmenn eða viðskiptamenn. Koma þarf fram af heiðarleika og sanngirni. En það kostar einnig fyrirhöfn að vinna með öðrum. Það tekur tíma og krefst umburðarlyndis ... Við sjáum allt í kringum okkur stjórnunarstíl sem byggir á hræðslu og hótunum annars vegar og trausti og virðingu hins vegar. Því miður virðist stjórnunarstíll sem byggir á hræðslu og hótunum nú meira áberandi og árangursríkari a.m.k. til skamms tíma litið.“ Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptabl. 15. sept. Ríkisútvarpinu rúllað upp „Það er rétt hjá menntamálaráðherra: Staða ríkis- sjónvarpsins er afskaplega slæm, dagskráin er oft döpur, ríkissjónvarpinu helst svo illa á fréttamönn- um að þeir virðast ekki haldast þar við og óreynd ungmenni eru ráðin í staðinn. Eitthvað virðist bog- ið við stjórnunarhætti ríkissjónvarpsins ef marka má alls kyns klúður sem upp kemur með jöfnu milli- bili... Hverjir bera ábyrgðina á því að RÚV er rúll- að upp? ... Mér finnst að menntamálaráðherra ætti að velta þessu fyrir sér.“ Jóhann Páll Símonarson i Degi 15. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.